Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 16
MANNUÐARMALFRÆÐIN - SIÐARI HLUTI KENNINGAR HABERMAS OG APELS OG BOÐSKIPTI EFTIR STEFÁN SNÆVARR í fyrsta lagi beitum viö málinu til þess aó staóhæfa um staóreyndir, í öóru lagi til þess aó setja fram boósyróingar, og í þriója lagi til þess aó tjá okkur og sýna okkar innri mann. ENN höfum við ekki svarað þeirri spurningu hvers vegna Apel og Habermas telja boðskiptin grundvöll tungumálsins. Meginl- iðinn í svari sínu við þessari spurningu sækja þeir til Wittg- ensteins. í fyrsta lagi fá þeir innblástur frá sérreglnarökum meistarans. Hann segir að ekki geti verið til reglur sem aðeins einn maður fái beitt. Ef ein- hver segist breyta í samræmi við málreglu sem enginn annar geti skilið getum við ekki verið viss um heilindi mælandans. Ef til vill þykist hann bara fara eftir reglu. Og til að bæta gráu ofan á svart getur hann sjálfur ekki vitað hvort hann beitir reglunni rétt eður ei. Því ef aðrir geta ekki gengið úr skugga um réttmæti beitingarinnar getur sérreglumaðurinn ekki verið viss um hvort hann beitir reglunni rétt eða ímyndi sér það bara. Úr þessum raka- þræði spinna þeir félagamir: Að beita reglu er að taka þátt í mögulegum boðskiptum því einungis ef aðrir geta sagt okkur hvort við beitum henni rétt getum við sagst fara eftir reglu. Og að sjálfsögðu verðum við að geta rökstutt ábendindingar okkar sjálfra um rétta reglubeitingu. Því eru hugtökin „mál“, „regla“, „boðskipti" og „rökræða" samofín. Þau eru óhugsandi án hvers annars rétt eins og hugtak- ið ydagur" er óhugsandi án hugtaksins „nótt“. I öðru lagi eru þeir undir áhrifum frá notk- unarhyggju Wittgensteins. Hann sagði að merking sé oft notkun. Við þekkjum að jafn- aði merkingu yrðingar ef við vitum hvemig hún er notuð. Athugum yrðinguna Y2 „Þórir Jökull fer á morgun að njósna um sveit þeirra Kolbeins". Undir vissum kringumstæðum má nota þessu yrðingu til að gefa fyrirskipun. Þá þýðir hún „Þórir Jökull á að fara á morgun að njósna um sveit þeirra Kolbeins". Undir öðrum kringumstæðum má nota Y2 sem spá- sögn um framtíðina. Ekki er til nein allsheijar formúla fyrir málbeitingu, málið má nota á óendanlega marga mismunandi vegu. Ekki þarf mikið hugarflug til að sjá samhengið milli þessara spekimála og boðskiptahyggju Apels og Habermas. En þeir sækja þó enn meira í smiðju málgjörðarspekinnar (Speech act the- ory). Samkvæmt henni er grunneining málsins málgjörðin (The speech act). Málið er nefnilega þeirrar náttúru að þegar við segjum eða skrif- um eitthvað breytum við með ákveðnum hætti. Sighvatur Sturluson hefði til dæmis getað sagt Y2 nóttina fyrir Örlygsstaðabardaga og jafn- framt framið þá atþöfn að gefa fyrirskipun. Forsprakkar málgjörðarspekinnar, þeir J.L. Austin og John Searle, voru miklu síður hrædd- ir við að alhæfa um tungumálið en Wittgen- stein. Og þýska tvístimið fetar í fótspor þeirra. Málbeiting er vissulega með margvíslegum hætti en samt hefur málið vissan kjama. Meg- inhættir málbeitingar eru þrír, aðrir málbeit: ingarmátar eru röklega afleiddir af þeim. í fyrsta lagi beitum við málinu til þess að stað- hæfa um staðreyndir. Þá gerum við þá gildiskr- öfu að það sem við segjum sé satt. Þær mál- gjörðir nefnast staðhæfur (constative speech acts). í öðru lagi beitum við því til að setja fram boðsyrðingar sem eru forskriftir um breytni manna. Fyrirskipanir og siðferðilegar yrðingar; t.d. „þú skalt ekki mann deyða", eru dæmi um boðsyrðingar. Við gerum þá gildiskr- öfu að það sem við segjum sé réttmætt. Sé þeim beitt við málgjörðir tölum við um reglu- hæfur (regulative speech acts). Og í þriðja lagi notum við málið til að tjá okkur, sýna okkar innra mann. Gildiskröfuna, sem tengist þeirri iðju, köllum við heilindakröfu (Wahrhaftigk- eitsanspruch). Þá fremjum við tjáhæfur (ex- pressive speech acts). Þegar pilturinn í dæminu tjáði stúlkunni ást sína lét hann a.m.k sem hann sýndi sinn innri mann. Einhverjum kann að koma aðgreiningin milli heilinda og sannleika spánskt fyrir sjónir. Að þeirri aðgreiningu hníga rök sem mestanpart eru ættuð frá Wittgenstein. I fyrsta lagi eru staðhæfingar um