Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 19
LANDSLAG SEM NÚTÍMA UPPLIFUN 1 Kaupmannahöfn sýndi Olafur Elíasson mynd- listarmaóur nýlega Ijósmyndaverk qrundvölluó á íslenskri náttúru. SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR komst aó því aó Olafur er samt ekki haldinn neinni forneskjurómantík. LJÓSMYNDIR í þéttri röð; af fossum, ljós- myndasería frá Bláa lóninu, sumar myndirn- ar í ónáttúrulegum litum og þriðja serían með myndum af bráðnandi ísjökum á Skeið- arársandi, auk stakra mynda, voru á sýningu Ólafs Elíassonar myndlistarmanns í Gallery Stalke í Kaupmannahöfn. Nafni Ólafs skýtur æ oftar upp. Á síðasta ári sýndi hann á sam- sýningu á listasafninu í Arken og á vegum menningarársins í Kaupmannahöfn og í haust verður hann með á sýningu á Louisiana með dönskum og sænskum listamönnum. En hann er víðar en í Danmörku, því hann sýndi ný- lega í Basel og er á leið til að halda fyrstu einkasýningu sína í Los Angeles. Við fyrstu sýn virðast viðfangsefnin fjölbreytt, því það eru ljósmyndirnar í Stalke, kalkatóm í Arken og kúluhús á útisýningunni og sýningarnar í Basel og í Los Ángeles hafa eitthvað með ljós að gera. En þetta er aðeins ytra byrði hugmynda Ólafs, sem hann segir sjálfur að snúist um skynjun og náttúru. En áður en að verkunum sjálfum kemur þarf Ólafur aðeins að skýra hvernig á þessum miklu afköstum standi og hvers vegna nafn hans sést svo oft og víða í góðum hópi og á góðum stöðum. Ólafur á íslenska foreldra, en er fæddur og alinn upp í Danmörku og segist íslendingur, þó Danir telji hann í sínum hópi af því hann ólst þar upp og gekk á akademíuna þar. Á námsárunum settist hann að í Þýskalandi, þar sem hann býr enn, því þar er víðari völlur. Þetta hefur skilað sér í góðum gallerísamböndum í Þýskalandi og víðar, svo það eru gallerí, sem gera honum kleift að vinna og ferðast. „Með ofsa hefur það tekist að vinna eingöngu að list undanfar- in þrjú ár. Þetta hefst með því að hafa óbii- andi trú á að listin hafi eitthvað að segja í heiminum, en það væri erfitt að komast í svona vinnuaðstöðu bæði á Islandi og í Dan- mörku,“ segir hann. Skynjun og skynjunarsálfræöi Ólafur hefur áhuga á skynjun og þá skynj- unarsálfræði, þar sem kannað er hvað stjórni skynjun okkar og hvaða áhrif umhverfið hafi á hana. Það vekur meðal annars áhuga hans að fólk sem alist hefur upp í frumskógi og kemur síðan út á bersvæði og sér hús í fjarlægð heldur að það sé lítið hús nálægt. Það hefur einfaldlega ekki reynslu af að sjá og skynja hluti í fjarlægð. Verk hans snúast í kringum hvernig og hvað gildi fyrir upplif- unina hverju sinni og hvernig mismunandi einstaklingar upplifi hlutina á ólíkan hátt. Hvernig sumir sjá eitt og aðrir annað. Til að kanna þessi áhrif í kjölinn hefur Ólafur kosið að vinna með mismunandi nátt- úrufyrirbæri. Á sýningunni í Stalke nú síðast Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Elfasson voru það fyrirbæri íslenskrar náttúru, á sýn- ingunni í Arken voru það form kalkatóms. „Eg gæti svosem einnig notað tónlist eða kvikmyndir“, segir Ólafur hugsi, „en ég nota Island, því það þekki ég og þaðan kemur mitt persónuiega inntak. Annars væri ég bara eins og eðlisfræðingur að rannsaka nátturufyrirbæri", bætir hann við. Úrvinnslan á fossamyndunum er gott dæmi um úr- vinnslu hans. Með því að sýna fossana í mis- munandi litum, þar sem áhorfandinn getur ekki alltaf verið viss um hvort litirnir séu raunverulegir eða framkallaðir álítur Ólafur sig taka venjulegt fyrirbæri og færa nær áhorfandanum, sem sér þá ekki aðeins foss- inn, heidur upplifir hann á mismunandi hátt. „Ég get ekki beint skýrt þetta, en svona finnst mér að útfærslan eigi að vera.