Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 3
LESBðK MORGENBLAÐSINS - MENNING I.1S11K 10. TÖLUBLAÐ - 72. ARGANGUR EFNI Jón Thorstensen varð fyrsti landlæknir íslendinga, aðeins 26 ára gamall, og verksvið hans var stórt, því hann átti auk lækninganna að upp- fræða almenning og hann skrifaði bæði um meðferð ungbarna og skaðsemi áfeng- is. Um þennan brautryðjanda í læknis- fræði á Islandi skrifar Jón Olafur Isberg, sagnfræðingur. Þuríður Pólsdóttir söngkona verður sjötug á þriðjudag og verður þá haldin söngskemmtun i opnu húsi í Þjóðleikhúsinu. Flest af þessu fólki er nemendur Þuríður, því auk þess að eiga sjálf glæstan söngferil er hún at- kvæðamikill kennari og Elín Pálmadóttir komst að því að Þuríður er með íslenska tónlistarsögu frá upphafi á pijónunum. Ný klæði á land í tötrum, er heiti á grein um rækt- un nýrra nytjajurta á Islandi eftir Hauk Ragnarsson, skógfræðing. Þar kemur fram m.a., að lúpínan þrífst í melum þar sem engar jurtir lifa vegna holklakans, og að ekki þýðir að stunda neina ræktun á þeim flæmum hálendisins sem eru ofan við 400 m hæðarlinu. Bæði ræktunarmenn og fylgismenn svartrar náttúruverndar ættu þvi að geta komið sér saman um það. Vísiakademían segir Bjarni Hjaltested Þórarinsson sjón- háttafræðingur í samtali við Þórodd Bjarnason er nýr vettvangur mennta, ný menntastefna, nýr menntastíll, menning- arstíll, nýttþekkingarver, sjáver, sjónver og sjónþing. Bjarni uppgötvaði sjónhátt- inn fyrir tæpum níum árum og heldur sitt níunda sjónþing í Nýlistasafninu. Bugtarróðrar Einar S. Friðriksson var bóndi og útvegs- maður á Hafranesi við Reyðarfjörð 1902- 1932. Hann hefur skrifað endurminningar sínar um sjósókn á róðrarbátum þar eystra, svo og dekkbát og trillu, og birt- ist hér kafli úr þeim. Forsíðumyndina tók Kristinn af verki eftir Bjarna Hjaltested Þórarinsson. SOLVEIG VON SCHOULTZ UM MIÐJA NÓTT HJÖRTUR PÁLSSON ÞÝDDI Glaðvakandi um miðja nótt. Koldimmt. Það stendur yfir hreingeming í alheimi tjöldin hafa verið dregin fyrir en ég dreg frá svolítið horn: maður lifandi, þarna er þá gjörvöll Vetrarbrautin nýfægð og glitrandi. Kannski bergmála skærir steinar brautarinnar allt sem gerst hefur og kannski, einhvers staðar þangað sem ég sé ekki skín nú þegar það sem senn á að gerast? Allt eins og vera ber. Og nú get ég sofnað. Finnlandssænska skóldkonan Solveig von Schoultz andoðist fyrir sfðustu jól, 89 óra gömul. í sfðustu Ijóðabók hennar, „Molnskuggan", sem út kom mónuði fyrr, birtist Ijóðið Mitl pó natten sem hér er prentað í íslenskri þýðingu og mörgum hefur í senn þótt eins og hinsta kveðja skóldkonunnor og spósögn um douða hennar. GLITRANDI PENNI RABB að hefur margt borið á góma undanfarið sem vert væri að skrifa um; klónun apa í Ameríku, stefnan í hvalveiði- málum, sláandi sjónvarps- þáttur um kreppuárin. Sam- viskan býður mér að nota nú tækifærið og segja eitt- hvað um þetta, en ég ætla að láta hana lönd og leið, njóta lífsins og segja ykkur frá bók- inni sem ég er að lesa. Allan daginn hlakka ég til að komast í hana þegar (og ef) stelpurn- ar loksins sofna á kvöldin, hverfa á auga- bragði burt úr grámyglu síðvetrarins í Þing- holtunum yfir í skútuna Kríu sem í gær tók land á Markísareyjum, eftir nærri mánaðar- siglingu yfir sjálft Kyrrahafíð. Ég er að kynn- ast plánetunni í félagsskap Unnar og Þorra, sem á fjórum árum lærðu betur en við hin á mannsævi, hvað það er að vera jarðarbúi. Byggðu sér skútu, flutu svo á sjó og fuku undan vindum, ekki aðeins umhverfis jörðina heldur inn að kjama þess