Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 9
FYRIR UM tveimur áratugum var málverkinu vart hugað líf á Ís- landi. Var það einfaldlega talið hafa gengið sér til húðar. Ekki voru þó allir listmálarar reiðubúnir að leggja árar í bát og var ungur maður, Helgi Þorgils Friðjónsson, einn þeirra. í upphafi blés reyndar ekki byrlega fyrir Helga er íslenskir gagnrýnend- ur létu aurslettumar ganga yfir verk hans og árið 1980 var hann meðal annars sagður hafa málað síðasta málverkið sem gert yrði, hvorki meira né minna. Fljótlega rofaði þó til og mál- verkið reis upp frá dauðum. í dag hefur útför- inni ekki einungis verið slegið á frest heldur lít- ur út fyrir að henni hafi beinlínis verið aflýst. Vafalaust mun Helgi færa þessi mál og önnur í tal á Sjónþingi sem hefst í Gerðubergi á morg- un, sunnudag, kl. 14. Spyrlar verða Ólafur Gísla- son gagnrýnandi og Þorri Hringsson myndlistar- maður en umsjón hefur Hannes Sigurðsson list- fræðingur með höndum. Líkt og áður verður Sjónþingi Helga fylgt úr hlaði með tveimur sýn- ingum. A fyrstu og annarri hæð Gerðubergs verður að finna verk frá undanförnum tveimur áratugum, sem ætlað er að draga fram helstu línumar í þróun iistsköpunar Helga, og að Sjón- þinginu loknu verður opnuð sýning á nýjum verkum á Sjónarhóli við Hverfisgötu. Báðum sýningunum lýkur 10. nóvember næstkomandi. Helgi Þorgils Friðjónsson er fæddur í Reykja- vík árið 1953 og ólst þar upp til þrettán ára aldurs er fjölskylda hans fluttist til Stykkishólms og síðar Búðardals. Sneri hann þó aftur til að taka landspróf í höfuðborginni, auk þess sem hann sat eitt ár á skólabekk í Verzlunarskóla íslands. Að því búnu lá leið Helga í Myndlista- og handíðaskóla íslands, þar sem hann skráði sig í fijálsa myndlistardeild, sem síðar hlaut nafnið deild í mótun. Var hún fámenn en góð- menn, að sögn Helga, en hann hafi þó yfirleitt róið einn á báti, í þeim skilningi að hann hafi verið eini fylgismaður málverksins í hópnum. Eftir þessa grunnmenntun í myndlist hélt Helgi til Hollands í framhaldsnám árið 1976, þar sem hann hélt áfram að þróa máiverkið næstu þijú árin, jafnvel þótt því væri vart hug- að líf. „Eitt af mínum fyrstu verkum var að ein- falda málverkið mikið, auk þess sem ég fór að vinna gegn hinu akademíska málverki og þessum sjálfkrafa lausnum sem ég var aldrei sáttur við. FLUG. Olía á striga. 1996. BREYTINGAR ERU EKKI EÐLILEGAR NEMA ÞÆR TAKI LANGAN TÍMA Ég kynntist líka fjölmörgum nýjum straumum og varð sennilega, án þess að gera mér grein fyrir því, hluti af hefðinni sem var að skapast á þessum tíma,“ segir listamaðurinn og vísar til nýja málverksins. Olíumálverkið seint drepiá Helgi segir að frásagnarþátturinn hafí ávallt fylgt sér — ein mynd leiði af annarri. Fyrir þær sakir hafi hann mikið unnið með teikningar, skissur, sem hann byggi málverkin, einkum þau smærri, síðan á. „Ég hef ekki hlotið neina mennt- un sem málari en lærði hins vegar heilmikið í teikningu á sínum tíma.