“ Nútimaleg náttúruskynjun Með því að taka myndir á Skeiðarársandi af mörgum ísjökum sem allir eru svipaðir á stærð leitast Ólafur við að búa til kerfi, þar sem allir jakarnir virðast jafnstórir. Um leið færist athyglin yfir á lífrænar myndbreyting- ar íssins, að smáatriðum í jökunum og frá stórfengleika landslagsins. Og af sömu ástæðu eru myndirnar litlar, því annars litu jakarnir út eins og stór málverk eða skúlptúr- ar. Og þar við bætist að jakarnir hverfa smátt og smátt. Það eru hugmyndirnar sem sitja í fyrirrúmi og þær kenndir, sem þær vekja, en ekki stórfengleiki náttúrunnar. En þó Ólafur hafi áhuga á öðru í náttúr- unni en stórfengleika hennar hefur hann ekkert á móti rómantík. En honum er umhug- að um að undirstrika að náttúruupplifun sé ekki bara afturhvarf til rómantískrar náttúru- skynjunar, heldur sé hægt að upplifa hana á nútímalegan hátt. „Ég hef áhuga á sam- tímatónlist og rafeindatónlist og sá áhugi tengist sýn minni á íslenska náttúru. I náttúr- unni finn ég fyrir umhverfisupplifun rétt eins og í tónlistinni." En hann hefur ekki áhuga á að áhorfandinn sjái fyrst og fremst upplif- ♦ un listamannsins, heldur er verkunum ætlað að ljá áhorfandanum tækifæri til að upplifa eigin náttúruskynjun. Þessa aðferð hefur hann áður notað á sýn- ingunni í Basel, þar sem verkið fólst í auðu herbergi lýstu upp af ljósi með aðeins einni bylgjulengd. Venjulegt ljós inniheldur allar bylgjulengdir og sýnir því alla liti, en í ljósi með aðeins eina bylgjulengd, sem í þessu tilfelli var gult, sést aðeins hið gula sem gulur litur, meðan annað verður svart eða grátt, ef það er svolítið gult í hlutnum. Verk- ið fólst því í að áhorfendur upplifðu sjálfa sig í þessu Ijósi, þar sem umhverfið var eins og svarthvít ljósmynd. Sem áframhald af ljósi og upplifun ætlar Ólafur að vinna með sólarljósið á sýningunni í Los Angeles. Hann hyggst tjúfa göt á þak sýningarsalarins og hleypa sólstöfum niður í salinn. Áhorfandinn mun þá sjá hvernig ljós- ið færist til og fá.tækifæri til að virða sólar- ljósið fyrir sér sem breytilegt fyrirbæri, sjá rykið sem dansar í sólstöfunum og annað sem sólstafirnir framkalla. En í Kaupmannahöfn var verkið ekki endanlega mótað í huga Ól- afs, heldur aðeins lauslegar hugmyndir þess. Endanlega útfærslu vinnur hann á staðnum, þegar hann hefur sólina og salinn við hendina. JORDI SAVALL A TROÐNUM OG ÓTROÐNUM SLÓÐUM TÖNLIST Sígildir diskar Spænsk forntónlist E1 Canto de la Sibila I (Catalunya) og E1 Canto de la Sibila II (Galicia, Castilla). Sönghópur og hljóðfærasláttur: La Capella Reial de Catal- unya. Einsöngvari: Montserrat Figueras. Stjómandi Jordi Savall. Útgáfa: Auvidis Fon- talis „Musica Iberica" ES 8705 / ES 9900. Verð: 2.980 (2 diskar - fáanlegir hvor í sínu lagi) - Japis. STÓRAUKINN áhugi hlustenda á tónlist fyrri alda hefur leitt til þess að menn seilast sífellt lengra aftur í forneskju og kanna því æ leyndardómsfyllri lendur á tónlistarsvið- inu. Sú vaxandi athygli sem hin forna kirkju- tónlist vekur á vafalaust rætur sínar að rekja til þeirrar þarfar nútímamannsinns að eiga sér kyrrlátar stundir til íhugunar og hvíldar í steitufylltum heimi. í raun er undravert að þessi kyrrláta og á stundum næsta kyrr- stæða tónlist skuli höfða í svo