Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Qupperneq 13
BÖRN Jóns Guðmundssonar og Hólmfríðar Þorvaldsdóttur á efri árum. Frá vinstri:
Þorvaldur læknir á ísafirði, Kristín Krabbe, Sigurður fangavörður í Reykjavík.
Kristín Jónsdóttir hefurgetab fagnaó þvíy að
þessum tveimur sonum hennary Jóni og Thor-
valdy skuli hafa runnió hlóóió til skyldunnar.
Þeirguldu œttlandi móóur sinnar torfalöginy svo
aó þar varó ekki heturgert. A morgni nýrrar
aldar lögóu þeirframy hvor meó sínum hcettiy
stóran skerf til framfarasóknar íslenxku þjóóar-
innar\
verða vill. Þó man ég, að Jón Krabbe minnt-
ist æskuheimilisins og foreldra sinna, þar
sem móðirin talaði við hann íslenzku og faðir-
inn dönsku, og af máli hans mátti glöggt
skynja, hversu hinn íslenzki uppruni hafði
skapað virðingu fyrir hinu fjarlæga ættlandi
móðurinnar. Ennfremur talaði hann um ferð-
ir sínar til íslands, sem verið höfðu fjölmarg-
ar allt frá stúdentsárunum fyrir aldamótin
og gert höfðu hann hugfanginn af hrifningu
af náttúrufegurð landsins. Ekki óraði mig
þá fyrir því, að hann ætti enn eftir að líta
Island augum, en það varð þó raunin 1962,
árið eftir að ég heimsótti hann.
Veitingar höfðu verið fram bornar, kaffi,
kökur og sherryglas. Þetta hafði verið nota-
leg stund og minnistæð, að sitja með dóttur-
syni Jóns ritstjóra og geta þannig tengt sam-
an ár og aldir í huganum. Mér fannst ég fá
staðfestingu á því, að allt það, sem ég hafði
um manninn heyrt, væri ekki ofsögum sagt.
Honum kippti sannarlega í kyn foreldra
sinna, Kristínar og Haralds Krabbe, og að
hinn góði arfur frá Hólmfríði Þorvaldsdóttur
og Jóni Guðmundssyni, hefði skilað sér til
Jóns Krabbe.
Það var liðið á dag og tími til kominn að
kveðja húsráðanda og þakka fyrir sig. Hann
stóð á fætur, kvaddi mig með þéttu hand-
taki og hlýlegum svip. Eg gekk frá stofu
þessa gróna og háborgaralega heimilis, út
úr hinu virðulega húsi, sem hafði fremur
svip 19. aldar en þeirrar, sep þá var liðlega
hálfnuð, en nú er senn öll. Ég hafði skynjað
andblæ hins liðna leika um mig, en nú gekk
ég út á vit nútímans og hins danska vors.
Enn lifði Jón Krabbe talsvert á fjórða ár
eftir fund okkar, lézt í Kaupmannahöfn 20.
október 1964, á 91. aldursári. Frú Margr-
ethe, kona hans, lifði hann í 6 ár, lézt 26.
nóvember 1970, 94 ára.
13.
Hinn þriðji í bræðraröðinni af sonum
Kristínar Jónsdóttur og Haralds Krabbe var
Thorvald Haraldsen Krabbe, sem fæddur var
í Kaupmannahöfn 21. júní 1876. Fyrir hon-
um átti að liggja að tengjast sögu íslands,
eins og Jóni, bróður hans, þótt með ólíkum
hætti væri. Hann lauk háskólaprófi í bygg-
ingaverkfræði aldamótaárið, en var síðan
um hríð starfandi verkfræðingur í Höfn.
Thorvald kvæntist árið 1902 frænku sinni,
Sigríði, dóttur Þorvalds læknis á ísafirði, og
áttu þau saman dótturina Helgu (f. 1904),
títtnefnda á þessum blöðum, sem er nýlátin.
Thorvald og Sigríður eignuðust aðra dóttur,
24. desember 1905, og lézt móðirin unga
sama dag, en barnið vorið eftir. A árinu
1907 kvæntist Thorvald danskri konu Marg-
arethe Krabbe (1871-1953), en þau voru
barnlaus.
