Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 10
EFTIR STEFÁN ARNÓRSSON Sagt frá gönguferó sem gönguhópurinn Fet fyrir fet fór í fyrrasumar í Fjöróur og á Látraströnd. YRIR átta árum tóku nokkrir gamlir skátar sig til og stofnuðu með sér gönguhóp sem nefndur hefur verið FET FYRIR FET. Auk mánaðarlegra gönguferða leggur hópurinn land undir fót á hveiju sumri og fer í nokk- urra daga gönguferð, oftast með allan farangur á bakinu. í ágúst á síð- asta sumri var haldið í Fjörður og á Látra- strönd. Gengið var frá eyðibýlinu Gili, sem er norðan undir Leirdalsheiði, norður Hval- vatnsfjörð og yfir Þönglabakkaháls í Þor- geirsfjörð. Þaðan var haldið vestur um Blæju í Keflavík, síðan upp Keflavíkurdal og um Uxaskarð yfir á Látraströnd. Loks var geng- ið inn Látraströndina að Svínárnesi þar sem göngunni lauk. Gönguleiðin er sýnd á með- fylgjandi korti. Ferðin tók fjóra daga, da- gleiðir voru hæfilega langar, 5-7 klukku- stundir hvem dag. Dvalið var í tjöldum. Við undirbúning þessarar ferðar var haft samband við Harald Jónsson á Grenivík. Samdist svo um að hann útvegaði leiðsögu- mann og mannskap með hesta til að bera tjöld og svefnpoka. Ennfremur yrði séð um morgunmat og kvöldmat fyrir hópinn. Þetta samkomulag reyndist happadtjúgt og átti örugglega sinn þátt í því að gera þessa gönguferð ógleymanlega öllum sem þátt í henni tóku. Landió Landsvæðið vestantil á norðanverðum skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda nefnist Fjörður eða í Fjörðum. Til þessa svæðis heyra Hvalvatnsfjörður, Þorgeirs- fjörður og Keflavík og dalirnir þar upp af. I Fjörðum voru áður fyrr mörg býli, en þau síðustu fóru í eyði árið 1943. Theódór Frið- riksson, rithöfundur, hefur lýst ágætlega lífsbaráttunni í Fjörðum á síðustu áratugum liðinnar aldar. Þar kemur fram að býlin voru yfirleitt smá og treystu bændur allmik- ið á sjávarfang. Svæðið er með eindæmum snjóþungt og veður oft óhagstætt heyskap. Landið einkennist af háum og bröttum fjöllum og gróðursælum dölum milli. Að norðan er bratt í sjó fram milli dalanna. Lynggróður er áberandi, svo og fjalldrapi og birki, sem oftast er mjög iágvaxið og jarðlægt. Gönguferóin Fyrsti dagur Við félagarnir, alls 19 manns, hittumst fyrir utan barnaskólann í Grenivík um há- degi fimmtudagsins 8. ágúst. Þar voru bíl- arnir skildir eftir en hópnum ásamt leiðsögu- manni okkar, Haraldi, ekið á tveim bílum upp á Leirdalsheiði og yfir að Gili í Hval- vatnsfirði. Gert var stutt stans í brekkunum ofan Höfðahverfisins til að njóta útsýnisins og átta sig á örnefnum helstu Q'alla og kenni- leita. Aftur var stansað þegar kom norður af Leirdalsheiðinni og Hvalvatnsfjörður blasti við. Eftir um klukkustundarakstur frá Grenivík var komið að gangnamannaskýlinu í Tungusporði, en tungan afmarkast af gili Austurár annars vegar og af gili Gilsár hins vegar. Skammt niður með Gilsá að vestan eru tættur eyðibýlisins Gils. Þar bjuggu síð- ast Friðrik Jónsson og Sesselja Eiríksdóttir, foreldrar Theódórs Friðrikssonar rithöfund- ar. Raunar hóf Theódór búskap sinn þar. Gil fór í eyði 1899. Sú jörð þótti ætíð rýrðar- kot og þar er óhemju snjóþungt. Áður en lagt var í gönguna nestuðu menn sig. Síðan var tekinn smákrókur áður en lagt var í gönguna og gil Austurár skoðað en svo farið til baka yfir Tungusporðinn og vestur yfir Gilsá á ágætri göngubrú. Leiðin lá síðan niður Hvalvatnsfjörð vestan Fjarð- arár, ýmist neðst í brekkunum eða