Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Síða 13
ANDREA HELGADÓTTIR HAFIÐ Hefur þú gengið í sandfjöru, horft á báruna líða hægt að ströndinni? Hefur þú fundið lykt af hafinu, þessa undursamlegu seltulykt? Hefur þú handleikið þarablöðku, svo mjúka og sleipa? Fundið ilminn og séð litina. Hefur þú séð svarta Iognið, þegar fjöllin standa á haus í lygnunni? Hefur þú séð þegar andvarinn aðeins gárar hafflötinn smástund, eins og hann sé að búa sig undir að reiðast? Hefur þú séð hafið færast í ham, ólmast og tryllast þar til það æðir að strönd og klettum? Hefur þú séð ijúkandi fjörðinn eins og allt hafið ætli að koma æðandi á land? Hefur þú séð öllum ósköpunum Hnna og aftur komið logn? Hefur þú fundið hvernig andardráttur þinn er samofinn hafinu? Þannig er líf þitt nátengt hafinu. Þú hefur heyrt hjartslátt lífsins. Höfundur er sjúkraliði. JÓHANN GUÐNI REYNISSON GRÁTBLÓM Dtjúpandi blóm, þú sólgeisla saknar og bíður, sligað af ævinnar þunga um bládimmar nætur. Þér tókst ekki frelsið að fanga en tíminn hann líður og þú situr eftir við sárbeiskan svörðinn, sólgið í blíðu og grátandi jörðin, uns sólmáni geislanna börn við þér getur. Glaðleg er æskan og þér líður betur. En annars staðar á öðrum beði er annað blóm og það grætur. Höfundurinn er kennari við Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal. xpcoæUsnLBOö á ísLewskRi kl.Assík! I tilcj'ui 00 nrn nj'mxhs Mnls i>n ninniiniinr hydst pcr ni) knnj>n vnntindnr ntnnj'nr nj'ljor/istcii/iu/i islcnskrnr kóku/ciininnnr i LulA- M I., •# 1 ! '1 \ i ■ Í|qb|I g jj-jr e? íf i 1 ö: !í4 •IS {«' \h .'■'faHH ■ t'*: « n • |H| §£&i§§g§a| . . pl 'hý. 1 BB :| I HR ;v.uu •-■ || j. ■ ipy I . ■. ip J ÉÉ 'SL— Mál og mennlng DRAUMURINN SMÁSAGA EFTIR BJÖRGU ELÍNU FINNSDÓTTUR MIG dreymdi undarleg- an draum í nótt, mamma,“ sagði ég við hana, eitt sinn, þegar ég var í heim- sókn. Kannski var hann svona undar- legur, fyrir þær sakir, að ég var búin að vera veik og með óráði. Mér fannst ég vera komin í heimsókn til mömmu, og hjá henni í heimsókn voru líka pabbi heitinn og móðuramma min sáluga. Amma sáluga sat í hægindastólnum næst litla glugganum í stofunni lengst til vinstri, en pabbi heitinn sat innst til hægri í gamla húsbóndastólnum sínum, við sólríka gluggann. Hann leit afar vel út í draumnum og hafði aftur náð því sem hann átti eftir af sínum æskuþokka, sem hann tapaði nokkrum mánuð- um áður en hann dó, úr krabbameini. Hann var klæddur hvítum jakkafötum, lík- lega blöndu úr bómull og hör. Utlit móðurömmu minnar, var hins vegar á annan veg. Hún sat þarna kviknakin með svið- ið hárið. í lifanda lífi var hún vön að fara í perma- nett reglulega og lagningu einu sinni í viku. Eg man einkar vel eftir krossi, sem hún bar ætíð um hálsinn. En nú bar hún nisti, sem hékk niður sviðna bringuna. Nistið var úr ein- hvers konar málmi, og platan var sporöskjulög- uð og voru greyptir í hana tölustafimir 666. Mér fannst þessi skartgripur hæfa ömmu betur en krossinn, sem hún var alltaf vön að bera á jarðvistardögum sínum. í draumnum var pabbi hinn kátasti og sló á létta strengi. f lifanda lífi fór það mjög fyrir bijóstið á ömmu, þegar pabbi sagði brandara. Þá var hún vön að setja upp fyrirlitningarsvip. Þann sama og hún setti svo oft upp gagnvart mér, þegar ég heimsótti hana sem barn, ásamt hinum ömmustelpunum. „Þú skalt ekki