Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 11
dómi sögunnar hafa valtýingar mátt sæta. Þó að Valtýr Guðmundsson opnaði nýjar leið- ir í stjórnarskrárdeilunni, sem að lokum lágu til heimastjórnar, hefur stefna hans löngum í huga þjóðarinnar verið tengd við undan- slátt og hentistefnu. Nú hófst hins vegar síðasta og glæstasta skeið Björns Jónssonar sem stjórnmálarit- stjóra. Undir stjórn hans varð ísafold það skelegga stjórnarandstöðublað sem hún í öndverðu var stofnuð til að vera. Þó að Björn sæti ekki á þingi var hann í reynd áhrifa- mesti stjórnarandstæðingurinn. Slíkt var áhrifavald blaðs hans orðið. Um sömu mundir og Hannes Hafstein tók við ráðherradómi 1. febr. 1904 var Björn á heimleið frá langri sjúkrahússvist í Kaup- mannahöfn. Lenti hann í miklum hrakning- um, er skip hans strandaði við Færeyjar, og birti eftir heimkomu sína fróðlega frásögn af ferðalaginu. Var hún gefin út sérprentuð 1963, Færeyjapistlar. Skömmu eftir komuna til Reykjavíkur flutti hann ræðu er birtist á forsíðu ísafoldar 23. mars 1904 undir titlin- um „ísland hið nýja“. Hann fagnaði þeim tímamótum er heimastjórnin markaði í sögu þjóðarinnar og kvaðst vilja bera fram þrjár óskir henni til handa við upphaf nýrrar ald- ar. Fyrst að íslendingar mættu verða „hin ljóssæknasta þjóð í heimi“. Hann útskýrði þessi orð svo: Vér getum látið í þeirri merkingu opnar standa allar dyr, þær er vita mót austri og suðri, mót blessaðri sólinni í upprás hennar og hádegisstað, en haft hinar harðlokaðar, þær er snúa í kuldaáttina og myrkurs, hlaðið öflugan skjólgarð fyr- ir norðannæðingnum og kólgunni, - í andlegri merkingu. Vér getum leitað meiri samblendni við aðrar þjóðir en vér höfum gert, einkum þær sem næstar oss eru líkamlega og andlega. [- - -] Oss er því alveg óhætt að hætta að miklast af einangruninni, þykjast af því, að flest með oss sé því ólíkt og frábrugð- ið, er gerist annars staðar. Önnur ósk hans var sú „að vér værum orðin hin menntaðasta þjóð í heimi“. Hann greip til jarðyrkjulíkinga. „Meingrýti heimsku og hleypidóma verður að pæla upp eðaþásprengja[. . .]. Fúamýrar þekkingar- káksins verður að ræsa fram [. . .]. Og stinga verður á grænmosadýjum vanþekk- ingar-gorgeirsins.“ Sagði síðan: Þeir mega ekki vera of mjúkhentir, sem þar vilja láta eitthvað undan sér ganga, og þeir mega ekki kippa sér upp við það, þótt hljóð heyrist einhvers staðar. Gijótsprengingum fylgja hvellir, og gijótflögurnar fljúga í ýmsar áttir. Vér könnumst við það blaðamennirnir, þegar þeir, sem horft hafa á, flýja þá í ýmsar áttir og þora hvergi nærri að koma. Loks óskaði Björn Islendingum þess „að vér værum orðin hin trúræknasta þjóð í heimi“. í því sambandi er vert að geta þess að öllum heimildum ber saman um einlæga og alvarlega trúhneigð Björns Jónssonar. Á næstu misserum snerist hann til fylgis við spíritista, vafalaust fyrir áhrif frá Einari Hjörleifssyni Kvaran, og tók þátt í miðils- fundum þeirra. Voru þær athafnir óspart hafðar að skotspæni háðs og spotts af hálfu pólitískra