Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Page 15
ISLENSKT DAGSVERK '97 SLENSKT dagsverk ’97 er yfirskrift verkefnis sem Félag framhaldsskóla- nema, Iðnnemasamband íslands, Bandalag íslenskra sérskólanema og Stúdentaráð Háskóla íslands standa fyrir um þessar mundir. Þetta er svokallað sam- stöðuverkefni sem miðar að því að íslensk- ir námsmenn sýni samhug í verki með jafnöldrum sínum á Indlandi. Með því að helga hluta af námi sínu þeim sem verr eru settir, með því að leggja sig fram við að fræðast um og skilja aðstæður þeirra öðlumst við nýja sýn sem gerir okkur kleift að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. íslenskt dagsverk hefur tvær hliðar: önnur þeirra snýr að okkur hérna heima og snýst um að beita sér fyrir fræðslu og umræðu um málefni sem varða þróunarmál - orsök og afleiðingar, markmið og leiðir. Önnur hlið er svo fjáröflun sem íslenskir nemend- ur leggja í með það fyrir augum að auka möguleika indverskra jafnaldra til mennta. Menntun til frelsis eru okkar kjörorð og ef til vill mætti segja að höfuð- markmið okkar sé að vekja þá verst settu á Indlandi til vitundar um eigin mannrétt- indi. í kjölfar menntunar fylgir frelsi til þess að brjóta af sér hlekki kúgunar og örbirgðar. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við tvenn samtök á Indlandi, Social Action Movement (SAM) og The United Christian Church of India (UCCI). Hér á eftir fer grein eftir föður Martin, leiðtoga SAM, sem veitir innsýn í þær aðstæður sem stéttlausir Indverjar búa við. í ÞORPI á Indlandi. Flestir eru ívftahring fátæktar og komast ekki út úr honum. FATÆKT, FAFRÆÐI OG SPILLING - AFLEIÐING STÉTTASKIPTINGAR Fátækt felur í sér að algjörum grunnþörfum er ekki fullnægt, þörfum fyrir mat, húsaskjól og klæði. Við þessar sorglegu að- stæður búa 35% íbúa hér um kring. Afieiðingar fátæktar eru margar og eru einkum sýnileg- ar á heilbrigðissviðinu, í mennt- unar- og atvinnumálum og í því sem gefur lífinu gildi, svo sem hamingjusömu hjóna- bandi, fjölskyldulífi og menningu. Einkum konur og börn, og þá sérstaklega stúlku- börn úr hópi stéttleysingja og tribala líða fyrir fátækt. Fátækar fjölskyldur eru bammargar, sem í sjálfu sér er afleiðing fátæktar, þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir stjórnvalda til þess að stemma stigu við fólksfjölgun. Bömin fá hvorki nógan né hollan mat og hafa því lítið mótstöðuafl gegn sjúkdómum. Margar ijöl- skyldur eiga kú eða buffala en bömin njóta þess ekki. Mjólkin er seld kaupmönnum. Hvers vegna? Aðrar þarfir em brýnni. Þar á meðal endurgreiðsla okurlána. Séu lánin ekki greidd leiðir það til enn verri stöðu. Spítalar hér eru yfirfullir af börnum og ungbarnadauði er mikill. 20% barna í hérað- inu okkar eru líkamlega og andlega fötluð og hafa engan aðgang að endurhæfingu. Þegar fátækir veikjast er farið með þá á ríkisspítalana til þess eins að vera beint í burtu því þar eru fáir læknar og þeir sem eru þar vilja ekkert með stéttleysingjana hafa. Auk þess er fátt um lyf. Því neyðast fátækir til þess að fara á einkaspítala sem kostar þá meira en eigur þeirra. Fótæktin er vítahringur Fólkið fær lán hjá landeigandanum með svo háum vöxtum að það mun aldrei geta endurgreitt það. Landeigandinn er skiln- ingsríkur (fyrst í stað) og krefst þess ekki að lánið sé greitt upp strax. Þess í stað þurfa fátæklingarnir að vinna fyrir landeig- andann gegn litlu eða jafnvel engu kaupi. Fátæklingurinn hefur verið hnepptur í íjötra. Þegar hann vill hætta og reyna fyr- ir sér með hærra kaup annars staðar gjald- fellur skuldin. Hana getur hann ekki greitt svo ekkert verður úr áformum um að leita betri kjara. Sett hafa verið lög sem banna þetta fyrirkomulag en það hefur ekki dugað til. Þetta er gildra sem erfitt er að forðast og upphaf vítahrings fátæktarinnar. Bein afleióing fátæktar Ein augljósasta afleiðing fátæktar er að stúlkubörn em oft yfírgefin skömmu eftir fæðingu, hent í mslatunnur fyrir framan spítala eða munaðarleysingjahæli. Sumstað- ar í Tamil Nadu héraði eru stúlkubörn drep- in á hroðalegan hátt af eigin foreldrum. Astæðurnar em eftirfarandi: EFTIR P. B. MARTIN Stéttaskiptingin á Indlandi er notuó til þess aó halda meirihluta þióðarinnar í helgreipum fátæktar. Stúlk- ur eru álitnar byrði á fjölskyldu sinni og sé heiman- mundurinn ekki sem sl< cylc li, eiga þær á hættu að verða brenndar. DALÍTADRENGUR í íslenskri skyrtu. Skóli er í þorpinu en rekstrarfé skortir og erfitt er að fá fólk til kennslu meðal stéttlausra. Þegar stúlkur verða gjafvaxta er aðeins hægt að gifta þær ef þeim fylgir vænn heimanmundur. Heimanmundurinn er gjöf til fjölskyldu mannsins og er alltaf meiri en fátækar