Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 11
til okkar. Þeir ákveða sjálfir hvort þeir vilja birtast, ef nokkur ákveður það á annað borð. Staníslavskí? Já, einmitt í framhaldi af þessu skulum við tala um hann. I fyrsta lagi: það er í raun og veru ekkert staníslavskí-leik- hús til. Það er ekki hægt að leika „eins og St- aníslavskí". Það er ekki heldur hægt að setja upp leiksýningar „í stíl Staníslavskís“. Sá stíll er ekki til. Sjálfur lék hann upp á margvísleg- an máta og setti aldrei upp tvær sýningar hvora annarri líkar. Hann var í stöðugri leit. Og hann stofnaði ekki bara eitt leikhús. Hann stofnaði mörg leikhús og mismunandi. Alltaf þegar honum fannst leiðandi hópur leikhúss- ins vera orðinn of öruggur með sig, farinn að gera þær hugmyndir og aðferðir að vana, sem til skamms tíma höfðu verið ferskar, nýupp- götvaðar og frjósamar, þá stofnaði hann nýtt stúdíó með nýju fólki. Að vísu alltaf sem deild í Listaleikhúsinu eða óbeint á vegum þess en í reynd nýtt leikhús með nýjum markmiðum. Sem sagt: Hann nam ekki staðar. Hann hélt áfram. Það var tilviljun að leikhúsið hans varð heimsfrægt og gert að fyrirmynd annarra leikhúsa nákvæmlega á þeim afmarkaða tíma þegar hann var að fást við hið svokallaða nátt- úrustælingarleikhús. Það hrifsuðu menn, þóttust skilja það og þar með meistarann al- veg í botn. Það var mikil grunnhyggni. Sjálfur var hann þá kominn út í allt aðra hluti. A banabeði (þá um áttrætt!) var hann að svið- setja Tartuffe eftir Moli'ere og menn geta rétt ímyndað sér hverskonar náttúrustælingu væri hægt að koma við þar! Nei, nei, þar var allt annað og sannlega nýtt uppi. Hans líf í listum var eilíf fjallganga og þeir sem ætla sér að læra af honum verða að skilja það fyrst og fremst. Það verður sífellt að halda áfram það- an sem sá síðasti á undan hætti. Eg get ekki sett upp sýningar í stíl minna kennara, ekki fremur en þeir í stíl hans, sem var þeirra kennari. Eg verð að halda áfram þaðan frá sem þeir hættu. Án þess að vita hvert mig ber. Taka áhættuna að villast ofan í fen eða hrapa fyrir björg. I þessu fagi er öryggið óhugsanlegast alls. En fólk sækir í öryggið, einkum auðvitað þeir sem ekki eru mjög stóv- ir til sálarinnar. Eg orða það stundum svo: í stað þess að halda áfram að klífa fjallið þar sem garpar eins og Saníslavskí féllu frá (við skulum nefna Brecht í leiðinni) þá kjósa menn að fá sér skóflu og slétta fjallið út, það sem ógengið er. Það er áhættuminna. Þar geta þeir svo spókað sig fram og aftur á flatneskj- unni, sem og þeirra nemendur og tilkynnt drýldnir: Ég þekki fjallið! En málið snýst ekki um fjallið. Það snýst um gönguna. Gangan er eilíf. Og alltaf ný. þótt við séum kannski öll og alltaf á sama fjallinu! Það sem Staníslavskí skildi eftir sig varan- legt er tvennt: í fyrsta lagi þau skilaboð að ekkert er varanlegt og í öðru lagi varanlega kennsluaðferð. Þetta sýnist þversögn. Nú jæja. Hann hafði uppáhald á þversögnum líka. Hann reyndi að skapa stafróf eða margföld- unartöflu eða kontrapunkt fyrir leikara sem þeir gætu lært og síðan kennt öðrum. Að ráða yfir vinnuaðferð sem maður getur beitt og kennt öðrum að beita, þar á meðal til að skapa nýung, það er að vera prófessjónal (það er: fagmaður). Það eitt að taka kaup fyrir vinnu sína gerir menn ekki prófessjónal. Það er til fullt af fúskurum á háu kaupi. Það var hans álit. Nýsköpun? Nýr tími? Ný kynslóð? Auðvitað er komin ný kynslóð. En jþað er ekkert nýtt! Hún hefur alltaf verið til. A öllum tímum hefur hún verið til þessi nýja kynslóð; kraftmikil, fögur, sjálfumglöð, hávaðasöm og tillitslaus. En jafnframt kunnáttulaus. Að sjálfsögðu. Oftar meira niðurbrjótandi en uppbyggjandi. Eins og náttúruhamfarir. f „Feðrum og sonum“ Túrgenévs er líka verið að fjalla um þetta. Án efa er Túrgenjev frem- ur á bandi feðranna, jafnaldra sinna, en son- anna. Samt heldur hann engu minna fram mál- stað sonanna. Það er það sem gerir hann stóran. Hann er ekki endilega að halda sinu fram. Það ger- ir maður ekki í list. Mað- ur reynir að ná sam- bandi. Þetta samband skapar listaverkið. Lista- verkið heldur svo sínu fram. Sjálfur er ég kennari. Til mín hópast þessi yfir- þyrmandi, sjálfsöruggi ungdómur. Þau eiga til að valta yfir mig, líkt og fellibylur hellir sér yfir gamlan skóg. Setja sig hiklaust upp á móti ein- hverju án þess að vita í raun hvað það er, stund- um af því einu að þau eru útúrfljótandi af æskunn- ar krafti sem á einhverju verður að bitna. „Túr- genév“ gætu þau átt til að segja; „Tolstoj! Hvað varðar mig um löngu dauða kalla!