Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGLNBLAÐSINS ~ MENMING/USTIR 6. TÖIUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFHI Bach er með mestu tónskáldum sem uppi hafa verið og gafst áhugafólki kostur á að kynnast honum betur á námskeiði á veg- um Ingólfs Guðbrandssonar, Endur- menntunar Háskólans og Listvinafélags H allgrímskirkju. Að því loknu var farið á slóðir Bachs í Þýzkalandi undir sí jórn Ingólfs, en Már Viðar Másson segir hér frá því sem fyrir augu og eyru bar í þeirri ferð. Hljóðteikningin liggur í loftinu er fyrirsögn á samtali Jóhanns Hjálmarssonar við Finnboga Pét- ursson myndlistarmann. Þar er fjallað um spurninguna, hvort hægt sé að teikna hyóð og þá hvernig. Finnbogi verður á Sjónþingi Gerðubergs á sunnudaginn. Þar fer listamaðurinn yfir feril sinn allt frá því hann sem ungur drengur sá fyrir sér hljóðmynd. Orðabók rússnesk-íslensk, hin fyrsta sinnar tegund- ar, er komin út. Bók- in er með stærri er- lend-íslenskum orða- bókum sem til eru en í henni eru um 50.000 ! flettur. Höfundur hennar er Helgi Har- aldsson prófessor í rússnesku við Óslóarháskóla og í samtali hans við Orra Pál Ormarsson kemur fram, að á ýmsu hefur gengið frá því hann réðst í verkið fyrir liðlega tveimur tugum ára. Kúðafljót reyndist erfitt yfirferðar, þegar fólk flutti búferlum austan úr Skaftafellssýslu og vestur í Arnesþing um síðustu aldamót. Tvo tíma tók að kom ast yfir fyótið og þá hafði f ólkið beðið á bakkanum nokkra daga. Gísli Sigurðsson gluggar í ritgerð Guðríðar Þórarinsdóttur. Forsíðumyndina tók Þorkell af Signýju Sæmundsdóttur ! hlutverki kátu ekkjunnar. DALSINS AUGA Thor Vilhjálmsson þýddi í dalskál miðri milli ása hringskorið næstum, og himinn frá grösugri brún hvelfdist til grasbrúnar yfir þar lagðist ég niður. Yfir mér könkuðust krákur tvær á að garga um það sem gerðist hið neðra. Þá hentist hjá gaukur hnegglaust og snart og hnýtti stóran sveig ofar ennþá. Brátt sigldi máfur skáfleytt og skarst fyrir brúnina burt. Ur sjónmáli viknir entist hnit þeirra áfram á augans himnu, og líkama svarflaði á svif, að gleymast þyngd, og verða með auganu eitt. RABB Nú eru fóstrur orðnar að leikskólakennurum og leikskólar heita hvorki dagheimili né dagvistir. Þetta er orðið deginum ljós- ara. Leikskólar eru orðnir hluti af hinu almenna menntakerfi eins og það heitir á stjórnsýslumáli. Vafalítið er þessi þróun í átt til sólar og meiri birtu. Nú um stundir er mikið talað og ritað um fjölskylduna, jafnvel hjónabandið. Karlar og konur úr flestum ef ekki öllum stjórnmálaflokkum og þrýstihópum lýsa yfir stuðningi sínum við málefni fjölskyld- unnar og hvetja til aðgerða til eflingar henni. En það er eins með þetta málefni og svo mörg önnur, sem menn sameinast um í ræðu og riti að eitthvað þurfi til bragðs að taka, að haldnar eru námstefn- ur, ráðstefnur og málþing um málið, skrif- aðar skýrslur og ályktanir samdar en þeg- ar upp er staðið og móðurinn af mönnum (og konum) stendur ekkert, eða harla lítið eftir annað en lítill reykjarmökkur, líkt og í lok Vatnajökulsgoss. Þótt allir virðist sammála um nauðsyn aðgerða er sjaldnast annað gert en að greiða sérfræðingum laun fyrir athuganir og kannanir og prenturum fyrir skýrslur. Auðvitað fá hönnuðir og auglýsingaskrif- stofur einnig nokkuð í sinn hlut og segja má að það út af fyrir sig, að einhverjir fái makað krókinn, sé þó alltént af hinu góða. Að minnsta kosti skapar það atvinnu • • KJARA -FJOL- SKYLDU-MÁL fyrir einhverja enda þótt það leysi ekki hin aðsteðjandi vandamál. Það sem rab- bara að þessu sinni þykir svo skrýtið er að oftast blasa