andstæðinga þeirra. Ekki þurfti undan því að kvarta næstu árin að andstöðu Björns við stjórn Heima- stjórnarflokksins fylgdu ekki sprengingar og hvellir og enginn var skortur gijótflugs í ýmsar áttir. Þess er ekki kostur hér að rekja þá and- stöðu, en aðeins skal minnt á þau tvö mál sem sýna best hvílíkt var orðið áhrifavald Jsafo/darundir ritstjórn Björns. Annað þeirra er símamálið sem svo hefur verið kallað. Þegar lagning ritsíma til íslands kom fyrst til umræðu var Björn talsmaður þeirrar fram- kvæmdar í blaði sínu. Þegar tilboð kom fram frá Mikla norræna ritsímafélaginu um lagn- ingu var hann í fyrstu hikandi, en þegar svo Hannes Hafstein hafði gert samning við fé- lagið brást Björn við af fullri hörku gegn honum og þeim fjárskuldbindingum, sem hann fól í sér, og taldi hentara að sambandi við útlönd yrði komið á með loftskeytum. Þegar samningurinn kom til umræðu og staðfestingar á Alþingi sumarið 1905 var Björn með blaði sínu búinn að píska upp þvílíka andstöðu að á þriðja hundrað bændur af Suðurlandi og úr grannsveitum Reykjavík- ur riðu til höfuðstaðarins um hásláttinn til að andmæla gerðum ráðherrans. Til slíks upphlaups gætinna bænda hefur þurft mik- inn sefjunarmátt og á sér fáar hliðstæður í sögunni. Hitt málið markar risið á stjórnmálaferli Björns Jónssonar. Það eru uppkastskosning- arnar 1908. Þær snerust um „uppkast að BJÖRN Jónsson í einkennisbúningi ráðherra. lögum um ríkisréttarsamband Danmerkur og íslands“ er leysa skyldu af hólmi stöðulög- in frá 1871 sem enn voru í gildi en íslending- ar höfðu aldrei samþykkt. Að þessu upp- kasti stóð af hálfu íslendinga sjö manna nefnd undir forsæti Hannesar Hafsteins sem í voru þrír heimastjórnarmenn og þrír stjórn- arandstæðingar. Nefndin varð sammála að undanteknum Skúla Thoroddsen einum sem taldi frumvarpsuppkastið hvergi nærri tryggja rétt íslendinga í mikilvægum atrið- um. I kosningabaráttunni riðluðust fylkingar allra flokkanna, en Björn og Skúli voru ótví- ræðir foringjar andstöðunnar ásamt urigum stjórnmálamönnum, sem voru að koma fram á sjónarsviðið, Bjama Jónssyni frá Vogi og Benedikt Sveinssyni. Á þá sveifina snerist einnig hinn gamli höfuðandstæðingur ísa- foldar, Hannes Þorsteinsson ritstjóri Þjóð- ólfs, með miklum áhrifaþunga. Af því er skemmst að segja og alkunnugt að í þessum kosningum urðu meiri hvörf en fyrr og síðar í íslenskri stjórnmálasögu. Til Álþingis voru kjörnir 25 uppkastsandstæð- ingar, en aðeins 9 fylgjendur þess. Nú hafði Björn aftur boðið sig fram til þings og var kjörinn þingmaður Barðstrendinga. Magnús Jónsson telur í Sögu íslendinga að á þessum árum hafi ísafold orðið „að mesta stórveldi landsins". Hann telur og að stjórnarandstaða Björns hafi náð „hámarki, þegar hann, meira en nokkur einn maður annar, fær „uppkast- ið“ 1908 fellt og sópar út úr þinginu einum sterkasta stjórnmálaflokki, sem hér hefir starfað." Sú stund hlýtur að hafa verið stoltust á pólitískri ævi Björns Jónssonar er hann leit yfir vígvöllinn sem sigurvegari að lokinni þessari orrustu. X