niður undir á. Þarna er grösugt, en víða votlent og þurfti stundum að taka stór skref yfir keldut' og smálæki. Því eru vatnsheldir gönguskór hentugastir á þessum slóðum jafnvel þótt veður sé þurrt. Oft mátti fylgja greinilegum fjárgötum, sem léttu gönguna. Leiðin lá um eyðibýlin Kussungsstaði, Þverá og loks Tindriðastaði. Þar var áð. í tættum þessara eyðibýla og þýfðum túnbleðlunum umhverfis skynjaði maður andblæ iiðsins tíma. Á milli eyðibýlanna Kussungsstaða og Þverár er áin Þverá sem kemur úr dal milli Bollafjalls og Darra. Heitir dalurinn Þverár- dalur vestan ár en Kussungsstaðadalur að austan eins og algengt er víða á Norður- landi. Niður undan Þverá og framundan Tindriðastöðum er Hvalvatnsfjörðurinn marflatar flæðiengjar. Ný göngubrú er á Fjarðaránni á móts við Tindriðastaði. Austan megin fjarðarins gegnt Tindriðastöðum er eyðibýlið Kaðalstaðir. Þar mátti sjá tjöld og nokkra bílaumferð, enda vinsæll áningar- staður. Þangað liggur sæmilega greiðfær vegur og áfram niður að Hvalvatni við ós Fjarðarár. Frá Tindriðastöðum lá leiðin skáhallt út og upp Þönglabakkaháls eftir greinilegum götum skammt sunnan Startjarnar og síðan um mýrlendi beint niður brekkurnar að björgunarskýli Slysavarnarfélagsins við Þönglabakka. Gangan frá Tungusporði að Þönglabakka tók um sex klukkustundir, en hægt var far- ið yfir og oft áð enda margt að skoða og margar frásagnir að hlusta á frá Halla, leið- sögumanni okkar. Á Þönglabakka tóku á móti okkur þrír hestar, tíkin Sif og þau Heimir, Jenný og Bára. Þau höfðu séð um flutning á tjöldum og svefnpokum á hestunum. Eftir að heimamenn höfðu borið fram kvöldmat, glænýjan silung og nýuppteknar kartöflur af Höfðaströndinni, fór hópurinn niður í fjöru, tendraður var varðeldur að skátasið og skemmti hópurinn sér við söng og fleira. Annardagur Klukkan ellefu næsta morgun var haldið frá Þönglabakka til Keflavíkur. Fyrst var gengið fyrir ijarðarbotninn að eyðibýlinu Botni. Síðan var haldið út og upp undirhlíð- ar Botnafjalls upp á Blæjukamb. Fylgt var greinilegum slóðum. Á Blæjukambi var fag- urt útsýni. Þaðan sást til Grímseyjar, austur yfir Þorgeirshöfða á Bjarnarfell, en það er austan Hvalvatnsíjarðar. Út af Bjarnarfelli sást Flatey á Skjálfanda vel. í Qarlægð glitti í Tjörnes og enn lengra í fjöllin á vest- anverðri Melrakkasléttu og Mánáreyjar. Á Blæjukambi er halli fjallshlíðarinnar ekki mikill en endar í þverhníptum hömrum 100 metrum eða svo neðan götunnar sem fylgt er. Lofthræddum gæti þótt það óþægi- legt, en þeir sem ekki finna fyrir loft- hræðslu taka ekki eftir slíku og njóta útsýn- isins þeim mun betur. Af Blæjukambi er farið um dalskvompu, Blæjuna, og er tiltölu- lega bratt niður í hana og svo aftur upp á Hnjáfjall hinum megin. Við slóðina vestan á Hnjáfjalli er Messuklettur. Á honum er fögur útsýn yfir Keflavík. Niður frá Messu- kletti liggur slóðin um bratta skriðu inn eftir hlíðinni. Þegar skriðunum sleppti var stefnan tekin beint á björgunarskýlið í Kefla- vík, síðast yfir lágar melöldum neðst í daln- um. Þurfti að fara niður undir sjó til að komast yfir Keflavíkurána. Björgunarskýlið stendur rétt við rústir gamla Keflavíkurbæj- MESSUKLETTUR vestan á Hnjáfjalli. Vel sést niður í Keflavíkurdal. Ef grannt er skoðað má sjá í t LANDSSVÆÐIÐ milli Eyjafjarðar og Skjálf- anda. Gönguleiðin er sérstaklega merkt. ÚTSÝNI af Blæjukambi til austurs. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.