Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 11
NY KLÆÐIA LANDITOTRUM EFTIR HAUK RAGNARSSON Ekki eru allir á einu máli um ágæti iúpínunnar. Sagt er aó alaskalúpínan sé of þroskamikil jurt fyrir ísienskar aóstæóur og kæfi meóai annars hnignandi flagmóagróóur. Hún hefur líka verió kölluó iligresi, en sú nafngiftstenstekki. Reektun 09 menning EINHVERN tíma í fymdinni tók maðurinn að leggja sér til munns ýmsar plöntutegundir eða plöntuhluta, sem hann fann á víð og dreif í náttúrunni. í stað þess að leita uppi þessar jurtir, tók hann að eq'a jörðina og reyna að rækta þær á sérstökum spild- um til hagræðis. Þessar spildur hafa gjama verið nefndar akrar. Nú þurfti maðurinn ekki lengur að láta hveijum degi nægja sína þján- ingu en gat nú safnað forða til vetrarins eða mögru áranna. Smám saman gafst honum tími til þess að sinna ýmsu öðru en brauðstritinu. Þessi athöfn að eija jörðina, sem við köllum ræktun, er á flestum evrópumálum nefnd kult- ur eða culture og er það dregið af latneskri sögn, sem merkir að rækta. En á sömy tungu- málum hafa þessi orð aðra afleidda merkingu, sem þýdd hefur verið á íslensku með orðinu menning. Menningin hefur sem sagt sprottið upp sem afleiðing ræktunarinnar, og þetta tvennt þótt svo nátengt, að sama orðið var notað um hvort tveggja. Snemma mun hafa borið á því, að innan um nytjaplöntumar yxu aðrar plöntur, sem ekki voru til neinna nytja. Þessar plöntur tóku til sín næringu og vaxtarrými frá nytjaplöntunum, og væri þeim ekki haldið í skefjum gat farið svo, að ræktunin færi forgörðum að einhveiju eða öllu leyti. Þessar plöntur ganga undir nafn- inu illgresi, og hafa frá upphafi valdið ræktend- um æmum áhyggjum og erfiði. Innf lutningur nytiaplantna Það er býsna fróðlegt að lesa um sögu ýmissa helstu nytjaplantna heimsins, hvemig þær hafa borist frá einni heimsálfu til annarar og frá suðlægum slóðum til norðlægra, óra- langt út fyrir upphafleg búsvæði, og náðu smám saman að þroskast við gerbreytt vaxt- arskilyrði. Sem dæmi má nefna kartöfluna, sem á uppruna sinn í fjöllum Suður-Ameríku, en vex nú á svæði, sem teygir sig frá hitabeltinu og mörg hundruð kílómetra norður fyrir heim- skautsbaug í Norður-Noregi. Svipaða sögu er að segja um margar komtegundir, en þær hafa sem kunnugt er verið aðalfæða mann- kynsins um þúsundir ára og verða væntanlega um alla framtíð. Maðurinn lét sér ekki nægja að yrkja jörð- ina, hann tók sér fasta búsetu og fór að temja dýr þau, sem nú eru nefnd húsdýr. Víðast hvar var búsmala haldið til beitar svo sem unnt var. Skógar voru höggnir til eldiviðar, húsagerðar og annara nytja. Þar sem hægt var að beita landið árið um kring, varð nýgræðingurinn bú- fénaðinum auðveld bráð. Gróðursnautt fjalilendi Miðjarðarhafslanda ber glöggt vitni um þetta, en einnig mörg lönd Vestur-Evrópu svo sem Bretlandseyjar. Breytingar á veðurfari hafa sumsstaðar einnig stuðlað að þessari þróun. Svipuð þróun varð hér á landi á landnámsöld. Landnemamir komu að landi þar sem engir grasbítar vora fyrir nema álftir og gæsir, gróð- ursæld var mikil en gróður afar viðkvæmur. Skógurinn var höggvinn til eldiviðar og húsa- gerðar og hann beittur árið um kring. Náði hann sjaldnast sama vexti og þroska á ný. Afleiðing þessa varð gróður- og landeyðing, sem staðið hefur fram á þennan dag. Eftir er land í tötram, eins og Gunnar Gunnarsson kemst að orði í skáldsögunni Heiðarharmi. Landnámsmenn munu í upphafí hafa flutt komtegundir, einkum bygg, með sér til landsins 0g var ræktun þeirra stunduð hér um margar aldir, uns hún lagðist af á 16. öld að talið er. Ýmsar aðrar jurtir, svo sem lækningajurtir, vora einnig reyndar hér. Af öðram nytjajurtum, sem fluttust til landsins ber fyrst að nefna kart- öfluna, sem hingað barst um miðja átjándu öld. Síðar var farið að rækta rófur, næpur og fleiri