staðreyndir fallvaltar, tjáhæf- ur ekki. Vissa mín um eigin kenndir er nefni- lega óskeikul og jafnframt ekki prófanleg af öðrum. í öðru lagi getum við slysast til að segja satt þótt við ljúgum. í ágætri smásögu eftir Jean Paul Sartre, sem heitir Múrinn seg- ir frá spænskum lýðveldissinna sem er handtek- inn af falangistunum. Þeir krefja hann sagna um dvalarstað eins af pótintátum lýðveldis- manna og fanginn lýgur og segir „hann er í kirkjugarðinum". Svo kom upp úr dúrnum að hann var þar fyrir tilviljana sakir en fanginn hélt að hann væri á allt öðrum stað. Því er sitthvað sanngildi staðhæfínga og heilinda manna. Tjáhæfur og staðhæfur hafa hvor sinn kvarðann. Við höfum þegar séð að hnútukast lifir sníkjulífi á staðhæfingum (fyrsta meginflokki málbeitingar).Og við höfum einnig séð að lyg- ar eru röklega afleiddar af sannsögli (þriðja meginflokki). Mikilvægi boðsyrðinga helgast af því að öll boðskipti byggja á reglum, þ.e. forskriftum um breytni. Jafnvel einföld boð- MISSKILN- INGUR? HAFI undirritaður misskilið orð Gunnars Stefánssonar í Lesbók 21. des. sl. um, að Gunnar Gunnarsson hafi lent „í andstöðu við vinstrisinnaða skáldakyn- slóð sem kunni ekki að meta sögur hans,“ eins og hann heldur fram í Lesbók 1. marz sl., og að hér hafí verið átt við erlenda skáldakynslóð, þá var sannarlega þörf á, að til þessarar um- ræðu okkar væri stofnað. í Lesbókargreininni 21. des sl. átti auðvitað að kveða miklu skýrar • að orði en gert var, svo að misskilningi væri ekki komið á kreik, sem gæti vafalaust leitt ýmsa ófróða í þessum málum afvega. Höfundur Lesbókargreinar fjallar um erf- iðleika G.G. við heimkomuna til íslands (sem Sveinn Skorri telur, að hafí staðið lengi til), flutning til Skriðuklausturs, þar sem hann komst að raun um, að „hið ævagamla þjóðfé- lag var á fallandi fæti“, búrekstur hans gerður „ókleifur" í styijöldinni, og í beinu framhaldi, - „í þessu samhengi", - kemur svo umrædd setning um „vinstrisinnaða skáldakynslóð sem kunni ekki að meta sögur hans“. Á þessum ummælum er svo alveg sérstaklega hnykkt með því að taka þau út úr meginmáli og setja þau með stækkuðu og feitu letri, undirstrikuð, svo að ekkert fari nú á milli mála. Út úr þessu verður ekki annað lesið en það, að vinstri . menn á íslandi hafí snúizt gegn G.G., þegar hann fluttist heim. Því hvað er svo líka sagt á öðrum stað?: „[...] Gunnar átti ekki frem- ur samleið með kommúnistum en Jónasi frá Hriflu [... ]“. Það er nefnilega það! En ég vil þá segja: Jú, miklu fremur; hann átti svo mikla samleið með svokölluðum „kommúnist- um“, að þegar mest reið á við heimkomu hans, fögnuðu honum helztu talsmenn þeirra, þýddu bækur hans í stórum stíl (Halldór Laxness), stóðu að útgáfu þeirra (Kristinn E. Andrésson) og héldu fram hlut hans í hvívetna, raunar alla tíð. Á þessa merkilegu staðreynd hefði auðvitað þurft að leggja áherzlu, úr því að það er tíund- að, að „vinstrisinnuð skáldakynslóð" hafi verið í andstöðu við hann, án þess að tilgreina, að það hafí verið erlendis eða í Danmörku. (Mér skilst raunar á Sveini Skorra, að það muni eink- um vera frá árinu 1936, sem vinstri mennta- menn í Danmörku tóku að deila á G.G. fyrir vaxandi hliðhollustu hans við nazista). Sem sagt, hafí ég misskilið höfund Lesbók- argreinar, þá hefur hann gefíð fyllsta tilefni til þess með alltof þokukenndum ummælum. Það furðar mig, ef jafn réttsýnn og sanngjarn maður og Gunnar Stefánsson sér það ekki. En ef öllum misskilningi verður nú eytt, þá er vonandi tilgangi náð með þessum orðaskipt- um, svo að enginn gangi að því gruflandi, hver rétta meiningin var, svo og staðreyndir málsins. EINAR LAXNESS ANDRÉS GUÐNASON LANDNEMAR VIÐ WINNIPEG- VATN 1 876 Þeir komu einn og einn gangandi í hnédjúpum snjónum utanaf ísnum eins og vofur í snjódrífunni með dálitla pokaskjatta á bakinu. Og konur og börn biðu í köldum hreysunum, sem hafði verið klambrað saman af vanefnum og í flýti um það leyti sem veturinn var að yfirtaka völdin í þessu dauðans Nýja íslandi. Höfundurinn hefur gefið út nokkrar Ijóðobækur. Ljóðið er ort eftir Kanadaferð 1996. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.