Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Side 7
PORTRET ársins: Spessi eftir Kristin Ingvarsson, Morgunblaðinu. VIÐ GRJÓTNES á Melrakkasléttu, ein mynda Ragnars Axelssonar Morgunblaðinu, sem átti bestu blaðaljósmynd ársins, á sýningunni í Gerðarsafni. MYNDARÖÐ ársins: íslendingadagur á Gimli í Kanada eftir Einar Fal Ingólfsson, Morgunblaðinu. FJÓRÐA sameiginlega Ijósmyndasýning Blaðamannafélags íslands og Blaðaljós- myndarafélags íslands stendur yfir í Gerðarsafni í Kópavogi þessa dagana. Er hún sú viðamesta sem haldin hefur verið til þessa - samtals á þriðja hundrað myndir sem fylla báða aðalsýningarsali safnsins. Sýningunni er skipt upp í tvo hluta. Ann- ars vegar er um að ræða yfirlit bestu blaða- og fréttamynda frá nýliðnu ári, líkt og BÍ og BLÍ hafa staðið fyrir undanfarin ár en þar má sjá liðlega eitt hundrað myndir sem dómnefnd valdi úr á fimmta hundrað innsend- um myndum. Hins vegar getur að líta fjöl- margar þekktar fréttamyndir frá liðnum árum, þar á meðal „fréttamyndir ársins" síð- ustu árin og myndir frá fréttnæmum viðburð- um, svo sem Vestmannaeyjagosinu, leiðtoga- fundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík og skákeinvígi Fischers og Spasskíjs en sýn- ingin er fyrsti liðurinn í hátíðardagskrá í til- efni af því að í nóvember næstkomandi verða liðin eitt hundrað ár frá stofnun Blaðamanna- félags íslands. „Það fer vel á því að minnast þessara tima- móta með glæsilegri ljósmyndasýningu,“ seg- ir Lúðvík Geirsson formaður BÍ í sýningar- skrá. „Liðlega öld er nú liðin frá því að ljós- myndatæknin ruddi sér til rúms og fyrstu fréttamyndirnar fóru að birtast í fréttablöð- um hérlendis. Jón Ólafsson upphafsmaður að stofnun Blaðamannafélagsins mun fyrstur íslenskra ritstjóra hafa birt frétta- og manna- mynd í blaði sínu Skuld árið 1880, en áður höfðu birst margvíslegar teikningar í blöðum. Þessar fyrstu myndir voru dúk- og tréristur." Og áfram heldur Lúðvík: „Fyrsta raun- verulega fréttamyndin sem birtist í íslensku blaði mun vera mynd af Friðriki VIII kon- ungi á svölum Amalienborgar eftir að hann tók við völdum í janúar 1906 fyrir liðlega 90 árum. Myndin birtist í ísafold „aðeins“ 17 dögum eftir að atburðurinn gerðistogvar myndin fengin að láni frá Politiken i Kaup- mannahöfn." Við opnun sýningarinnar var, sem fyrr, tilkynnt um val dómnefndar á blaðaljósmynd- um ársins, sem getur að líta hér á opnunni, ef undan er skilin mynd ársins 1996, eftir Ragnar Axelsson á Morgunblaðinu, sem birt- ist í blaðinu siðastliðinn þriðjudag. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.