Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 3
LESBðK MORGllNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 5. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI Island og allt íslenzkt er ennþá í heiðri haft meðal Vestur-íslendinga, en lofsverð þjóð- rækni þeirra er ekki metin hér til fulls. Gísli Sigurðsson hefur litið á dagatal sem þjóðræknisfélög í nokkrum borgum í Kanada standa að, en þar kemur í ljós hvað þessar rætur þykja mikils virði og m.a. gengur íslenzki kvenbúningurinn í erfðir, stundum frá langalangömmu á ís- landi. Sjávarþorpið hefur verið Einari G. Baldvinssyni hug- leikið og nú heldur hann sína fyrstu einka- sýningu um nokkurt skeið í Hafnarborg. Og um efni sýningarinnar segir hann: „Þetta eru sjávarlífsmyndir og þorps- myndir eins og ég hef verið með. Það verður held ég aldrei málað of mikið af slíkum myndum . . .“ Skókassinn ítalski hafði geymst uppi á hálofti eins og gengur, en hann reyndist hafa varð- veitt ljósmyndir frá frönskum verzlunar- manni sem rak hér fyrirtæki snemma á öldinni og eignaðist íslenzka konu, en bæði fluttu þau síðan utan. Tokkaríska er tungumál, sem er ein af megingreinum indóevrópsku málaættarinnar. Jörundur Hilmarsson var eini islenski málfræðing- urinn sem hafði sérhæft sig í tokkarísku og 1986 hóf hann útgáfu tímarits um tokk- arísk fræði hér á landi sem var hið eina sinnar tegundar og er enn þótt það sé nú ekki lengur gefið út hérlendis. Nú er kom- in út tokkarísk orðsifjabók, sem Jörundur hafði lokið að hluta er hann lést 1992. Bellman hefur verið á vörum íslendinga í tvö hund- ruð ár og nægir þar að nefna Guttavísurn- ar og Gamla Nóa. Nú er komin út geisla- plata sem heitir Bellman á íslandi og á henni eru eingöngu Bellmanssöngvar í íslenskri þýðingu, biblíuljóð, drykkju- kvæði, harmljóð, náttúruljóð og vöggu- ljóð, flestir úr ljóðaflokkunum Pistlar Fredmans og Söngvar Fredmans. CHARLES BAUDELAIRE DE PROFUNDIS CLAMAVI Erlingur E. Halldórsson þýddi Ég sárbið um vorkunn, þig, mín eina unaðsbót, úr afgrunni myrku þangað sem féll mín önd. Hér er allt meini blandið, blýgrá sjónarrönd byrgir fordjörfun inni og nátt-skrípi ljót. Sól vokir misserið út, ísköld, og aldrei hlé, og annað misseri hvolfir nóttin á mitt ból; Þetta er naktara land en löndin norður á pól: lækur enginn, hvorki dýr né grænka, ekkert tré! Ekki er í heimi svo hroðalegt líf sem þetta: helköld sól-birtan óvæg sem jökul-hetta, og endalaus nóttin gín við sem Gapið forna; fremur ég kysi hlut ’ins armasta íkorna, sem óðar sér treinir lítinn flónsku-blund; því skytta tímans lóminn ber svo langa stund! Charles Baudelaire, 1821-1867, var franskt Ijóðskóld, bók- mennta- og myndlistargagnrýnandi sem fyrst vakti athygli með Ijóðabókinni Les Fleurs du mal órið 1857 og er hún talin marka upphafa symbólisma í Ijóðagerö. Ljóð Baudeloires hafa haft veruleg óhrif ó nútima Ijóðagerð. FORSÍÐUMYNDIN er hluti af mólverki eftir Einar G. Baldvinsson. Einar Falur Ingólfsson tók myndina. AÐ LEYSA UR LÆÐINGI HIÐ GÓÐA OG SANNA RABB AÐ hefur mikið gengið á í málefnum þjóðkirkjunnar á síðasta ári. Margvísleg áföll hafa dunið yfir og hæfni einstakra embættismanna hennar hefur með ýmsum hætti verið dregin í efa. Öll þessi neikvæða umræða - eða ætti ég kannski að kalla hana já- kvæða, því það getur líka verið jákvætt, þegar tekist er á við meinvörpin - hefur auðvitað haft þau áhrif að fjölmargir hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni, en síðast þegar ég sá tölur um þennan fólksflótta var um að ræða hátt í 2.000 manns. Allnokkrir höfðu skráð sig í önnur kristin trúfélög, sumir horfið til annarra trúfélaga, en aðrir höfðu sagt sig til Háskólans, sjálfsagt í þeirri trú að í skjóli vísinda og fræða mætti finna haldbæra og skýlausa leiðsögn á sem flestum sviðum. í þessu umróti öllu, sem verið hefur um þjóðkirkjuna, mætti ætla að hún væri alveg rúin trausti, en samt er að finna vísbending- ar um að svo sé ekki, og að hún hafi enn- þá allnokkur ítök í hugum manna. Eg fæ til dæmis ekki betur séð en að hommar og lesbíur hafi sótt það nokkuð fast, að kirkj- an viðurkenndi sambúð þeirra og veitti þeim fyrirbæn ogjafnvel blessun, ogþetta gerist á sama tíma og mikill fjöldi hugs- andi fólks yfirgefur kirkjuna. Þetta finnst mér benda til þess, að ennþá sé borin virð- ing fyrir kirkjunni í okkar samfélagi og að til séu þeir, sem séu þeirrar skoðunar, að það sé þess virði að leita til hennar og njóta hennar leiðsagnar. Það er hins vegar ljóst að þjóðkirkjan, sem stofnun, á eftir að taka endanlega á þessu máli, sem greinilega er hommum og lesbíum afar mikilvægt, og ég leyfi mér að giska á, að á þessu ári verði tekist á um þetta mál innan stofnana