Árið 1906 urðu þau umskipti á högum
Thorvalds Krabbe - sem áreiðanlega hafa
glatt Kristínu, móður hans - að hann var
kvaddur til starfa á íslandi af ráðherra hinn-
ar ungu heimastjórnar, Hannesi Hafstein.
Fluttist hann til Reykjavíkur um vorið,
byggði fljótlega sitt eigið hús við Tjörnina
og hóf störfín heima hjá sér, „fullur af löng-
un eftir að fá að vinna fyrir land móður
minnar“, eins og hann komst síðar að orði.
Var starf hans í upphafi skilgreint sem
„verkfræðingur til aðstoðar fyrir landsstjórn
og héraðsstjórn". Hann varð annar tveggja
landsverkfræðinga, sem þá störfuðu á vegum
landsstjórnarinnar, en hinn var Jón Þorláks-
son, síðar ráðherra. Thorvald Krabbe komst
svo að orði löngu síðar í „Tímariti Verkfræð-
ingafélags íslands":
„Þá er eg kom hingað, var ísland frá tekn-
ísku sjónarmiði sama sem óskrifað blað.
Fáir voru íslenzku verkfræðingarnir, lítið
hafði verið unnið annað en byrjun á vega-
og brúakerfi landsins. Símakerfið var í
undirbúningi, en þar með var allt talið.
Rafmagn var sem nær óþekkt, hafn-
argerðir engar, enda þótt hreyfing væri
komin á undirbúning Reykjavíkurhafnar.
Vatnsveitur og fráræsla á skolpi var mjög
óvíða, húsagerð mjög stutt komin. En á
mörgum sviðum var áhuginn að vakna.“
Hér voru ærin verkefni framundan fyrir
hina nýju heimastjórn og verkfræðing henn-
ar, enda var tekið til höndunum. Fyrstu verk
Thorvalds Krabbe voru tengd bryggju- og
hafnargerð víða um land, Akureyri, Blöndu-
ósi, Húsavík, Hafnarfirði og víðar, síðan fljót-
lega framkvæmdir og ráðgjöf á vegum bæj-
arstjórnar í Reykjavík við stærsta mannvirki
í undirbúningi, hafnargerðina í bænum, sem
hófst svo árið 1913.
Þó má segja, að vitamálastjómin hafi verið
höfuðverkefni Thorvalds Krabbe, fyrst vita-
byggingar í náinni samvinnu við Dani, en
síðan alfarið frá 1909 undir stjórn hans,
nefndur vita- og hafnarmálastjóri frá 1918.
Voru hér í upphafí ferils hans taldir 8 vitar,
en alls reistír 62 í viðbót á tímabilinu, og
voru það gríðarlegar framfarir fyrir alla þá,
sem stunduðu siglingar við strendur landsins.
Þótti Thorvald Krabbe rækja þetta brautryðj-
endastarf í uppbyggingu vitakerfisins af mikl-
um áhuga og dugnaði. Hann hafði náið sam-
starf við alla vitaverði landsins, sem luku
lofsorði á samvinnuna við hann, þegar hann
kvaddi embættið. Og út á land þurfti hann
oft að ferðast til að fylgjast með framkvæmd-
um. Hafa þær ferðir, ýmist á hestbaki, eða
á skipum með ströndum fram, gert verkfræð-
ingnum ljósara en ella hvers Island þurfti
við, ætti það að hafa einhverja möguleika á
að verða jafnað saman við nærliggjandi lönd.
Um ferðimar sagði hann, að þær hefðu gefið
honum „einstakt tækifæri til að kynnast landi
og lýð, skilja eðli landsins og þjóðarinnar."
Thorvald Krabbe var ráðunautur bæjar-
stjórnar Reykjavíkur um byggingu gasstöðv-
ar árið 1909, og hófst lýsing með gasljósum
í bænum árið eftir. Hann var athafnasamur
þátttakandi í þróun iðnaðar, sér í lagi járn-
og skipasmíða, m.a. stóð hann að stofnun
Slippfélagsins, Vélsmiðjunnar Hamars o.fl.
og gegndi þar stjórnarstörfum. Hann lét
einnig til sín taka í félagsmálum, m.a. oft
formaður Verkfræðingafélags íslands, var í
stjórn Dansk-íslenzka félagsins o.fl.
