Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Qupperneq 3
IJESBÖK MORGUIVBLAÐSINS - MENNING/LISTIR
3. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR
EFNI
A Stöng
í Þjórsárdal var frægur bær og lengi
hefur verið talað og skrifað um eitt bygg-
ingarskeið þar, en nú leikur enginn vafi
á því, segir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
fornleifafræðingur, að búseta hefur verið
þar frá lokum 9. aldar og fram á 13. öld.
Ljósmyndasýning
Blaðamannafélags íslands og Blaðaljós-
myndarafélags íslands stendur yfir í
Gerðarsafni í Kópavogi. Þar gefur að líta
á þriðja hundrað myndir sem fylla báða
aðalsýningarsali safnsins.Sýningin er
fyrsti liðurinn í hátíðardagskrá í tilefni
af því að í nóvember næstkomandi verða
liðin eitt hundrað ár frá stofnun Biaða-
mannafélags Islands.
Tvær sýningar
eru nú haldnar á myndverkum Hrings
Jóhannessonar, myndlistarmanns, sem
féll frá á síðasta ári, á Kjarvalsstöðum og
í Listhúsinu Fold. Af þessu tilefni hefur
Bragi Ásgeirsson skrifað grein, þar sem
hann rifjar eitt og annað upp. Bragi seg-
ir, að veigurinn í list Hrings Jóhannesson-
ar séu þau fjölþættu brotabrot og óvæntu
sjónarhorn sem hann fangaði í síbreyti-
legri kviku og mögnuðum formunum og
grómögnum náttúrunnar, þar sem mann-
anna verka sér stað í bland.
Auglýsingar
eru sérstakt tungumál sem örva ímyndu-
naraflið í nokkur augnablik. Þær vísa oft
til fortíðar, en snúast alltaf um framtíðina
og það sem hægt verður að gera og fá,
segir greinarhöfundurinn, John Berger.
Spike Lee
er einn umdeildasti leikstjóri í Bandarikj-
unum. Jónas Knútsson fjallar um feril
hans og segir, að hvað sem öðru líði, sé
það Spike Lee að þakka að aðrir blökku-
menn; fjölmargir efnilegir leikarar og
leiksljórar hafa fengið aðgang að Holly-
wood.
Schuberthótíð
hefst í Garðabæ í dag. Þann 31. janúar
næstkomandi eru 200 ár liðin frá fæðingu
austurríska tónskáldsins, Franz Schu-
berts. Af því tilefni hefur hollenski píanó-
leikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit
Schuil efnt til tónlistarhátíðar þar sem
fram koma um tuttugu innlendir og er-
lendir listamenn. Frá 18. janúar til 31.
maí verða haldnir níu tónleikar.
WOLE SOYINKA
SÍÐASTA LUKTIN
Baldur Óskarsson þýddi
Fölrauð
ein sprunga í hörundi nætur
deyjandi út — blóðroðinn smátt og smátt
á leið frá stöð niður stíg
og hjúpurinn
skugginn
horfinn úr dansi
á ufsunum efra
umlykur hana
þéttu svikuiu djúpi
en olíulyktin
er lampi fóta
hins auðmjúka lýðs
er mann fram af manni
á markaði stjáklar —
heyr síðasta andvarp
hins þolinmóða, á þessum annastað...
Hún var kvöldstjarna kveikt
í rifjahylki nöktu.
Höfundurinn er nóbelsverölaunaskáld frá Nígeríu.
Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af málverki Hrings Jóhannessonar; Þjóðhátíðarregni.
AÐ TENGJA
SIG VIÐ TÍMANN
RABB
Við áramót höfum við ríkari
tilfinningu fyrir tíma en í
erli hversdagsins. Þá sóp-
ast að okkur minningar
frá liðnum árum auk þess
sem við reynum óhjá-
kvæmilega að ráða dálítið
í framtíðina. Að þessu
sinni kom upp í huga mér gömul framtíðar-
sýn sem ég hefði dregið upp fyrir rúmum
fjórum áratugum. Hún var af sjálfri mér
árið 2000. Ég sá fyrir mér roskna, virðu-
lega konu með blómahatt og slör á leið í
Tívolí í Vatnsmýrinni til að fagna 17. júní.
Hún kjagaði dálítið stirðlega, eins og hálf-
sextugar ömmur gerðu á þeim tíma, reyndi
að sneiða hjá verstu drullupollunum og
leiddi tvær feimnar telpur með hárborða
sem hneigðu sig kurteislega fyrir kunnug-
legum vegfaranda. Vegfarandinn tók ofan
fyrir þrenningunni að þeirra tíma sið.
Ekki þarf að taka fram að þessi kona
á lítið skylt við þá sem situr í íþróttagalla
og hamrar á tölvu í upphafi árs 1997 og
verður áreiðanlega ekki að ösla um Vatn-
smýrina með blómahatt eftir þrjú og hálft
ár. Hvað þá verður veit enginn því að fram-
tíðin er óráðin gáta eins og sjálfur tíminn
sem vísindamenn, heimspekingar og skáld
hafa glímt við frá ómunatíð en fáum veitt
betur en Ása-Þór í glímunni við elli kerl-
ingu. Og hvað sem öllum útreikningum og
bollaleggingum líður er það eitt víst að við
höfum yfir að ráða afmörkuðum tíma hér
á jörð en stundum býsna lítinn ráðstöfunar-
rétt yfir honum. Sá ráðstöfunarréttur er
háður umhverfi og aðstæðum ogtekur
aðeins til líðandi stundar. Fortíðin er geng-
in, framtíðin óráðin - einungis andartakið
er að einhveiju leyti á valdi okkar sjálfra.
