Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Page 17
skipti eins og þau að heilsast með því að veifa lúta reglum og tengjast því boðsyrðingum þó með óbeinum hætti sé. Ekki geta menn held- ur heilsast nema að gefa sér að ákveðnar stað- hæfingar séu sannar. Ég hef í huga staðhæf- ingar á borð við „þarna er maður sem er að heilsa mér“. Og ekki er ónýtt að vita hvort sá sem heilsar er einlægur eða ef til vill önn- um kafinn við að leiða mig í gildru. Þannig hverfast aðrir boðskiptamátar kringum hverf- iás meginflokkanna þriggja sem í raun réttri eru þríeinir eins og heilög þrenning. Við gerum allar þrjár gildiskröfurnar beint eða óbeint er við fremjum málgjörðir þó venjulega sé ein í fyrirrúmi. Er ástfangni pilturinn tjáði stúlk- unni ást sína gerir hann fyrst og fremst heil- indakröfu en fylgifiskur hennar var m.a. óbeina sannleikskrafan „ég mun koma fram við þig með ákveðnum hætti“. Ennfremur gerir hann þá réttmætiskröfu að hann hafi rétt til að tjá henni ást sína, t.d. að ást hans sé í samræmi við viðteknar venjur eða jafnvel í anda einhverra reglna sem hann telur hefð- inni æðri. Athugum boðsyrðingu á borð við B1 „mönnum ber að meðhöndla hunda sína vel“. Hér er undirskilið að satt sé að til eru menn og hundar. Og tæpast getur yrðingin verið hluti af regluhæfu nema hún sé sett fram í fullri alvöru, þ.e. af einlægni. Væri hún sett fram af leikara í leikriti væri hún tæpast eiginleg regluhæfa enda mæla leikarar sjaldn- ast af heilindum. Víkjum nú að því hvemig regluhæfur koma við sögu staðhæfinga. í einn stað er sú athöfn að staðhæfa eitthvað þáttur í mannlegum sam- skiptum og þau lúta reglum ýmiss konar. Við verðum til dæmis að þekkja þá reglu að sitt- hvað er staðhæfing um Bjart í Sumarhúsum í skáldsögu Laxness og staðhæfíng um Jón í næsta húsi. í annan stað hafa öll boðskipti siðferðilegt inntak eins og við munum síðar sjá. Hvað heilindakröfuna varðar er vandséð hvernig við gætum metið sanngildi staðhæf- inga ef við gætum ekki greint á milli alvöru og gamans, heilinda og óheilinda o.s.frv. Meginflokkarnir kristallast í þrem gerðum skynsemi. Þær leika hvert sitt tilbrigði við rökstuðnings- og fallveltisstefín en stefín gera þær þríeinar. Fræðileg skynsemi á sér rætur í staðhæfum, virk (eða siðferðileg) skynsemi í boðhæfum og sú fagurfræðilega í tjáhæfum. í vísindum er fræðileg skynsemi í öndvegi og kennimark hennar er beiting aðleiðslu1. A siða- sviðinu er aftur á móti við hæfi að kanna alhæf- ingargildi siðaboða. Sú fagurfræðilega heitir fullu nafni hin fagurfræðilega og virka skyn- semi. Hún hefur tvær undirdeildir, sálrýni og listrýni. Listrýnir setur fram matshæfur (Ev- aluative Sprechakte) er hann metur listaverk. Slíkt mat getur aldrei verið hlutlægt en samt er hægt að meta gildi raka sem listrýnirinn beitir. Ef hann beitir listastaðli ranglega má afsanna mat hans þó ekki sé hægt að sanna réttmæti staðalsins. Sálrýnir metur gildi tjá- hæfa. En skynseminni er líka þröngur stakkur skorinn við það brölt því boðskipti sálrýnis og sjúklings vísa ekki beint til kjörræðustöðu. Astæðan fyrir því er sú að sálgreinirinn hefur ákveðna þekkingu sem sjúklinginn vantar. Því geta þeir ekki rætt málin sem jafningjar en hlutverk sálrýnisins er að sýna sjúklingi fram á að hann blekki sjálfan sig. Þannig tengist sálrýnin heilindakröfunni. Skynsemin birtist í því að sálgreinirinn verður að sannfæra sjúkl- inginn með rökum. Hér sjáum við leiða áráttu þeirra félaga til að heillast af vafasömum kenn- ingum í sálfræði, í