Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Síða 12
ná einhverju tilteknu fram og málalok eru óvís (t. d. stöðuhækkun, kvonbæn o. s. frv.) sendi ég aðra í minn stað, til að tala máli mínu. Þannig kemst ég hjá því að upplifa hi- ya, þá hneisu, sem því fylgir, ef tilraunin mis- tekst. Hiya er lykilhugtak í sálarlífi Filipsey- inga. Það er oftast þýtt sem ,skömm“, en merkir í raun þann álitshnekki, sem ég verð fyrir í augum sjálfs mín, ef ég hef það á til- fínningunni, að ég hafí ekki fullnægt þeirri kröfu, sem samfélagið (fjölskyldan eða hópur- inn, sem ég tilheyri) gerir til mín. Einstak- lingshyggja eða hópmenning? Á Vesturlönd- um á einstaklingshyggja drjúgan þátt í því að móta manngerð og viðhorf fólks. Frumleiki og sjálfstæð hugsun eru gildi, sem álitin eru eft- irsóknarverð. Á Filipseyjum er það, sem við gætum kallað ,hópmenning“, ríkjandi. Frá blautu bamsbeini læra böm að taka tillit til annarra og að bera sérstaka virðingu fyrir skyldfólki og vinum. Forðast skal um fram allt árekstra í samskiptum við aðra, hvort sem um er að ræða fjölskyldu, vinahóp (barkadas) eða vinnufélaga síðar meir. Markmiðið er ávallt hið sama, nefnilega það, að viðhalda góðum félagsanda (pakikisama). Sérhver ein- staklingur lærir að skynja tilveru sína fyrst og fremst sem hluta af stærri heild (hópi), og sjálfsímjmd hans snýst þess vegna ekki um hann sjálfan, eins og títt er í okkar heims- hluta, heldur fyrst of fremst um tengsl hans við hópinn, sem hann tilheyrir. Hópurinn er sú viðmiðun, sem allt snýst um. Oftast ,hugs- ar“ hópurinn fyrir alla meðlimi í heild, í þeim skilningi, að þau viðhorf, sem ríkja í hópnum, eru álitin hin einu sönnu. Mannfræðilega má því segja, að einstaklingurinn losni við það vafstur og erfiði, sem einatt fylgir því, að þurfa að kryfja mál til mergjar og taka eigin ákvarðanir. Og með þessum hætti heldur pakikisama (góður félagsandi) innreið sína í hópinn. Þó að pakikisama (góður félagsandi) hafí mannfræðilega ákveðnu hlutverki að gegna, er hins vegar Ijóst að pakikisama er dyggð, sem auðveldlega getur snúist upp í andhverfu sína og orðið að lesti undir ákveðn- um kringumstæðum. Ef félagar mínir taka eiturlyf, verð ég þá að gera það líka, til þess að spilla ekki góðum félagsanda, þótt það sé í raun gegn vilja mínum? Hér er oft vandi á höndum, því að pakikisama krefst þess að maður hagi sér eins og aðrir hópfélagar og skerist ekki úr leik. Amor propio Ef Filipsey- ingar verða fyrir persónulegri móðgun eða opinni gagnrýni, þannig að sjálfsvirðing þeirra sé í hættu, gerir amor propio strax vart við sigt, en það er nokkurs konar innri rödd eða næm tilfinning, sem vakir yfir því, að sjálfvirðingu einstaklingsins sé ekki ofboðið og að SIR (hið ljúfa viðmót) verði ekki að und- irlægjuhætti. Ef mönnum fínnst sér ofboðið, fljúga öll fögur áform um SIR út í veður og vind, og til alvarlega átaka getur komið. Er þá allra veðra von. Amor propio er annað lykil- hugtak í siðakerfi Filipseyinga, og stendur það í beinu hlutfalli við SIR. Amor propio minnir á íslenska sæmdarhugtakið að fomu, eins og við þekkjum það úr íslendingasögum. SIR og amor propio fyrirfinnast einnig í öðr- um löndum, en á Filipseyjum hafa þessi við- mið sérstöðu vegna almennrar fylgni og út- breiðslu. Þrátt fyrir alla viðleitni til að við- halda SIR og taka tillit til tilfinnga annarra, má þó alltaf búast við því að bláókunnugt fólk spyrji persónulegra spuminga, sem á okkar vísu þættu lítil kurteisi. ,Af hverju ertu ekki giftur?" .Hvenær ætlar þú að gifta þig?