hennar, og þegar þær sviptingar verða um garð gengn- ar og niðurstaða fengin mun það án efa verða til þess að einhveijum finnist kirkjan hafa brugðist. Við megum samt ekki líta á það sem eitthvað neikvætt, þegar tekist er á um málefni innan kirkjunnar, ogþað jafnvel harkalega, því það er öðrum þræði hlutverk hennar að takast á við þann vanda og þá erfiðleika, sem upp kunna að rísa á hverjum tíma. Ef hún víkur sér undan því hlutverki, þá er hún í raun og veru að koma sér hjá því að vera kirkja. Við verðum í rauninni að leyfa okkur að líta á kirkjuna sem „dýnamíska", þ.e. vettvang þar sem hið góða og sanna er leyst úr læðingi, en eins og allir vita þarf stundum átök til þess að svo megi verða. Því er hins vegar ekki að leyna að þetta mál um staðfesta sambúð samkynhneigðra er afar viðkvæmt fyrir kirkjuna og á líkast til eftir að reynast henni mjögerfitt. Kirkj- an er samt þegar byrjuð af fullum krafti að vinna í málinu, ef svo má segja, og þegar hefur verið lögð fram viðamikil skýrsla af hálfu nefndarj sem skipuð var af kirkjuráði og biskupi Islands, og hefur efni hennar þegar verið rætt á kirkjuþingi. Prestastefna á hins vegar eftir að taka málið fyrir. í skýrslu þessari er margt athyglisvert að finna, eins og til dæmis það, að á sama tima og lútherskar kirkjur í Brasilíu virðast leggja mikla áherslu á að útiloka alla sem lifa í samkynhneigð frá sakramenti heilagr- ar kvöldmáltíðar, þá leggur lútherska kirkj- an í Bandaríkjunum mikið upp úr umburð- arlyndi og stuðningi við samkynhneigða. í niðurstöðum bandaríska starfshópsins segir að þótt litið sé á samkynhneigð sem frávik frá sköpunarvilja Guðs, þá er það viður- kennt að kærleikssamband þeirra í milli sé ein mynd sköpunarvilja Guðs, sem kirkj- unni beri að blessa. Með öðrum orðum: í öðru landinu er komist að þeirri niðurstöðu að halda verði öllum samkynhneigðum frá helgum náðar- meðölum kirkjunnar, en í hinu landinu er niðurstaðan sú, að sambúð samkynhneigðra verði að blessa, þar sem um kærleikssam- band sé að ræða. Nú verður það ekki dregið hér í efa, að lútherskar kirkjur í þessum löndum hafi lagt á sig mikla guðfræðilega vinnu við að komast að niðurstöðu, en samt eru þær svo ólíkar sem sjá má, og þá spyr maður sig, hvers vegna skyldi það vera? Hefur niður- staðan kannski eitthvað með það að gera hver afstaða manna til málsins var í upp- hafi? Voru það kannski fordómar manna sem réðu mestu um val á biblíutextum og túlkun þeirra? Var það kannski ótti við ákveðna þrýstihópa, sem gerði það að verk- um, að tekið var á málinu með svo ólíkum hætti? Á Norðurlöndum hefur umræða um þessi mái risið allhátt á síðustu misserum og þar eru málin síður en svo til lykta leidd. Finnar og Norðmenn hafa verið íhaldssamir í af- stöðu sinni, en Danir og Svíar hafa að því er virðist tekið fijálslyndari afstöðu. Við íslendingar getum hins vegar verið vissir um það, að umræðan í þessum löndum á eftir að hafa mikil áhrif hér, en samt er rétt að árétta, að þessi umræða er bæði flókin og mjög tilfinningahlaðin. Það er hins vegar afar erfitt að ætla sér að taka hlutlægt á þessu máli, einfaldlega vegna þess að fordómar okkar á þessu sviði eru svo miklir. Niðurstaðan, hver sem hún annars kann að verða, mun hins vegar bera með sér hvers konar stefna það er, sem kirkjan ætlar að marka sér í framtíð- inni. Ætlar kirkjan að byggja á íhaldss- amri framsetningu fagnaðarerindisins eða verður um að ræða fijálslynda framsetn- ingu? Verður kannski hægt að finna ein- hvern milliveg sem tekur saman mismun- andi þræði og sættir ólík sjónarmið? Við mættum hins vegar oftar hugsa til þess, að sem fulltrúar og áhangendur hinna ríkjandi trúarbragða erum við að mörgu leyti í svipuðum sporum og farísearnir á dögum Jesú. Ef einhver kæmi fram í nafni Guðs í dag og segðist vera eitt með honum, þá yrðum við sennilega ekki lengi að því að reyna að upphugsa einhver bellibrögð til að þagga niður í þeim hinum sama, eða það sem væri sennilega skynsamlegra, þegja hann í hel. Það er nefnilega alveg óvíst að við séum eitthvað betri en farísearnir og stundum fæ ég það á tilfinninguna að við séum í rauninni í sporum þjónsins, sem segir frá í einu guðspjallanna, en húsbóndi hans fékk honum denar í hendur, og í stað þess að ávaxta hann margfalt, eins og hinir þjónar húsbóndans gerðu, varð þessi tiltekni þjónn hræddur og gróf hann í jörðu, því hann óttaðist húsbónda sinn. Þessi frásögn guð- spjallanna rifjast stundum upp fyrir mér, þegar mér finnst við kristnir menn vera heldur hugdeigir og þora ekki að taka á málum með opnum hug og djörfung. KRISTINN JENS SIGURÞÓRSSON sóknarprestur í Saurbæ ó Hvalfjaróarströnd. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.