Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 4
SÚ ÆTT, sem sökum gáfna og andlegs glæsileika hefur borið af öðrum ættum hér- aðsins og jafnvel alls landsins, er sú sem tengd er við Víðidals- tungu og komin af dætrum Jóns lögmanns Sigmundsson- ar. Virðast gáfur og visindaáhugi hafa hreinræktast og orið mjög kynfastur eiginleiki i þessari gömlu mennta- mannaætt, því að ættir langflestra íslenskra náttúrufræðinga og lækna allt fram á miðja síðustu öld má rekja til dætra Jóns lögmanns, en auk þess eru komnir af þeim ýmis stórskáld og andans menn.“ Svo segir Páll Kolka læknir í Föðurtúnum og tínir til ýmsa merka karlmenn sem komnir eru af þessari ætt. Einn þessara manna var Jón Thorstensen landlæknir og þegar leitað er aftur í aldir til forfeðra hans má merkja mörg einkenni sem hafa fylgt þessari ætt og koma vel fram hjá Jóni Thorstensen. Jón var fæddur á Kúfustöðum í Svartárdal 7. júní 1794 sonur hjón- anna Þorsteins Steindórssonar og Margrétar Jónsdóttur. Móðurætt Jóns er lítt kunn en föðurættin er auðrakin og hann er sjötti maður í beinan karl- legg frá Þórði Þorlákssyni á Marðam- úpi í Vatnsdal. Þórður á Marðamúpi var bróðir Guðbrandar Hólabiskups en þeir vom synir séra Þorláks Hall- grímssonar sem var seinni maður Helgu Jónsdóttur lögmanns Sig- mundssonar í Víðidalstungu. Sonur Þórðar var Þorlákur á Marðamúpi og sonur hans Guðmundur á Stóruborg. Guðmundur var kvæntur Hólmfríði Jónsdóttur í Einarslóni af ætt Þórðar lögmanns Guðmundssonar. Þorlákur Guðmundsson bjó einnig á Stómborg og kona hans var Þórdís Bjarnadóttir en sonur þeirra var Steindór á Gils- stöðum. Þorsteinn faðir Jóns var sonur Steindórs og konu hans Kolfinnu Jóns- dóttur. Bræður Þorsteins Steindórs- sonar á Gilsstöðum voru Þorlákur og Mynd: Árni Elfar JÓN Thorstensen, fyrsti íslendingurinn sem lauk embættisprófi í læknisfræði og varð fyrstur landsmanna til að gegna embætti landlæknis. íslendinga til að ljúka embættisprófí í læknisfræði, ex. med., frá háskólanum en Tómas Klog fyrirrennari hans í embætti hafði lokið samskonar prófi 15 árum áður og einungis fjórir íslend- ingar höfðu lokið læknisprófi frá há- skólanum á undan honum. Arið 1788 var tekið upp sérstakt embættispróf við háskólann um leið og hert var á námskröfum og eftir það var nauðsyn að ljúka því prófi ef viðkomandi ætlaði að eiga einhverja von um embætti á vegum ríkisvaldsins. Fyrr á öldum greindist læknisfræði í lyflækningar (medicine) og handlækn- ingar (chirurgi). Lyflækningar voru kenndar í háskólanum en handlækn- ingamar voru iðnnám, bartskeraiðn, sem menn lærðu hjá meistara. Hinir háskólalærðu læknar sinntu eingöngu innvortis sjúkdómum og sjúklingum úr yfirstétt samfélagsins. Það gat þó hver sem er stundað lækningar ef hann taldi sig til þess færan en með konung- legri tilskipun frá 4. desember 1672 var doktorspróf frá háskólanum gert að skilyrði fyrir því að hljóta opinbert læknisheiti. Bartskeramir höfðu einka- rétt á handlækningum samkvæmt sín- um gildaréttindum, eins og ýmsar starfstéttir hafa löggildingu enn í dag, og starfsvið þeirra var einkum að taka mönnum blóð og búa um sár eða af- lima. Þessar tvær starfstéttir áttu ekk- ert sameiginlegt en eftir því sem þekk- ing í líffærafræði jókst samhliða al- mennri upplýsingu og breyttri heims- mynd hlaut starfsvið þeirra að breyt- ast. Fyrir atbeina bartskera var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1736 Theatmm anatomico-chimrgicum sem veitti þeim fræðslu í líffærafræði og handlækning- um og próf frá skólanum (ex. chir) var gert að skilyrði fyrir lækningaleyfi þeirra. Eftir þetta vom bartskerar með lækningaleyfí nefndir kírúrgar, þ.e. handlæknar, en þeir störfuðu einkum meðal almennings og í hemum. Árið 1774 var kírúrgum gert skylt að ljúka prófi í lyflækningum (medicina intema) frá háskóianum og þar með vom þeir ÍSLENSKUR BRAUT- RYÐJANDI í LÆKNISFRÆÐI Bjami í Þórormstungu, faðir Jóns stjömufróða, og era ættir af þeim báðum. Þorsteinn og Margrét bjuggu á nokkram bæjum í Húnaþingi, m.a. á Gilsstöðum árið 1801, en sú jörð hafði lengi verið í eigu ættar- innar. Lengst af vora þau leiguliðar Þingeyrar- kirkju