Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Qupperneq 12
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Hóðvör frumsýnir í dag barnaleikritið Síðasta bæinn í dalnum, sem byggt er ó hinni óstsælu sögu Lofts Guðmundssonar. ORRI PALL ORMARSSON fylgdist með æfingu og ræddi við aðstand- endur sýningarinnar, en Síðasta bænum í dalnum er nú í fyrsta sinn gerð skil ó leiksviði. TRÖLLIN tvö (María Ellingsen og Jón Stefán Kristjánsson) eiga sér þann draum að drottna yfir dalnum. GRÍMAR kaupamaður (Jón Stefán Kristjánsson) hefur að sönnu krafta í kögglum. Bjöm bóndi (Gunnar Helgason), Bergur (Halldór Gylfason) og Sólrún (Hildigunnur Þráinsdóttir) fylgjast agndofa með athæfi hans. Moígunblaðið/Jón Svavarsson ÞEGAR neyðin er stærst er hjálpin næst. Rindill Rindilsson, dvergur (Gunnar Helgason) og Bergur Bjömsson (Halldór Gylfason) hlýða á álfkonuna góðu (Björk Jakobsdóttlr). JÆJA, svo Gilja-fólkið er þá flúið líka. Þá má ég svo sem vita hvað mín bíður! Hyggilegast væri víst fyrir mig að halda þegar á brott héðan úr dalnum, þótt ekki væri nema ykkar vegna,“ seg- ir Björn bóndi við börn sín, Berg og Sólrúnu, þegar hann verður vitni að búferla- flutningum nágranna sinna. Hann er orðinn ábúandi á síðasta bænum í dalnum. Lái svo sem hver sem vill Bimi bónda, það er ekkert grín að hokra, einn og yfirgefinn, í dal þar sem mennimir era máttlitlir og yfir- gangssöm tröllin bersýnilega staðráðin í að ræna völdum, hvað sem það kostar. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og fjölskyld- unni berst óvæntur liðsstyrkur í formi álfa, huldufólks og annarra vætta. Upp frá þvi verð- ur hvergi hopað en tvísýnt er hvort mun hafa betur - hið góða eða hið illa. Sagan um Síðasta bæinn í dalnum er flestum íslendingum að góðu kunn. Þeir sem ekki kannast við bók Lofts Guðmundssonar, muna öragglega eftir kvikmynd Óskars Gíslasonar, sem var fyrsta kvikmyndin sem gerð var í fullri lengd hér á landi og jafnframt ein sú vin- sælasta. Nú hefur Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör tekið verkið upp á sína arma og framsýnir í dag nýja leikgerð eftir Gunnar Helgason og Hilmar Jónsson, sem jafnframt leikstýrir sýningunni, byggða á bók Lofts. f fyrsta sinn á leiksviði En hvers vegna Síðasti bærinn í dalnum? „Því er fljótsvarað. Það var einfaldlega kominn tími til að setja þennan gullmola í bamaritlistarsögu íslands á svið. Þegar einhver hafði sagt „orðin“ varð ekki aftur snúið,“ segir Gunnar Helgason, sem jafnframt er meðal leikenda í sýningunni, en þótt ótrúiegt megi virðast hefúr þessi ástsæla saga ekki í annan tíma verið færð upp í leikhúsi. Að sögn Gunnars er það þakklátt verk að vinna leikgerð upp úr jafn vandaðri bók og Síð- asta bænum í dalnum. Segir hann þá Hilmar ein- faldlega hafa leitað að þræðinum, kjama sög- unnar - framhaldið hafi komið af sjálfu sér, þótt þeir verði án efa að sníða „fituna af kjötinu" fram á síðustu stundu. , Annars get ég varla með góðri samvisku kall- að mig höfund leikgerðar,“ heldur Gunnar áfram - hálfskömmustulegur, „því þó ég hafi tekið þátt í allri grannvinnu vann Hilmar verkið að lang- mestu leyti upp á eigin spýtur, þar sem ég var bundinn í öðram verkefnum á sama tíma.“ Gunnar fullyrðir að þeir Hafnfirðingar séu bókinni trúir, þó ekki hafi gengið átakalaust fyrir sig að finna leikhúslausnir á hinum ýmsu senum. „Það er meira en að segja það að láta fólk hverfa á sviðinu, fullvaxinn mann leika dverg og síðast en ekki síst, láta kistu fljúga. Annars er best að hafa ekki fleiri orð um það. Brellunum okkar verður fólk að kynnast af eig- in raun!