þessu tilviki af sálgreining- unni. Reyndar hefur Frankfurtarskólinn nýi gert sitt besta til að flikka upp á hana en spum- ingin er hvort sálgreiningin er ekki betur jörð- uð í eitt skipti fyrir öll. Ekki bætir úr skák að hin fagurfræðilega og virka skynsemi er eins konar ruslakista fyrir allt það sem ekki telst fræðilegt eða siðlægt. Reyndar hefur hún visst siðferðilegt gildi því sálgreining getur losað menn við innri hömlur sem hindra þá í að taka fullan þátt í óþvingaðri siðferðilegri rökræðu. Hvað um það þá er viskunnar grein þrí- skipt, málið er meiður hennar. Þrígreiningunni samsvarar svo þrískipting nútíma menningar í vísindi, siðferði og listir. Menning er rétt- nefnd þrenning! Augljósa mótbáran gegn þessari kenningu er sú að ekki sé hægt að finna slíkar þrígrein- ingar í samfélögum fyrri tíma. Svonefndar frumstæðar þjóðir greina hvorki milli siðferðis og sannleika né lista og trúarbragða. Svar tvímenninganna er á þá lund að í nútíma samfé- lögum vaxi urt þrískiptingarinnar af fræi sem finna má í tungumálinu. Þessu til stuðnings vitna þeir í sálfræðingana Jean Piaget og Lawr- ence Kohlberg sem segja mannshugann þróast með háttbundnum hætti. Einn liður í þroska- ferii hugans er að maðurinn lærir að greina milli sannleika, siðferðis og fegurðar. Úr þess- um þræði spinna mannúðarmálfræðingarnir og segja að samfélög þroskist með svipuðum hætti og mannshugurinn. Séu ytri aðstæður hagkvæmar tilteknu samfélagi mun það fyrr eða síðar greina milli vísinda, siðferðis og lista. Kenningin um þrískiptinguna er ugglaust einn veikasti hlekkurinn í keðju þeirra kump- ána. í fyrsta lagi er varasamt að binda trúss sitt við kenningar Kohlbergs og Piaget. Þær hafa verið gagnrýndar harkalega og eiga sér fáa formælendur nú á dögum. Sagt er að til- finnanlega vanti sannanir fyrir sumum þeirra og aðrar séu vart prófanlegar. í öðru lagi er vandséð hvers vegna telja beri títtnefnda þrí- greiningu kennimark nútíma menningar. Af hveiju ekki greininguna milli heimspeki og vísinda, eða milli náttúru- og mannvísinda? Fyrrnefnda aðgreiningin átti sér stað um svip- að leyti og þrígreiningin mikla, um aldamótin 1700, sú síðarnefnda nokkru síðar. Úr því ég er á annað borð byijaður að fjarg- viðrast yfír þrígreiningum Apels og Habermas er ekki úr vegi að líta aftur á kenningu þeirra um þijár kvíslir boðskipta. Af hveiju byggja boðskipti á hæfni okkar til þrígreiningar en ekki til að greina milli bókstaflegrar og yfir- færðrar merkingar?2 * * * * * Segjum að við reyndum að læra mál þjóðfiokks sem ekki greinir milli siðaboða og staðhæfinga um staðreyndir. Myndi ekki geta okkar til að skilja flókin sam- leik yrðinga og ytri aðstæðna vega meir við málanámið en hæfnin til þrígreiningar? Altént má ljóst vera að tæpast er hægt að „kommunis- era“ nema menn hafí næman skilning á því aðstöðubundna við málið. íslenskumælandi menn verða t.d að skilja að orðið „hæna“ get- ur undir vissum kringumstæðum verið sögn sem merkir „að lokka“, undir öðrum kvenfugl sem verpir af gríð og erg. Og ekki þarf að fara í grafgötur með að næm tilfinning fyrir aðstæð- um er nauðsynleg forsenda þess að geta greint milli bókstaflegrar og yfirfærðrar merkingar. Öllu verðugri krufningar er boðskiptasið- fræði (Kommunikative Ethik) þýska tvístim- isins.8 Við höfum reyndar þegar fengið smjör- þefinn af henni. Því samkvæmt þessari sið- speki eru meginreglur boðskiptanna (heilinda- reglan, sjálfræðisreglan o.s.frv.) meginstoðir siðferðisins. Meginreglurnar eiga það sam- merkt með