Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Side 6
Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞURIÐUR Pálsdóttir söngkona BRAUTRYÐJANDI í ÍSLENSKU SÖNGLÍFI Þuríður Pálsdóttir söngkona verður sjötug á þriðj u- c lag og ætla Söngskólinn og Þjóðleikhúsið þá að gleðja hana með viðamikilli söngskemmtun í opnu 1 iúsí í Þjóðleikhúsinu. Eftir 30 ára söngkennslu er flest af þessu fólki, einsöngvarar og kórafólk, nemendur hennar. Auk þess ó hún sjólf glæstan söngferil, m.g. í 28 óperum. Þuríóur er brautryój- andi í íslensku sönglífi og hefur þekkt nær alla 7 upphafsmenn í okkar stuttu tónlistarsögu. ELIN PALMADOTTIR komst að því að Þuríður er með ís- lenska tónlistarsögu fró upphafi ó prjónunum. Ekki verður tölu komið á þann Qolda íslenskra söngvara sem Þuríður hefur komið til þroska enda hefur hún verið tónlistar- kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistaskól- ann í Reykjavík í fyrstu og yfirkennari Söngskólans í Reykjavík frá stofnun hans 1973. Kennt þar söng, kennslufræði, íslenska tónlistarsögu og stýrt óperudeild skólans með meiru. Er núna með kennaradeildina og að auki um tug einkanemenda. Það verða því áreiðanlega margir sem vilja gleðjast með henni að kvöldi afmælisdagsins 11. mars og koma í Þjóðleik- húsið. En það er öllum fijálst og engir boðs- miðar. „Mér finnst yndislegt að kenna, enda er ég búin að fá geysimikla reynslu. Kennsla er mjög krefjandi. Söngkennari þarf að hafa næma heyrn og gerþekkja þetta hljóðfæri sem röddin er. Vita hvernig hver einstakling- ur myndar tóninn. Þekkja líffræðilega mynd- un hans og framburðinn til að geta leiðrétt. Það er svo abstrakt að kenna söng. Þar er enginn eins fremur en í útliti. Það er gífur- leg vinna.“ Þuríður er á sjöunda tímanum nýkomin heim í notalegu nýju íbúðina sína í svo- nefndu Gimlishúsi, þreytt eftir viðstöðulausa kennslu allan daginn. Samt full af ahuga á því sem hún hefur verið að gera. Á meðan hún hitar kaffíð skoða ég myndirnar á veggj- unum, m.a. fallegar myndir eftir Þuríði sjálfa. Hún ætlaði upphaflega að verða listmálari, hafði teiknað frá bamæsku og fór í Mynd- lista- og handíðaskólann. Eina sýningin á verkum hennar var fyrir fáum árum í Söng- skólanum. Söngurinn varð ofan á. Hún hafði líka byrjað að syngja snemma og reyndist hafa næmt tóneyra. „Ég var óskaplega söngelskt barn, vildi helst ekki gera annað en að syngja. Það þótti ekkert merkilegt í mínu umhverfi. Mamma spilaði á píanó og kenndi heima. Og pabbi spilaði alltaf. Hljóðfærið var of upptekið til að ég kæmist þar að. Þau kenndu mér ekki sjálf. Katrín móðursystir mín Viðar kenndi mér og á því heimili var líka alltaf músík þegar maður kom þar. Ég spilaði allt sem ég hafði áhuga á. Til dæmis spilaði ég allt sönglagahefti Schumanns án þess að vita nokkuð hvað þetta var. Á unglingsárun- um fór ég að spila Stephan Foster og fleira slíkt og söng með. Þá sagði mamma allt í einu: Þú hefur fallega rödd, Níní! Ég byijaði snemma að að syngja í kórnum hjá Jóhanni Tryggvasyni. Og ellefu ára gömul söng ég einsöng í útvarpi." Sama árið og Þuríður fór í Handíðaskól- ann 16 ára gömul lenti hún hjá Victor Ur- bancic, eins og hún orðar það. Kom þar inn í Tónlistarfélagskórinn í dagskrána „Myndabók Jónasar Hallgrímssonar", sem Páll ísólfsson faðir hennar stjómaði og Halldór Laxness setti saman textana. Þar söng Þuríður Kossavísurnar, sem verða fluttar á afmælishátíðinni á þriðjudag. „Þetta var svo skemmtilegt. Þar með var ég dottin í að vilja leggja fyrir mig söng,“ segir Þuríður. Hún stefndi á Royal Academy of Music í London og fór af krafti að undirbúa sig fyr- ir inntökuprófið. Æfði sig stíft á píanóið og hljómfræði hjá dr. Urbancic. í inntökuprófinu söng hún þijú Schumanns-lög, spilaði Beet- hoven og leysti tónfræðidæmi. Inntökuprófið tókst mjög vel og hún komst inn í kennara- deildina en uppgötvaði þá að hún var ófrísk. Örn Guðmundsson unnusti hennar var að ljúka námi í Háskóla íslands. Þá var ekki hægt að vera ófrísk, ein og mannlaus, í skóla. „Ég sneri við heim og ætlaði aldrei að syngja meira. Ég hugsa að ég hefði ella aldrei kom- ið heim. Mér gekk vel, það er ekki annað hægt að segja.“ Næm á músilc Pabbi hennar hvatti hana og hún sótti um inngöngu í Utvarpskórinn. Þá var teningnum kastað. Þuríður byrjaði strax að syngja ein- söng víða, með Tónlistarfélagskórnum undir stjórn Urbancics og með Útvarpskórnum undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. „Ég lærði mikið af þessum snillingum. Ég hefi búið að þeirra kennslu fram á þennan dag,“ segir hún. Og fyrr en varði var Þuríður far- in að syngja stór verk í kirkjum. Mörgum er t.d. minnisstæður söngur hennar á hveiju aðfangadagskvöldi í Dómkirkjunni. Hún var orðin landsþekkt áður en hún fór út til náms á Ítalíu. Maður verður alveg undrandi á hvað þetta var fínt þegar maður heyrir það nú í upptökum. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.