ríkum mæli til kóka-kóla kynslóðarinnar með stresstö- skurnar sínar. Það er óumdeilanleg stað- reynd að hljóðritanir af fornri kirkjutónlist seljast í stórum upplögum um heim allan og sumar komast á vinsældalista og fá jafn- vel gullplötur! Einn þeirra tónlistarmanna sem vafalaust hafa lagt hvað þyngst lóð á vogarskálarnar til þess að kynna og auka vinsældir forntón- listarinnar er spænski gömbuleikarinn Jordi Savall sem á 25 ára feril að baki á tónlistar- sviðinu. Eiginkona hans, söngkonan Monts- errat Figueras, kemur jafnan fram með honum á tónleikum og í hljóðritunum en hún á sér einnig sjálfstæðan feril. Þau stofnuðu árið 1974 tónlistarhópinn Hespérion XX sem átti eftir að verða brautryðjandi í leitinni að vanræktri tónlist og tamdi sér þau vísinda- legu vinnubrögð sem urðu öðrum sambæri- legum hópum fordæmi. Árið 1987 stofnaði Savall söng- og hljóðfærahópinn La capella Reial de Catalunya sem sérhæfir sig í tón- list fyrir aldamótin 1800 og nú síðast hljóm- sveitina Le Concert de Nations. Flutningur Savalls og Figueras hefur um árabil verið gefinn út hjá frönsku útgáfunni Astrée Auvi- dis (rúmlega 60 útgáfur og eru fjölmargar þeirra fáanlegar hér á landi) en nú hefur hann fengið sitt eigið „merki“ sem nefnist Auvidis Fontalis („frá uppsprettunni“) þar sem enn frekar er leitað uppruna tónlistar- innar og útgáfusagan, mismunandi handrit og flutningsmáti rannsakaður eins gaum- gæfilega og frekast er unnt. Diskarnir sem hér eru til umfjöllunar í dag eru úr útgáfuröð Auvidis Fontalis, Musica Iberica („spænsk tónlist"), og er ein fjölmargra hljóðritana seinni ára þar sem þessari sjaldheyrðu fornu tónlist eru gerð skil. Þó er þessi útgáfa ólík öðrum að einu leyti: sumir hlutar tónlistarinnar eru taldir allt að þúsund ára gamlir eða frá tíma már- anna á Spáni og textinn, sem er úr spádóms- bókum Sibilu, á uppruna sinn í Grikklandi þremur öldum fyrir Krists burð. Það er óneit- anlega mjög sérstök og gefandi upplifun sem bíður þeirra hlustenda sem leggja á sig að kynnast þessari fallegu og áhrifaríku tónlist sem er greinilega blönduð márískum og gyð- inglegum áhrifum. Montserrat Figueras syngur einleikshlutverk hinnar myrku, forn- grísku spádómsgyðju Sibila, sem menn leit- uðu ráða hjá og tóku þar með verulega áhættu og storkuðu örlögunum. Söngmáti Figueras er mjög „náttúrulegur" og tilgerð- arlaus, hún notar lítið sem ekkert víbrató en leggur þeim mun meira upp úr tjáning- unni sem oftast er hreint óviðjafnanleg og heldur manni hugföngnum. Henni svarar 12-13 manna sönghópur úrvalsradda og vek- ur fáguð tónmyndun og hljómmiklar bassa- raddir sérstaka athygli. Leikið er undir á ýmis forn hljóðfæri og er upptakan gerð í umhverfi með hæfilega mikum endurómi. Allt hjálpast þetta við að skapa hér sérstakt og dulúðlegt andrúmsloft löngu liðins tíma. Hér er á ferðinni afar vönduð útgáfa þar sem farið er víðs fjarri troðnum slóðum. BEETHOVEN Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 3, op. 55 „Eroica“. Coriolan-forleikurinn, op. 62. Hljómsveitarstjóri: Jordi Savall. Hljómsveit: Le Concert des Nations. Útgáfa Auvidis Fon- talis „Musica Germanica" ES 8557. Verð: kr. 1.490 - Japis. Enn ein Eroicanl Von er að svo sé sagt þegar lausleg athugun í plötulista Gramop- hone leiðir í ljós að fyrir séu tæpar 100 útgáf- ur af þessu tímamótaverki. Og ekki er laust við að samkeppnin sé hörð: nánast hver ein- asti hljómsveitarstjóri á heimsmælikvarða hefur fundið hjá sér þörf fyrir