siðaboðum að vera algildar. Ástæð- an er sú að við getum ekki gagnrýnt þessar reglur án þess að samsinna þeim í reynd. Því sá sem gagnrýnir eitthvað er í raun þátttak- andi í rökræðu vegna þess að hann verður að geta varið mál sitt rökum. Þannig viðurkennir hann réttmæti meginreglnanna hvort sem hon- um líkar það betur eða verr. Jafnvel sá sem þegir þunnu hljóði en gagnrýnir reglumar innra með sér er undir sömu sök seldur. Eins og áður segir er hugsun innra samtal, innri boð- skipti, og því er sá þögli bundinn á klafa regln- anna. Af þessu leiðir að allar hugsandi verur játast í reynd undir ok þeirra með því einu að hugsa. Og eins og við höfum séð er tilfinninga- líf okkar Iíka á valdi þeirra. Því er út í hött að telja þau siðaboð réttmæt sem stríða gegn títtnefndum reglum. Segi einhver „það er sið- ferðilega rétt að skerða sjálfræði manna“ þá stangast fullyrðing hans eða hennar á við sjálf- ræðisregluna sem mælandinn viðurkennir í raun með því einu að setja fram staðhæfingu. Að breyttu breytanda gildir slíkt hið sama um fullyrðingu á borð við „það er siðferðilega rétt að gera óheilindi að almennri reglu". Siðferði er því ekkert vildarefni, það er hvorki afstætt né huglætt. í miðju stormsins er auga......a still point in the turning world“ , svo vitnað sé í skáldið T.S. Eliot. Siðferðilega réttmæt eru þau siðaboð sem við myndum sættast á í frjálsri og óþvingaðri rökræðu. Þannig yfirfæra Apel og Habermas sáttakenninguna um sannleikann á siðferðilega rökræðu. Boðskiptasiðfræðin á það sammerkt með kenningunni um þrenninguna að vera í lang- sóttasta lagi. í fljótu bragði virðist býsna langt bil milli meginreglnanna og siðaboða hvers- dagslífsins þótt Habermas og Apel hafí unnið ötullega að því að brúa það. Sá grunur læðist að manni að jafnvel þótt finna megi frumregl- ur boðskipta sé engan veginn gefið að þær hafi nokkra siðferðilega þýðingu. Engu að síður er mannúðarmálfræði þeirra félaganna einhver máttugasta og frumlegasta tilraun vorra tíma til að kveða niður drauga sjálfdæmishyggju og andskynsemi. Forynjurn- ar þær kvaka sífellt í eyru vor „siðferði er bara vildarefni, gerðu það sem þú vilt, berðu lemdu sláðu. Ekkert vit er í neinu, engu skipt- ir hvað öðrum finnst.“ Þeir sem þora að glíma við óvættina eiga skilið þakkir allra siðmennt- aðra manna. Guðmund Andrésson frá Bjargi skorti hvorki dug né þor til að glíma við féndur frelsisins. í spekimálum hans heyrum við samhljóm með hugsun Frankfurtarskólans nýja: „Verður er hver maður viðurmælis.“ Stefón Snævarr gegnir rannsóknarstöðu við hóskólann í Björgvin i Noregi. 'Gagnstætt þvi sem margir halda hafa fæstir heimspek- ingar látið sannfærast af þeirri kenningu Karls Poppers að aðleiðsla sé ekki möguleg. 2Ýmsir heimspekingar efa að greina megi milli bókstaf- legrar og yfirfærðrar merkingar. Meðal þeirra er Þor- steinn Gylfason eins og sjá má i bók hans Að hugsa & íslenzku. sÞessi siðfræðikenning er einnig nefnd „rökræðusið- fræði“ (Diskursethik) eða „samræðusiðfræði". LÆKJ ARGATA 2 um 1881. Ljósm.: Sigfús Eymundsson PJETUR HAFSTEIN LARUSSON LÆKJARGATA Heilagur tifaði andinn hér forðum tíð og lækurinn rann til sjávar líkt og aldirnar stöldruðu við og skotruðu augum upp að Lærða skóla uns dag einn að hunustokkar bundu lækinn - austrið og vestrið urðu að einum bæ. Hugsaði hver þó sitt og gerir enn. LÆKJARGATA dregur nafn sitt af Læknum sem rann þar sem gatan liggur frá Tjörn- inni og áfram til hafs. Raun- ar rennur hann þama enn, en árið 1911 var hann hnepptur í