sem hún hefur að geyma. Lærðu að lifa með lögmálum náttúr- unnar, veðra, vinda og strauma, kunnu að búa sig til langferðar þar sem ekki er á neinn að treysta nema sjálfan sig, tóku sólarhæð, höguðu seglum af viti og rötuðu rétta leið. Kynntust því lífí og litum sem tvívíð landa- kortin tákna veikum mætti. Og það besta af öllu fyrir landkrabba sem langar með; Sögðu svo frá með glitrandi penna. I gærkvöldi áður en ég lagði mig, sáum við land eftir óravíðáttu Kyrrahafsins, ómælis sem býður ijölbreytni í tilbrigðum um stef veðurs og vinda, skýjafars og öldufalls, — fugl hér og fiskur þar, stórsveit höfrunga eina nóttina og hvalur í návígi um hábjartan dag, — einu sinni skip í augsýn, en annars bara kyrrahaf svo langt og miklu lengra en augað eygir. Nafnið eitt er í senn róandi og ógnvekj- andi fyrir þann sem vill og verður að sigla. Kyrrahaf, þar sem byrinn kann að bresta. Það hafa horfíð skútur í þessu hafí og einbeit- ingin verður að vera stöðug, á nóttu sem degi. “Skipper er hins vegar orðinn svo næm- ur að hann hrekkur upp, meira að segja þótt hann sé í fastasvefni niðri í koju, ef skútan víkur eitthvað að ráði út af stefnunni oghljóð- in og hreyfingin breytastSkipper verður að kunna sitt fag, þau eru á ferð um banvænt efni, — maðurinn er landdýr sem drukknar ef vitin fyllast af vatni, — og þarna er hann staddur á örlítilli fjúkandi skel. Það er því ekki að furða að ég samgleddist við lesturinn: „ Við vorum ekki nema 25 mílur undan þegar dagaði á þær, dularfullar í fyrstu morgunskímunni. Markísareyjar! Ég fæ þessa kærkomnu sýn ímorgungjöf ... Siglingafræð- ingurinn tekur mig í fangið og ég óska honum til hamingju með ratvisina, fyrir að leiðsegja okkur yfir mestu auðn jarðar ... Sólin kemur upp fyrir aftan skútuna og við horfum snort- in á eyjuna springa út í morgninum. Fyrst færist djúprauður roði yfir fjarbláa fjalla- mðsku hennar, síðan, þegar sólin slítur sig frá sjónbaugnum og rís gráðu fyrir gráðu gerist grænigaldur, himinn oghafhalda áfram að blána, en eyjan stígur grænni en nokkurn skyldi gruna fram úr morgunbaði sólroð- ans ... Við gerum tilkall til þessarar eyjar, tilfmningalega er hún okkar eftir alla þessa fyrirhöfn. Okkur finnst við hafa uppgötvað hana“ ... Og þegar Kría liggur stillt við akk- eri í óbyggðri vík — hefur loks numið staðar: „Langa stund sátum við hljóð í skutnum og drógum djúpt að okkur jarðmettaðan gróður- ilminn, þrungna landangan skerpta saltsætri rotnunarlykt úrfjörunni. Nutum þess að skoða litasamsetningu náttúrunnar, grjótgrátt, sandhvítt, fölbrúnt, varlagrænt allt út í svaka- grænt ... Ný upplifun á gamalkunnum skynj- unum; eftir fábreytni úthafsklaustursins flæddu þær magnaðar um ski/ningarvitin." Ég hlakka til að kynnast Markísareyjum, það ætla ég að gera þegar ég er búin að skrifa þennan pistil — en ég skal segja ykkur svolítið frá því sem fyrir augu bar á Galapa- goseyjum. Þið munið eftir Darwin, manninum sem gerði Galapagos að miðstöð þróunar teg- undanna í huga nútímamannsins. Hvernig er svo á Galapagos? Risaskjaldbökurnar eru þar enn, enda verða þær að sögn mörg hundruð ára. Enginn getur sagt til um aldur þeirra því tímans tönn hefur máð burt árhringina af skildinum. Hvað skyldi þeim fínnast um þróun mannsins síðan Darwin kom fyrst við hjá þeim? Unnur og Þorri hittu nokkrar. „Spöl- korn álengdar greinum við undarlega kúpta steina í aurskriðu og einn þeirra hreyfír sig, er að reyna að skríða upp á þann næsta. Risaskjaldbökumar eru fundnar, þær liggja þarna fímm saman og láta sig