Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 20
EF ÞU GETUR EKKISAGT ORÐIN SYNGUR ÞÚ ÞAU ROBERT Holl hefur verið kallaður hinn nýi „Dieskau" eða „Hotter" endurborinn. Síðustu tvo áratugi hefur hann skipað sér í hóp fremstu ljóðasöngvara heims. Gerrit Schuil, undirleikari á tónleikum Holls í dag, segir að helsti styrkleiki Holls sé •persónuleg túlkun hans, borin uppi af einstæðri þekkingu og skilningi á eðli þýsku söngljóðanna sem eru hans sérgrein. Aðspurður segist Holl leggja mikið upp úr túlkun texta í söng sínum og eins og landi hans, söngkonan Elly Ameling, sem hélt Master Class hér á landi fyrir skömmu, segist hann líta á textann sem kjarna ljóðasöngs- ins. „Tónskáldið fær innbiástur sinn frá ljóðinu, orðum ljóðskáldsins og því eru þau kjarninn sem ég verð að vinna út frá í túlkun minni. Að syngja ljóð er eins og að mæla það af munni fram, þú gerir það bara af meiri ákafa; ef þú getur ekki sagt iprðin syngur þú þau. Það skiptir ekki aðeins máli að bera orðin rétt fram heldur verður maður að segja eitthvað við áheyrandann, koma ein- hverjum áhrifum til hans. Túlkunar- möguleikarnir eru auðvitað enda- lausir. Ég þarf að skynja hvaða orð voru tónskáldinu mikilvægust og hver eru mikilvægust fyrir mig, síðan reyni ég að koma því til skila.“ Byrjaói i drengjakór Robert Holl fæddist í Rotterdam árið 1947. Hann byijaði að syngja átta ára gamall í drengjakór kirkju sinnar í Rotterdam. Hann nam söng hjá David Hollestelle við Tónlistar- skólann þar í borg og stundaði síðan framhaldsnám í Múnchen hjá Hans Hotter. Árið 1971 vann hann fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni söngv- ara sem haldin var í s’Hertogenbosch í Hollandi og ári síðar varð hann fremstur í keppninni International Musikwettwerb í Múnchen. Með þeim sigri hófst ferill hans á alþjóðavettvangi. Á árunum 1973 til 1975 starfaði Holl sem einsögnvari við Ríkisóperu Bæjaralands í Múnchen og á næstu árum kom hann oft- ROBERT Holl Morgunblaðió/Kristu Robert Holl, bassa-barítón, heldur Ijóóatónleika á vegum Schubert-hátíóarinnar í Kirkjuhvoli í Garóabæ í daq kl. 17. ÞRÖSTUR HELGASON heyrói í honum hljóóió en hann hefur verió kallaóur hinn nýi „Dieskau“. Nú starfar Holl við óperuna í Zúrich og hefur því að nokkru leyti snúið sér aftur að óperusöng. Af ýmsum stórum hlutverkum hans má nefna Hans Sachs í Meistarasöngv- urunum frá Núrnberg eftir Wagner sem hann söng fyrst á sviði hátíðar- leikanna í Bayreuth sumarið 1996 og mun hann syngja þar næstu ijög- ur ár. Hann segir þó að ljóðasöngurinn muni alltaf verða sér mikilvægastur alls þess sem hann taki sér fyrir hendur, þar tengjast góður skáld- skapur og tónlist sem ekki sé hægt að segja um óperuna, nema í undan- tekningartilfellum. „Ég ætlaði alltaf að fara í háskóla og læra bókmenntir, þýskar bók- menntir en síðan uppgötvaðist að ég gat sungið og mér þótti það alveg tilvalið að tengja þetta tvennt saman með ljóðasöngnum, skáldskapinn og tónlist- ina. Frá þessum áhuga mínum á skáldskap er kannski sú mikla áhersla, sem ég legg á túlkun, komin.