“ Þá kveðst listamaður- inn snemma hafa hænst að olíuiitum. „Olíumál- verkið verður seint drepið enda er sögulegur grunnur þess svo sterkur. Síðan er alltaf gott að geta staðsett sig einhvers staðar." A öndverðum níunda áratugnum segir Helgi að farið hafi að gæta meiri formfestu í mál- verki hans. Smám saman hafi það orðið þéttara enda þoli enginn endalaust að vera með „under- statement“, eins og hann tekur til orða. Þróunin hafi því verið eðlileg. Stærsta skrefíð á ferlinum kveðst Helgi síðan hafa stigið á árunum 1983-1986. Þá hafí hann fundið sig knúinn til að fara að nota þekkingu sína sem myndlistarmaður i auknum mæli — fyrir vikið hafí myndmálið tekið breytingum. „Þessi breyting tók hins vegar tíma enda eru breytingar ekki eðlilegar nema þær taki langan tíma. Það er eitthvað að hjá listamanni sem get- ur hoppað áreynslulaust á milli staða.“ Á þessum tíma fór landslagið að skríða inn í málverk Helga, svo gripið sé til orða Hannesar Sigurðssonar, eða um líkt leyti og landslagsmál- verkið fékk uppreisn æru. Fígúran hefur hins vegar löngum verið miðlæg í verkum listamanns- ins enda er hann þeirrar skoðunar að maðurinn myndi andrúmsloftið hveiju sinni. Uppruni henn- ar virðist á hinn bóginn vera óljós en listamaður- inn fullyrðir að áhrifín komi úr ýmsum áttum, ekki síst frá ítalska málaranum Chirico. í þessu samhengi talar Hannes um „módemísk- an hrærigraut" — fígúrurnar eigi í senn rætur að rekja til evrópskra tuttugustu aldar skop- Sjónþing Helga Þorgils Friójónssonar veróur haldió í Geróubergi ó morgun en þó hefjast jgfnframt tvær sýn- ingar ó verkum hans, í Geróubergi og ó Sjónarhóli. ORRI PÁLL ORMARSSQN fylgdist meó undirbúningi fyrir sjónþingió, þar sem Helgi mun mióla af reynslu sinni sem mólari, rithöfundur og eigandi gallerís. mynda og fornegypskra teikninga. Kveðst Þorri Hringsson greina fomegypska guðinn Set, sem var með hundshöfuð, á myndum eftir Helga, sem kannast að vísu ekki við að hafa haft hann í huga við gerð umræddra mynda. Þegar tengsl manns og náttúm ber á góma kveðst Helgi yfirleitt hugsa myndimar lagsettar í upphafí — fígúran sé ekki í samhengi við náttúr- una. Hver hlutur hafi síðan tilvísun í sitt hvern staðinn í myndlistarsögunni. Þegar hér er komið sögu vill Þorri líkja Helga við Kjarval, sem mar- goft hafí málað fígúmr inn á landslagsmyndir. Ákveóinn realismi I huga margra hefur Helgi á sér súrrealískan blæ sem listmálari. Þykir honum það hins vegar skjóta skökku við. „Það kann að hljóma undar- lega en ég hef alltaf viljað hafa ákveðinn real- isma í mínum verkum enda hef ég ekki talið mig geta bætt einhveiju við súrrealismann. Ég tel mig einfaldlega vera að slá ósköp venjulegum hlutum inn á mynd. Þetta verður þó hver og einn að túlka á sinn hátt.“ Helgi er einn af fáum íslenskum myndlistar- mönnum, sem tekist hefur að hasla sér völl á alþjóðavettvangi en hann hefur um skeið sýnt verk sitt á hvað í Svíþjóð, Þýskalandi, Bandaríkj- unum, Hollandi, Spáni, Tékklandi og Ítalíu, þar sem hann tilheyrir galleríi Toselli í Mílanó. Það voru einkasýningar í Zúrich og Malmö árið 1984 sem ruddu brautina. „Ég hafði tekið þátt í nokkrum samsýningum áður en þetta voru fyrstu einkasýningar mínar erlendis," segir Helgi. „Fengu þær góða dóma og til þess að gera mikla umfjöllun og síðan hefur þetta undið upp á sig.