Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 12
TOLVAN I TÓNLISTINNI Tölvan er alls staóar aó hasla sér völl sem tónlistar- mióill segir ÞORARINN STEFANSSON eftir aö hafg skoóað Tónlistgrsýninguna í Frankfurt. Þar voru ekki kynntar neinar nýjungar heldur var meira um aö ræóa þróun og Otvíkkun á því sem hefur verió á markaðnum í nokkur ár. því, hvert gróðurfar landsins hafi verið við landnám, en ýmsir telja að 2/5-3/5 landsins hafi verið grónir þá, og helmingur þessa lands verið vaxinn skógi. Nú er talið að um 1/5—1/4 landsins sé gróinn. Búseta okkar í landinu hefur því rýrt gróður þess um helming, og á þessu tímabili hefur árleg rýmun gróðurlenda numið að meðaltali 20-25 ferkílómetrum lands. Svo eru til þeir menn, sem tala hástöfum um ósnortið land, Á síðari öldum hafa hafa oftast verið uppi einhveijir þeir menn, sem hafa gert sér grein fyrir því að í óefni stefndi í þessum málum, en það er þó ekki fýrr en skömmu fyrir síð- ustu aldamót að þjóðin fer að vakna til vitund- ar um þessa vá. Má í þessu sambandi nefna, að lög um skógrækt og sandgræðslu voru sett árið 1907. Ungmennafélögin settu kjörorðið að klæða landið í stefnuskrá sína laust eftir aldamótin, Skógræktarfélag íslands var stofn- að 1930 og 1956 voru sett fyrstu lög um nátt- úruvemd. Náltúrwvernd Hugtakið náttúmvemd hefur sennilega aldrei verið skilgreint nógu vel eða svo öllum líki. Fjölmargir hafa lagt þann skilning í orðið, að með náttúmvemd væri meðal annars og jafnvel fyrst og fremst verið að reyna að koma í veg fyrir hverskonar landeyðingu og land- spjöll með margvíslegu móti, t.d. með ræktun ýmissa landgræðsluplantna. Aðrir hafa lagt annan skilning í þetta og vilja vemda náttúr- una eins og hún er, og sumir vilja jafnvel ekki gjípa í taumana þótt landeyðing eigi sér stað, og vilja ekki leyfa notkun landgræðsluplantna, einkum ef þær em af erlendum uppmna. Þarf því engan að undra, þótt árekstrar hafi orðið milli þessara manna. Hér er kannski rétt að skjóta því inn, að erfitt getur verið að greina milli þess, hvaða gróður sé innlendur og hvaða gróður sé erlend- ur. T.d. telur Steindór Steindórsson grasafræð- ingur miklar líkur á því, að um 100 tegundir hafi borist hingað með mönnum eða athöfnum þeirra á einhvem hátt. Meðal þeirra er snarrót- arpunturinn, en hann er sem kunnugt er ein- hver harðgerðasta og þroskamesta grastegund sem vex hér á landi. Ýmsar belgjurtir, t.d. fuglaertur, gullkollur og hvítsmári em slæðing- ar. Fæstum dettur víst í hug að amast við þessum tegundum. Lokaoró En nú er það svo, að ekki er hægt að þröngva mönnum til þess að hafa sömu skoð- anir á þessum málum, og um smekkinn er endalaust hægt að deila. Landið okkar er býsna stórt og mætti ætla að rúm væri hér fyrir hópa með skiptar skoðanir á gróðri eða gróður- leysi. Þessir hópar ættu því að geta tekið ákveð- ið tillit hvor til annars og einhver sátt ætti að geta nást. En áður en lengra er haldið, skal aðeins litið á skiptingu landsins í hæðarbelti og hvemig gróðufari þeirra er háttað. Ofan 400 metra hæðar er mjög lítill hluti