Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 13
TIÐARANDI I ALDARLOK - EFTIRMALI MALSVORN HEIMSPEKINGS EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Greinaflokkurinn Tíðarandi í aldarlok, sem birtist í Les- bók ó síðasta óri, vakti veruleqa athyql li oq komu fram andsvör oq jafnvel hörð qaqnrýni fró þeim sem töldu að ómakleqa væri veqið að póst-módernisma í fræðum oq listum. Höfundur qreinaflokksins telur hinsveqar að ýmsar Dessara athuqasemda hafi verið lítt qrundaðar oq benc ir hér ó það sem hann hafi til mólsbóta. Það er fyrri hluti qreinarinnar sem hér birtist. HENRI de Toulouse-Lautrec: Við fallöxina. ATÍMABILINU 6. septem- ber til 8. nóvember síðast- liðinn birtist eftir mig tíu greina flokkur í Lesbók Morgunblaðsins um ,,tíðar- anda í aldarlok". Amælti ég þar einkum póst- módernisma (pm-isma) sem ég taldi möl í búi mannlegra fræða á of- anverðri 20. öld. Nærri mátti geta að mál- flutningur minn félli lesendum misvel í geð enda fór það svo að hann fékk fagnaðarlitlar viðtökur hjá ýmsum. Ég hafði einsett mér að vega að ákveðnum grundvallarforsendum samtímafræða og -lista með hætti sem eftir yrði tekið og valdi mér því stflsmáta og birt- ingarstað við h'æfí. Afraksturinn var ádeilin heimspekileg blaðamennska fremur en fræði- legt ritvei’k í strangasta skilningi; en rök- grunnurinn ekki endilega ótraustari fyrir vik- ið. Ég fagna þeim undirtektum, lofi og lasti, sem mál mitt fékk. Sum gagnrýnin var hörð eins og vænta mátti í garð þess sem veður andstreymis tísku tímans; en eggjabóndinn verður að þola hanagal. Tal um „ofsóknir“ og „hleypidóma“ leiði ég hjá mér enda skýrist það af þeirri íslensku umræðuhefð (eða ef til vill fremur skorti á umræðuhefð) sem leggur að jöfnu sterka sannfæringu og ofsóknar- kennd, skýrar skoðanir og fordóma. Aðeins að einu leyti kom gagnrýnin mér á óvart: því að greinaflokkurinn var talinn miklu nýstár- legri og hneykslanlegri en ég hafði átt von á! Þótt ég teldi hann hafa ýmsa kosti, þegar ég sendi hann til birtingar, var frumleiki ekki hinn helsti þeirra; enda kom skýrt fram í neðanmálsgreinum að ég var að stórum hluta að endursegja gagnrýni á pm-isma sem fram hefur komið erlendis á undanförnum árum. Ólyginn sagði mér til dæmis að eftir opinber- an fyrirlestur sem bókmenntafræðingurinn Terry Eagleton flutti við Háskóla íslands í fyrra, og var að mestu reiðilestur yfir pm- isma, hefði hann verið spurður hvort speki þessi ætti sér þá ekkert til málsbóta - og hann svarað nei! Ég kannast ekki við að þessi alkunna skoðun Eagletons hafi verið talin til marks um „ofsóknarkennd" hans í deilum Breta um pm- isma. Sé eitthvað frumlegt í greinaflokki mínum, fyrir utan að koma gagnrýninni á pm-ismann í íslenskan búning, er það ef til vill að leitast við að veita sýn yfir víðara svið en einatt tíðkast í umræðu um samtíðarmenningu. Sjálft viðhorfið gagnvart „heimspeki“ pm- ismans er engin sérviska mín. Raunar vildi svo skemmtilega til að um sama leyti og flokkurinn birtist í Lesbók Morgunblaðsins var ný afhjúpun á firrum pm-ista um vísindi að gera allt vitlaust á vinstri bakka Signu og einnig norðan Ermarsunds. Það var bók sem eðlisfræðingarnir Alan Sokal við New York háskóla (sá sem samdi gabbgreinina frægu er ég sagði frá í 10. grein) og kollegi hans belgískur frá háskólanum í Louvain gáfu út í Frakklandi L Illu heilli segir það sitt um deyfðina í íslenskri menningarumræðu að enginn endurómur barst hingað til lands á haustdögum af því vopnaskaki sem þessi bók orsakaði. Hér á eftir og í síðari hluta þessa eftirmála mun ég stikla á nokkrum þeim staksteinum sem að mér hefur verið kastað. Auk þeirrar gagnrýni sem birst hefur á prenti og heyrst hefur á öldum Ijósvakans, meðal annars í fjórum Víðsjárþáttum á Rás 1 í nóvember 2, hafa ýmsir sent mér athugasemdir með óformlegri hætti: í einkabréfum, símtölum, tölvupósti o.s.frv. Ég hef því valið þann kost, fremur en að svara