“ Hannes segir að samskipti Helga við útlönd hafí leitt hann inn í fremstu herbúðir fígúr- atífska málverksins, sem verið hafi eitt af and- svörum listaheimsins við langvarandi síbylju naumhyggjunnar og því pólitíska og samfélags- lega lystarstoli sem hún hafi valdið. „Sú skoðun mínímalistartna að minna væri betra tók upp úr níunda áratugnum að víkja fyrir mun barokk- legri þankagangi og var Helgi einn af stofnend- um hinnar alþjóðlegu hreyfingar maxímalism- ans. Hann hefur einnig verið ósínkur á að deila samböndum sínum með landsmönnum. Margir af höfuðpaurum nýja málverksins, jafnt krýndir sem ókrýndir, hafa sýnt hér á landi fyrir hans tilstilli en árið 1980 opnaði Helgi gallerí Gang á heimili sínu og er óhætt að segja að gustað hafí hressilega um það allar götur síðan.“ Meðan Helgi var að geta, sér gott orð erlend- is var ekki farið að taka mark á honum hér heima, eins og Þorri kemst að orði, og Helgi tekur sjálfur upp þráðinn. „Það var einnþá ein- hver hundur í mönnum. Þeir fóru í það minnsta mjög varlega.“ Hannnes útskýrir þetta nánar: „Fyrstu verk Helga voru mörg hver unnin i eins konar mót- mælaskyni við hið snurfusaða handverk afstrakt- kynslóðarinnar. Leikandi hugmyndaspuni, þar sem allt getur fléttast saman, var látinn stjórna framsetningarmátanum. Því er heldur ekki að leyna að mörgum innansveitar gagnrýnandanum þótti hér full flausturslega að verki staðið.“ Umsjónarmaðurinn og spyrlarnir eru á einu máli um að Helgi hafí brotið ísinn hér á landi á sýningu á Kjarvalsstöðum 1987. Þá hafi kveð- ið við nýjan tón í umfjöllun um list hans. Frá og með sýningu á sama stað 1989 hafí hann síðan skipað veglegan sess. Að sögn Hannesar hafa verk Helga orðið æ fágaðri og persónulegri í seinni tíð um leið og framleiðni hans hafi dregist saman. „Yfir goð- sögulegum heimi verkanna hvílir einhver upphaf- in tilvistarleg helgi þar sem ójarðneskar mann- verur og vængjuð furðudýr líða makindalega um dulspekilegt, rammíslenskt umhverfí sitt. Það má eiginlega segja að Helgi dragi upp trúverð- uga mynd af útópíunni en grafi undan henni um leið, sem bendir til þess að list hans verði ekki metin út frá einhveijum algildum forsend- um.“ ' Að öllu þessu sögðu er ekki úr vegi að ljúka þessari umfjöllun um Helga Þorgils Friðjónsson með því að leita álits spyrlanna, sem svo vel þekkja til listamannsins, um stöðu hans á þessum tímapunkti? ^ Að mati Ólafs Gíslasonar hefur Helgi hleypt nýju blóði í íslenska myndlist. Hann hafi þurft að byija frá grunni, málverkið hafi verið í kreppu þegar hann kom fram á sjónarsviðið, en hafi út frá afar persónulegum forsendum náð að skapa málverk sem sé í senn flókið og margbrot- ið, auk þess að hafa hinar ýmsu tilvisanir í lista- söguna og samtímann. Málverk Helga standist með öðrum orðum þá kröfu að segja okkur eitt- hvað nýtt. Þorri Hringsson tekur í sama streng: „Sér- staða Helga felst í myndmálinu og inntakinu en ekki síður þeirri staðreynd að þróunin í list hans hefur verið ákaflega skemmtileg, eðlileg og af- slöppuð. Það verður því gaman að fylgjast með framhaldinu því þetta Sjónþing er enginn enda- punktur — því fer fjarri. Síðan má ekki gleyma því að Helgi hefur ekki einungis hleypt nýjum straumum inn í íslenska myndlist með málverk- urn sínum heldur jafnframt sem kennari og eig- andi gallerís. Hann er eiginlega orðinn hálfgerð- ur gúrú.“ _ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.