Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Halldór MARGRÉT Vilhjálmsdóttir leggur snörur sínar fyrir bráðina Baltasar Kormák: „Mér iíður atlan tímann eins og ketti á brennheitu blikkþaki." / Astin og dauðinn LEIKOST Þjöðleikhúsið KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI Höfundur: Tennessee Williams. Þýðandi: Birg- ir Sigurðsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Lýsing: Bjöm B. Guðmundsson. Tónlist: Guðmundur Pétursson. Leikarar: Baltasar Kormákur, De- borah Dagbjört Blyden, Erlingur Gíslason, Heiga Bachmann, Halldóra Bjömsdóttir, Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Randver Þorláksson, Valdimar Om Flygenring, Þórhallur Sigurðs- son o.fl. Fimmtudagur 6. mars. SÝNING Þjóðleikhússins á þessu vinsæl- asta verki Tennessee Williams mun vera frumuppfærsla þess í atvinnuleikhúsi á ís- landi. Það er því sérstaklega ánægjulegt hvað uppsetningin er vönduð. Nútíminn hlýt- ur að varpa öðru ljósi á verkið en ritunar- tíminn. Á sínum tíma þótti margt hneykslan- legt við verkið sem gaf umræðunni um ástir eða ástleysi óvenjumikið vægi. Hér kemst á meira jafnvægi milli vogarskála ástar og dauða sem opnar nýjar víddir fyrir áhorfend- um. Aðalþema leikritsins er lygin; feðgarnir Brick og pápi hans stæra sig af því að hafa aldrei logið hvor að öðrum. En sú staðreynd kemur ekki í veg fyrir að Brick neiti að horfast í augu við orsök hjúskaparvanda- mála sinna og pápi blekki sjálfan sig hvað varðar heilsufar sitt. Samúð höfundar er fullkomlega með fómarlömbunum, eiginkon- um þeirra, sérstaklega Maggie, sem verður alltaf að haga lífi sínu eftir aðstæðum og sem vísað er til í titlinum. Fulltrúar sannleik- ans, prestur, læknir og hjónin Mae og Gooper, eru þvert á móti afar ógeðfelldar persónur. Viðhorf höfundarins virðist því vera að betri sé hæfileg lífslygi heldur en hrár sannleikur sem ekki er hægt að lifa með. Þegar leyndinni er svipt af vandamálun- um er óljóst hvort það leysir þau til lang- frama; aftur á móti er hefnd á ljósberum sannleikans yfirvofandi, mútta neitar að horfast í augu við yfírvofandi dauða pápa og Maggie skáldar upp nýjan draum, sem að vísu er möguleiki á að rætist í leikslok. Leikmynd Axels Hallkels er hvort tveggja hæfileg fyrir nútímauppfærslu á þessu sí- gilda verki og ber góðu formskyni hans vitni. Búningar eru trúverðugir og falla vel inn í heildarmyndina. Ljósin eru nýtt til hins ýtr- astá til að koma til skila tilfinningu fyrir myrkri, skuggum og heitu, röku loftslagi. Annars vegar er ákveðinn missir að því að draumkenndum fyrirmælum höfundar um sviðsmynd í stíl liðinnar aldar er ekki fram- fylgt. Hins vegar er nauðsynlegt að end- urnýja nokkuð umgjörð verksins til hæfís áhorfendum dagsins í dag. Sama er haft að leiðarljósi hvað varðar tónlistina i verkinu. Ljúfsárir blústónar leiknir á rafgítara ýta undir spennta stemmninguna. Þessi nýstár- lega umgjörð - sem hvergi fer þó úr böndun- um - er hæfileg utan um textameðferð og leik sem nálgast verkið með þeirri virðingu sem nútímaklassík hæfír. Þýðing verksins ferst Birgi Sigurðssyni vel úr hendi. Ljóðræna höfundarins kemst til skila með örlítið upphöfnu bókmáli sem á vel við sígilt verkið í nútímanum. Mállýska persónanna glatast að vísu, en varla er hægt að ætlast til að takist að snúa suður- ríkjamálfarinu yfir á það ástkæra ylhýra. Það er guðsþakkarvert að sú útgáfa af þriðja þætti sem kennd er við Elia Kazan er sýnd, enda mun áhrifameiri. Einstök smáatriði og aukapersónur eru tekin út úr sýningarhand- riti annaðhvort í sparnaðarskyni eða til að raska ekki þeirri sérkennilegu hrynjandi sem leikstjóra tekst að skapa uppfærslunni og byggir á textameðferð, ljósum og hrárri tón- listinni. Leikurinn er kynngimagnaður og er þar hvergi veikan blett að finna. Randver Þor- láksson, Þórhallur Sigurðsson og Deborah Dagbjört Blyden eru mjög hófstillt í auka- hlutverkum. Hálslausu skrímslin eru óþol- andi í meðförum frekar grannvaxinna, barn- ungra leikara. Valdimar Órn Flygenring leik- ur á lágu nótunum og ferst það vel úr hendi til að hliðra til fyrir Halldóru Björnsdóttur sem á stórleik í hlutverki ákveðinnar konu hans. Erlingur Gíslason slær í gegn sem hinn brokkgengi pápi og Helga Bachmann slær meistaralega á fínlegu strengina sem mútta. Ungu hjónin, sem eru miðpunktur