tegundir grænmetis. Á nítjándu öld, en einkum þó undir lok hennar var farið að huga að rækt- un erlendra tijátegunda. Upphaf þess má rekja til danskra manna, sem ofbauð, að Islendingar skyldu brenna húsdýraáburðinum, taðinu, í stað þess að bera á tún og fá stóraukna uppskera. Töldu þeir að ræktun skóga til eldiviðamota gæti þannig óbeint stóraukið heyfeng lands- manna. Um svipað leyti tók grasrækt að ryðja sér til rúms, og erlendir stofnar fluttir til lands- ins í æ ríkari mæli. Ekki verður þetta rakið hér frekar, en segja má að innflutningur nytja- plantna hafí farið vaxandi alla 20. öldina. Ein þessara plantna er alaskalúpínan, og skal henn- ar getið hér. Alaslcalúpinan Það var fyrir rúmri hálfri öld, að Hákon Bjamason þáverandi skógræktarstjóri tók sér ferð fyrir hendur til Alaska til að safna tijá- fræi á þeim slóðum, sem hvað mest svipar til íslands um veðurfar. Nokkuð af fræi þaðan hafði reyndar borist hingað áður fyrir tilstilli hans. Þeir lundir og skógar, sem vaxnir era upp af þessu fræi, sem hann og félagi hans Vigfús Jakobsson skógfræðinemi, söfnuðu, sýna hve vaxtarþróttur ýmissa innfluttra teg- unda getur verið margfalt meiri en þeirra fáu tijátegunda, sem vaxið hafa hér frá lokum síðasta ísaldarskeiðs. En Hákon gerði meira, hann safnaði sem svaraði einni matskeið af fræi af lúpínutegund sem vex í Alaska og ber latneska heitið Lupin- us nootkatensis. Vorið eftir heimkomuna sáði hann þessu fræi austur á Þveráraurum, skammt fyrir innan Múlakot í Fljótshlíð. Þessi jurt, sem síðan hefur gengið undir nafninu alaskalúpína, náði fljótlega ágætum vexti og bar árlega þroskað fræ, Hún breiddist því nokk- uð ört út þar á aurunum. Brátt var reynt að sá lúpínunni í mela, þar sem engar plöntur gátu þrifist vegna holklaka. Þá kom í ljós, að alaskalúpínan gat náð þar rótfestu og ótrúleg- um þroska og lokað melum á tiltölulega skömmum tíma. Má segja að síðan hafi sann- ast, að alaskalúpínan sé ein öflugasta landbóta- plantan, sem hér hefur verið reynd, til notkun- ar á melum og örfoka og Iítt grónu landi neð- an ákveðinna hæðarmarka. Nú kunna einhveijir að velta því fyrir sér hvað það sé, sem gerir lúpínunni kleift að nema land á jafn ófijósömum stöðum og raun ber vitni. Þeim til glöggvunar skal í stuttu og mjög einfölduðu máli gerð nokkur grein fyrir því. Á rótum belgjurta, en til þeirra telst lú- pínan, era rótarhnúðar af mismunandi stærð. Þeir eru tilkomnir á þann hátt, að ákveðin gerlategund í jarðvegi leitar inn um rótarhárin og inn í rætumar. Við það bólgna ræturnar út og myndast þá hnúðamir. Gerlamir, sem búið hafa um sig í rótahnúðunum, era þeirrar náttúru að geta tekið upp nítur (köfnunarefni) andrúmsloftsins og bundið það í Iífrænum efna- samböndum. Þetta gerir belgjurtunum mögu- legt að ná góðum þroska í nítursnauðum jarð- vegi og breyta honum í fijósamt land. Af þess- um sökum hafa belgjurtir, og meðal þeirra ýmsar lúpínutegundir, verið notaðar við alls- konar ræktun erlendis um Iangan aldur og eru enn. Má geta þess í þessu sambandi, að rauð- smári var löngum notaður í grasfræblöndur hér á landi, en hann telst til belgjurta. Vegna þess hve vel hefur tekist að rækta upp gróðurleysur af ýmsu tagi með lúpínu og breyta í fijósamt land, hóf Landgræðsla ríkis- ins ekki alls fyrir löngu að sá alaskalúpínu í sérstaka fræakra og þreskja fræ af henni í veralegum mæli. Þetta tókst með ágætum og getur nú Landgræðslan glímt við stór ræktun- arverkefni á þessu sviði. Skiptar skoóanir En einmitt þá kemur í ljós, að ekki eru allir á einu máli um ágæti lúpínunnar. Sagt er að LÚPÍNUBREIÐA á mel íÞjórsárdal. Ljósm :Áso L. Arodóttir Ljósm.: Aðalsteinn Sigurgeirsson LÚPÍNA og birki á Þveráraurum. VIÐ þjóðveginn að Hallormsstað. Ljósm.