Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 8
KONAN, SÉRFRÆÐINGAVELDIÐ OG ENDURKOMA MÁLVERKSINS KONAN hefur verið Kjartani Guðjónssyni hugleikið mynd- efni á rúmlega fjörutíu ára málaraferli hans. í sýningu sem hann opnar í dag í Gall- eríi Fold verður hún í aðal- hlutverki en sýningin heitir Konan og ljóðið. Konan hefur alla tíð verið listamönnum mikilvægt yrkisefni en skyldi vera einhver sérstök ástæða fyrir því að hún sækir svo mjög á Kjartan nú þegar hann er orðinn hálfáttræður. „Ja, ég veit ekki hvað sérfræðingamir mundu vilja segja um þetta; ætli þeir myndu ekki kalla þetta post- gráa fíðringinn. Menn eru alltaf að tala um post-þetta og post-hitt. Annars kenndi ég módelteikningu í meira en fjörutíu ár og datt síðan í hug að ég ætti að fara að nota hana sjálfur. Þaðan er þetta nú komið. Það er engin sérstakur boðskapur með þessu, þetta er bara mál- verkið klárt og kvitt. Þetta gengur út á mynd- byggingu og lit; það er rauði þráðurinn sem gengið hefur í gegnum myndlistina frá upphafí, hann er bara ekki alltaf auðsær og menn hafa því stundum misst sjónar á honum. Menn hafa farið út í eitthvað annað, eitt- hvað annað en myndlist, einhvers konar hug- myndafræði sem kemur myndlist ekkert við. Þetta hefur aðallega gerst fýrir atbeina list- fræðinga í seinni tíð sem ég hef geysilegt ofnæmi fyrir. Listfræðingar hafa verið til mikillar óþurftar, þeir rugla ungt fólk í rím- inu og telja fólki trú um að þeir viti betur en ann- að fólk hvernig list á að vera. Það er alger mis- skilningur að þeir viti það, því þeir eru yfírleitt lærðir í háskólum og hafa aldrei komið nálægt neinu sem heitir alvöru myndlist — og ekki lært hana í háskólanum held- ur. Frá þeim er þetta hugmyndarugl komið.“ Kjqrtan Guójónsson listmálari er einn úr upphaflega septemhópnum sem hafói víótæk áhrif á myndlist hér á iandi um árabil. Kjartan kenndi módelteikningu vió Myndlista- og handíóaskólann í meira en fjörutíu ár og opnar nú sýninguna Konan og ijóóió í Galleríi Fold þar sem hann notfærir sér þá tækni. Þegar ÞRÖSTUR HELGASON tók hús á Kjartani vildi hann hins vegar helst ræóa um sérfræóingaveldió í mynd- listarheiminum sem hann telur vera orðið of mikið. Valdasýki og skilgreiningarárátta - Finnst þér listfræð- ingar hafa of mikið vald? „Já, alveg tvímælalaust. Þeir eru búnir að taka ráðin af listamönnunum. Það var sú tíðin að lista- menn réðu sér sjálfir. Nú eru listfræðingarnir komnir alls staðar. Þeir eru farnir að ráða hvem- ig kennsla fer fram i listaskólum, og það ekki bara hér heldur alls stað- ar. Þeir eru búnir að taka yfir öll söfn. Og mörgum listamönnum sem þeim fellur ekki í geð er bókstaflega úthýst. Það gengur svo langt að þeir eru farnir að vera gerendur; þeir eru famir að ráðskast með myndlistarmennina og tefla þeim eins og peðum á skákborði. Og margir halda að þeir séu sjálfír orðnir lista- menn. Maður þarf ekki að leita lengra en til Kjarvalsstaða til að sjá það. Og svo er þessi skilgreiningarárátta þeirra dæmigerð; þeir fara út í hana því þeir hafa ekki í nein önnur hús að venda. Ég var nú að lesa heillandi skáldsögu eftir Vigdísi Gríms- dóttur, Grandavegur 7. Þetta er saga sem gerist í tveimur heimum, bæði hér og fyrir handan, stundum í báðum og stundum hvorug- um. Eftir skilgreiningaráráttunni hefði þessi saga þurft að hafa skilgreiningu á hverri ein- ustu síðu á því sem hún er að fjalla um. Vesalings listamennirnir eru sumir farnir að reyna að fullnægja þessari þörf; ef það Iiggur ekki í augum uppi hvað þeir eiga við TVÆR konur. Olía á striga. 