og bjuggu í Holti á Ásum, eða á áranum 1803-1841. Þar ólust börn þeirra upp en þau vora auk Jóns, Margrét, Ingibjörg, Þórann og Bjami og era ættir af Margréti og Ingibjörgu en Þórann dó ung og talið er að Bjami hafi farið til Vesturindía. Jón Thorstensen tók stúdentspróf frá Bessa- staðaskóla árið 1815. Hvers vegna sonur hjón- anna í Holti var settur til náms veit enginn en ekki var hefð fyrir því í hans ætt að synim- ir settust á skólabekk. Um dætumar þarf ekki að fjölyrða og ár og dagar áttu eftir að líða þar til menntun kvenna komst á dagskrá. Bjami Steindórsson í Þórormstungu auðgaðist vel á striti sínu en ekki vildi hann setja Jón son sinn til mennta né kosta neinu til upp- fræðslu. Gísli Konráðsson sagði um Jón stjömufróða að hann væri „hinn mesti talna- fræðingur og fróður í mörgu svo sem mæling- um, stjömuvísindum og eðlisfræði. Safnar hann mjög steinum fágætum og þykir undarlegur og lítt við alþýðuskap". Það varð því miður hlutskipti Jóns Bjarnasonar að „hanga yfir sauðunum og hugsa um stjörnumar“ meðan nafni hans og frændi fór suður til náms. Hver hefði orðið ævi Jóns Bjamasonar ef hann hefði fengið að ganga menntaveginn er óvíst en all- ir þekkja sögur af hæfileikaríku fólki sem ekki fær notið gáfna sinna sökum ytri aðstæðna eða vegna bresta í eigin sinni. Læknisfræóin Jón Thorstensen sigldi til náms í Kaupmanna- hafnarháskóla haustið 1815 og þar tók hann fyrst ex. art. próf, eins og skyldan bauð, með einkunninni „temmelig godt“, ex. phil.-philos. árið eftir með 1. ágætiseinkunn og lauk síðan prófí í læknisfræði, ex. med., í júlímánuði 1819 einnig með 1. ágætiseinkunn. Jón var fyrstur EFTIR JÓN ÓLAF ÍSBERG Jón Thorstensen lauk embættisprófi í læknisfræði -------------7—----------------------------------- 1819 fyrstur Islendingq. Sama ór var hann skipaó- ur landlæknir og gegndi því embætti vió erfióar aóstæóur lengur en nokkur annar. Samhlióa þessum störfum hélt hann uppi læknakennslu, stundaói veó- urathuganir og ýmsa nóttúruskoðun í samvinnu vió erlenda vísindamenn. Ljósm: Björn Jónsson NES VIÐ Seltjörn - Nesstofa - embættisbústaður landlæknis. orðnir jafnréttháir öðram læknum. Mun fleiri luku námi í handlækningum en lyflækningum og handlæknamir fengu yfirleitt embætti hér- aðslækna sem þá var verið að stofna um alla Danmörku. Árið 1838 var það gert að skilyrði fyrir lækningaréttindum í Danaveldi að menn lykju prófi frá báðum skólunum og frá og með árinu 1842 fór allt nám fram í háskólanum. Þeir sem luku læknisprófí eftir þann tíma fengu lærdómstitilinn cand. med. et chir., þ.e. lyflækn- ir og handlæknir, og er svo enn í dag. Jón Thorstensen og fyrirennarar hans vora lærðir í medicine en ekki kírúrgi en þeir munu þó hafa aflað sér einhverrar kunnáttu á því sviði, t.d. var Jón kandídat á sjúkrahúsinu á Friðriksbergi. Tveir aðrir Islendingar luku ex. med. prófí eins og Jón og sjö luku prófi í kír- úrgí á árunum 1815-1837, þ.ám. var Jón Hjaltalín síðar landlæknir. Fyrsti íslendingur- inn til að ljúka cand. med. et chir. prófi frá Hafnarháskóla var Gísli Hjálmarsson (1844) síðar fjórðungslæknir á Austfjörðum og á 19. öld luku um 20 íslendingar þessu prófi. Landlaeknirinn Jón tók læknisprófið 2. júlí árið 1819 og var skipaður landlæknir 17. desember sama ár. Hann dvaldi um veturinn í Kaupmannahöfn en sigldi um vorið út og tók við embættinu 1. júní 1820. Oddur Hjaltalín, héraðslæknir í suðurhluta Vesturamtsins, þ.e. Mýra-, Snæ- fellsness- og Hnappadals- og Dalasýslu, hafði verið settur til að gegna embætti landlæknis þegar Tómas Klog hætti störfum árið 1816. „Oddur Hjaltalín varð að rýma og fara vestur, hafði honum margt tekist, bæði ritgjörðum og lækningum," segir Espólín. Oddur hafði getið sér gott orð sem herlæknir með danska hernum í Napóleonsstyijöldunum þótt hann hefði ekki lokið fullnaðarprófi í lækningum. Prófleysi Odds kom ekki í veg fyrir að hann yrði skipað- ur héraðslæknir en kannski hefur það staðið í veginum fyrir landlæknisembættinu. Yfírvöld höfðu fárra kosta völ ef þau vildu skipa íslend- ing til starfans og komu þá vart aðrir til greina 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.