fljóta í þykkri eðjunni til að hvíla fæturna, sem þurfa ann- ars að bera uppi mörghundruð kíló. Þetta er annarleg sjón, allt í kringum þærgatar þung- droparegnið eðjuna með grautarlegu suðu- hljóði og það ýrir af grænbrúngljáandi skjöld- unum. Fram úr þessum blautu, hörðu regnkápum teygir sig langur krumpaður háls og harðneskjulegur haus sem lygnir aftur augunum með forsögulegum nautnasvip ... Ég klappaði einni þeirra á harðan og gljáandi hausinn og kitlaði hana í hálsakotið, það eina sem virtist nokkurnveginn mjúkt á þessum harðgerða meinleysingja. Hún teygði ógnar- hægt fram næstum metralangan hálsinn, lygndi aftur augunum og fraus í stellingunni. Löngu eftir að ég var hætt að klappa henni stóð hún enn í sömu sporum, með útstrekktan háls og afturlygnd augu eins og hún væri enn að njóta atlotanna ... Við erum stödd í öðrum tíma, sem líður fímmfalt hægar en okkar eig- in. Okkur verður ósjálfrátt litið á úrin, miðað við tíma risaskjaldbökunnar á Galapagoseyj- um snúast vísamir geigvænlega hratt. Ætli við gætum orðið mörghundruð ára ef við tækjum því svona rólega? Myndum við vilja vinna það til?“ Við erum svo heppin að hafa kynnst í Venezúela reffilegum sólósiglara á sextugs- aldri, André frá Bretagne, sem er ómann- blendinn riddari heimshafanna og hefur auga fyrir íslendingum. Hann gaf mörg góð ráð, og meðal annars dró hann fram velkt kort af Galapagos og „studdi fíngri á norðvestur- horn stærstu eyjunnar í klasanum, Isabelu: „Þessi vík er absolutement merveilleuse! Þarna kemur enginn, - þið verðið að fara þangað. “ Eftir heimsóknina til löturhægu fomaldardýr- anna og áður en haldið er út á ómælishafíð er að fínna eyðivíkina yndislegu. Rétt fyrir myrkur, þegar vonin er farin að dvína:“ Kem- ur í Ijós þröng lítil klettaskor, hrikalega til- komumikil, beint undir gríðarhárri og þver- hníptri hlíð eldfjallsins. ... Þegar við líðum hægt inn á víkina tekur stór fíokkur af for- vitnum sæljónum á móti okkur. Þau busla og kafa allt í kringum Kríu, greinilega hissa og uppnæm yfir að fá fólk í heimsókn. Bláfættar súlur, stórir hvítir pelíkanar, skarfar og sæ- kembur sitja í stúkusætum, fráteknum fyrir fastagesti, og stara á þessa óvæntu leiksýn- ingu á litlasviðinu.Við erum hrærð yfír mót- tökunum og hlökkum til að kynnast betur þessum kumpánlegu karakterum." í hönd fer ævintýravika í Sæljónavík, sem líður lesanda seint úr minni: “Það er enginn hægðarleikur fyrir fáklædda mannveru með myndavél um hálsinn að komast íland; hamra- björgin rísa svotil lóðrétt annaðhvort uppúr brimslípaðri stórgrýtisíjöru eða flatri klöpp bólóttrí af beittum hrúðurköríum sem aldan svellur á. Þetta er landslag klóvissra krabba- dýra og sækemba, eða sílspikaðra sæljóna sem þola brimlendingu. Þorri sleppur með herkjum óblóðgaður og með þurra myndavél upp á klettasylluna undir Pelíkanastapa. Það er furðuleg sjón sem ég sé úr gúmmíbátnum, hann fetar sig áfram með þessu læðupokalega göngulagi sem orsakast þegar berar iljar snerta sólheita klöpp og öll kvikindin á syllunni skríða af stað samtaka honum og staðnæmast um leið og hann. Þúsundir rauðra krabbadýra og hundruð brynvæddra svartra sjávareðla fylgja líkt og vel uppaldir drísildjöfíar í sunnudags- göngu með sjálfum skrattanum." Nú segir Lesbókin stopp, ekki pláss fyrir meira — en ég held þá bara áfram að lesa bókina mína og seinna, á elliheimilinu, ætla ég að krækja mér í sæti við sama borð og Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon. GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.