landsins gróinn utan heiðalanda á borð við Tvídægm, Amarvatnsheiði o. fl. Þurrlendi ofan 400 m hæðarmarka er að mestu eyðimörk og verður víst seint gróið, og þar ættu jafnvel „ræktunarmenn" að geta haldið að sér höndum og sleppt þar allri ræktun sem heitið getur. Þótt gróðurleysi öræfanna sé vissulega bæði hrikalegt og ógnvekjandi, munu víst flestir viðurkenna tign og fegurð hálendisins. En jafn- framt munu hinir sömu líka kunna að meta þær gróðurvinjar, sem þar er að finna. Þá má geta þess hér, að stærstur hluti friðlýstra svæða er ofan 400 m hæðar. Þar ætti því ekki að þurfa að koma til árekstra milli ólíkra skoðanahópa. En er hugsanlegt að þessir hóp- ar gætu komið sér saman um að friða flest þessi svæði fyrir beit og leyfa náttúmnni að hafa sinn gang? Ofan 400 m hæðarmarka em um 3/5 hlutar landsins. Þetta em líka þau svæði, sem hvað mest heilla erlenda ferðamenn. Skiptingin milli gróins og ógróins lands neð- an 400 m hæðar er byggð að nokkm leyti á tölum úr „Landgræðsluáætlun 1974-1978". í henni er greint frá skiptingu gróðurfars eftir hæðarbeltum í allmörgum sýslum. Hér skal skýrt tekið fram, að helmingur alls hálfgróins lands er talinn með grónu landi. Sennilega er hlutur gróins lands ofmetinn fremur en hitt. Sjá töflu 1. Um meðferð lands neðan 400 m verður helst að takast einhver sátt milli þeirra deiluaðila, sem nefndir era hér að ofan. Ef við hugsum okkur, að samkomulag næðist um að friðlýsa 25% þess lands, sem ógróið er neðan 400 m hæðar, þá væru eftir um 10.000 ferkílómetrar ógróins lands til ræktunar með einum eða öðr- um hætti. Þetta er tíföld stærð allra túna, sem ræktuð hafa verið á ísland á þessari öld. Ef menn gæfu sér næstu tvær aldir til þess að rækta þessi svæði, yrði árlega að taka fyrir 5.000 hektara ógróins lands. Til samanburðar má geta þess, að þetta er einmitt stærð þjóð- garðsins á Þingvöllum. Þetta ætti að vera vel viðráðanlegt. Höfundur er skógfræðingur. HIN árlega tónlistarsýning í Frankfurt („Musikmesse") var opnuð í síðustu viku. Á sama tíma stóð einnig yfir önnur sýning á sýningarsvæðinu, þar sem sýndur var ljósa og hljóðbúnaður fyrir at- vinnumenn. Sýningamar tengjast að litlu leyti nema hvað báðar fjalla um tónlist. Tónlistarsýn- ingin er vettvangur hljóðfæraframleiðenda og útgefenda klassískrar tónlistar en á hinni era til sýnis upptöku- og hljóðvinnslutæki fyrir at- vinnumenn, ljósa- og sviðsbúnaður og rafmagns- hljóðfæri ýmiskonar. Geysilegur fjöldi blaða- og fagmanna var samankominn til að beija augum það nýjasta í faginu, sýna sig og sjá aðra, því sýningin í Frankfurt er ein sú stærsta sinnar tegundar ef frá er talin sýning tengd sígildri tónlist („Klassik komm“), sem haldin er á hveiju hausti í ýmsum borgum í Þýskalandi. Sú sýning einskorðast þó við klassíska tónlist. í Frankfurt vora sýningamar opnar blaðamönnum og fag- fólki fram að helginni en síðan var almenningi einnig heimill aðgangur. Útgáf urnar gefa bara út Útvarpið í Hessen („Hessischer Rundfunk") er styrktaraðili að Tónlistarsýningunni og var hún opnuð með hátíðlegri