“ Ég veit að þau eru óvita börn. En veit ég nema óviskan hitti einmitt það mark sem viskan skýtur fram- hjá? Ég þarf á þeim að halda engu síður en þau á mér. Ekki einungis til þess að kenna þeim það sem ég veit betur en þau. Ekki einasta til þess að koma yfir á þau menn- ingararfinum sem ég að einhverju leyti varðveiti, koma kyndlinum áfram til næstu kynslóðar. Nei. Ég þarf á þeim að halda á svipaðan hýtt og stálið komið úr glóandi aflinum þarf á hamrinum að halda, til að berja af gjall og ösku, hrinda öllu fá- nýti svo hinn skíri málm- ur komi í ljós. Og ég á trúnað þeirra. Við erum í sambandi. Sem sagt: Trúnaðar- traust þrátt fyrir and- stæða krafta. Samband. Ég trúi því að ef Tur- genév kveikir áhuga minn þá muni mínir nem- endur, mínir leikarar og mínir áhorfendur, í krafti þessa trausts sem sam- band okkar og löngun til að skilja hver annan skapar, leggja við hlustir þegar ég ber hann á borð fyrir þá. Og ef við tölum um markaðinn, framboð hans og eftirspurn, eins og nú er svo mjög í tísku; hver veit nema þá og þegar, eftir allan fyrirgang kalds stríðs, niðurrifs heims- kerfa, frelsisdýrkunar, tæknidýrkunar og markaðsstormviðra, fari nú að myndast bull- andi eftirspurn eftir yfirvegaðri, skapandi hugsun? Hver veit? „Markaðurinn" er ólík- indatól. Ég trúi á samband milli manna. Þar gerast hlutirnir. Þar við verður að bæta: þetta sam- band er ekki með öllu einleikið. Það er ekki fólgið í boðun, ekki í rökræðum, ekki einu sinni í hjartanlegum samtölum. Það myndast fyrst og fremst fyrir einlægan vilja og virðist stundum nást eftir dularfullum leiðum. Félagi minn Staníslav Benediktov hefur verið með mér í 25 ár. Við hittumst og byrjuðum að vinna saman fyrir tilviljun, þá báðir í skóla. Vorum báðir að vinna við sama leikritið (Macbeth) hvor í sínu lagi (var það kannski engin tilviljun?) og tókum saman. Hann trúir því að áhorfendur sjái ekki aðeins leikmynd- ina sem hann hefur teiknað heldur skynji þeir einnig þær hugsanir sem honum hafa farið um höfuð á meðan hann sat einn í vinnustofu sinni yfir uppdráttunum. Sama er um æfing- arnar. Sú hugsun, sá geðblær sem þar ríkir berst yfir í sýninguna og til áhorfenda. Ekki síst sameinast þetta allt í ljósinu, í lýsingunni. Ljósið er ekki bara til að lýsa upp hluti. Það lifir í loftinu sjálfu, sínu eigin sjálfstæða lífi og manni virðist það stundum frekar vera andi en efni. í sjálfu andrúmsloftinu yfir sal og leiksviði svífur andi þeirra sem að verkinu hafa unnið og andi áhorfendanna, hvers og eins, er þar einnig á sveimi. Þar mætast sálir mannanna í skapandi en hratt brott flognum augnablikum - og talast við - þegar vel tekst. Höfundurinn er leikstjóri og rithöfundur. JÓHANNA ÝR JÓNSDÓTTIR ELSK- HUGINN Snerting þín var rússibanaferð. Fyllti mig girnd í öðru veldi, sjálfsöryggi, þvíþú girntist mig. I öðru veldi. Flíkurnar fylktu liði á gólfínu. Og þú kannaðir mig. Og ég kannaði þig. Eg fyllti mig af angan þínum. Dreypti á safa þínum. Stuna læddist af vörum mínum, sem sagt allt sem ekki var hægt að lýsa með orðum. Þú fylltir holrúm mín. Og munúðarfullt bros lék um varir mínar. Varir þínar. Mér fannst heimurínn standa kyrr á því augnabliki er sælan fíæddi. Eftirá sofnaði égí örmum þínum. Með bragð þitt enn á vörunum. Ogmeð tungubroddinum smakkaði ég á fortíðinni, saltbragði þínu, elskhugi. Eg lét sæluna ná til allra anga líkama míns og sofnaði með bros á vör. Vaknaði er húmið seig á. Saknaði þín við hlið mér. Leitaði þín, og fann þig. Þú sast og horfðir á mig. Hafðir setið og horft á mig sofa, nakta. Iþví ástandi er þú hafðir valdið. Eg horfði í augu þín. Sá girndina þar, sem ég átti. Og í andartakssannleik sá ég. Girnd þín til mín var afkvæmi. Afkvæmi ástar þinnar til mín. Ég þagði er sannleikur sálar minnar opinberaðist mér. Teygði svo hendurnar í átt til þín. Og brosti. JÓMFRÚAR- FERÐIN Þetta var harmleikur. Frá byrjun. Ég bara vissi það ekki. Því miður. Þú varst kaldur. Kaldur sem ís. En ég hélt að það værí brynja. Til að verja þiggegn sársauka. Ég óska að ég hefði haft slíka brynju. Ég óska að þessi sársauki hefði sleppt mér. Miskunnað sig yfír mig og leyft mér að eiga friðinn. En þú líkt og ís. Isjakinn. En þessi harmleikur, sem gat ekki annað orðið. Ég var Titanic. Og þú beiðst eftir mér, kaldur. Og líkt og sagan segir, varð ekki hjá þessu komist. Og þú stóðst eftir uppréttur. Kaldur og enn á yfírborðinu. En ég sökk á minni jómfrúarferð. Höfundurinn er ung stúlka í Vestmannaeyjum. + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.