Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 20
1 Á samsýningunni í Hafnarborg verða verk eftir listamenn sem allir tengjast Hafnarfirði á einn eða annan hátt. Morgunblaðið/Einar Folur • :. .. ssm ■■■■■■■PPPHHMpn SAMSÝNING í HAFNARBORG HAFNARBORG, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, hefur boðið stór- um hópi listamanna, sem flestir starfa í Hafnarfirði, til sýningar sem verður opnuð í dag. Ekki er um þemasýningu að ræða, heldur er ætlunin að þetta verði sýning þar sem gestum gefst kostur á að sjá sitt af hverju og fylgjast með því sem listamenn eru að gera. Pétrún Pétursdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, sagði í samtali við Morgunblaðið að gengið hefði verið út frá því að þátttakendur í sýningunni hefðu ótvíræð tengsl við Hafnarfjörð. „Flestir listamannanna eru héðan og aðr- ir hafa verið búsettir hér og hafa starfað hér. Okkur langaði til að sýna fram á hvað væri mikil gróska í hafn lífi en sýningin er afar fjölbreytt; hér má sjá verk unnin í öll hugsanleg efni. Á fjórða tug listamanna sýnir nú í Hafnarborg. Þar er jafnt að finna olíu- myndir sem höggmyndir, grafík, vatns- litamyndir, glerverk og textíl, auk verka með ívafi hugmyndalistar. Meðal þeirra sem sýna eru listamenn sem löngu eru orðnir þjóðkunnir og svo aðrir sem minna hefur borið á. Nefna má Eirík Smith, Svein Björnsson, Gest Þorgríms- son, Sigrúnu Guðjónsdóttur, Jónu Guð- varðardóttur sem starfar í Ungverja- landi og Jón Thor Gíslason sem starfar í Þýskalandi." Sýningar af þessu tagi voru algengar á árum áður og voru þá gjarnan nefnd- ar salonsýningar eftir franskri hefð. Slíkt sýningahald hefur að mestu legið niðri hin síðari ár og er það miður því á salon-sýningum gefst listamönnum kostur á að sýna í óformlegu samhengi hvert hugur þeirra stefnir og gestir fá að kynnast því helsta sem er á döfinni. Sýningin í Hafnarborg stendur til 17. febrúar. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997 VERK eftir Tarvonen. MIKKO Tarvonen Mikko Tarvonen er fæddur í Hankasalmi í Finnlandi 1954. Hann lauk prófi frá Lista- skólanum í Nyslott og stundaði eftir það nám við grafíkdeild Listiðnaðarskólans í Helsinki. Tarvonen hefur víðtæka reynslu af starfinu á auglýsingastofum en hann hefur í tuttugu ár unnið ýmis störf á sviði auglýsinga og grafískrar hönnunar. Nú starfar hann sem hönnunarstjóri á auglýsingastofunni Kaisani- emen Dynamo Oy í Helsinki. Tarvonen hefur hannað fjölda verka, m.a. fyrir finnska pappírsframleiðendur og prent- iðnaðarfyrirtæki og hafa verk hans oft verið verðlaunuð bæði í Finnlandi og erlendis. Við útnefningu á helstu hönnuðum ársins í Finn- landi hefur hann hlotið mörg verðlaun eða verið um hann fjallað í árbókinni sem henni fylgir, alls yfir fjörutíu sinnum. Árið 1995 var hann valinn grafískur hönnuður ársins í Finnlandi. í kynningu segir: „Sagt er að góður hönn- uður verði sá sem vinnur af kappi og bytjar á grundvallaratriðunum. óhætt er að segja að Mikko Tarvonen hafi byijað á hinum ein- földu grundvallaratriðum því að hann hóf feril sinn sem skeytingamaður eða „límprins“ eins og það er kallað í Finnlandi." 0g ennfremur: „Meðal þeirra sem starfa við grafíska hönnun er Tarvonen þekktur fyrir að vera hönnuður af lífí og sál og fyrir að slá aldrei af kröfunum. Hann hefur einlæg- an áhuga á umhverfi sínu og fær stundum hugmyndir að verkum sínum á ólíklegum stöðum, í járnvöruverslun, í eldiviðarskúr eða í ódýrum stórmarkaði. Hann notar ýmis efni, setur þau saman af dirfsku og fær út glæsi- lega heild. Hann lítur ekki á pappír sem pappírinn eintóman heldur kemur þar eins og annars staðar auga á ónýtta möguleika. Hann fær efnið til að tala. Hann er ákveðinn og áræðinn og aðrir hönnuðir geta af honum lært.“ FINNSKUR GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR í NORRÆNA HÚSINU ÞAR SEM - EFNIÐ TALAR SÝNING á verkum Mikkos Tarvonens, gra- físks hönnuðar frá Finnlandi, verður opnuð í anddyri Norræna hússins í dag kl. 16 en hann hlaut á liðnu ári verðlaun Norrænna teiknara (NT) fyrir grafíska hönnun og myndskreytingar. í tengslum við afhendingu verðlaunanna var haldin sýning á verkum Tarvonens í Listiðnaðarsafninu í Helsinki og er sýningin nú hingað komin. Fyrir henni stendur Félag íslenskra teiknara í samvinnu við finnska sendiráðið. Þegar verðlaun NT eru veitt hefur dóm- nefndin það að leiðarljósi að verðlaunahafi hafi kjark og viðleitni til að leita út fyrir eigin takmörk, auk sköpunargáfu og vilja til að leggja í senn áherslu á glæsileika og ein- faldleika í verkum sínum. „Sköpunargleði sem helst í hendur við trausta og góða hönn- un óháða tískusveiflum er um heim allan mikilsmetið gæðamerki," segir í kynningu. Um verk Mikkos Tarvonens hefur dóm- nefndin þau ummæli að þau séu djörf og frumleg en um leið svo skýr og einföld að þau séu næstum óháð tíma. Hann er talinn ^ vera dæmigerður fulltrúi finnskrar hönnun- ar, en í viðbót við þau þjóðlegu einkenni sem eignuð eru finnskri hönnun sæki hann vel valda þætti í nýjustu strauma á heimsvísu, og þetta tvennt sameini hann á einkar per- sónulegan hátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.