Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 2
Einar Hákonarson myndlistarmaóur VILL LÁTA REISA LISTIÐNAÐAR- HÁSKÓLA í HVERAGERÐI EINAR Hákonarson myndlistar- maður og fyrrverandi skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla ís- lands hefur kynnt í Hveragerði hugmynd þess efnis að Listiðnað- arháskóli Vestur-Norðurlanda - íslands, Grænlands og Færeyja - verði settur á laggimar í bænum. „Ég á mér framtíðarsýn um að Hveragerði verði miðstöð list- iðnaðar og listhandverks í land- inu,“ segir Einar. „Eins og menn vita eru til heilu bæimir í Evrópu og á Norðurlöndum sem byggja afkomu sína á listiðnaði. Gmnn- urinn að gæðum í listiðnaði er góð skólun en því miður hefur ekki tekist nægilega vel til hjá okkur hvað þetta snertir." Einar segir að þar sem hann þekki til er- lendis hafi menn farið aðrar leiðir en hér á landi í listiðnaðarmenntun. Á hinum Norður- löndunum séu til sérstakir listiðnaðarháskól- ar, einn eða fleiri í hveiju landi, ef Grænland og Færeyjar eru undanskilin. „Sú blöndun fagurlistaskóla og listiðnaðarskóla sem hér tíðkast hefur ekki gefíð góða raun,“ segir listamaðurinn og vísar til Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. „Fagurlistirnar hafa til- hneigingu til að yfirskyggja listiðnaðinn um of og útkoman verður hvorki fugl né fiskur - nema í örfáum undantekning- artilfellum." Einar segir að norræn sam- vinna sé að breyta um svip eftir að Svíþjóð og Finnland gengu í Evrópusambandið. Fyrir vikið séu Vestur-Norðurlönd - Ísland, Grænland og Færeyjar - farin að taka upp nánara samstarf. „Atvinnulíf þessara landa er frekar einhæft og menn hafa leitað ýmissa leiða til þess að auka þar fjöibreytnina og skjóta frekari stoðum undir efnahags- lífið. Ein af þeim leiðum sem ekki hafa verið farnar af neinni alvöm er á sviði listiðnaðar. Ekki hefur tekist að virkja þá sérstöku hefð sem fyrirfinnst í menningu þessara þjóða til að skapa grund- völl arðbærrar atvinnustarfsemi í listiðnaði vegna þess að ekki hefur verið til nein menntastofnun sem sérstaklega hefur ræktað þannan arf sem þessar þjóðir eiga í hand- verki. Það fólk sem hefur lagt fyrir sig listiðn- að í þessum löndum hefur allt menntast meðal annarra þjóða.“ Einar kveðst gera sér fulla grein fyrir því að hér sé um dýrt verkefni að ræða og stjórn- völd landanna þriggja muni vafalaust ekki hrista fé til að koma skólanum á fót fram úr erminni. „Stóru frændur okkar á Norður- löndunum hafa hins vegar sett aura í aðra eins starfsemi og ef stjórnmálamenn myndu ganga í málið yrði ömgglega auðvelt að fá þá til að styðja við bakið á okkur“. Einar gerir ekki ráð fyrir fjölmennu liði fastra kennara við listiðnaðarháskólann. Þess í stað verði kostað kapps um að fá til Hvera- gerðis gestakennara, góða og þekkta hönn- uði, hvaðanæva úr heiminum. Það fyrirkomu- lag hafi gefist vel í MHÍ. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við gætum fengið hingað úrvals tékkneska glerlistamenn til að kenna glerblástur og fræga danska eða finnska húsgagnahönnuði, svo dæmi séu tekin.“ Með þessum hætti, segir Einar, að þróun- inni verði snúið við. íslendingar þurfi ekki lengur að sækja þekkinguna til útlanda, held- ur verði hún hreinlega flutt inn. Þá eigi þetta fyrirkomulag að geta sparað námsmönnum - og um leið þjóðarbúinu í heild - umtals- verð útgjöld, þar sem það sé dýrt að stunda framhaldsnám á erlendri grundu. Hugmyndin um Listiðnaðarháskóla Vest- ur-Norðurlanda í Hveragerði er á frumstigi. Einar er hins vegar bjartsýnn á framhaldið enda kveðst hann hafa miklu meiri trú á uppbyggingu í iðnaði af þessu tagi en stór- iðju. „Stóriðjan stríðir gegn ímynd íslands sem hreins, ómengaðs lands. Þess vegna bið ég frekar um listiðnaðarháskóla en álver.