að koma sinni persónulegu túlkun á framfæri, og sumir oftar en einu sinni, en einnig hafa minni spámenn að sjálfsögðu fengist við þetta magnaða verk. Satt að segja furðar maður sig oft á því hvers vegna var af stað farið því oftar en ekki virðast menn hafa lítið fram að færa til að dýpka skilning hlustenda. Á seinni árum hafa ýmis útgáfufyrirtæki lagt áherslu á að sækja aftur til upprunans og leitast við að flytja sinfóníur Beethovens á þann máta sem tíðkaðist í upphafi 19. aldarinnar. Þau hafa fengið til liðs við sig ýmsa af ágætustu hljómsveitarstjórum nú- tímans svo sem John Eliot Gardiner, Chri- stopher Hogwood, Roger Norrington og Roy Goodman, sem stjórnaði Kammersveit Reykjavíkur fyrr í vetur. Það sem einkennir flestar þessar útgáfur eru minni hljómsveitir sem jafnan gefa léttari og gegnsærri flutn- ing. Einnig er hraðinn oft talsvert meiri en í hefðbundnum, rómantískum útgáfum. Þetta á sérstaklega við um túlkun þeirra Gardiners og Goodmans. Og nú hefur nýr boðberi upprunastefnunnar bæst í hópinn, Jordi Savall, í glænýrri hljóðritun sem kom á markaðinn fyrir fáum vikum. (Því ber annars að fagna hve fljótir þeir Japis-menn eru að taka við sér þegar forvitnilegar nýj- ungar birtast). Hljómsveit Savalls, Le Concert des Nati- ons, telur alls 46 hljóðfæraleikara og virkar minni en Hanover Band Goodmans en hafí manni þótt þeir síðarnefndu vera frísklegir í túlkun sinni þá er það ekkert miðað við flutning Savalls og félaga. Goodman gefur sér 17 mín. og 19 sek. til þess að ljúka fyrsta kafla en Savall er tveimur mínútum fljótari! Og trúið mér, þetta heyrist. Árangurinn er ábyggilega hraðasti upphafskafli Eroicu frá upphafi hljóðritana. En hvílík túlkun! Að óreyndu hélt ég að ekki væri lengur hægt að koma svo á óvart með alþekktri tónlist sem þessari. Snerpa Savalls er ákaflega sannfærandi og þrátt fyrir þennan ógn- \. arhraða hljómar tónlistin aldrei eins og hún sé óróleg eða flaustursleg, heldur þrungin þeim sprengikrafti sem einkennir þessa tón- list í svo ríkum mæli. Hún er bara eins og hún á að vera. Það sama má segja um ann- an kafla. Hann er miklu hraðari en menn eiga að venjast (fimm (!!) mínútum styttri en t.d. hjá Leonard Bernstein og Vínarfíl- harmóníunni (1980)) en samt er þetta í fyrsta skipti á plötu sem ég skynja alvöru sorgarm- ars í þessari tónlist. Og maður hugsar: Já, svona, einmitt svona, hlýtur Beethoven að hafa hugsað sér þennan kafla. í ágætri grein sinni í bæklingi disksins rökstyður Savall túlkun sína og þ.m.t. hraðaval og vísar þar til fyrirmæla í handriti Beethovens um það efni, en tónskáldið lagði jafnan mikið upp úr réttu hraðavali. Þriðji og fjórði kafli ein-' kennast báðir af sama léttleikanum en þrátt fyrir mikinn hraða gefur Savall gaum að smáatriðunum sem hvergi týnast i viðburða- ríkri tónlistinni. Reyndar hægir Savall veru- lega á í miðjum 4. kafla (poco andante) til að auka á dramatíkina og mynda sterkari andstæður. Lokatöktunum fá engin orð lýst. Ef þú lesandi góður átt uppi í hillu gaml- an Karajan, eða álíka, sem þér hefur alltaf þótt vænt um en ekki nennt að spila undanf- arin ár þá er kominn tími til að yngja upp og upplifa ferska spilamennsku sem varpar nýju ljósi á gamlan kunningja. En vertu við því búinn að fá vægt áfall, því hér ríkja allt önnur viðmið um flutning en hingað til hafa tíðkast. Þetta er besta Eroican sem ég hef heyrt fram að þessu. Valdemar Pálsson 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.