Thorvald Krabbe þótti ötull og samvizku-
samur, „ embættismaður út í fingurgóma.
[... ] Strangheiðarlegur í peningamálum
að því er ég best veit, en smásmugulegur
nokkuð,“ segir Sigurður Thoroddsen, verk-
fræðingur, í minningum sínum „Eins og
gengur“. Hann lagði dijúgan skerf til verk-
legra framfara á Islandi á því tímabili, þeg-
ar þjóðin var að rísa úr öskustó hins liðna
og hefja göngu sína inn í nýja tækniöld.
Sjálfur hefur Thorvald Krabbe sagt svo frá,
þegar hann lét af störfum eftir þriggja ára-
tuga embættisstörf á íslandi, að á sínu verk-
sviði hafi verið um að ræða þróun
„frá lítilli stöðu, er ég rækti einsamall
heiman frá skrifborði mínu, þangað til ég
nú sleppi stjórn á þýðingarmiklu og marg-
brotnu embætti, með marga starfsmenn,
verkfræðinga, skrifstofufólk, vitaverði
o.fl.“
Thorvald Krabbe var velmetinn borgari
og setti svip sinn á bæjarbraginn í Reykja-
vík á fyrsta þriðjungi aldarinnar. Hann var
dökkur yfirlitum, með vel snyrt alskegg, al-
vörugefinn á svip, og tekið var eftir honum
á gönguferðum, eða þegar hann tók hjólhest
sinn og fór í hjólreiðaferðir um bæinn og
nágrenni hans. Móðurmálið frá bernsku-
heimilinu í Kaupmannahöfn hefur hann rifj-
að upp og varð þar sæmilega fær, en dansk-
an var honum þó ávallt tamari á tungu.
Greinilega má marka ræktarsemi hans við
upprunann á því, að árið 1913 gaf hann út
rit um ætt sína, „Niðjatal Þorvalds Böðvars-
sonar prests á Holti undir Eyjafjöllum og
Björns Jónssonar prests í Bólstaðarhlíð“.
Helga Krabbe, einkadóttir Thorvalds, ólst
upp við Tjarnargötuna, gekk í Landakots-
skólann, hélt síðan áfram menntabrautina
og hóf nám haustið 1918 í lærða skólanum
gamla við Lækjargötu. Hann hét þá form-
lega Hinn almenni menntaskóli í Reykjavík,
og var í litlum mæli farinn að veita stúlkum
skólavist. Þegar Helga varð stúdent vorið
1924, voru sjö stúlkur, sem útskrifuðust, en
34 piltar, og höfðu þá ekki áður jafnmargar
stúlkur lokið stúdentsprófi í einu.
Þegar' faðir Helgu Krabbe fór um landið í
embættiserindum, tók hann oft konu sína og
dóttur með sér í þau ferðalög. Árið 1936 fór
hann um Skaftafellssýslur, og voru þær þá
báðar með honum í þeirri ferð. Þá fóru þau
ríðandi yfir vötnin, en þess má geta, að ein-
mitt um þær mundir var búizt við, að Skeið-
ará mundi hlaupa einhveija næstu daga. Þessi
ferð hefur áreiðanlega komið upp í huga
Helgu Krabbe, þegar hún heyrði um Skeiðar-
árhlaupið í nóvember 1996, enda þótt hún
nefni það ekki sérstaklega í fréttinni í Morg-
unblaðinu, sem vitnað var til hér í upphafi.
Helga fluttist af landi brott til Danmerkur
árið 1933, en Thorvald faðir hennar lét af
störfum samkvæmt eigin ósk vorið 1937,
tæplega 61 árs gamall, og fluttist þangað
einnig. Hann kvaddi land og þjóð með ávarpi
í Ríkisútvarpinu 30. apríl 1937, auðsjáanlega
mjög sáttur við dvöl sína og störf á íslandi.
Hann kvaðst hafa komið víða á ferðum sínum,
„kynnzt mörgum, mér hefir allsstaðar
verið tekið svo ótrúlega vel, jafnvel þar
sem ég hefi komið í fyrsta skipti hefir
mér verið tekið sem vin, mjög víða jafn-
framt sem frænda. Þessar heimsóknir og
viðkynningar eru einhveijar mínar dýr-
mætustu endurminningar frá dvöl minni
hér á landi."
