Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 5
FYRSTI áfanginn á sjó var frá Akureyri til Kaupmannahafnar. Alveg var undir hælinn lagt og komið undir náð og miskunn einstakra skipstjóra hvort kaupför höguðu svo ferðum sínum, að hægt væri að ná í Brasilíufar frá Hamborg það árið. VANKUNNÁTTA og reynsluleysi setti svip sinn á flest sem íslenzku landnemarnir gerðu ( fyrstu. Átján vikna þrældómur varð til einskis hjá sumum þeirra vegna þess að þeir voru ekki fræddir um rétta tímasetningu á sáningu. Einnig vildi brenna við, að viðir í húsin væru óheppilega valdir. vagn. Jafnvel venjulegir, einfaldir hestvagnar voru þá óþekktir á íslandi, svo þetta hefur ver- ið þó nokkur upplifun. Kom hópurinn í áfanga- stað 8. janúar 1874 og voru þá liðnir 5-6 mán- uðir frá því lagt var af stað að heiman. íslendingunum var úthlutað leiguland og fékk hver fjölskylda útmældan skika. Fyrst varð að byggja hús og hefja ræktun en flest fór í handaskolum fyrst í stað. Sáning fór fram á óheppilegum tíma og uppskeran varð rýr eftir því. Samt má sjá af bréfum að fólkinu leið bærilega og eftir veikindin á skipinu voru allir við góða heilsu. Jónas F. Bárðdal hafði nú fengið því fram- gengt sem hann hafði þráð: íslenzk nýlenda í Brasilíu var orðin staðreynd. Hinsvegar varð Jónasi ekki sú ánægja af komu hópsins sem hann hafði vonazt til. Ailir voru mállausir og ætluðust til mikils af honum. Vildu þeir kenna honum um að landskikarnir voru litlir; hann hefði ekki verið nógu duglegur og tannhvass að herja út stærri jarðir. Sigurbjörn bróðir Jónas- ar hafði gert konungi stúlku barn á leiðinni. Jónas var ekki sáttur við það, kom upp heiftar- legur ágreiningur milli bræðranna og drógust aðrir inn í það mál. Allt þetta tók Jónas nærri sér, en litlu síðar hætti hann að skrifa heim til íslands. Urðu honum mikil vonbrigði að fregna að áhugi á Brasilíuferðum meðal íslendinga væri nú gufaður upp. Þegar Kristján yfirbyggingarmeistari í Rió var látinn, byggðu þeir einnig yfir sig á hálend- inu í Curityba, Guðmundur faðir hans og Magnús bróðir Kristjáns. Þeir feðgar nefndu sig ísfeld. í bréfi til Jakobs Hálfdanarsonar hefur Magnús lýst því að honum hafi orðið vinnan þung í hitanum. Hann svitnaði ákaflega, drakk mikið vatn og í framhaldi af því varð hann magaveikur og lítið annað en skinnið og beinin. Guðmundi fóður hans vegnaði betur. Hann veiktist að vísu í fyrstu en náði sér á strik og var hinn mesti dugnaðarforkur. Þegar á heildina er litið náðu íslenzku landnemarnir ekki síður háum aldri í Brasilíu en almennt gerðist á Islandi. Lausir undan harðrædinu Vankunnátta og reynsluleysi setti svip sinn á flest sem íslenzku landnemarnir gerðu í fyrstu. Átján vikna þrældómur varð til einskis hjá þeim feðgum vegna þess að þeir voru ekki fræddir um rétta tímasetningu á sáningu. Einnig vildi brenna við, að viðir í húsin væru óheppilega valdir. Menn ráku sig á og byrjuðu að nýju. Að 18 vikum liðnum í nýlendunni kom bréf frá ekkju Kristjáns heitins í Rió. Bauð hún fjöl- skyldunni að heimsækja sig í Rió og einnig vildi hún taka systurnar í þjónustu sína. Svo fór að Magnús þekktist boðið og tók með sér Jensínu systur sína. Ekkjan vildi fá Magnús til ráðsmennsku á hóteli sem hún starfrækti og hefur kannski hugsað sér að krækja í hann, en Magnúsi gazt ekki vel að frúnni og sneri aftur heim til föður síns. Svo fór að allar systur Magnúsar giftust erlendum mönnum í Brasilíu. Þrátt fyrh- byrjunarörðugleika sem meðal annars stöfuðu af tungmálavankunnáttu, höfðu landnemarnir í Brasilíu ekkert af því