bunustokka. Það mun hafa verið á fimmta áratug síðustu aldar, sem farið var að ræða það á borgarafundum, að leggja ætti götu meðfram Læknum. Varð það úr og 1848 gaf bæjarstjórnin götunni nafnið Lækjargata. Samkvæmt því sem fram kemur í bók Árna Óla, „Skuggsjá Reykjavíkur", mun það hafa verið að undirlagi Rosenörens stift- manns. Fyrsta lóðin sem mæld var út við götuna var Lækjargata 2. Var hún jafn- framt fyrsta lóðin sem bæjarsjóður seldi undir húsbyggingu. Kaupandi var Knudtzon kaupmaður _sem greiddi 60 ríkisdali fyrir lóðina. Áður og raunar allt fram yfir aldamót, fengu húsbyggj- endur lóðir endurgjaldslaust. Húsið að Lækjargötu 2 reisti Knudtzon árið 1852 og var það einlyft. Knudtzon bjó þarna aðeins skamma hríð og um og eftir 1855 bjó séra Ólaf- ur Pálsson, dómkirkjuprestur og próf- astur Kjalarnesprófastsdæmis, í húsinu en í næsta húsi bjó Helgi G. Thorarens- en biskup. Ekki stóðu þá önnur hús við götuna. Var hún því gjarnan kölluð Heilagsandastræti. Raunar kemur kirkjan meira við sögu Lækjargötu, því árið 1847 tók Prestaskólinn til starfa í húsi Lærða skóla sem nú kallast Menntaskólinn í Reykjavík. Því má heldur ekki gleyma, að stytta séra Frið- riks Friðrikssonar stendur við götuna austanmegin. Biskupsaðsetur var og um tíma í Gimli, sem stendur við göt- una, austan Lækjar. Loks er þess að geta, í sambandi við tengsl Lækjarg- jötu og kirkjulífsins, að áratugum sam- an bjó séra Bjarni Jónsson vígslubiskup í hornhúsi Lækjargötu og Vonarstræt- is, en það brann í stórbruna árið 1967, nokkrum árum eftir lát séra Bjarna. En svo aftur sé vikið að Lækjargötu 2, þá keypti Sigfús Eymundsson, bók- sali og ljósmyndari, húsið árið 1871. Bætti hann efri hæðinni við það. Auk þess að búa þar, rak hann þar bóksölu og ljósmyndastofu. Síðar var Morgun- blaðið þarna til húsa. Frá 1921 til 1929 var mötuneyti stúdenta Mensa Aca- demica á efri hæð hússins. Má með nokkrum rétti segja, að það hafi verið forveri Stúdentagarðanna og Félags- stofnunar stúdenta. Mikla og merkilega sögu má rekja til flestra þeirra húsa sem standa við Lækjargötu, eða hafa mynnst þar við svörð. Hér gefst ekki ráðrúm til að fara gjörla út í þá sálma. Þó skal þess getið, að í húsi því sem allt fram á síð- ustu ár stóð við Lækjargötu 4, var 17. júní fyrst haldinn hátíðlegur, en það var árið 1886, sex árum eftir andlát Jóns forseta. Þessi fyrsti vísir þjóðhá- tíðardags íslendinga, varð til í Café og Conditori Hermes, sem Kristín Bjarna- dóttir rak í þessu húsi. Reyndar var hún fyrst kvenna til að greiða atkvæði í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík. Það var árið 1888. í húsi þessu var og rekinn gamli verslunarskólinn, stofnaður 1890. Fyrsta verkalýðsfélag landsins, sjó- mannafélagið Báran, var stofnað þarna árið 1894 og Verslunarmannafélag Reykjavíkur 1891. Síðarnefnda félagið var ekki verkalýðsfélag lengi framan af, heldur sameiginlegur félagsskapur kaupmanna og starfsfólks þeirra. Ó. Johnson og Kaaber, fyrsta heild- verslun landsins, hóf þarna rekstur 1906 og fleira mætti nefna húsi þessu til frægðar. Fyrir tæpum áratug var þetta sögu- fræga hús látið víkja fyrir nýrri bygg- ingu og síðar endurreist á byggðasafn- inu í Árbæ. Sagan á sér að vísu griðastað í hjört- um fólks og vitsmunalífi. Eigi að síður er vandséð, hví svo ómerkilegt ytra tákn hennar, sem þetta hús, fékk ekki að standa þar sem einn vegvísa kyn- slóðanna. P.J.L. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997 1 T 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.