hverjum gagnrýnanda sérstaklega (sem yrði of rúmfrekt), að draga saman algengustu og/eða alvarlegustu gagn- rýnisefnin í liði a) til i) og bregðast síðan við þeim. Áður en að því kemur verð ég þó að fá að svara þeirri spurningu, sem ýmsir hafa lagt fyrir mig, hví ég hafi hætt mér út á mýrar- fláka pm-ismans en ekki haldið mig á þeim lendum hefðbundinnar heimspeki þar sem ég er hagvanari. Svarið við því er mjög persónu- legt: A síðasta skólaári var ég í rannsóknar- leyfi við Háskólann í Austur-Anglíu í Englandi. Á sama tíma stundaði eiginkona mín framhaldsnám í listfræði við þennan skóla. Sem siður er óreyndra feðra gerði ég mér fyrirfram þær háu hugmyndir að ég gæti sinnt uppeldi ungs sonar okkar og ki-öfu- harðri vinnu (smásmugulegum heimspeki- rannsóknum!) meðan konan sæti á skóla- bekk. Sú áætlun gekk hins vegar ekki upp enda sonurinn talsvert heimtufrekari á tíma minn en ég hafði ætlað. Ég tók því það til bragðs að leggja „alvöru“ heimspekina til hliðar en velja mér eingöngu til lestrar bæk- ur sem ekki útheimtu jafnmikla einbeitingu heldur sem unnt væri að grípa í á stofugólf- inu milli leikja. Ég ákvað að helga mig „popp“-heimspekinni í nokkra mánuði, það er þeirri heimspeki sem sett hefur mestan svip á tíðarandann síðustu ár án þess að hafa komist upp á homskák hefðbundinna heim- spekinga. Pm-isminn reyndist vera mið- þyngdarstaður hennar. Án þess að ég vissi af því fyrirfram hafði ég lent í gullnámu. Háskólinn í Austur-Ang- líu er nefnilega umfram flesta aðra breska háskóla útbíaður af pm-isma, ekki hvað síst listfræðideildin, er hýsir hið ríkulega Sains- bury-safn, og bókmenntafræðideildin, er áð- ur fóstraði rithöfunda á borð við Ian McEwan og Kazuo Ishiguru 3 en snýst nú aðallega í kringum verk Foucaults. Með því að fara skipulega í gegnum það efni sem borið var á borð fyrir framhaldsstúdenta í þessum deild- um mátti því gera sér Ijósa grein fyrir hvern- ig land pm-ismans lægi um þessar mundir. Einhver kynni að halda að ég hafi gengið for- dómafyllri til þessa verks en svo að mikil von væri um sanngjarna niðurstöðu. Svo er þó raunar ekki. Að vísu hafði ég fyrirfram um það grun að rökgerð pm-ismans væri miður innviðatraust; en ég hélt þó, eins og Hannes Sigurðsson listfræðingur og fleiri, að pm-ist- ar ættu sér til málsbóta umburðarlyndi gagn- vart framandi hugsunarhætti og vörn fyrir hagsmuni ýmissa jaðarhópa 4. Því miður fór það svo að það tapaðist í virðing sem vannst í kynning. Einhvern ugg fékk ég um að um- burðarlyndi pm-ista væru takmörk sett þeg- ar þeir töldu konu minni ófært að skflja vest- ræna list, þar sem hún væri af austrænu bergi brotin, og son minn tvítyngdan dæmd- an til sjálfskenndarlauss villuráfs milli ólíkra heima. En það var ekki fyrr en ég hafði kynnt mér fræðin sem ég skildi fyrr en skall í tönnunum. Heimspekiskorin var, eins og í mörgum vestrænum háskólum, vin í eyðimörk pm- ismans. Þar sögðu menn gamansögur af „póstunum“ og nýjustu fiirum þeirra á kaffi- stofunni en biðu annars eftir því að hleypi- stefna þessi liði hjá, eins og hver annar vind- verkur. Þetta er því miður alltof algengt við- horf meðal hefðbundinna heimspekinga og raunvfsindamanna sem átta sig ekki á því að dægurfirrurnar geta með tímanum (og hjálp nútíma fjölmiðla- og upplýsingatækni) fest sig svo í sessi að heimsskoðun almennings bíði þess ekki bætur. Greinaflokkur minn var saminn í anda þeirrar sókratísku sannfæring- ar að heimspekingum sé ekki aðeins samboð- ið heldur skylt að leiða fólk af andlegum villi- götum. En gefum þá gagnrýnendum mínum orðið: a) Þú notar hugtakið pm-ismi í víðri og óskýrri merkingu sem samheiti yfir ýmsa ólíka strauma og stefnur sem flestir eru þar að auki ekki lengur á dagskrá. Rétt er að ég nota „pm-isma“ í víðri merk- ingu en alls ekki óvenjulega umfangsmikilli, hvað þá óskýrri. Algengt er í hugmyndasögu síðustu áratuga að viðhafa „pm-isma“, eins og ég geri, sem samheiti