“ ,Af hverju áttu engin böm?“ ,Hvaða áform hefur þú í framtíðinni?" Hér virðist mér mælikvarð- inn á það, hvað sé viðeigandi og hvað ekki, hafa snúist við, ef hafðar era í huga venjur um þetta efni á íslandi. Það er því greinilega ekki nóg að kunna skil á SIR, til að komast klakk- laust yfir áfóll af völdum ólíkrar málbeitingar. Ýmis önnur viðmið þarf að hafa í huga, ef skiija á hegðun fólks í þessu vingjamlega og heillandi landi til hlítar, enda er það svo, að á afmörkuðum sviðum virðist sem SIR hafi gufað upp. Umferðarmenning á höfuðborgar- svæðinu er gott dæmi. Hegðun í akstri ein- kennist þar af allt öðra en tillitssemi, svo að ekki sé tekið sterkara til orða. Yfirleitt er töluverður munur á hegðun og viðmóti fólks í höfuðborginni Manila og í öðrum borgum landsins eða úti á landsbyggðinni. Menning Filipseyinga er, eins og áður sagði, fyrst og fremst hópmenning, og er fjölskyldan mikil- vægasti hópurinn. Fjölskyldan og fjölskyldu- snið á Filipseyjum eru allólík því, sem við eig- um að venjast á íslandi, og verður fjallað um þennan mikilvæga þátt, sem allt líf einstak- linga á Filipseyjum snýst um - að meira eða minna leyti - í næstu grein. I stjómarskrá Fil- ipseyinga frá 1987 er gerur sérstakur grein- armunur á „jómáli" (= filipínó) og „opinbera máli“ (= filipínó og enska). í næstu Lesbók: Fjölskyldulíf á Filipseyjum. Höfundurinn býr að hluta til ó Filipseymum. ÞÁ SKÚLI VAR YFIRVALD SKAGFIRÐINGA 2 ÁTÖK OG VINFENGI VIÐ MERA-EIRÍK Skúli var aðeins 25 ára þegar hann varð sýslumaður Skagfirðinga og ekki er fjarri því að sýslubúum hafi þótt hann vera heldur galgopalegur í háttum fyrsta kastið. Vafalaust hefur verið sláttur á karli bá er hann drakk og hann ekki sérlega auðveldur viðureignar und- ir áhrifum, en hann stillti sig að miklum mun eftir að hann kom suður. SKÚLI Magnússon, standmynd Guðmundar frá Miðdal í Aðalstræti. Sú „dýrmeeta handel llst" SKÚLI ólst upp á Húsavík, þar sem faðir hans var prestur, og vann á unglingsáram sínum sem búðarloka við einokunarverslun- ina þar. Það var þá sem Húsa- víkurkaupmaður kallaði til hans: „Mældu rétt strákur" til merkis um að vogin skyldi fölsuð þegar innlegg bændanna var vegið. Þetta segir Skúli vera fyrstu kynni sín af prettum einok- unarkaupmanna, en þau kynni urðu síðar ær- ið náin. I þann tíma var sjaldgæft að íslend- ingar hefðu einhverja reynslu af verslun nema ef fyrir bar prang hér innanlands, enda einokuðu Kaupmannahafnarbúar utanríkis- verslun landsins. Víst er að Skúli hafði allt frá þessum tíma í Húsavikurverslun mikinn áhuga á verslun og hagvísindum, og lagði sig mjög eftir þeim fræðum á námsáram sínum yfra. Nafnlaus óvinur lýsti þessu svo í hæðniskvæðinu Veðurvita sem fjallaði um ævi Skúla: Löndum Skúla þótti „handel listin" ekki ýkja merkileg sem var líklega í þeirra munni samheiti yfir viðskipta- og hagfræði. íslend- ingar sem sigldu utan til náms lærðu helst þrjár greinar; guðfræði, lögfræði og fombók- menntir, en fæstir reyndu nokkuð til þess að kynna sér atvinnuhætti eða hagskipulag er- lendra þjóða. Landsmenn höfðu löngum fylgst allnákvæmlega með hlutum eins og fatatísku, en virtust kæra sig kollótta um nýjungar í verktækni á erlendri grandu. Nauðsynlegt böl Skúli sjálfur taldi fáfræði í hagrænum efn- um vera eitt svartasta myrkrið yfir landinu og það var eitt af baráttumálum