Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 16
MIÐJUGERÐINNI SUNDRAÐ SÝNING Guðjóns nefnist Þögul snerting og eru listaverkin unnin með sérstæðum hætti en Guðjón notar í listsköpun sinni dínamít til að sprengja ýmis grunnform og einingar úr járni. „Markmiðið með sýn- ingunni er að skapa visst milli- bilsástand eða óvissuástand. Þarna tefli ég mjög meðvitað fram margs konar andstæðum, bæði innan verkanna sjálfra og milli þeirra innbyrðis," segir Guðjón. Hann sprengdi alla skúlptúrana á eyðilegum stöðum á Reykjanesi í yfirgefnum námum, en þar er hlutleysi nátt- úrunnar algert. Þetta eru staðir sem heyra hvorki til náttúrunnar né manna og á þessum gráu jaðarsvæðum á sér stað ákveðin tæming, sem fínnur sér hliðstæðu í listaverkunum sjálf- um. Við gerð verkanna splundrast stór hluti þeirra og týnist og samlagast þar með lands- laginu. „Verkin eru þannig jafnmikið hér eins og annars staðar og hafa fólgna í sér ákveðna tæmingu þar af leiðandi. Þessi tæming kemur síðan fram sem rof í atburðarás, skurðum, híillibilum, hnökrum og göpum. Þetta er ein- kenni þess ástands sem ég er að skapa. Mál- verkin má segja að séu jafnt efnisleg sem huglæg upplausn og eru í senn undanfarar og skuggar skúlptúranna en heildareinkenni sýningarinnar er huglæg upplausn," segir Guðjón. Staða myndlistar full af þverstæðum Guðjón tekur með verkum sínum eindregna afstöðu til listarinnar en hann tjáir hugmynd sína um þverstæðufulla stöðu myndlistar. Sýn- ing hans er vettvangur átaka þar sem hann reynir að skapa nýjar forsendur og nýja ramma á sýningunni. Hann segir að niðurbrotið sem hvarvetna blasi við vísi bæði til efnisgerðar verkanna og til listasögunnar sjálfrar við ald- arlok. „í formunum myndast tómleiki þar sem miðjugerðinni er sundrað jafnt efnislega sem hugmyndafræðilega, en í kerfisbundnu niður- broti listarinnar felast í senn ólíkir sálfræðileg- ir þættir, sem eru lausn eða frelsi og djúpstæð- ur tómleiki. Útkoman úr sprengingunum er alltaf ófyrirséð og sprengdir skúlptúrar skapa andstæðu við upprunalega regluskipan sína og við málverkin á sýningunni. Það má segja, eins og Dominique Nahas kemst svo skemmti- lega að orði í sýningarskrá að skúlptúrarnir fjalli um rannsókn á spennunni milli þess sem William Reich sagði að væri hið óumflýjanlega fasíska eðli sem býr í huga hins hversdagslega manns sem reynir í sífellu að þröngva ein- hveiju skipulagi á umhverfið til að komast hjá óvæntum atburðum og hins vegar viðhorf þess sem hvorki dæmir né setur hlutina í skorður - semsagt jákvætt viðhorf til margræðni og samtvinningar merkinga og ímyndunaraflsins." Guðjón líkir heildarmynd verkanna við GUÐJÓN Bjarnason. Guójón Bjarnason sýnir skúlptúra og mólverk í sýn- ingarsölum Norræna hússins um Dessar mundir en Dar hefjast óformlegar umræóur um list hans í dag kl. 14. í| Deim taka þótt höfundar þriggja greina sem birtust í þykkri sýningarskró, sem komin er út um list Guójóns. ÖRLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON hitti Guójón og fékk hann til aó útskýrg meginhugsun síng varóandi verk sín, sem unnin eru ó sérstæóan hótt en Guójón hefur tíókaó undanfgrió aó fara í nómur og aóra nafnlausa og yfirgefna staói til aó sprengjg skúlptúra sína í loft upp meó dínamíti. draumaathöfnina þar sem margir sameiginleg- ir þættir tengja hvort tveggja saman. „Draum- ar eru dæmi um Sjónræna og efnislega upp- lausn og í þeim eru hnökrar í atburðarás. Þeir eru í senn skammvinnt og áhrifamikið ástand, áminning og afmáning. Það er heldur ekki hægt að skilja þá beint af framsetningu þeirra eða sjónrænu samhengi.“ Það stendur í samhengi við inntak sýningarinnar sem hann segir að hafi ekki fullkomlega lausn og því síður enga nálægð í hefðbundnum skilningi. „Dæmi um þetta eru sprengingarnar sjálfar. Maður verður að vera minnst 500 metra frá dínamíthleðslunni þegar hún springur." Til að undirstrika upplausnina og hlutleysið eru ljósmyndir af vinnsluferlinu við sum verk- anna og einnig í sýningarskránni, sem teknar voru af Spessa og Páli Stefánssyni. „Verkin hafa tilvísun til eyðilegra þátta landslagsins sem eru námur og yfirgefin svæði og í eðli sínu hlutlaus og nafnlaus, en þó auðkennanleg og þar af leiðandi ekki tengd nostalgíu eða rómantík eða öðrum úreltum klisjum sem margoft koma upp þegar myndlist og landslag verða samferða. I heild má líta á verkin sem ákveðna skráningu á kerfisbundnum atburðum sem hefur það markmið að skapa merkingar- fræðilegt tóm, hnökra í setningaskipan er síð- an myndar önnur hugmyndatengsl og svo koll af kolli,“ segir Guðjón. Guðjón segir að lokum að sýning sín hafni öllum einföldum lausnum við gerð myndlistar og myndlist byggðri á ofureinföldunum er hafni áhorfandanum. 0ystein Loge, Dominique og Jón Proppé eiga sína ritgerðina hver í sýningarskránni um Guðjón sem fyrr var getið. Fjallar Loge þar í grein sinni Svalir yfir hyldýpinu um tengsl listar Guðjóns við appollóníska og díóníska tvíhyggju ogrómantíska söguskoðun 19. aldar með tilvísun í gríska goðafræði. Dominique lítur svo á í sinni grein að áhrifakraftur sýning- arinnar felist jafnt í fjarlægð milli verkanna og í verkunum sjálfum. í verkunum sé ákveð- in æðri frásögn og merkingarleikur sem tákn- ar eitthvað handan merkingarinnar og verkin fjalli frekar um slóðir, vísbendingar og tilgát- ur en skýra afmarkaða táknfræði og að verk- in virki og örvi merkingarflæði í stað þess að fastsetja ákveðin skilaboð. Grein Jóns Proppé nefnist Óreiða, tilviljun og vald og þar fjallar hann um feril Guðjóns og ræðir um tilurð skúlptúranna, tæmingu verkanna og þær mótsagnir sem felast í myndlist Guðjóns. Þetta er fimmtánda einkasýning Guðjóns en einnig á hann verk á alþjóðlegri samsýn- ingu í Borgarlistasafninu í Madríd, sem síðar mun fara á Þjóðlistasafnið í Ríó de Janeiro. Sýningin í Norræna húsinu stendur til 17. ágúst og er opin frá 14-19. Þess má einnig geta að Benedikt Gestsson vinnur að gerð heimildamyndar um tilurð verk- anna. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.