Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 10
KARLSSONUR ÆVINTÝRISINS - BJÖRN JÓNSSON RITSTJÓRI OG RÁÐHERRA - SÍÐARI HLUTI. BARDAGA- MAÐyR í EÐLI SINU EFTIR SVEIN SKORRA HÖSKULDSSON í kosningabaráttunni sumarió 1908 hafói Björn lagt á sig ofurmannlega vinnu og naumast unnt sér svefns heilu vikurnar. Þaó var þreyttur foringi og ekki heill heilsu sem valinn var ráóherraefni uppkastsandstæóinga þegar Hannes Hafstein FUNDURINN í barnaskólaportinu 1908. Björn Jónsson talar gegn „Uppkastinu". VII HVAÐ einkenndi blaða- mennsku Björns Jóns- sonar? Hversu fylgdi hann fram þríþættri stefnuskrá blaðs síns í upphafi: þeirri að beijast fyrir hugsjóninni um við- reisn íslenskrar þjóðar úr ánauð örbirgðar og óstjómar, fóstuijörð- inni til viðreisnar og framfara, að fræða um það, sem þarflegt er að vita, og að skemmta á fallegan hátt. Það er e.t.v. örðugt fyrir nútíma fólk að setja sér fyrir hugskotssjónir þessi gömlu íslensku blöð á síðara helmingi 19. aldar. Ekki var hvert eintak meira en fjórar blaðsíð- ur og oft var brot þeirra ekki öllu stærra en hálf síða í því blaði sem lesandi þessarar greinar hefur nú í höndum. Beint skemmtunarefni var fyrst og fremst framhaldssögur, einstaka sinnum frumsamd- ar sögur íslenskra höfunda, en langoftast þýddar. Bjöm þýddi Qöldan allan af erlendum smásögum og stuttum skáldsögum í blað sitt, en einnig fróðleiksþætti um ýmis menn- ingarsöguleg efni. Þá birti hann þar einnig frásagnir og þjóðlegan fróðleik íslenskra manna. Þessar sögur og þætti gaf hann síð- an út sérprentað undir heitinu Sögusafn ísa- foldar. Kom það út í 18 bindum á áranum 1889-1908 og naut mikilla vinsælda. Þær sögur, sem Bjöm valdi í blað sitt, vora marg- ar af því tagi sem kalla mætti iétt-klassísk- ar, bjuggu einatt yfír spennu frásagnar án þess þó að þjóna reyfarahættinum einum. Og mikilvægur þáttur hinnar „fallegu skemmtunar" var stflbragð þýðandans. Allir, sem um blaðamennsku Bjöms Jónssonar hafa skrifað, lúka upp einum munni um ást hans á íslensku máli og snilldartök hans í stíl. Þegar Sögur Isafoldar vora gefnar út öðra sinni í ijóram bindum 1947-50 til styrkt- ar Minningarsjóði Bjöms Jónssonar - Móður- málssjóðnum samdi Sigurður Nordal eftir- mála við fyrsta bindið þar sem hann sagði m.a.: Stfll hans var rammþjóðlegur, kjammikill og svo sérkennilegur, einkum á síðari áram hans, að nær því hver setning, sem hann skrifaði, mátti heita auðþekkt. Menn lærðu ósjálfrátt heilar klausur úr greinum hans, og eru þær enn mörgum manni af hinum eldri kynslóðum í fersku minni. Af umhyggju hans fyrir meðferð móður- málsins stafaði áhugi hans á samræmingu stafsetningar, en hún var mjög á reiki fyrir aldamótin. Var hann helsti áhrifamaður og höfundur svonefndrar blaðamannastafsetn- ingar og henni til styrktar samdi hann /s- lenska stafsetningarorðabók sem kom út 1900. Annað nytjaverk til eflingar íslensku máli vann hann með útgáfu orðabókar 1896 er bar titilinn Ný dönsk orðabók með íslensk- um þýðingum. Slík útgáfa gegndi öðram þræði þjóðemispólitískum tilgangi, var líkleg til að vinna nokkum bug á dönskuslettum í íslensku máli. Framhöfundur bókarinnar var Jónas Jónasson, en Bjöm lagði ómælda vinnu i endanlega gerð hennar. Að skemmta mönnum á fallegan hátt, sagði Bjöm í ávarpi sínu. Þegar við lesum deilugreinar í þessum gömlu blöðum frá alda- mótunum síðustu hlýtur sú hugsun að hvarfla að okkur að vopnaviðskiptin sjálf, vígfímin í orðasennum, hafi a.m.k. verið höfundunum skemmtun í sjálfri sér og oftar en ekki tókst þeim að virkja lesendur sína til að njóta unaðar af þátttöku í leiknum. Þessar greinar vora einatt persónulega ill- skeyttar og ósvífnar, sárlega meiðandi, enda enginn skortur á meiðyrðamálum milli rit- stjóranna. Bjöm var einskis eftirbátur í þess- um leik og þó mörgum kurteisari. Uppnefni vora gjaldgeng