Og þó. Stundum er nefnilega eins og við
getum endurskapað fortíðina og gætt hana
lífi því og litum sem við kjósum helst.
Minningarbrotið, sem ég riíjaði upp hér
að framan, er nokkuð dæmigert fyrir hugs-
unarhátt barna sem reyna að ráða í fram-
tíðina. Þau gera sér grein fyrir því að sjálf
eiga þau eftir að eldast og breytast en eru
svo háð sinni eigin samtíð að breytingar á
henni eru ekki teknar með í reikninginn.
Sá sem elst upp við að Tívolí í Vatnsmýr-
inni sé hápunktur tilverunnar og að karl-
menn taki ofan fyrir virðulegum dömum
getur ekki ímyndað sér annað en að þann-
ig verði það líka í framtíðinni. Hann vakn-
ar svo skyndilega upp við þá staðreynd
að allt er breytt og gamlar myndir, sem
hugurinn kallar ósjálfrátt fram, eru svo
mjög á skjön við veruleikann að þær birt-
ast eins og í spéspegli. Á slíkum stundum
er sem allt hafi tekið stakkaskiptum nema
maður sjálfur, - alger tímaskekkja á vit-
lausum stað í tilverunni. Þá gæti verið
freistandi að láta sogast inn í heim minn-
inganna þegar tíminn stóð nánast kyrr og
fólk átti sér afdrep gegn hraða og hávaða.
Kannski væri ekki úr vegi að brýna sig
gegn samtíðinni með því að fá sér blóma-
hatt! Að minsta kosti hafa antíkverslanir
sprottið upp eins og gorkúlur svo að fólk
geti keypt sér andblæ liðinna ára, kyrr-
stöðu og frið í krafti þess að peningar séu
tími en ekki öfugt.
Tíminn er samt flóknara fyrirbæri en
svo en að hann geti gengið kaupum og
sölum. Og þegar við köllum fram gamlar
liugljúfar minningar hefur þessi harðstjóri
farið sínum höndum um þær, teygt þær
og togað á ýmsa lund. Bernskuminning,
sem skaut upp kollinum fyrir áratug, lítur
allt öðruvísi út núna og þegar við röbbuðum
við systkini eða gamla vini um sameigin-
lega atburði úr fortíðinni er stundum eins
og þeir hafi verið á annarri plánetu. Annað-
hvort hafa þeir steingleymt því sem við
töldum mikilvægast eða sjá það í gerólíku
ljósi. Fortíðin er nefnilega að einhveiju
leyti á valdi okkar sjálfra því að við virð-
umst geta hagrætt henni að vild og þess
vegna er svo skelfing notalegt fyrir gam-
alt fólk að taka sér þar bólfestu þegar
áreiti andartaksins verður því um megn.
En þá eru gömulu erfiðleikarnir oftast
horfnir og við blasir endalaus kyrrstaða
og hlýja. Trúlega er það eintóm blekking
að tíminn hafi liðið eitthvað hægar áður
en tækni- og fjölmiðlabyltingin kom til
sögunnar? Streituvaldarnir hafa alltént
verið nægir, ótti við náttúruhamfarir, haf-
ís, gæftaleysi, sjóslys, drepsóttir og hung-
urvofan á næsta leiti. Yfir allt þetta hefur
tíminn lagt sína líknandi hönd.
Flestir kannast við þá tilfinningu að vilja
stöðva hjól tímans, láta gullvæg andartök
endast til langframa eða hlaupa yfir tor-
færur í lífi sínu með því að sleppa úr dög-
um og vikum. Og margir eru sannfærðir
um að þeir eigi ekkert erindi við samtíð
sína, séu tímaskekkjur og leiksoppar í öldu-
róti lífsins - að tíminn sé þeim óhallkvæm-
ur. En hvað sem slíkum vangaveltum líður
heldur tíminn áfram á nákvæmlega sama
hátt og áður og kærir sig kollóttan um
það sem okkur kann um hann að finnast.
Við verðum nauðug viljug að samsama
okkur flestum þeim breytingum sem hon-
um fylgja - að öðrum kosti er hætta á
að við dögum uppi sem tilfinningasljó nátt-
tröll.
Og lífsins kvöð og kjami er það að líða
og kenna til í stormum sinna tíða.
Þetta kvað Klettafjallaskáldið Stephan
G. Stephansson í ljóði sínu Við vatnið árið
1893 og brýnir þar með fyrir okkur að líf
okkar og tilfinningar eigi heima í samtíð-
inni.
Annað íslenskt skáld kveður dálítið öðru-
vísi um tímann en það er líka angurvær
tónn í kvæðinu A nýársdag sem Jónas
Hallgrímsson orti árið 1845.
Svo ris um aldir árið hvert um sig
eilífðar lítið blóm í skini hreinu;
mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.
Þarna hittir Jónas naglann á höfuðið svo
sem endranær og færir í einfaldan og und-
urfagran búning hin sífelldu og tilgangs-
lausu átök einstaklingsins við tímann en
grunlaus um það að þarna vann hann nokk-
urn varnarsigur á fyrirbærinu. Því takist
einhveijum að höndla tímann um stundar-
sakir og eiga erindi við framtíðina eru það
listamenn sem snerta vitund okkar með
næmi og snilld og gefa okkur þar með
örlitla hlutdeild í eilífðinni. Þau andartök,
sem við getum skapað í návist þeirra, eru
löng og notaleg. Slík andartök geta gert
samtíðina og þrautir hvunndagsins öllu
bærilegri og þegar upp er staðið höfum
við ef til vill öðlast nothæfa tengingu við
tímann í allri sinni ómælisvídd.
GUÐRÚN EGILSON.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997 3