1996. eru þeir famir að koma fram með skýringar á því hvað þeir meini; þeir em farnir að reyna að skilgreina sig sjálfir. Mér finnst það alger fásinna að listamaður þurfi að setja fram skýringu á því sem hann er að fara með verki sínu; verkið skýrir sig sjálft eða gerir það bara alls ekki. Og oft og tíðum tekst ekki betur til en svo með skýringuna en að hún verður óskiljanlegri en verkið sjálft. Þegar upp er staðið botnar engin í neinu. Þetta skrifa ég allt á reikning listfræðinga. Listfræðingarnir eru hin nýja valdastétt. Þetta er eins og í Sovétríkjunum forðum; þá sem em þeim ekki þóknanlegir reyna þeir að þaga í hel. Það tekst ekki alltaf en þeir reyna það. Láta bara eins og viðkomandi sé ekki til. Ég hef nú sjálfur fundið smjörþefinn af því; það er ekki eitt einasta safn í Reykjavík sem kaupir af mér myndir og hefur ekki gert langa lengi því ég hef verið óþægur. Þegar þeir halda að þeir geti strikað nafn út úr lista- sögunni er valdasýkin orðin einum of mikil. En mér er ekki illa við alla listfræðinga. Gunnar Kvaran er ágætur þótt hann sé auðvit- að nógu kotroskinn til að segja að hann geti sagt fyrir hvaða list muni lifa eftir hundrað ár. Að menn skuli segja þetta í alvöru lýsir því hvað þetta er ráðþrota fólk.“ Sérfraeðingunum veróurhafnað - En hvernig ætti þetta þá að vera, Kjart- an? Hvernig ætti til dæmis að stjórna lista- söfnum? „Mér þykir rétt að farið í danska ríkislista- safninu í Kaupmannahöfn. Þar eru bæði lista- menn og listfræðingur við stjórn en að auki einn listkunnáttumaður, sem þeir kalla; það er að segja leikmaður sem hefur enga sér- staka menntun en hefur áhuga á og þekkir myndlist. Ég þekki mýmarga menn hér á landi sem gætu gengt þessu starfi. Þeir halda að Morgunblaðið/Kristinn skömmu. Þetta verk er táknrænt um það hvern- ig komið er fyrir listinni, en vonandi fer eitt- hvað að rætast úr þessu." Hið hreina málverk að kema aftur - En fmnst þér málverkið vera á undan- haldi? „Nei, það eru nokkrir mjög efnilegir menn að koma fram núna með alveg hreint málverk. Ég nefni sem dæmi Gunnar Karlsson og Pétur Gaut sem voru að sýna nýlega. Málverkið er því að koma aftur en það er hins vegar allt gert sem hægt er til að þegja um það.“ Á sýningunni í Gallerí Fold verða auk mál- verka sýndar teikningar Kjartans við úrval ljóða eftir Jón úr Vör. Hjalti Rögnvaldsson leikari mun lesa úr Ijóðum skáldsins á sýning- unni og hefst lesturinn kl. 15.30. Opið er í Gallerí Fold daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-18. vísu margir að þeir hafi ekkert vit á mynd- list, þótt þeir hafi fylgst með henni í fjölda- mörg ár, vegna þess að þeir skilja ekkert í því sem listfræðingarnir eru að segja um hana. En ég segi þeim að ég treysti frekar auga áhugamannsins en sérfræðingsins því að sá síðarnefndi hefur engan áhuga á mynd- listinni sjálfri. Hann er að hugsa um eitthvað allt annað og gerir þannig sitt ýtrasta til að villa um fyrir fólki. En ég er viss um að það á eftir að koma fram einhver grasrótarhreyfing sem hafnar þessu sérfræðingaveldi. Menn eiga eftir að rísa upp á móti þeim. En þeir hafa bara þeg- ar gert svo mikinn skaða. Þeir hafa til dæm- is skaðað listakennsluna svo mikið að það tekur mikinn tíma að bæta úr. Sem dæmi þá var bílflautukonsert eitt af útskriftarverkum úr Myndlista- og handíðaskóla íslands fyrir 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.