“ Á tónleikunum í Garðabæ í dag mun Holl flytja fjölbreytt úrval Schubert-söngva, þar á meðal Heine-ljóðin úr Svanasöng - Schwanengesang. sinnis fram sem gestasöngvari við Ríkisóperuna í Vínarborg. Þrátt fyrir skjótan frama við nokkur af merk- ustu óperuhúsum Evrópu ákvað hann að helga sig tónleikahaldi og hefur síðan einkum fengist við ljóðasöng. Þýsk ljóðatónlist 19. aldar skipar þar öndvegi en Holl er óvenju íjölhæfur söngvari og meðal annars lærði hann á sínum tíma rússnesku til að geta flutt rússnesk sönglög á tónleikum sínum. Hann hefur starfað með nokkrum af merkustu hljómsveitar- stjórum okkar tíma, þar á meðal Herbert von Karajan, Leonard Bern- stein, Claudio Abbado, Bernard Hait- ink, Eugen Jochum og Wolfgang Sawalisch. Einnig hefur hann sungið inn á fjölmargar hljómplötur, meðal annars fyrir Deutsche Gramophone, Philips og Decca. Skáldskapur og tónlist I, EGGERT EINARSSON AFTURÁ ÍSLANDI FUNDNIR HLUTIR EGGERT Einarsson heldur skúlptúrsýningu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og verður __hún opnuð í dag. Eggert hefur ekki haldið 'sýningu hér á landi í um tíu ár en hann hefur undanfarin ár unnið töluvert með svissneska listamanninum Dieter Roth, sett upp sýningar fyrir hann qg sýnt með honum í erlendum galleríum. A sýningu sinni í Hafnarhúsinu sýnir Eggert verk sem unnin eru úr tré, járni, köðlum og vélum. „Þarna eru nokkur flugstykki," sagði Eggert þegar blaðamaður ræddi við hann, „og er eitt þeirra, Mávur, tileinkað Leonardo hinum eina og sanna. Ég nota mest tilbúna hluti í verkin, þetta eru fundnir hlutir sem ég stilli upp á nýjan hátt og gef þeim þann- ig nýja merkingu, varpa á þá nýju ljósi og '!á hugmyndir okkar um þá. Maður vill brjóta upp vanahugsun sem flest allir eru bundnir í; faestir spyija af hveiju hlutirnir eru eins og þeir eru heldur taka þeim eins og gefnum hlut. Maður vill reyna að vinna gegn þessum vana.“ Morgunbladið/Kristinn EGGERT Einarsson UPP Á LÍF OG DAUÐA FÆST ljóðskáld hafa í sig og á af skáldskapn- um einum saman og Bandaríkjamaðurinn Thomas Lynch er þar engin undantekning. Hann hefur hins vegar óvenjulegan starfa, sem hefur orðið honum að yrkisefni, eins og fram kom i samtali sem Financial Times átti við hann. Lynch starfar með öðrum orðum sem útfararstjóri. UmQöllunarefni Lynch í ritgerðasafninu „Utfararstofan" er engu ómerkara en dauð- inn, sem birtist höfundi í ýmsum myndum enda býr hann að hálfrar aldar reynslu af því sem fram fer á útfararstofum, sonur og sonar- sonar útfararstjóra. „Starf mitt felst síður í því hvað gert er við hinn látna, mun fremur í því hvernig þeir sem eftir lifa takast á við þá staðreynd sem mannslát er,“ segir Lynch. í ritgerðarsafninu fléttar hann saman per- sónlegum harmleikjum, meinafræði og þeim lærdómi sem hann hefur dregið af starfi sínu, og setur fram á ljóðrænan hátt. Þykir Lynch takast vel að fjalla um viðkvæmt efni af gætni en einnig kaldhæðni, sem kemur t.d. skýrt fram í kynningu á bókinni. Hefur verið komið fyrir likkistum í gluggum þeirra bókaverslana sem kynna hana í Bretlandi og voru kisturnar að sjálfsögðu fluttar á líkvagni til verslananna. Sjálfur furðar Lynch sig á ótta fólks við dauðann — og lík. ,,-Trúið mér, enginn dauður líkami getur hrætt menn eins og sumir lif- andi. Lík eru örugg." 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.