sýningar- innar, eru svo leikin hreint út sagt frábær- lega af Baltasar Kormáki og Margréti Vil- hjálmsdóttur. Einn agnúi er samt á; áhorf- endur verða að sjá hvert svipbrigði leikar- anna til að njóta leiksins. Það eru áhöld um hvort slíkt er mögulegt aftarlega í þetta stór- um sal án hjálpartækja leikhúslífsins. Hér leggst allt á eitt: stórkostlegur leik- ur, listrænt útlit (sem nær einnig til sýn- ingarskrár) og eitt besta verk leikbókmennt- anna. Sveinn Haraldsson AÐ tónleikum loknum. Morgunbloðið/Jón Svavarsson Að kvöldi dags TÓNLIST______ llaskóla bíó SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Einleikarar Hávarður Tryggvason og Gerður Gunnarsdóttir, hljómsveitarstjóri Bemharður Wilkinson. 6. mars kl. 20. ÞAÐ ER vægt sagt vafasöm yfirlýsing, sem stendur í efnisskrá, að H. Berlioz hafí verið eitt merkasta tónskáld Frakklands á síðustu öld. Hvað um Debussy og Ravel t.d., sem báð- ir voru fjölhæfari tónskáld og mörkuðu stærri spor í tónlistarsöguna heldur en Berlioz gerði. Að vísu skrifaði Berlioz nokkur stór hljómsveit- arverk, en lítið annað, og kunnáttumaður var hann um meðferð hljómsveitarhljóðfæranna og víst kunni hann að lita verk sín vegna þekking- ar sinnar í „instrumentation", og þurfti enda með, vegna hermitónlistarstefnu sinnar. Merk- asta verk hans er vafalaust Fást-sinfónían og það verkið sem hann er þekktastur fyrir. Sum önnur verka hans eru á stalli með verkinu sem hljómsveitin flutti fyrst í kvöld, „Sjóræning- inn“, flott skrifað fyrir hljóðfærin, en skilur lítið eftir hjá áheyrandanum og liggur við að vera hugmyndasnautt á köflum. Það er þó þakkarvert að kynna öðru hveiju lítt þekkt verk, en öldugjálfið við Miðjarðar- hafsstrendur verður heldur rislágt hjá briminu íslenska og ekki er ólíklegt að Sjóræninginn hefði hljómað nokkuð öðruvísi ef Berlioz hefði haft vit á að sækja sögusviðið að íslands- ströndum. Áfram hélt kynningin á sjaldheyrðri tónlist og nú var það Elegia fyrir kontrabassa og hljómsveit eftir ítalskt tónskáld, Giovanni Bottesini, f. 1821. Nýráðinn leiðari bassa- deildar Sinfóníuhljómsveitarinnar, Hávarður Tryggvason, kynnti sig fyrir tónleikagestum með því að leika einleik á bassann sinn og verður ekki annað sagt en að áheyrendur hafi tekið honum afar vel. Þessa ljóðrænu Elegiu lék Hávarður mjög fallega, hann notar ekki stóran tón til þess að ná í gegn, en mjúkan og stundum mjög veikt spil, alltaf hreint og þetta eru þær hliðar listamanns, sem fá áheyrandann til að leggja við eyrun. Oft minnti bassinn á stórt selló, en þannig á það víst líka að vera og víst er að þarna hefur Sinfóníuhljómsveitin fengið mjög góðan liðsmann. Sveitin kunni og að meta það og lék þannig að hver tónn úr bassa Hávarðar heyrðist. Þriðja verk tónleikanna var Poéme fyrir fíðlu og hljómsveit op. 25 eftir Frakkann Ernest Chausson og hér kom einnig sjaldheyrður ein- leikari fram með sveitinni, Gerður Gunnarsdótt- ir, og samkvæmt upplýsingum í efnisskrá, virð- ist hún hafa gert eftirtektarverða hluti á er- lendri grund. Fiðluleikur Gerðar er mjög vand- aður, hún „músiserar“ fallega, spilið yfírleitt mjög hreint og áberandi skáldlega lék hún upphafið á ljóði Chausson. Erfitt er þó að halda athygli áheyrandans allt ljóðið út, til þess þyrfti tónlistin að gefa fjölbreyttari möguleika heldur en þetta Poéme gerir. Eigi að síður lék Gerður þetta fallega út í gegn, en ekki get ég neitað því að athygiin vildi aðeins detta út, svona að kveldi dags, eftir því sem ljóðið lengdist. Kannske var ekki viturlegt að velja þessi tvö samkynja verk, hvort á fætur öðru. Eftir hlé komu bæði saman fram sem einleik- arar með hljómsveitinni og aftur varð Bottesini fyrir valinu með Grand duo fyrir fiðlu, kontra- bassa og hljómsveit. Bottesini þessi hlýtur að hafa þekkt strokhljóðfærin mjög vel því djarft tefldi hann stundum í samleik með því að láta bassann elta fiðluna á stundum og þurfti þá bassinn að leika sér efst á hálsi hljóðfærisins, þar sem ekkert mátti út af bregða. Þennan samleik leystu þau bæði listavel. Tónleikunum lauk á Sinfónískum dönsum eftir S. Rakhmaninov op 45. Þessir dansar eru töfraheimar ef hinn rússneski andi þeirra nær skjánum, en til þess þarf kannske eitt- hvað sem ekki verður sagt. Ragnar Björnsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.