halda að þú sért greindur eða skemmtilegur. Þú sjálfur verkamaðurinn,“ hreytti amma út úr sér, í draumnum. Henni fannst það vera fyrir neðan virðingu mömmu, þegar hún tók upp á því að giftast verka- manni, sjálf embættismannsdóttirin. Ég fékk oft að heyra það hjá ömmu í gamla daga, að ég hefði ekki þá reisn til að bera, sem einkenndi móðurættina. Ég væri öll í föðurætt- ina, verkamannsættina. Það gæti eng- in ímyndað sér að ég væri af embætt- ismannakyni, svona horuð og rindils- leg. Nei, ég hafði ekki sama þokkann og hinar stelpurnar í móðurættinni. Ég leið fyrir að hafa ekki það Habs- borgarasvipmót, sem einkenndi móð- urættina, sem var útnefnd til að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Og þeir hjá fegurðarsamkeppninni, hlógu bara þegar ég sagðist harma það að hafa ekki erft Habsborgarasvipmótið úr móðurættinni. „Ég er sjálfsagt hvorki greindur né skemmtilegur," sagði pabbi í draumnum, en eitt verður þú að viður- kenna, gamla embættismannsfrú, að ég er betur klæddur í dag en þú ert núna. Þó ég hafi hvorki erft greindina né fegurðina úr móðurættinni, þá gat ég alltaf komið körlunum við gáfu- mannaborðið á „Kaffí Hressó“, til að hlæja. „Þú kannt að koma fyrir þig orði, stelpa," sagði eitt alþekkt gáfumennið, einu sinni við mig og hló. „Þú ert öll í föðurættina," var amma vön að segja í fyrirlitningartón. „Þú getur sjálfsagt fundið þér eitthvert létt, einfalt starf í framtíð- inni, þar sem þarf lítillar greindar við. Hinar stelpurnar geta hins vegar nýtt sér sína hæfi- leika.“ Ég vissi aldrei í hverju þeira hæfileikar lægju. En teiknikennarinn minn sagði að ég væri afburða teiknari, sagðist sjaldan hafa kynnst nemanda sem mér. Hvort það gátu tal- ist hæfileikar, gat ég aldrei vitað. Ég vissi bara að ömmu fannst mér hæfa best verksmiðjuvinna. , „Þú varst vön að bera dýrustu ilmvötn í gamla daga, ekki vantaði það, embættismanns- frú mín góð,“ sagði pabbi í draumnum og hló við. „Ekki vantaði það að þú ilmaðir vel, en nú er af þér hin megnasta sviðalykt." Ég veitti því athygli í draumnum, að amma var með þriðja stigs bruna, vítt og breitt um kroppinn. Einkum á bringunni. Tengdasonurinn og tengdamóðirin ætluðu seint að hætta að hreyta skít hvort í annað. Amma sat þarna forsælumegin í stofunni, en pabbi sólarmegin. Loks gat mamma ekki orða bundist og sagði: „Ef þessum látum linnir ekki verð ég að vísa öðru ykkar út.“ Og það varð úr að hún vísaði ömmu á dyr. „Þú tókst rétta ákvörðun í málinu, í þetta sinn, mamma,“ sagði ég. Sviðalyktin af gömlu kon- unni var að gera út af við mig. Þegar við mamma opnuðum dyrnar til að fleygja gömlu konunni út, tókum við eftir þriðja stigs bruna á bakinu á henni. Og í slóðinni í snjónum greindust engin spor eftir mannsfæt- ur, heldur hófaför. Hún gekk hröðum skrefum að hliðinu, og við fundum hvernig sviðalyktin dofnaði eftir því sem hún fjarlægðist okkur. En í reiði sinni, þegar hún skellti á eftir sér hliðinu, tókum við eftir því að hún var með hala, því hún klemmdi hann í hliðinu. Þrátt fyrir myrkrið sem skollið var á, sáum við að henni hafði blessur.arlega tekist að losa halann og fara sína leið. Höfundur hefur skrifað tvær bækur, Ijóðabók- ina Ljóðaleikir, 1995, og I sólskinsskapi, 1987. Sögur eftir Björgu hafa m.a. birst í Lesbók Morgunblaðsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.