mynt á þessu torgi. Sjálfur bjó hann við nöfn eins og „sá vondi“ eða „sá illi“, ellegar að hann var kallaður „Axla- Bjöm“, meður því að hann bæri kápuna á báðum öxlum. Höfuðandstæðing sinn til margra ára, Hannes Þjóðólfsritstjóra, kallaði Bjöm aftur á móti „durg“ og þótti blað hans vera „durgslegt". Sjálfsagt hafa lesendur haft af þessu skemmtun, hvað sem um feg- urð_ hennar má segja. ísafold átti að fræða um það sem þarfiegt er að vita. Þegar gömlu blöðin fyrir aldamót era skoðuð verður ekki sagt að fréttaþáttur þeirra sitji í fyrirrúmi. Það skipar hugsjóna- baráttan, greinar um stjómmál og landsins gagn og nauðsynjar. ísafold gerðist þó fljót- lega meira fréttablað en flest önnur og kynni að vera ein skýringin á vinsældum hennar. Um leið varð hún mesta auglýsingablaðið. Þegar kemur fram yfir aldamótin taka þær stundum meira en helming af rými blaðsins. í þessari þróun birtist útbreiðsla þess, áhrifa- máttur og vald. Fréttir ísafoldar era lengi framan af örstuttar og gagnorðar. Stundum er kvartað yfir stuttleik og yfírborðsleik nú- tíma sjónvarpsfrétta. Þær eru þó oft hreinar langlokur borið saman við fréttir ísafoldar og samtíma blaða hennar. Fréttimar í ísafold kunna stundum að minna á gamlar annáls- greinar. Ein setning getur birt mikinn harm- leik, varpað ljósi yfir vítt svið. Yfírleitt fjalla fréttir blaðsins ekki um hégómamál, en þær sýna okkur breytt mat á viðburðum. Þeirri þjóð, sem flengist árlega til að liggja á sand- ströndum Suðurlanda, og þeim kontóristum, sem fara vikulega til útlanda á skrifræðis- fundi í nafni alþjóðasamvinnu, kann að þykja það ómerkileg frétt hvaða stúdentar, iðnaðar- menn og kaupmenn komu með póstskipinu síðast frá Kaupmannahöfn. Þetta var þó mik- ill atburður um síðustu aldamót og sigldir menn af öðra sauðahúsi en aimúginn. VIII Þó að þáttur fræðslu og skemmtunar ætti án efa mikinn hlut að vinsældum ísa- foldar vora það greinar hennar um hugsjóna- efni og pólitísk baráttumál sem gerðu hana að því stórveldi sem hún varð um og upp úr síðustu aldamótum. Eins og fyrr var á drepið er naumast unnt að tala um eiginlega flokkaskiptingu í íslenskum stjómmálum fyrstu tvo áratugina sem ísafold kom út. Þorri þingmanna fylgdi Jóni Sigurðssyni að málum. Kjami minni hlutans vora hinir konungkjörnu þingmenn. Með árinu 1881 hefst það skeið sem kennt hefur verið við baráttuna fyrir endurskoðun stjómarskrárinnar er beindist að því að fá af henni sniðna þá vankanta sem Islending- ar töldu versta. Oddviti þeirrar baráttu gerð- ist Benedikt Sveinsson og framan af studdi ísafold hann einarðlega. Þó að blaðið væri þannig í stjórnarandstöðu um kjarna póli- tískra átaka þessara ára átti Bjöm það til að taka svari stjórnvalda að því er tók til einstakra embættisgerða. Mestra óvinsælda mun hann hafa bakað sér og blaði sínu er hann hélt uppi vömum fyrir gerðir landshöfð- ingja í málaferlunum gegn Skúla Thoroddsen sýslumanni á fsafírði er hann var settur af embætti án saka og ekki unnt réttmætrar uppreisnar að fenginni sýknu. Verður sú afstaða Bjöms trauðla skýrð með öðra en hreinni persónulegri andúð hans á Skúla. Auðvitað ritaði Bjöm um mörg framfara- mál og pólitísk mál önnur en stjómarskrár- deilumar við Dani á þessum áram. Hann studdi Benedikt Sveinsson i baráttu hans fyrir stofnun háskóla á íslandi. Hann ritaði um nauðsyn bættra samgangna og gerð hafnar í Reykjavík sem og eflingu fískiskipa- stóls landsmanna. Mannúðarmál lét hann mjög til sín taka. í andstöðu við almenningsá- lit tók hann svari Hjálpræðishersins, þegar sá félagsskapur tók að stunda hér trúboð sitt og líknarstörf, og fræg varð framganga Bjöms til hjálpar nauðstöddu fólki eftir land- skjálftana miklu á Suðurlandi 1896. Fyrsti vísirinn að þeirri flokkaskiptingu, sem síðar varð, kom fram á Alþingi 1889 með svonefndri „miðlun“. Eftir