“ Einar Hákonarson LISTASAFN ÍSLANDS * Urval verka í eigu safnsins í LISTASAFNI íslands verður næsta mán- uðinn til sýnis úrval verka í eigu safnsins. Sýning á erlendri grafík er í sal 3 en safn- ið hefur á undanförnum áratugum eignast fjölda erlendra grafíkverka eftir heims- þekkta listamenn. Meðal þeirra má nefna Matta, Bram van Velde, Asger Jorn, Dieter Roth, Howard Hodgkin, Corneille og Allen Jones. í sal 4 eru til sýnis ljóðrænar abstrakt- myndir, allt frá Svavari Guðnasyni (f. 1909) til Ráðhildar Ingadótur (f. 1959). Verkin spanna 50 ára tímabil og hafa sum þeirra aldrei verið sýnd áður, s.s. verk eftir Elías B. Halldórsson, Valtý Pétursson, Kára Ei- ríksson og Eyjólf Einarsson. Verk frá þriðja og fjórða áratugnum eru til sýnis í sal 2. Þar má m.a. sjá verk frá fyrstu sýningu Finns Jónssonar í Reykja- vík 1925, en sú sýning vakti mikið umtal bæði gagnrýnenda og almennings. Nokkur meginverk eftir frumheija ís- lenskrar myndlistar eru til sýnis í sal 1. Meðal þeirra eru Hekla (1909) eftir Ásgrím Jónsson, Frá Þingvöllum (1900) eftir Þór- arin B. Þorláksson, Sumarnótt, Lómar við Þjórsá (1929) eftir Jón Stefánsson, Flugþrá (1935-54) eftir Jóhannes Kjarval og Við FLUGÞRÁ Jóhannesar Kjarvals. þvottalaugarnar (1931) eftir Kristínu Jóns- mótíf í íslenskri myndlist. Safnið er opið dóttur. I fyrirlestrarsal eru til sýnis dýra- þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17. BEISLA ORKU GEYSIS VERK ÖNNU-EVU BERGMAN í GERÐARSAFNI SÝNING á málverkum og teikningum norsku listakonunnar Önnu-Evu Bergman verður opnuð í Listasafni Íslands-Gerðarsafni í dag. Sýningin er hingað komin að frumkvæði Stofn- unar Hartung-Bergman í Antibes í Suður-Frakklandi og norska sendi- ráðsins en Bergman lést árið 1987. Sýningin sem er farandsýning hefur verið sett upp víðsvegar í Noregi og fer héðan til Þýskalands. Ole Henrik Moe, fyrrverandi forstöðumaður Henie-Onstad Listaverkamiðstöðvar- innar í Noregi, valdi verkin á sýning- una. FLUTNINGUR Sinfóníuhljómsveitar íslands, undir stjórn Osmo Vánská, á Geysi og fleiri verkum Jóns Leifs, fær ágæta dóma í nýj- asta hefti BBC music, fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Segir þar að verkið sé greinilegt dæmi um það hvernig það íslenska þjóðfélag sem Jón Leifs hrærðist í, öðlaðist menning- ar- og þjóðernisvitund. Tónlist Jóns Leifs er sögð þijóskuleg og sjálfstæð, sem kraumi undir yfirborðinu, þess fullbúin að bijótast fram. Nú hafi Sinfóníu- hljómsveit íslands tekist að beisla orku Geys- is. „Hinn dæmigerði þungi málmblásturs- og ásláttarhljóðfæra rís hærra og hærra úr hægfara breytilegum hljómrænum lögum, sem sjóða og ólga úr líflausu og ófullgerðu myrkri og falla aftur í það í tíu mínútna forleik ... Þessi geisladiskur sýnir okkur sitt- lítið um það hvernig tónlistin fellur að atburð- um í lífi Jóns Leifs. Þegar Geysir hefur dáið út, snúa Osmo Vánská og Sinfóníuhljómsveit íslands sér að Triologia piccola op.l, þriggja þátta tónaljóði, ýmist hlykkjast það eða er hástemmt og þar heyrist Jón Leifs leita eig- in raddar - og tungumáls sem er mótað með verkfærum fengnum i Evrópu en óhaggan- lega úr grófu hráefni lands hans.“ Fjórir íslenskir þjóðdansar eru sagðir stutt hlé áður en hið óblíða lokaverk, Huggun, milliþáttur fyrir strengjasveit hefst, en það var samið árið 1968 er Jón Leifs átti skammt eftir ólifað. „Það er allt hið besta úr máli og sýn Jóns Leifs. Þessar alls staðar nálægu samliggjandi fimmundir tengjast saman í ströngum, spenntum tengslum, reyna, að því er virðist, að komast af og ná þvingaðri hug- arró, ekki hefur allri ástríðunni verið eytt.“ MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn íslands Verk í eigu safnsins til sýnis út maí. Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Sýn. Hallsteins Sigurðssonar til 5. maí. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Sýn. á verkum eftir Larry Beli, einnig sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. ASÍ - Ásmundarsalur - Freyjugotu 41 Aðalsteinn Svanur Sigfússon til 4. maí. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím tij loka maímánaðar. Gallerí Hornið fvar Brynjólfsson með ljósmyndasýningu. Mokka - Skólavörðustíg Maður með mönnum: Þijátíu sjálfboðaliðar á aldrinum milli tvítugs og sextugs sýna. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Magnús Tómass. sýn. til 25. maí. Gallerí Handverk & Hönnun Elísabet Ásberg sýn. skartgripi til 19. maí. Sjónarhóll - Hverfisgötu 12 Sigrún Eldjárn sýnir til 25. maí. 20m- - Vesturgötu lOa Guðrún Hjartardóttir sýn. til 26. apríl. Onnur hæð, Laugavegi 37. Max Nenhaus sýn. út maí. Gallerí Nema hvað Arnar Geir Ómarsson, Fríða María Harðar- dóttir, Maijaterttu Harri og Sigrún Þorsteins- dóttir sýna til. 7. maí. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýningar í maí: Gallerí sýnibox: Ragnheiður Ragnarsdóttir. Gallerí Barmur: Bjarni H. Þórarinsson. Gallerí Hlust: Hannes Lárusson. Gallerí 20m2: Rúrí og ísak Eldh. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Anna-Eva Bergmann sýnir til 8. júní. Gallerí Myndáss Vilmundur Kristjánsson sýnir til 31. maí. Þj óðarbókhlaðan Ásjónur skáldsins. Myndverk af Halldóri Laxness, til 23. maí. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. íva Sigrún Bjömsdóttir sýnir. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Jón Thor Gíslason sýn. í Sverrissal til 5. maí. Sparistellið. Postulínssýning til 19. maí. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Sesselja Björnsdóttir sýnir. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Skólasýn. á völdum verkum Sigutjóns. Hlaðvarpinn - Vesturgötu 3 Haraldur Jónsson sýn. til 15. maí. Gallcrí Listakot Vinnudagar í litla sal til 3. maí. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Samsýning til 18. maí. Norræna húsið - við Hringbraut. Norskir myndlistarmenn sýna til 5. maí. Antti Linnovaara sýnir til 11. maí. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Anna Líndal sýnir til 25. maí. Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustig 6 Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir til 4. maí. Gallerí Fold - við Rauðarárstíg Sossa sýnir til 25. maí. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst. Laugardagur 3. maí. Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur tónl. í Bústaðakirkju kl. 17. Schubert-tónl. í Kirkjuhvoli, Garðabæ, kl. 17: Gerrit Schuil. Sunnudagur 4. maí. Burtfararpróf Ágústs Ólafssonar, barítons, í Hafnarborg kl. 20. Mánudagur 5. maí. Árni Arinbjarnarson með orgeltónleika ! Grensáskirkju kl. 20.30. Þriðjudagur 6. maí. Einsöngvarapróf Xu Wen sópransöngkonu í Norræna húsinu kl. 20.30. Miðvikudagur 7. mai. Selkórinn, Seltjarnarnesi, tónl. í Seltjarn- ameskirkju kl. 21. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Villiöndin fös. 9. maí. Fiðlarinn á þakinu lau. 3., sun. 4., fim. 8. maí. Köttur á heitu Blikk- þaki, mið. 7. maí. Litli Kláus og Stóri Kláus, sun. 4. maí. Leitt hún skyldi vera skækja lau. 3. maí. Listaverkið lau. 3., sun. 4., fös. 9. maí. Borgarleikhúsið Völundarhús lau. 3. maí. Dómínó fos. 2., fös. 9. maí. Svanurinn fös. 2. fim. 8. maí. Konur skelfa lau. 10. maí. BarPar lau. 10. maí. Krók- ar & kimar frá 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. íslenska ópcran Káta ekkjan lau. 3. maí. Loftkastalinn Áfram Latibær sun. 4. maí. Á sama tíma að ári lau. 3., mið. 7. maí. Skemmtihúsið Ormstunga sun. 4. maí. Kaffileikhúsið Vinnukonurnar sun. 11. maí. Leikfélag Akurcyrar Vefarinn mikli frá Kasmír lau. 3., fös. 9. maí. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.