“ Einn leikaranna í sýningunni, María Elling- sen, stenst þó ekki mátið og bætir fáeinum orð- um í sarpinn: „Við vorum eins og böm í sand- kassa þegar við voram að reyna að láta kistuna fljúga í fyrsta skipti enda var okkur mikill vandi á höndum þar sem ekkert flugkerfí er í gömlu bæjarútgerðinni!“ „Bara flökunarkerfi," skýtur Gunnar inn í. Það mun ekki hafa komið að notum! Gunnar og María segja hópinn ekki hafa haft kvikmynd Öskars Gíslasonar til hliðsjónar á vinnsluferlinu en að Gunnari og Björk Jakobs- dóttur undanskildum sá ekkert þeirra myndina af þessu tilefni. „Við sáum hana öll þegar við vorum börn,“ segir María, „en ákváðum að láta hana liggja milli hluta núna, til að hún hefði ekki of mikil áhrif á okkur enda markmiðið ekki að endurskapa myndina, heldur að setja á svið nýtt leikrit.“ Að vísu tekur Gunnar fram að þau Björk hafi horft á myndina strax og hugmyndin kom upp til að ganga úr skugga um að hún væri jafngóð og þau minnti. Þrátt fyrir þetta læðist sá grunur að Maríu að leikritið sé um margt líkt myndinni. „Ég var að skoða prógrammið sem fylgdi myndinni og sýnist þetta vera mjög líkt.“ Gunnar segir það ekki þurfa að koma á óvart, kjarni sögunnar sé til staðar í myndinni, enda hafi hún verið gerð áður en bókin var skrifuð. Eitt verður þó öragglega öðruvísi í leikritinu en í myndinni - húmorinn. „Við ákváðum að færa hann nær okkur í tíma - klæð’ann úr sauðskinnsskónum til að koma til móts við ungu kynslóðina í dag,“ segir Gunnar. Sýningin er með öðram orðum fyrst og fremst ætluð bömum, þó svo Gunnar og María vonist eindregið til að foreldramir geti jafn- framt gengið í bamdóm og notið herlegheitanna með bömum sínum. „Þetta er sýning fyrir böm og „fullorðin böm“,“ segir María sem veit um íjölda fólks, miðaldra og eldra, sem er staðráðið í að sjá leikritið. „Þegai’ ég hef verið að segja fullorðnu fólki að við séum að setja Síðasta bæ- inn í dalnum á svið ljómar það allt - maður sér sex ára bamið gegnum grátt skeggið!" Draumaadslaða María segir að í framhaldi af þessu hafi runn- ið upp fyrir sér Ijós - hún sé komin í drauma- aðstöðu. „Það er frábær tilfinning að leika per- sónur úr Síðasta bænum í dalnum, persónur sem svo margir kannast við. Þetta er eins og að vera um borð í Titanic," segir leikkonan og vísar með þeim orðum f frægð sögunnar hér á landi. Gunnar getur hins vegar ekki á sér setið að gera athugsemd við samlíkinguna. „Segðu frek- ar um borð í Gamla Gullfossi, Titanic sökk!“ Bæði skella þau upp úr. María leikur nú í fyrsta sinn undir merkjum Hermóðs og Háðvarar. Ber hún Hafnfirðingun- um vel söguna. „Hjá Hermóði og Háðvöru eru gleðin og jákvæðnin við völd. Hér fá leikaramir að njóta sín til fulls, enda beinlínis ætlast til þess að þeir segi sína meiningu og leggi sitt af mörkum. Fyrir vikið er sköpunargleðin mikil og fólk óhrætt við að „spruðla" eins og sagt er hér í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Þetta kann ég að meta, enda era þetta samskonar vinnubrögð og tíðkast í tilraunadeild New York-háskóla, þar sem ég lærði á sínum tíma.“ Auk Gunnars og Maríu leika í Síðasta bænum í dalnum: Björk Jakobsdóttir, Hildigunnur Þrá- insdóttir, Halldór Gylfason og Jón Stefán Krist- jánsson. Leikmynd gerði Finnur A. Amarson, lýsingu Bjöm B. Guðmundsson, tónlist er eftir Margréti Ömólfsdóttur og búninga hannaði Þórann Jónsdóttir. Gervi era á ábyrgð Ástu Hafþórsdóttur og Kjartan Kjartansson sér um hljóð. ÞAR SEM TRÖLL RÍÐA HÚSUM 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 24. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.