athöfn í útsendingar- sal stöðvarinnar. Við það tækifæri voru tón- skáldinu Hans Zender veitt Tónlistarverðlaun Frankfurt, en þau era veitt árlega við opnun sýningarinnar þeim tónlistarmanni sem þykir hafa skarað fram úr, ekki einungis sem lista- maður heldur einnig sem tónvísindamaður og tónlistaruppalandi. Meðal þeirra sem hlotnast hefur vegsemdin má nefna Gidon Kremer, Alf- red Brendel, Heinz Holliger, Chick Corea, Brian Eno og Sir Georg Solti. Við afhendingu verð- launanna gerði Gérard Mortier stjómandi Tón- SJÖTTU og síðustu tónleikar Kammer- músíkklúbbsins á starfsárinu verða haldnir í Bústaðakirkju annað kvöld klukkan 20.30. Flytjendur verða Sig- rún og Sigurlaug Eðvaldsdætur fíðluleikarar, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Richard Talkowsky sellóleikari, Richard Simm píanó- leikari, Alina Dubik mezzósópransöngkona og Einar Jóhannesson klarinettuleikari en á efnis- skrá verða eingöngu verk eftir Johannes Brahms í tilefni af hundrað ára ártíð hans. Johannes Brahms fæddist árið 1833 í Ham- borg, sex árum eftir að Beethoven lést. Hann var 23 áram yngri en Schumann og tuttugu árum yngri en Wagner, höfuðkempur róman- tísku stefnunnar í tónlist í Þýskalandi um miðja síðustu öld. Brahms var bráðger í tónlist, þótti ágætur píanóleikari og dugandi kór- og hljóm- sveitarstjóri. Þrítugur að aldri fluttist hann til Vínarborgar og bjó þar - vinmargur pipar- sveinn og virt tónskáld - til dauðadags 3. apríl 1897, þá tæpra 64 ára gamall. Brahms var til grafar borinn í Zentral-Friedhof í Vínarborg, við hlið Beethovens og Schuberts. Þar hjá er jafnframt minnisvarði um enn einn tónjöfur, Mozart, en enginn veit með vissu um gröf hans. Brahms var fj'ölhæft tónskáld og lét sig öll svið varða - nema eitt, óperu samdi hann aldr- ei. Kammertónverk hans þykja mikil og fjöl- breytt og ljóðsöngvar hans hafa notið mikillar hylli. Á tónleikunum annað kvöld verða flutt tvö af áhrifamestu kammertónverkum Brahms, listarhátíðarinnar í Salzburg orð rithöfundarins Búchners að sínum, „sviti listamanna má aldr- ei verða að salti á borðum pólitíkusa". Eftir mikla rekstrarerfiðleika sem fyrirtæki á sviði klassískrar tónlistar hafa átt við að etja undanfarin ár, á þessi tónlistarsýning 1997 að boða breytta tíma. Útgáfufyrirtæki hafa bragðist við kreppunni með ýmsu móti og eru, t.d. á sviði útgáfu geisladiska, alltaf að bætast við nýjar útgáfuraðir þar sem gamalt efni er endurútgefið. Slík útgáfa hefur að vísu staðið í nokkur ár en þróunin virðist ætla að verða enn meiri í þessa átt. Nýjasta dæmið um slíkt er Arfurinn („Heritage") - röð SONY útgáfunn- ar. Ein stór breyting á rekstri stóru útgáfanna virðist vera í þróun, en nú er orðið æ algeng- ara að listamenn selji útgáfum fullunnar upp- tökur sem þeir sjálfír hafa séð um að vinna. Útgáfumar sjá því ekki um annað en að gefa út það sem þeim þóknast að kaupa. Markaðs- lögmál verða enn meira ríkjandi en áður. Það er því af sem áður var þegar tónlistarmenn gátu leyft sér að eyða vikum saman í gerð geislaplötu. Nú er svo komið að ef þeir ætla að