Á næstu árum setti hann saman stórt,
sögulegt rit um verklegar framkvæmdir á
íslandi, „Island og dets tekniske Udvikling
gennem Tiderne", sem út kom í Danmörku
árið 1946. Thorvald Krabbe var búsettur í
Kaupmannahöfn til dauðadags, 16. maí
1953, nær 77 ára að aldri, og kona hans
lézt sama ár.
Kristín Jónsdóttir hefur getað fagnað því,
að þessum tveimur sonum hennar, Jóni og
Thorvald, skuli hafa runnið blóðið til skyld-
unnar. Þeir guldu ættlandi móður sinnar
torfalögin, eins og hér hefur verið lýst, svo
að þar varð ekki betur gert. Á morgni nýrr-
ar aldar lögðu þeir fram, hvor með sínum
hætti, stóran skerf til framfarasóknar ís-
lenzku þjóðarinnar, sem leiddi til sigurs
hennar í þjóðfrelsisbaráttunni. Þeir gengu
þar í fótspor afa síns, Jóns Guðmundssonar,
ritstjóra, reykvíska „uppreisnarmannsins“,
sem tók sér stöðu við hlið félaga síns og
vinar, forsetans Jóns Sigurðssonar, í upp-
hafí þeirrar baráttu og lengi síðan.
Þá er lokið þessum þáttum úr sögu frænd-
garðs Helgu Krabbe - konunnar, sem sendi
Islendingum væna peningagjöf til að byggja
upp veginn eftir náttúruhamfarirnar á Skeið-
arársandi - hennar, sem var tilefni þessara
skrifa minna.
Heimildir:
Bréf J6ns Guðmundssonar til Jóns Sigurðssonar í Þjóð-
skjalasafni.
Gögn úr fórum Thorvalds Krabbe í Þjóðskjalasafni.
Björn Bjarnason (frá Viðfirði): „Frú Kristín Krabbe“,
Óðinn 12. marz 1911.
„Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar prests á Holti undir
Eyjafjöllum og Björns Jónssonar prests í Bólstaðar-
hlíð“. Útg. Th. Krabbe, Rv. 1913.
Indriði Einarsson: „Sjeð og lifað“, Rv. 1936.
Jón Helgason (prófessor): „Jón Krabbe sjötugur, Frón
1. 1944.
Jón Krabbe: „Trúnaðarmaður íslands í nálega 50 ár“.
Ræða. Lesbók Morgunblaðsins 21. júlí 1946.
Guðrún Borgfjörð: „Minningar“, Rv. 1947.
Pétur Benediktsson: „í 55 ára þjónustu ísl. ríkisstjórna
vann Jón Krabbe fyrrum sendifltr. margvísleg ómetan-
leg störf“, Morgunblaðið 13. ágúst 1953.
Jón Krabbe: „Frá Hafnarstjórn til lýðveldis. Minningar
frá löngum embættisferli“, í þýðingu Péturs Benedikts-
sonar, Rv. 1959.
Einar Laxness: „Jón Guðmundsson ritstjóri og alþingis-
maður, þættir úr ævisögu“, Rv. 1960.
Pétur Benediktsson: „Jón Krabbe níræður“, Morgun-
blaðið 5. janúar 1964.
Bcnedikt Gröndal: „Dægradvöl“, Rv. 1965.
Einar Laxness: „Jón Guðmundsson og Reyly’avík“,
Lesbók Morgunblaðsins 29. júní 1975.
„Bréf ti! Jóns Sigurðssonar. Úrval. Bréfritarar Jens
Sigurðsson, Jón Pétursson, Jón Guðmundsson, 2.
bindi“, Rv. 1984. Einar Laxness, Finnbogi Guðmunds-
son og Jóhannes Halldórsson önnuðust útgáfuna. [Bréf
Jóns Guðmundssonar 1845-1855].
Sigurður Thoroddsen: „Eins og gengur. Endurminn-
ingar“, Rv. 1984. Viðtal í Ríkisútvarpinu við Baldur
Möller, 1995.
Höfundur er sagnfræðingur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997 13