íÁrni Bragason LERKI og lúpína. Ljósm.iAðalstoinn Sigurgeirsson alaskalúpínan sé of þroskamikil jurt fyrir ís- lenskar aðstæður og kæfi meðal annars hnign- andi flagmóagróður. Ýmsir virðast óttast, að lúpínan muni kæfa allan annan gróður til fram- búðar. Þá er sagt að lúpínan sé útlend og eigi því ekki heima hér á landi. Þá telja sumir, að blái litur blómanna falli hvorki að íslensku landslagi né náttúru. Hún hefur líka verið kölluð illgresi, en sú nafngift stenst ekki, því að hún vex aðallega þar sem engin önnur planta getur fest rætur, og tekur því hvorki næringu né vaxtarrými frá öðrum plöntum. Gróðurvist- fræðingar, sem starfa hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, segja að víðast hvar nemi gras- tegundir land í gömlum lúpínubreiðum og verða áberandi þegar tímar líða. Þetta tekur tíma, 20 ár eða lengur. Sá sem þetta ritar gróður- setti sigurskúf í lúpínubreiðu fyrir 20 árum. Á 10-15 árum tókst honum að útrýma lúpín- unni.Loks er sagt, að nær hefði verið að leita betur meðal níturbindandi íslenskra plantna, sem hefðu getað tekið sess alaskalúpínunnar. Eitthvað er kannski til í þessu, en þegar litið er á gróðursögu landsins, þá virðast fremur litlar líkur á því að það geti tekist. Skal nú aðeins vikið að gróðursögunni í stuttu máli. Uppruni flórunnar Tvær kenningar hafa verið uppi um uppruna íslensku flórunnar. Samkvæmt annari þeirra, sem nefnd hefur verið ördeyðukenningin, var landið algerlega gróðurlaust við lok seinasta ísaldarskeiðsins og allur núverandi gróður hefur borist hingað síðan með sjávarstraumum, vind- um, fuglum eða á ýmsan annan hátt fyrir til- stilli manna. Samkvæmt hinni kenningunni, sem nefnd hefur verið vetursetukenningin, hefur veralegur hluti flórannar lifað af jökulskeiðin á íslausum jökulskeijum, en hinn hlutinn borist eftir þeim leiðum, sem áður vora nefndar. Sé ördeyðukenningin tekin góð og gild, er ljóst að tilviljun ein hefur ráðið því hvaða plönt- Ljósm.: Aðolsteinn Sigurgeirsson NÝTT gróðurlendi á Markarfljótsaurum. 50.000 30.000 20.000 ur bárast hingað, og því allsendis óvíst hvort hér hafi numið land þær tegundir eða af- brigði, sem hvað best hentuðu ís- lensku náttúrfari. Ef vetursetu- kenningin fær staðist, þá hafa þær plöntutegundir sem þraukað hafa ísaldimar þolað miklar þrengingar. Hér er átt við þær gífurlegu hita- sveiflur, sem þá urðu og sannast hafa við rannsóknir á ískjömum úr Grænlands- jökli. Hvað eftir annað hefur gróðurinn þurft að lifa af mjög snöggar og skammvinnar sveifl- ur í hitafari, sem hljóta að hafa fækkað þeim erfðavísum, sem leitt geta til mikils þroska. Þetta hefur þá mætt mest á stórvaxnasta gróðr- inum, en jarðlægar tegundir og afbrigði átt auðveldara með að þrauka kuldaskeiðin. Þess vegna er ólíklegt að þessar plöntur hafi nú til að bera þá fjöl- breytni í erfðaefni, að hægt sé með úrvali að ná fram þroskamiklum stofnum, sem henta núverandi veðurfari landsins. Sama er á hvora kenninguna er fall- ist: Ólíklegt er að núverandi gróður landsins gefi rétta mynd af gróður- og vaxtarskilyrðum þess, og kynbætur á íslenskum jurtum munu í flestum til- vikum verða sein- legar til árangurs. Því er oftar vænlegra að leita nýrra afbrigða 0 g tegunda til þeirra landa, sem búa við svipuð veðurskilyrði og hér eru. Gróóureyóingin Ásjóna landsins eins og hún birtist okkur núlifandi íslendingum, er afleiðing ellefu alda búsetu þjóðarinnar. Skiptar skoðanir eru á Ljósm.: Arni Bragason STOKKANDARHREIÐUR innan um lúpínu á Mýrdalssandi. Tafla 1. Skipting landsins eftir hæð yfir sjávarmáli og gróðurhulu Hæð yfir sjó Flatarmál Gróið land Ógróið land Samantekt Metrar Ferkm. % Ferkm. % Ferkm. % 0-200 25.500 25 19.125 75 6.375 25 Ógróið land 200-400 17.600 17 10.560 60 7.040 40 neðan 400 m =13.415 ferkm 400-800 38.500 37 Land ofan 400 m Yfir 800 21.500 21 = 60.000 ferkm 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.