Annað er að sigra, hitt að neyta sigurs- ins. Samheijum Björns Jónssonar í kosninga- baráttunni sumarið 1908 ber saman um það að þá hafi hann lagt á sig ofurmannlega vinnu og naumast unnt sér svefns heilu vik- urnar. Það var þreyttur foringi og ekki heill heilsu sem valinn var ráðherraefni uppkasts- andstæðinga þegar Hannes Hafstein sagði af sér á næsta þingi. Að baki honum stóð ekki heldur einhuga flokkur þó að andstaðan við uppkastið sameinaði þá í hita kosning- anna. Líka voru menn í þeim flokki er töldu sig betur til ráðherra fallna en ritstjórann sem var nýliði á þingi þrátt fyrir langa póli- tíska baráttusögu og stutta þingsetu fyrir Strandamenn þijátíu árum fyrr. Ráðherradómur Björns færði honum ærið mótlæti en gaf honum þó jafnframt tæki- færi til að vinna verk sem veitt hafa þessum gamla baráttumanni gleði. Svo hefur vænt- anlega verið um samþykkt laganna um bann við innflutningi á áfengi, en jafnhliða því að fella uppkastið lýsti meiri hluti kjósenda sig fylgjandi slíku banni. Þá hefur það verið ánægjulegt fyrir gamla lagastúdentinn, sem endur fyrir löngu hafði samið einhveija sína fyrstu ritgerð um nauðsyn þess að koma á stofn lagaskóla á íslandi og síðar stutt tillög- ur Benedikts Sveinssonar um háskóla, að geta nú orðið til þess að fá samþykkt lög um Háskóla íslands þó að þau væru að mestu undirbúin í tíð forvera hans á ráð- herrastóli. Fyrstu og mestu vonbrigði Björns sem ráðherra hafa væntanlega verið að Danir reyndust með öllu ófáanlegir til að fallast á nokkrar breytingar á uppkastinu sem and- stæðingar þess á íslandi vildu ná fram. Þær aðstæður ollu ókyrrð og undiröldu í flokknum að baki honum þegar þeim áróðri var líka óspart beitt að hann hefði snúið við blaðinu, væri tekinn að skríða fyrir Dönum, en hefði beitt Dananíði í kosningunum. Það mál, sem öðrum fremur varð honum þó að falli, voru afskipti hans af stjórn og málefnum Landsbanka íslands. Flokksmenn Björns töldu bæði stjórn bankans ábótavant vegna tapaðra lána og hlutdrægni beitt í lánveitingum þar sem Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, móðurbróðir Hannesar Haf- steins, hyglaði heimastjórnarmönnum. Þegar Björn skipaði rannsóknarnefnd til að kanna starfsemi bankans virðist hann hafa gert það af hlutlægni og unnið í góðri trú. Á hinu hefur naumast fengist fullnægjandi skýring að nokkrum mánuðum síðar setti hann bankastjórnina fyrirvaralaust af svo sem væri hún sek um misferli. Kynni hann þar að hafa goldið óheppilegrar ráðgjafar, e.t.v. þess manns sem hann setti bankastjóra í stað Tryggva. Þetta mál kveikti þann eld, sem ekki slokknaði, og lauk svo að hluti flokksmanna Björns tók höndum saman við Heimastjórnarflokkinn og samþykkti van- traust á hann sem ráðherra og sagði hann af sér 14. mars 1911. Vissulega ber margt í sögu Björns Jóns- sonar síðustu árin og sérstaklega framganga hans í „Landsbankafarganinu" einkenni hins klassíska harmleiks þar sem hetjan vinnur óvitandi að falli sjálfrar sín. Áþekka sýn hefur Einar Hjörleifsson Kvaran er hann segir: Mér finnst það eitt með því harmleiks- kenndasta, sem ég hefi séð á ævi minni, að B.J., sem áreiðanlega var með mestu verkmönnum landsins, skyldi bresta vinnuþróttinn, þegar honum reið einna mest á honum, þegar hann var kominn í æðstu og vanþakklátustu stöðu þjóðarinn- ar. Samt hvílir líka yfir sögu hans ljómi ævin- týrsins um karlssoninn sem vann konungs- ríkið. Og ekki það ljós eitt. Yfir sögu hans og störf ber birtuna af lífstrú 19. aldar, þeirri trú að mögulegt væri að bæta heim- inn, gera líf manna fegurra og betra. Hann hafði vilja og hugrekki til að starfa í þeirri trú og þessvegna varði hann „kröftum sínum fóstuijörð vorri til viðreisnar og framfara“ eins og hann sagði í ávarpsorðum Isafoldar. Heimildir: Bergsteinn Jónsson. Tryggvi Gunnarsson. IV bindi. Rvk. 1990. BjömJónsson 8. okt. 1846 - 24. nóv. 1912. Minningarrit. Rvk. 1913. Einar Hjörleifsson. „Björn Jónsson". Merkir íslendingar. II. Rvk. 1947. Klemens Jónsson. Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á íslandi. Rvk. 1930. Launráð og landsfeður. Bréfaskipti Bjöms Jónssonar og Valtýs Guðmundssonar. Rvk. 1974. Lúðvík Kristjánsson. Jón Sigurðsson og Geimngar. Rvk. 1991. Lýður Bjömsson. Björn ritstjóri. Rvk. 1977. Magnús Jónsson. Saga íslendinga. Níunda bindi. Rvk. 1957. Sigurður Nordal. „Eftirmáli". Sögur ísafoldar. I. bindi. Rvk. 1947. Sveinn Bjömsson. Endurminningar Sveins Bjömssonar. Rvk. 1957. Vilhjálmur Þ. Gíslason. Blöð og blaðamenn 1773-1944. Rvk. 1972. Höfundur er prófessor vió Hóskóla íslands. „Meingrjti heimsku oghleypidóma veröuraö pœla upp eöaþá sprengja... Fúamýrar þekkingar-káksins veröuraö rcesafram ... og stinga veröur á grœnmosadýjum vanþekkingar-gorgeirsins. “ Björn Jónsson. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR VEFUR DARRAÐAR Nóttin vakir á daginn og vinnur bak við birtutjöldin spinnur himnunum glitofið klæði aisett glóandi perlum leggur gagnsæja þræði í myrkrið - bíður í svörtum möskva jarðarbörnin stíga dansinn með eitur í æðum spuna í eyrum ólmast og engjast í dansinum villta þyrlast og snúast hraðar, hraðar. . . dansa þau nóttina tryllta. Dagurinn sefur en nóttin vakir og vinnur hún spinnur. EKKI LENG- UR BARN Þú ert barn á hvítum bekk í skrýtinni lykt og skellibjörtu ljósi. Kvið þinn strjúka hendur á ókunnugri konu og þú ert barn í svörtu gini sársaukans Öskur þitt slítur af sér raddböndin og ryður sér leið Maaaa-a-a-a-m-m-m-a-a-aaa!!! Þagnartjaldið þykkt og hvítt mjúklega skorið í sundur af mjóum gráti lágværu skarki og rödd sem segir: Til hamingju með drenginn. Og þú ert ekki lengur barn. Höfundur er þjóðfræðingur. UNNUR MARÍA BERGSVEINSDÓTTIR UNNUSTA HINS FALLNA í vor lagði lestin af stað, hundruð okkar biðu á brautarpallin- um. Eg sá ekki sól sumarsins og uppskar engar vonir um haustið. I stað nærveru þinnar barst okkur bréf, -dreyri þinn rann fyrir kraft föður- landsins, kuldinn frysti tárin á hvörmum mér. Næsta vor uxu engin blóm. Höfundurinn er ung stúlka í Borgarnesi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.