fá einhver laun, verður framleiðslan að vera ódýr og ganga hratt fyrir sig. Það sem einna helst vakti athygli blaða- manns á gangi um sýningarsvæðið var að raun- veralega vora ekki kynntar neinar nýjungar heldur var meira um að ræða þróun og útvíkk- un á því sem hefur verið á markaðnum í nokk- ur ár. Píanó ú alnetinu Greinilegt er að tölvur eru alls staðar að hasla sér völl sem tónlistarmiðill eða tæki til að auka notkunarmöguleika hljóðfæra. Þetta má sjá ekki einungis hjá rafhjóðfærum heldur kvintettar. Annar frá fyrsta starfsskeiði hans, Kvintett fyrir píanó, tvær fiðlur, víólu og selló í f-moll, op. 34, en hinn síðari samdi tónskáld- ið skömmu fyrir andlát sitt, Kvintett fyrir klari- nettu, tvær fiðlur, víólu og selló í h-moll, op. Morgunblaðið/Þórarinn Stefónsson MARGT var skoðað og mikið skeggrætt á Tónlistarsýningunni i Frankfurt. einnig hjá hefðbundnum hljóðfæram. Helsta þróunin í þessa átt er hjá hljómborðshljóðfær- um. Saga píanósins hefur verið skráð á geisla- disk með CD ROM hluta þar sem hægt er að kalla fram mismunandi tóndæmi og myndir frá ýmsum þróunartímum hlóðfærisins. Þennan möguleika eru nótnaútgáfur einnig famar að nýta sér, en við pöntun á nótum í gegnum alnet- ið er jafnframt hægt að fá ýmsar haldgóðar upplýsingar um verkið og einnig að heyra það flutt í heild eða að hluta af færustu listamönnum. Ein helsta nýjungin er þó að nú er í fyrsta sinn hægt að spila á píanó á alnetinu. Þýskir pianóframleiðendur sameinast nú í keppninni við ódýra framleiðslu frá Asíu með því að bjóða þjónustu sína og ýmsa ráðgjöf varðandi kaup og umhirðu píanós á alnetinu. Þar með vilja þeir koma í veg fyrir að neytendur falli fyrir gylliboðum erlendis frá þar sem magn er tekið fram yfir gæði, að þeirra sögn. Þýsku framleið- endumir settu í sameiningu saman hljómborð fyrir alnetið þar sem hægt er að láta músina leika hin fegurstu lög - kannski svipað hjá Jenna þegar Tommi var að elta hann forðum daga. Skipulögð hefur verið á alnetinu alþjóð- leg keppni í píanóleik þar sem faglærðir sem og óbreyttir geta samið og leikið tónhendingar og jafnvel unnið ferð til Austurlanda. Þessi nýjung á öragglega eftir að falla í góðan jarð- veg og auka áhugann á tónlistariðkun á heimil- um auk þess sem hún mun nýtast vel i skólum t.d. við kennslu í tónheym. Að lokum má segja frá því að á sýningunni var sýnt hamraverk úr flygli sem vegna stærð- ar sinnar mun fara beint í Heimsmetabók Guinnes. Þetta er um tveggja metra hár ham- ar úr gegnheilum við sem slær á koparstreng á þykkt við háspennulínu. 115. Á milli kvintettanna verða síðan fluttir fáeinir ljóðsöngvar, annars vegar Botschaft, Sapphische og Von ewiger Liebe með píanói og hins vegar Gestillte Sehnsucht og Geistlic- hes Wiegenlied með víólu og píanói. HUNDRAÐ ARA ARTIÐAR BRAHMS MINNST Morgunbloðió/Kristinn TÓNLISTARFÓLKIÐ sem kemur fram, Sigrún Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Einar Jóhannesson, Richard Simm, Alina Dubik, Richard Talkowsky og Sigurlaug Eðvaldsdóttir. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.