Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 7
BEITARFRIÐUN MIÐHA- LENDIS ÍSLANDS TIL 2015 EFTIR INGVA ÞORSTEINSSON OG ÓLAF ARNALDS Því er beint til samvinnunefndar um Svæðisskipulag mið- hálendis Islands að hún stuðli að alqerri beitarfriðun há- lendisins til loka skipulagstímans og jafnframt er skorað á bændur að gefa miðhálendinu frið fyrir beit í hálfan annan áratug eftir 1.100 ára óslitna beitarnotkun. Timabær ákvörðun Á undanfbrnum árum hefur verið unnið að svæðisskipulagi miðhálendis íslands. Það er full ástæða til að fagna þeirri ákvörðun að skipuleggja landnotkun á miðhálendinu sem spannar yfír nær helming af flatarmáli lands- ins alls. Hálendið er viðkvæmasti hluti Is- lands, og þess vegna hefur aldalöng notkun skilað því í verra ástandi gróðurfarslega en öðrum svæðum landsins, þar sem á annað borð eru skilyrði fyrir gróður. Náttúrufari miðhálendisins hefur verið raskað á ýmsan hátt, auk beitaráhrifa, og margháttaðar landnotkunarhugmyndir, t.d. um virkjanir og aukna ferðamennsku, munu enn auka álagið á viðkvæma náttúru þess. Vaxandi vitund um gildi náttúru hálendisins hefur aftur á móti leitt til þess að íbúar lands- ins krefjast þess að ekki sé rasað um ráð fram. Nú skal hagur þjóðarinnar, þegar til lengri tíma er litið, hafður að leiðarljósi við hvers konar nýtingu landsins, í stað skamm- tímasjónarmiða. Við skipulag landnýtingar verði litið til vemdargildis frá mörgum hlið- um, svo sem ósnortins víðernis o.s.frv. Þessi viðhorf er ekki unnt að samræma nema með því að skipuleggja landnotkun. Ákvörðunin um skipulagningu miðhálendisins var því ekki eingöngu metnaðarfull, heldur einnig löngu orðin tímabær. Skipulagstillögurnar og viðbrögð við þeim Tillögur um svæðisskipulag miðhálendis Is- lands voru birtar í maí 1997, og leikur ekki vafí á því að þær eiga eftir að skila árangri því að þar eru margar góðar hugmyndir. Skipu- lagstillögurnar eru grundvöllur umræðu, gagnrýni og frekari hugmynda um nýtingu hálendisins, eins og glögglega hefur komið í ljós nú þegar. Umræða um tillögurnar manna á milli og í fjölmiðlum hefur verið mikil og fjörug - og oft óvægin. Fjöldi skriflegra athugasemda mun hafa borizt um þær til samvinnunefndarinnar um skipulag miðhálendisins. Umræða í fjölmiðlum hefur snúizt um flesta þætti tillagnanna og fræðilegan grundvöll þeirra, en það er umhugsunarvert að nánast enginn hefur minnzt á þann þátt skipulags- vinnunnar sem fjallar um gróðurvernd og beit búfjár á miðhálendinu. Beitin er þó landnotk- un sem hefur haft gífurleg áhrif á gróðurfar miðhálendisins og landsins alls í aldanna rás. Gróður- og jarðvegseyðing er skilgreind sem „stærsta umhverfisvandamál þjóðarinnar", enda hefur hún valdið meiri röskun á náttúru- fari landsins, bæði á hálendi og láglendi, en nokkuð annað. Ástand gródurs og jarðvegs á miðhálendinu Gróðurkortagerð og aðrar rannsóknir Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, sem unnið var að á miðhálendinu á árunum 1960-1985, veittu ítarlega vitneskju um gróð- urfar þess, vistfræðileg skilyrði, framleiðslu- getu og ástand gróðurs. Niðurstöður af rann- sóknum á jarðvegsrofi, sem unnar voru á veg- um sömu stofnunar og af Landgræðslu ríkis- ins voru birtar snemma árs 1997. Þær stað- festu svo að ekki var um villzt, hve slæmt ástand jarðvegs á miðhálendinu er og hve gíf- urleg gróður- og jarðvegseyðing þar hefur átt sér stað. í stuttu máli hafa þessar rannsóknir leitt í ljós að stærsti hluti miðhálendisins, sem áður var að miklu leyti gróinn, er gróðurlausar eða gróðurlitlar auðnir. Mikill hluti þess lands sem nú er gróið einkennist af rýrum og við- kvæmum mosagróðri. Á svæðum, þar sem enn er þykkur jarðvegur, er mjög víða mikil og hröð gróður- og jarðvegseyðing. Á hluta miðhálendisins, fyrst og fremst þar sem er mikið votlendi, svo sem á Amarvatns- heiði, Tvídægru, afréttum Vestur-Húnavatns- sýslu, í Þjórsárverum og á Fljótsdalsheiði, er gróður í sæmilegu ástandi, og þar er ekki mikil jarðvegseyðing. Þessi svæði eru hins vegar tiltölulega lítill hluti alls miðhálendis- ins, og gróðurfar þeirra, nema blautustu flóa, ber einnig merki aldalangrar beitar. Það eru fyrst og fremst auðnir miðhálend- isins sem valda því