Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 14
ÞÚ ÞARFT ekki einu sinni að vera læs til að njóta myndanna minna. Ein vísirós er eins og kjarnasamruni; ritvísi, málvísi, myndvísi og hljómvísi ýmist með merkingu eða án merking- ar. Þetta. er eins og lítið orða- safn þar sem ég leik mér með tungumálið. Svo halda menn að ég sé að upp- ljóstra stóra sannleik í einni svona mynd, en það ætti að vera hveijum manni ljóst að það er ekki markmiðið enda ógerningur," segir Bjami H. Þórarinsson sjónháttafræðingur sem sýnir verk sín á níunda sjónþingi sínu í Nýlista- safninu. Ef maður er læs er hægt að kafa lengra inn í hveija mynd hans og nálgast hana útfrá benduvísiheimspekilegu sjónarmiði. Einnig er hugsanlega hægt að skoða sjónháttinn sem nýjan braghátt því eins og Bjarni segir sjálfur er hann að koma fram með afgerandi nýjung- ar á sviðum lista og menningar. Nú, níu árum eftir að sjónháttafræðin urðu til liggur geysimikill fjöldi handrita og mjmd- rita, svokallaðra vísirósa, eftir Bjama, fallegar teikningar með ótal táknum og orðum, þar sem hann leikur sér með tungumálið með bendu- heimspekilegum tilvísunum, og einnig sjón- háttafræði sem leitt hefur til fjölmargra hliðar- greina. Til dæmis er Bjami með nýja kvikmynd í vinnslu og segir að þar sé hann að færast inn á nýtt svið í listinni, þó ekki beinlínis hann sjálfur heldur góður vinur hans og tvífari Kokk- ur Kyijan Kvæsir en jiað er skáldanafn og annað sjálf Bjama. „Eg nota vísiakademísk fræði við vinnslu myndarinnar og ég finn fyrir styrk mínum sem sjónháttafræðingur og finn hvemig hann opnar mér nýja sýn á kvikmynd- ina sem listform. Það gerðist margt skrýtið þegar ég uppgötvaði sjónháttinn. Allt í einu opnuðust nýja víddir, ég fór að yrkja ljóð, ég, sem hafði aldrei getað stautað neinu á blað. Þetta er stórfurðulegt og í raun rannsóknar- efni.“ Slórhœttulegt fyrlr myndlistina Um síðustu helgi var heilmikil afmælisdag- skrá í tilefni af fimmtugsafmæli listamannsins en helgina þar á undan voru spjallborðsumræð- ur þar sem Bjami sat mest og þagði og hlust- aði á ýmsa fræðimenn spjalla um verk sín. Hann er ekki alveg sáttur við útkomu spjalls- ins en dregur sinn lærdóm af. „Ég setti upp spjallborðsumræðumar til að fá einhver við- brögð á það sem ég er að gera. Undan riíjum sjónháttarins hafa komið fram fjölmargar nýj- ungar en það er trúa mín að það flæði hljóti Morgunblaðið/Kristinn BJARNI H. Þórarinsson sjónháttafræðingur. í baksýn sést bendufáni. MER ER LIKT VIÐ DÚLLU OG JÓSEF STALÍN Bjarni Hjaltested Þórarinsson myndlistarmaóur upp- götvaói sjónháttinn fyrir tæpum níum árum og mark- aói þaó þáttaskil í lífi hans og ferli. ÞORQDDUR BJARNASON fór á fund listamannsins og fékk aó kynnast heimsmynd hans að fara að taka enda. Akademían er að ná þroska enda er þetta að verða töluverður pakki. Það var margt mjög forvitnilegt sem kom fram í umræðunni og mér sem nýsköpunarhöfundi og hugsuði var líkt við bæði dúllu og Jósef Stalin og allt þar á milli.“ Hvemig sáu menn tengingu milli þín og Stalíns? „Kristinn Hrafnsson vildi helst líkja mér við Stalín því honum virtist bendufræðin vera lok- uð og fannst allt að því stórhættuleg fyrir myndlistina að koma fram með nýjan liststíl en ég verð að vera ósammála honum.“ Á þessu stigi spjalls blaðamanns og sjón- háttafræðingsins fer honum að hlaupa kapp í kinn. Hann segir það illskiljanlegt að fólkið sem hann bauð til fyrirlestrarins hafi ekki undir- búið sig nægilega vel og gleymt þarafleiðandi aðalatriðinu í því sem hann hefur verið að fást við að undanfömu, glænýrri heimspekikenn- ingu; samstæðiskenningunni. Blaðamanni finnst hann nú vera að missa stjóm á viðtalinu því viðmælandi er orðinn æstur og hávær. „Ég er kominn með nýja heimspeki, ég er kominn að hinstu rökum benduvísiheimspekinnar til að komast að gmndvallamiðurstöðunni, sem er háttur, eðli, form, efni, gangur, andi, hugur, sál, geð