harðræði að segja, sem beið landa þeirra norður í Kanada. Þar höfðu menn farið úr harðindunum á Islandi í annan harðindarass sízt betri. í Brasilíu undu allir vel í veðurblíðunni á þeim fagi-a stað sem hálendið við Curityba er, en reyndu þó eftir megni að fá fregnir frá íslandi. Þorsteinn bókarhöfundur, sem rannsakað hef- ur bréfin frá Brasilíu til ættingja á íslandi, segir merkilegt að sjá, að bréfin séu stundum að stórum hluta bollaleggingar um fram- kvæmdir - ekki í Brasilíu, heldur á Islandi. Hópurinn í nýlendunni hélt saman og eldri kynslóðin kom hittist oft til þess að rabba um fornar slóðir á íslandi. En eftir því sem árin liðu dreifðist þessi hópur og ólíkt því sem gerð- ist á Nýja-Islandi, giftust íslendingarnir í Brasilíu ekki innbyrðis og það flýtti fyrir því hópurinn hyrfi í þjóðahafið. Eftir 9 ár í Brasilíu skrifar Sigurbjörn Jóakimsson mági sínum, Friðriki bónda í Skógarseli og segir m.a.: „Héðan hefur maður aldrei margt að skrifa. Það er ærið breytingalítið á móti því sem nú er á hólmanum okkur. Veturínn ernú þegarliðinn og hefír hann verið þur og lítið eitt kaldur, en enginn hefír minst á hafís. En þó hjer sé svo mikið betra en heima hvað veðurfar snertir eins og allir vita, er ég þó engan vegin farinn að fella mig við Brasilíu ennþá eftir hálft tí- unda ár. Sakna ég margs að heiman, einkum mannfjelagsins. “ í bók sinni segir Þorsteinn svo um staðinn: „í Curítyba er veðráttan nokkuð óreglubundin eins og á Islandi og oft þráviðrí, langstæðar rigningar og fáir sólskinsdagar, eða brakandi þurrkur og látlaust sólskin. úrfelli getur orðið stórfellt. Geisa stundum þrumur og eldingar svo miklar, að helzt virðist sem náttúran sé öll um koll að keyra. “ íslenzku hvassviðrin koma samt aldrei, né heldur þokan sem grúfði yfir dölum Norðui’- lands og fylgdi hafísnum. Sumarhiti í Curityba er þægilegur, enda samsvarar hnattstaðan syðsta hluta Florida eða Kúbu. Einu sinni gránaði jorð á 34 árum og mesta frost sem vit- að var um var 5 gráður. Þarna eins og annars- staðar á suðurhveli jarðar er sól í hádegisstað í hánorðri. Það vai’ að sumu leyti lán hvað margir Þjóð- verjar settust að í Curityba, því þeir sáu til þess að upp risu þýzkir einkaskólar þar sem kennd var þýzka, svo og portúgalska og margt fleira. I þá skóla gengu flestir íslenzku ung- lingarnir í nýlendunni og þeir lærðu þá bæði þessi tungumál. Öll skólamál í Brasilíu voru þá í skötulíki. Jónas F. Bárðdal gerist stárbándi og trúboði. Jónas F. Bárðdal var mikils metinn tré- smíðameistai'i í Curityba, en tók árið 1880 skref sem hann réði ekki við. Seldi hann þá hús sitt og verkstæði og lagði aleiguna í bújörð og kornmyllu. Ætlaði hann að stunda búskap í stórum stíl, en kunnáttu og reynslu skorti og svo fór að hann kiknaði undir öllu saman og varð að ganga frá því allslaus. Gerðist hann þá þunglyndur og trúhneigður og varð predikari eða trúboði, en sneiddi þá jafnframt hjá sam- fundum við landa sína. Jónas lézt á níræðis- aldri 1920 og átti sjö syni sem upp komust. Urðu þeir flestir smiðir. Magnús Guðmundsson Isfeld, bróðir Krist- jáns byggingarmeistara í Rió sem fyrstur Is- lendinga fór til Brasilíu, átti sérkennilega sögu um það er lauk. Hann kvæntist Elínu Jóels- dóttur 1877 og bjuggu þau á jörð nálægt Cu- rityba og fór hagur þeirra jafnt og þétt batn- andi. Á árinu 1892 hóf Magnús að framleiða múr- steina og ýmsar gerðir tígulsteina samhliða búskapnum. Hann var talinn efnaðastur allra Islendinganna í nýlendunni og hagur hansb LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.