yfir póststrúktúral- isma, afbyggingu og þær tvær bylgjur í list- um og fræðum sem ég kenndi annars vegar við ógagnrýninn (upplaps- og samtíningslist, þekkingarleg efahyggja; 1970-85) og hins vegar gagnrýninn (frábrigðafræði, héraðs- /einangrunarhyggja, ný byltingarlist; 1985-) pm-isma. Að vísu hafa sumir talið misráðið að setja nýju frábrigðafræðin („politics of differ- ence“) undir hatt pm-ismans og margar lista- sögubækur kveða þannig á um að skeiði pm- ismans í listum hafi lokið í kringum 1985. Ég fylgi hins vegar fordæmi Hal Fosters og fleiri sem telja ógagnrýna pm-ismann og frá- brigðafræðin tvær hverfur á sama fati; ofnu úr sömu þáttum. Þeir þættir eru hugmynd- irnar um félagslegt eðli máls og skynjunar, höfnun sameiginlegs manneðlis, heildarskýr- inga og draumalanda - og ekki síst áherslan á valdshugtakið sem höfuðgreiningartæki mannlegra samskipta. Annað og óskylt mál er svo hvar nákvæm- lega eigi að flokka einstaka lista- eða fræði- menn. Ymsir hafa amast við því að ég skyldi vitna í túlkun Eysteins Þorvaldssonar á Gyrði Elíassyni sem fulltrúa fyrri bylgju pm- ismans (í einhverjum eldri Ijóða sinna). Ég ætla að hætta mér sem skemmst út í þá sálma hér, en minni aðeins á að það segir ekki endilega til um óskýrleika flokkunar þótt vafi leiki á hvort einstök dæmi falli innan garðs eða utan. b) Umfjöllun þín er yfirborðskennd; og jafnvel enn grunnfærari en menningarfræðin sem þú skopast að. Öll hugmyndasaga er í eðli sínu yfirborðs- kennd, í sama skilningi og öll landakort eru yfirborðskennd nema þau séu jafnnákvæm (og þar með jafnstór!) og landið sem þau lýsa. Spurningin er ekki sú hvort dregnar hafi ver- ið grófar línur heldur hin hvort drættirnir hafi verið sæmilega skýrir þrátt fyrir gróf- leika sinn. Ég skal fúslega viðurkenna að sum efnin sem ég fjallaði um voru svo um- fangsmikil að þau liðu fýrir þá takmörkun að verða að rúmast á einni Lesbókarsíðu. Pm- íski femínisminn, með öllum sínum krókum og kimum, er þar gott dæmi eins og réttilega var bent á í einum Víðsjárþættinum. Samt var einnig, að mínum dómi, í 7. grein mörgum aðalatriðum til skila haldið. Hvað menningar- fræðin („cultural studies") varðar þá er gagn- rýni mín ekld umfram allt sú að þau séu yfir- borðskennd heldur, í fyrra lagi, að þau stefni einatt að einhvers konar heildarsýn yfir fræðaheiminn hjá fólki sem ekki hefur áður kafað djúpt niður í neitt tiltekið fræðasvið og, í síðara lagi, að þau sýni hefðbundinni heim- speki og raunvísindum vítavert tómlæti: þeim fræðum sem þó hafa - að minnsta kosti fýrir tilkomu „kjaftastéttanna“ - mótað heims- mynd almennings meir en nokkur önnur. c) Þú sýnir virtum fræðimönnum og kenn- ingum virðingarleysi með hraðafgreiðslu og háðsglósum. Þú ert fordómafullur haturs- maður franskrar hugsunar og (jafnvel á end- anum) frjálsrar hugsunar. Hér samtvinnast ýmis gagnrýnisatriði en hinn rauði þráður þeirra er þó ásökunin um virðingarleysi. Hún kæmi að vísu úr hörðustu» átt frá pm-istunum sjálfum þar eð fáir hafa gengist jafn upp í skipulegu virðingarleysi gagnvart hugsuðum og stefnum fortíðarinn- ar. En gagnrýnendur mínir fylla fæstir flokk pm-ista og að sama skapi er meiri ástæða til að taka andmæli þeirra alvarlega. Ég skal aftur játa á mig þá „sök“, ef sök skyldi kalla, að hafa ekki valið að skrifa þurra og fræðilega ritgerð um pm-isma í heldri tímarit heldur hvatskeytlegan og ögrandi greinaflokk í dagblað. Einhverjir kunna að telja slíkt óviðeigandi léttúð - en þeir ættu samt, fyrir sanngirni sakir, að mæta til leiks á þeim velli sem ég haslaði mér. Ég hefði naumast reynt að kveða Foucault, Derrida og félaga í kútinn í örfáum línum í lærðri ritgerð í Skírni eða Tímariti Máls og menningar, þó að lokaniðurstaðan hefði ugglaust orðið svip- uð. Enn væri ég fráleitt einn á báti í mati^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 24. JANÚAR 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.