fjölskyldur hafa efni á. Fjöl- skyldur piltanna nota giftingar sona sinna til þess að komast yfir auðfengið fé. Afleið- ingin er sú að margar stúlkur giftast ekki og eru álitnar byrði á fjölskyldu sinni. Marg- ar stúlkur í þessari stöðu hafa tekið líf sitt. Jafnvel eftir giftinguna og afhendingu heimanmundarins er þess krafist að hann sé aukinn. Verði fjölskylda stúlkunnar ekki við því er stúlkan oft drepin. Þetta er svo algengt að þetta fyrirbrigði hefur fengið sérstakt nafn, brúðarbrennur eða heiman- mundardauði. (Þetta er reyndar meira vandamál í neðri millistétt en meðal fátæk- asta fólksins). Ruslatunnur, andúó og dauói hlutskipti stúlkna Þegar stúlka giftist flytur hún til fjöl- skyldu mannsins. Hafi stúlkan hlotið mennt- un og geti þess vegna unnið launaða vinnu, rennur kaup hennar til fjölskyldu mannsins. Því er það algengt viðhorf foreldra að fjár- festing í menntun stúlkna sé sóun, hún komi þeim hvort eð er ekki til góða. í samfé- lagi þar sem drengjum er hampað eru rusla- tunnur, andúð og dauði hlutskipti stúlkna. Konur eru oft fórnarlömb áreitni, nauðgana og morða. Alls staðar. í skólum, í strætis- vögnum, á vinnustað og jafnvel á lögreglu- stöðvum. Það er ekki að ástæðulausu sem stúlkur hafa verið nefndar eldur í kjöltu foreldranna sem best er að slökkva í fæð- ingu eða gifta burt sem fyrst. Fræósla og áróóur skilar sér Þökk sé fræðslu og áróðri eru jafnvel fátækustu íjölskyldurnar hér í héraðinu áhugasamar um að mennta börnin sín. Al- mennir skólar eru hins vegar illa búnir og í mörgum þeirra er einungis kennt undir berum himni. Sums staðar hafa allir kennar- ar horfið frá skólanum og bækur og gögn ófáanleg. Því er augljóst að nemendurnir læra ekkert og við höfum séð nemendur sem Ijúka prófi án þess að kunna að lesa. Af undarlegum ástæðum geta þeir fengið próf- skírteini upp á vasann án þess að kunna nokkurn hlut. Margir sætta sig ekki við gangsleysi skólagöngunnar og hætta í skól- anum. Foreldrarnir reyna þá margir hveijir að bregðast við með því að senda börnin sín í einkaskóla. Þeir eru dýrir og foreldrarnir verða að taka lán. A miðri leið átta þeir sig á að þeir geta ekki borgað há gjöldin og börnin eru látin hætta í skólanum án þess að ljúka prófí. En skaðinn er þá skeður, foreldrarnir eru fallnir í skuldagildru sem erfitt eða ómögulegt er fyrir þá að komast upp úr. Mútur og barnaþrælkun Sumum tekst að ljúka námi en þá er oft þrautin þyngri að fá vinnu. Þó ungmennin fullnægi öllum kröfum og skilyrðum þarf oft að greiða háar mútur. Hafi börnin öngl- að saman fyrir þeim eru þau komin í sömu spor og foreldrar þeirra, skuldug upp fyrir haus. Þeir sem heltast úr námi lenda oft í verka- mannavinnu við umhirðu skepna og land- búnaðarstörf. Stúlkur vinna oft heima, t.d. við að hugsa um systkini sín meðan foreldr- arnir vinna. Strákar fara til næstu þorpa og bæja og vinna á veitingahúsum, verk- stæðum eða búðum. Sumir fá ekkert annað að gera en að hirða drasl af götunum. Hvergi fá börnin viðeigandi laun fyrir vinnu sína, heldur eru þau svikin, prettuð og mis- notuð á alla hugsanlega vegu og fleiri en færri bíða þess aldrei bætur og feta sig smám saman út á glæpabrautina. Fátt um fína drættl í- Stéttleysingjar og tríbalar eru skyldugir til þess að búa á sérstökum stöðum utan þorpanna. Þar er hreint vatn, frárennsli, götulýsingar, gatnakerfi, almenningsfarar- tæki og líkbrennslustaðir oftast nær óþekkt fyrirbæri. Þetta fólk býr í lágum og óþéttum kofum. Eina stundargaman karlmanna á þessum stöðum er að gleðjast yfir ódýru og ólög- legu áfengi. Það er bruggað á staðnum úr hættulegum efnasamböndum sem oft á tíð- um hafa varanleg áhrif á heilsu neytandans og hafa jafnvel valdið dauða. Þó ég segi ódýrt segir það ekki alla söguna því karl- mennirnir eyða oft öllum peningum heimilis- ins í áfengi meðan eiginkona og böm hafa ekki í sig. Konur eiga ekki kost á neinnfy tómstundaiðkun eða skemmtunum. Á Indlandi er fátækt ekki aðeins spurning um lítil fjárráð. Hún er nátengd stéttaskipt- ingunni í landinu sem er afsprengi hindúa- trúarinnar. Stéttaskiptingin er notuð sem tæki til þess að halda meirihluta þjóðarinn- ar í helgreipum fátæktar og undirgefni. Fátækir em fastir í vítahring. Fátæktin fæðir af sér meiri fátækt sakir gegndar- lausrar spillingar og arðráns efri stéttanna sem þær komast upp með vegna fáfræði og ótta fátæka fólksins. P.B. Martin er stjórnmólafræðingur og prestur, forstöðumaður samtakanna Social Action Movement i Tamil Nadu héraði á Indlandi. Sam- tökin standa m.a. fyrir barnakennslu, kennslu í iðngreinum, þjálfun verkalýðsleiðtoga og rétt- indabaráttu stéttlausra. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.