og tilfinning. Á spjallborðsumræðunum var ekki einn einasti maður sem minntist einu orði á hana,“ segir Bjami. Hvað er samstæðiskenning? „Þetta er ný heimspekikenning sem kemur fram í benduvísiheimspekinni. Þetta eru heim- spekileg tíðindi, sett saman á mjög einfaldan hátt. Afhverju tekur enginn eftir þessu nema ég,“ hrópar Bjami og gýtur augunum til him- ins. Hvar er apinn Nú tekur blaðamaður orðið af listamannin- um. Hvað er sjónháttur og hvað er benda? „Nú spyrð þú bara eins og út úr einhveiju tómi. Þú ert eins og geimvera sem dettur nið- ur úr skýjunum, lendir í miðjum frumskógi og hittir fyrir Tarzan og spyrð; hvar er apinn,“ segir Bjarni hneykslaður. „Benda getur bæði verið lykill og læsing og er vísir að lykli og þegar benda verður að lykli opnast nýr skilning- ur og sömuleiðis nýr heimur. Þetta geta verið ýmsir skilningslyklar, myndlyklar, hljómlyklar og ritlyklar meðal annars. Bendan er þungavigtarhugtak í öllum mínum fræðum og í heimsmynd vísiakademíunnar. Þetta er þvílíkt merkingarríkidæmi. Ég hugsa sem svo að maðurinn býr bæði í opnum og lokuðum heimi. Hann nær aldrei að komast á það stig að honum finnist hann búa eingöngu í opnum heimi því hann kemst alltaf að einhveijum nýjum heimum og þá vantar hann nýjan lykil og nýjan skilning og þá koma einmitt mismunandi tegundir af bend- um honum á sporið." Bjama hefur verið líkt við alheimsfræðing sem sé að búa til alheimskerfi en hann hefur aldrei gefið sig út fyrir það, alla vega ekki enn sem komið er. Hann er einnig vændur um að hafa upplifað ýmsar vitranir en segist þó ein- ungis einu sinni hafa orðið fyrir dulrænni reynslu en er ófáanlegur til að skýra frá henni í viðtalinu. „Mín fræði eru ekki trúarbrögð,“ segir hann með þungri áherslu. „Nú eiga trúarbrögðin mjög undir högg að sækja og hvem skyldi nú undra það. Hvemig er hægt að ætlast til þess að einhveijir spá- menn sem komu fram fyrir þúsundum ára geti skilað okkur fullkomnum skilningi á heim- inum. Þetta voru börn síns tíma og það er búið að uppgötva ýmislegt síðan þá. Vísdóms- leit og þekkingarþorsti eru það sem nútíma- maðurinn gengur fyrir. En talandi um trúar- brögð þá er ég ekki að segja að þau séu úrelt heldur að stór hluti þeirra er gjörsamlega van- hæfur um að fullnægja skilningsþorsta manns- ins.“ Gæti sjónháttafræðin komið þar inn í? „Ég er bara einn af mörgum hugsuðum ald- arinnar sem hafa gert uppgötvanir. Ég hef trú á minni uppgötvun og get best trúað því að hún geti leitt til aukins skilnings og betra læsis á umhverfið. Það er svo mikið til af óút- fylltum eyðum sem hafa aldrei fengið sitt tungumál og það er þetta sem ég er að fást við.“ Byr jar visiakademia iölgeró árió2000? Þú ætlar að koma menntastofnun á laggirn- ar, vísiakademíunni, þar sem þú ætlar að kenna þín fræði. Geturðu sagt mér aðeins frá henni og ertu kominn með einhveija nemendur? „í gegnum tíðina, sérstaklega framan af þegar ég vann meira fyrir opnum tjöldum, inni á kaffihúsum og slíku sem ég geri reyndar enn en hef minnkað það þar sem ég er farinn að reskjast, eru það margir aðilar sem hafa sýnt áhuga á að gerast nemendur, bæði Islendingar og útlendingar og þeir bíða spenntir eftir því að sjá hvort það verður eitthvað úr þessu. Ég vona svo sannarlega að ég fari að komast í hús með þetta. Er kannski hugsanlegt að breyta ölgerð í akademíu?" Akademían er komin á teikniborðið og hægt er að kynna sér hugmyndir Bjarna um hana á sýningunni. „Ég hef sett mér það mark að akademían taki til starfa eigi síðar en árið 2000.“ Áður en blaðamaður og listamaður kvöddust laust nýrri hugmynd niður í huga Bjama. „Er hugsanlegt að lögmálið sjálft sé lykill í sjálfu sér, einskonar lykill að lykli, inn í nýja heirna." „Þetta er alveg það allra nýjasta," segir lista- maðurinn, „þetta verður að vera í viðtalinu." 14 LESBÓK MORGUNBLAfcStNS — MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.