árangurs- lausa stjórnarskrárbaráttu þing eftir þing báru nokkrir þingmenn fram málamiðlunar- tillögur er áttu að gera samþykkt nýrrar stjórnarskrár aðgengilegri fyrir Dani. Gegn þessu snerist Benedikt Sveinsson og fylgis- menn hans af fullkominni hörku. í deilunum um miðlunina komu fram þau einkenni stjórnmálaritstjórans Björns Jónssonar sem síðar áttu eftir að einkenna aðferðir hans í átökum um stórmál. í upphafí fór hann sér hægt, skoðaði málefni frá ýmsum hliðum. Sá háttur hans kann að hafa aflað honum þess álits að hann bæri kápuna á báðum öxlum. Eftir því sem deiíur svo elnuðu varð afstaða Björns skýrari og oft fór svo að lok- um að hann gekk öllum framar af hörku og bardagagleði til stuðnings þeim málstað er hann fylgdi. Slík varð afstaða hans til miðlunarinnar, nokkuð tvíbent í upphafi en eindreginn stuðningur í lokin. í hita leiksins gat Björn orðið einstreng- ingslegur og einsýnn. E.t.v. var ósveigjan- leiki veikasti eðlisþáttur hans sem stjórn- málamanns. Eftir að hann hafði tekið af- stöðu og var kominn fram á vígvöllinn sveigði hann naumast af leið. Þessi þrákelkna ein- sýni gat komið fram í ómerkilegustu smá- munum og valdið aðhlátri eins og þegar hann varði mistök í myndbirtingu blað eftir blað og hélt því fram að gat í kletti vestur við Snæfellsnes væri Dyrhólagatið. Að þess- um þætti í fari hans víkur sonur hans, Sveinn forseti, í Endurminningum sínum: Hann var bardagamaður í eðli sínu; forna orðið „gunnreifur“ var eitt af uppáhalds- orðum hans, enda átti það vei við hann sjálfan. Hann var geðríkur og geðið hreif hann stundum lengra en mörgum þótti rétt. Eftir að Valtýr Guðmundsson kom fram með hugmyndir sínar til lausnar stjórnar- skrárdeilunni 1895 og lagði þær fram á Al- þingi 1897 þar sem gert var ráð fyrir íslensk- um ráðgjafa með setu í Kaupmannahöfn varð loks ótvíræð flokkaskipting í íslenskum stjórnmálum. ísafold gerðist höfuðmálgagn valtýinga og Bjöm einhver mestur áhrifa- maður í þeim flokki þó að ekki sæti hann á þingi. Reyndar er mjög athyglisvert að skoða þessa flokkaskiptingu. I Heimastjórnar- flokknum, sem svo kallaðist, var hin gamla yfírstétt íslenska embættiskerfisins mikils ráðandi. Talað var um „landshöfðingjaklík- una“ og „landsbankaveldið" og í ferð með henni var öflug fylking bænda sem tengdist vaxandi samvinnuhreyfíngu. Þessi flokkur hafði hins vegar uppi róttækari kröfur á hendur Dönum í stjórnarfarslegum efnum. í flokki valtýinga, sem kölluðu sig Framfara- flokk og síðar Framsóknarflokk, vora upp- reisnarmenn gegn gamla valdakerfínu. Þeir börðust fyrir nýjungum í atvinnulífi, við- skiptalífí og fjármálastjórn. Ýmislegt í hug- myndum þeirra bendir í átt til þeirra fijáls- hyggjukenninga er sett hafa mark sitt á stjórnmál í okkar heimshluta á síðustu áram. Þannig beittu þeir sér fyrir frelsi í viðskipt- um, tæknivæðingu sjávarútvegs og síðast en ekki síst fyrir auknu fé til íslenskra at- vinnuvega með öflun erlends fjármagns, en til þess var íslandsbanki settur á fót. Við stofnun hans átti Bjöm Jónsson úrslitaat- kvæði með meðalgöngu sinni við erlenda fjár- málamenn. Auðvitað var honum líka ætlað að skáka „landsbankaveldinu“. IX Eftir fjögurra ára deilur um valtýskuna fór svo að stjórnarskrárfrumvarp, sem byggðist á þeim hugmyndum, var samþykkt á Alþingi 1901. Hefði mátt ætla að Valtýr Guðmundsson yrði fyrsti íslenski ráðherrann með setu í Kaupmannahöfn. Skjótt skipast þó veður í stjómmálum. Sama ár komst þing- ræði loks á í Danmörku með valdatöku Vinstri manna og þeir samþykktu búsetu íslensks ráðherra í Reykjavík með ábyrgð fyrir Alþingi. í kjölfar þess unnu heima- stjómarmenn mikinn kosningasigur og Hannes Hafstein tók við völdum 1904. Flokkur Bjöms hafði beðið ósigur og sek- ur er sá einn er tapar. Þeim miskunnarlausa 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.