að í dag er íslandi lýst sem stærsta eyðimerkursvæði Evrópu. Þáttur beitarmála í skipulags- tillögunum Samkvæmt framangreindum niðurstöðum kortlagningar á rofi telst langstærsti hluti miðhálendisins ekki hæfur til beitar. Á grund- velli rofkortanna unnu Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðslan yfirlitskort með ráðleggingum um nauðsynlegar tak- markanir á beit á miðhálendinu byggðar á ástandi jarðvegsins. Á þessu korti, sem birt er í greinargerð að skipulagstillögunum, kemur fram að nauðsynlegar séu „miklar takmark- anir“ á beit vegna auðna og/eða mikils rofs á stærstum hluta miðhálendisins. Skilaboð þessa korts og annarra gagna eru ótvíræð, en í tillögunum um svæðisskipulag miðhálendisins er nánast ekkert tillit tekið til þeirra. Þar er aðeins gert ráð fyrir beitarfrið- un þriggja svæða: Þórsmerkur og Emstra, sem þegar eru friðuð fyrir beit (Almenningum er sleppt), og auðnanna norðan Vatnajökuls, allt norður undir byggð í Skútustaðahreppi, en nú þegar liggur fyrir samkomulag um frið- un þess svæðis. I skipulagstillögunum eru beitarmál á mið- hálendinu fram til ársins 2015 að öðru leyti af- greidd með þeim hætti sem eftirfarandi til- vitnanir úr greinargerðinni bera vott um: „A viðkvæmum svæðum Miðhálendisins er stefnt að því að taka upp beitarstjórn og/eða friðun í samræmi við landgæði„Umræða meðal bænda víða í landinu bendir til þess að á næstu árum verði frekari breytingar varðandi beitarnot á afréttum“, og „Beitarfriðun víð- áttumikilla svæða er í undirbúningi á nokkrum afmörkuðum svæðum á Miðhálend- inu.“ Þetta er vægast sagt veik afstaða til svo mikilvægs máls. Reynslan af beitarmálum hér á landi hefur ævinlega verið sú að hafi þau verið „afgreidd" með þessum hætti hefur ekk- ert gerzt. Það er algerlega óviðunandi að skilja við beitarmál miðhálendisins til ársins 2015 með þessum hætti. Tillaga um beitarfriðun til ársins 2015 Á undanförnum tveimur áratugum eða svo hefur sauðfé í landinu fækkað um helm- ing og beitarálag minnkað að sama skapi. Þar sem fækkunin hefur verið mest gætir þegar ótrúlega mikilla framfara í gróðurfari og ástandi landsins, einkum á láglendi þar sem ástandið var ekki orðið of slæmt. Við hin erfiðu gróðurskilyrði á miðhálendinu, þar sem ástand gróðurs og jarðvegs er jafn slæmt og hér hefur verið lýst, dugar hins vegar ekkert annað en alger friðun fyrir beit til þess að stöðva eyðinguna og auka gróður að nýju. Víðast á láglendi er nægur beitargróður fyrir það sauðfé sem nú er í landinu, og nú er því lag til að hlífa miðhálendinu fyrir beit. Þeir tímar munu eflaust koma að fé fjölgi á ný og að þörf verði fyrir beitargróður há- lendisins. Þá er nauðsynlegt að ástand þess verði komið í margfalt betra horf en nú er. Við beinum því þeirri tillögu til samvinnu- nefndar um svæðisskipulag miðhálendis ís- lands að hún stuðli að algerri beitarfriðun hálendisins til loka skipulagstímans, eða til ársins 2015. Jafnframt skorum við á þá bændur og þau sveitarfélög sem hlut eiga að máli að sýna þann stórhug að styðja þá til- lögu að gefa miðhálendinu hvíld fyrir beit í hálfan annan áratug, eftir nær 1.100 ára óslitna beitarnotkun. Þá fær gróðurinn lang- þráðan frið til að breiðast út að nýju, og tóm gefst til nauðsynlegra landgræðsluaðgerða. Að þessum tíma loknum yrði ástand lands- ins endurmetið og nýjar ákvarðanir teknar í samræmi við niðurstöðurnar. Með samstöðu, og að frumkvæði þeirra sem sjávarútveg stunda, tókst að stöðva hrun fiskistofnanna við landið með hóflegri nýting- arstefnu, sem jafnvel felur í sér tímabundna lokun fiskimiða. Með sama hætti ættu bænd- ur og allir aðrir sem hlut eiga að máli að taka höndum saman um hliðstæða stefnu í nýtingu gróðurs á miðhálendinu. Það yrði eitt stærsta skref sem tekið hefur verið til stöðvunar jarð- vegseyðingar, og til endurheimtar gróðm-s og landgæða á íslandi. Það framtak yrði lengi i minnum haft. Ingvi Þorsteinsson er nóttúrutraeSingur og formaSur somtakanna GróSur fyrir fólk í Landnómi Ingólfs. Ólafur Arnalds er nóttúrufræðingur og vinnur að rannsóknum ó jarSvegsrofi og óstandi lands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 24. JANÚAR 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.