fógetans að landar hans lærðu „handel list“ og tækju verslunina í sínar eigin hendur. Hann lagði þráfaldlega til að einokunarverslunin yrði af- numin hér við land en konungur tæki þess í stað tolla af innfluttum vöram til að afla tekna. Danakonungur gaf landsmönnum í fyrsta skipti kost á því árið 1770, að velja sér verslunarfyrirkomulag. Þá vora tillögur Skúla teknar til alvarlegrar skoðunar, en þær þóttu of róttækar fyrir dönsku stjómina sem og ís- lendinga. Það kom vel fram að íslenski emb- ættisaðallinn var á móti öllum breytingum er gátu raskað gömlum venjum og hagskipulagi, og þar með stöðu þeirra sjálfra. Bjami Hall- dórsson sýslumaður Húnvetninga óskaði t.d. „einskis fremur en að landið mætti hafa áfram sín gömlu lög, sína gömlu siði og sinn sérstaka rétt og viðhalda fátækt sinni án frekari út- gjalda, byrða og þyngsla". Björn Markússon lögmaður kallaði einokunina „Malum Necces- arium“, eða nauðsynlegt böl. Þessi skoðun var heldur ekki fjarri amtmanninum, Ólafi Stef- ánssyni, en hann og þeir Stefánungar (Steph- ensen-ættin) vora í forystu fyrir hinum íhaldssamari embættismönnum og réðu lík- lega mestu um að tillögur Skúla köfnuðu í fæðingu. Landsmenn máttu því búa við versl- unareinokun í sautján ár eftir það. Sú trú var greinilega rótgróin, að erlendar hagfræði- kenningar gætu ekki með nokkra móti náð yf- ir íslenskar aðstæður og hefur sú meinloka reyndar lifað góðu lífi allt fram á þennan dag. Stefánungar vora að mörgu leyti hæfileika- ríkir embættismenn og náðu miklum völdum undir lok átjándu aldar, en eftirmaður Skúla sem landfógeti varð Magnús Stephensen. Stefánungar unnu það meðal annars til afreka sér að leggja niður Hólastað árið 1801. Skúli lögsækir Hofsósskaupmann Árið 1743, þegar Skúli hafði verið sýslu- maður Skagfirðinga í sex ár, var Islandsversl- unin leigð hinu fræga Hörmangarafélagi og dró þá brátt til tíðinda. Skúli keypti jám á Hofsósi árið 1745 og fann að það var svikið. Hann kallaði Skagfirðinga saman til fundar og kom þá upp úr dúmum, að ýmsir fleiri höfðu verið prettaðir. Skúli sýslumaður sótti þetta mál áfram og hafði fullan sigur þótt yf- irvald Húnvetninga, Bjami Halldórsson, tæki að sér vömina fyrir kaupmann og beitti hin- um mestu lagarefjum. Þetta var fyrsta málið sem var sótt og unnið á hendur Hörmangara- félaginu og jók mjög á hróður Skúla á meðal landsmanna. Hörmangarar hafa orðið ill- ræmdir mjög í Islandssögunni og ekki að ástæðulausu, enda keyrði nú um þverbak hvað verslunarhætti snerti. Margir þekkja ef- laust sögumar um maðkaða mjölið og ónýtu önglana sem félagið vildi selja íslendingum, en það var ekki hið eina sem Hörmangarar gerðu af skömmum sínum. Veturinn 1755 var geipilega harður og fénaður landsmanna féll unnvörpum. Það er margreynt lögmál, að falli skepnumar fer fólkið sömu leið þar á eftir, berist ekki hjálp að utan. Þess vegna sendu sýslumenn landsins bænaskrár út til Kaup- mannahafnar um að fá korn, en hjálpin brást því Hörmangarar fluttu hvora tveggja lítið og illt kom til landsins vorið eftir. Þá vora lands- menn svo aðfram komnir af vesöld og hungri að þeir tóku fegins hendi við maðkaða kominu og fengu færri en vildu, en margir dóu úr sulti. A þessum árum var Skúli fógeti í farar- broddi gegn falsi einokunarinnar og var sann- kallaður kaupmannaskelfir. Hann lét sér ekki • 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 6. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.