lausnirnar við hverjum þeim sem vill sjá þær, en þeim sem málið varðar virðist fyrirmunað að koma auga á þær. Dæmi um þetta er hið sígilda og síendurtekna kjaravandamál. Allir, já ná- kvæmlega allir í þessu þjóðfélagi eru, og hafa verið til margra ára hjartanlega sam- mála um það að laun almenns launafólks á f slandi séu allt of lág, jafnvel undir sultarmörkum. Þrátt fyrir það virðist þeim, sem annast kjaramál, gjörsamlega fyrir- munað að koma auga á þá einföldu lausn að hækka launin! Nú eru kjarasamningar framundan og ég bíð þess að sjá í blöðum og öðrum fjölmiðlum töfraorðið að þessu sinni. Jú, fyrir hverja samningalotu kemur einhver eða einhverjir í þessum geirum (atvinnurekendur og/eða verkalýðsfor- kólfar) fram með eitthvert nýtt orð, eins- konar lausnarorð, sem síðan er japlað á, það togað og teygt uns allir landsmenn halda sig skilja það. Þá er samið um nán- ast enga kauphækkun en abradakabra- orðið kemur fyrir í textum allra samn- inga. Kannski þettu séu hin nýju trúar- brögð og kjarasamningar séu farnir að taka á sig mynd kirkjuþinga fyrri alda? Eða getur verið að menn hafi lagt nýjan skilning í hið fornkveðna að maðurinn lifi ekki af brauði einu saman og því sé farsæl- ast að skera brauðið við nögl en gefa mönnum nóg af leikjum í staðinn? Ærið nóg virðist jú vera af leikjunum ogýmsir fara flatt á því að halda sig „heppna í hendi". Forðum var sagt: Gefið þeim brauð og leiki, en nú tíðkast félagsmálapakkar og happakapp. En fjölskyldumál eru sem sagt á dag- skrá um þessar mundir. Ein af undirstöð- um fjölskyldunnar er barnið eða börnin foreldra sinna. Ungir foreldrar í dag, sem eru að hefja sitt fjölskyldulíf rekast víðast hvar á miklar þvergirðingar. Þeim er gert eins erfitt fyrir og frekast er unnt. Hvort sem þeir eru í skóla eða úti að vinna verða þeir að finna börnum sínum vistun, annað- hvort hjá dagmömmu eða í hinu almenna menntakerfi, þ.e.a.s. í leikskóla. Hvort tveggja er rándýr kostur. Takist þeim að uppfylla skilyrði til að fá námslán eða húsbréf og nái þau að fá inni á leikskóla er björninn samt ekki unninn. í sannleika sagt er mér fyrirmunað að skilja hvernig unga fólkið í dag fer að því að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Ég gat þess f upphafi að nú væru leik- skólar orðnir hluti hins almenna skólakerf- is og leikskólakennarar stefna nú að því, væntanlega að komast á háskólastig. Verður þá ef að líkum lætur skipt um nafn á Fósturskóla íslands og hann kallað- ur Leikskólakennaraháskóli Islands, eða hvað? Vonandi verður leikskólafræðsluskrif- stofum landsins breytt til þess að þjóna skjólstæðingum sínum meir en starfs- mönnunum. Nú er sá háttur þar sem ég þekki til, að þegar sækja skal um leikskóla- vist fyrir barn, helst þegar það er 6 mán- aða gamalt getur verið örðugt að fá við- tal við leikskólaráðunautinn; viðtalstíminn er ein klukkustund í viku! Nema hvað, það sem ég vildi sagt hafa er það að í anda þessarar margumtöluðu fjöiskyldumálefnaumræðu í dag væri eitt mesta heillasporið í átt að traustara og gæfuríkara fjölskyldulífi og til mikillar kjarabótar um leið, að skrefið yrði stigið til fulls: Leikskólar yrðu einnig hluti hins almenna mennta- og skólakerfis, og ókeypis eins og annar hluti grunnskóla- stigsins. í raun botna ég ekkert í hvers vegna sá þáttur þróunarinnar skyldi verða út undan í ferlinu. Sláið nú tvær flugur í einu höggi ágætu yfirvöld mennta-, skóla og fjölskyldumála í íslandi, umbar og aðr- ir sem málinu stýra og Iéttið þessum bagga af verðandi fjölskyldum landsins okkar. HRAFN A. HARÐARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.