Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 17
Kirsten Hammann Tua Forsström Aqqaiuk Lynge Arni Bergmann Matthías Johannessen Hans Herbjornsrud Risten Sokki Kjell Johansson ars Más Guðmundssonar og fleiri ungra höf- unda fengu á níunda áratugnum hér á landi en þær töldust hafa endurlífgað frásögnina í ís- lenski'i sagnagerð eftir tilraunir módernism- ans.) Með Bannister þykir Hammann hafa skrif- að einkar áhugaverða og skemmtilega skáld- sögu. Pað má lesa hana sem feminískt verk en umfjöllunarefni hennar eru ást, kvenleiki og vald. Bókin lýsir leit konu að sjálfsmynd eftir að hafa misst mann sinn og samastað, hún lýs- ir falli konu úr öruggum heimi ástar og hlýju, úr ákveðnu merkingarsamhengi niður í heim þar sem samhengisleysið er algjört. Konan leysist í raun upp, aðalsöguhetjan, Ramona, rennur þannig saman við ýmsar aðra persónur sögunnar i leit sinni að sjálfri sér og staðfestu. Mörk draums og veruleika verða einnig óljós og í raun reynir sagan að færast undan því að vera skilin sem ein merkingarheild, markmið hennar er að sýna fram á afstæði merkingar, að merkingin verði til við sambræðslu tungu- máls og viðtakanda og þannig sé hún til dæmis bundin eðli frásagnarinnar og kyni túlkand- ans. Pjaltetider heitir ljóðabók Peters Lauges- ens sem Danh’ leggja einnig fram til verðlaun- anna. Laugesen er geysilega afkastamikill höf- undur og hefur sent frá sér rúmlega fjörutíu ljóðabækur og þýðingar frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1967. Laugesen er einn af forkólfum þeirrar kynslóðar danskra skálda sem hófu að gera upp við og endurskoða módernismann um miðjan sjö- unda áratuginn en það uppgjör virðist enn ekki hafa verið leitt til lykta. I Pjaltetider fjallar Laugesen um lífið og til- veruna í öllum sínum fjölbreytileika en ljóðin eru flest löng og breið, skrifuð í hversdagsleg- um stíl. Kannski má segja að galdur þessara ljóða verði til í hinu hversdagslega máli, eða kannski í spennunni á milli ljóðrænunnar, sem vissulega gegnsýrir þau öll, og hversdagsleik- ans sem fyllir tungumálið. Laugesen vill upp- hefjahversdagsleikann, í honum býr svo margt sem ekki má gleymast. Eitt af einkennum Ijóðanna er hið sífellda of- næmi fyrir umhverfinu, fyrir tímanum. Laugesen pirrast út í heiminn og raunar lífið yfirleitt, ekki síst sitt eigið æviskeið. Eitt af meginumfjöllunarefnunum er einmitt æskan sem hann hikar ekki við að blóta í sand og ösku. Samt er tónninn í bókinni ekki alltaf dimmur og þungur, húmorinn og hin danska gleði er aldrei langt undan. FINNLAND: Hverdagslegar sögur og horfin París Tua Forsström er ein af finnlandssænsku skáldunum sem hefur tekið sér stöðu á meðal fremstu skálda sem yrkja á sænska tungu. Olíkt Laugesen er hún ekki afkastamikil, bók- in sem nú er tilnefnd, Efter att ha tillhringat en natt bland hástar, er aðeins áttunda ljóða- bókin hennar en sú fyrsta kom út árið 1972. Bókin skiptist í fjóra kafla og hefst hver þeirra með tilvitnun, flestar í rússneska kvik- myndaleikstjórann Tarkovskí, mætti segja að í bókinni sé Forsström að skrifast á við hann. Ljóðin eru skrifuð á hversdagslegu máli, og raunar mætti kalla stílinn prósaískan, en oft er merkingin óræð, merkingarsamhengið framandlegt. Ljóðin segja mörg hversdagsleg- ar sögur, allt að því banalar, sem hafa víðari skírskotun. Náttúran, einkum hafið og skógur- inn eru áberandi umfjöllunarefni en einnig sorgin, þráin, fátæktin og kærleikurinn sem er ofar öllu. Ljóð Forsström eru mörg hver afar falleg og búa yfir duldum galdri sem þarf að kalla fram í vönduðum lestri. Det förlorade Paris heitir hin tilrauna- skáldsagan sem minnst var á áðan en hún er fyrsta skáldsaga finnska höfundarins Markus- ar Nummi. Bókin segir allfurðulega sögu og er ekki síður byltingarkennd að því leyti. Höf- undui-inn veltir því fyrir sér hvað myndi ger- ast ef París hyrfi af yfirborði jarðar. Flestir hafa gert sér einhverja hugmynd um París, tengja hana kannski skáldskap og listum eða ást og rómantík. En þegar hún hverfur af yfir- borði jarðar fara menn að velta því fyrir sér hvort hún hafi kannski aldrei verið til, hvort hún hafi bara verið tilbúningur skálda og lista- manna, hún sé bara til í textum og myndum. Settar eru upp sýningar á bókum sem fjalla um París á einhvern hátt, stjórnvöld í Frakk- landi gefa út yfirlýsingu þess efnis að þau hafi afskrifað borgina og sænsk sjónvarpsstöð læt- ur gera heimildarþátt um hina horfnu borg. Bókin fjallar öðrum þræði um það hvað það verður sífellt erfiðara og flóknara að höndla sí- breytilegan veruleikann, að gera greinarmun á honum og því sem er ekki veruleiki heldur eitthvað annað, kannski bara hugmynd um veruleikann. FÆREYJAR: Bræðslupottur gamals og nýs Sjötta ljóðabók Færeyingsins Carls Jóhans Jensen, Vraggods af tid, er kannski sérstæð að því leyti að um það bil annað hvert ljóð í henni er sonnetta í sínu hefðbundna ítalska formi að öðru leyti en því að vísuorðin hafa verið brotin upp með óvenjulegri punktasetningu (eða öllu heldur stuttum setningum). Hinn helmingur- inn er ljóð í frjálsu formi. En það er ekki aðeins gamalt og nýtt form sem vefa saman þessa bók heldur einnig gam- alt og nýtt tungumál, gamall og nýr heimur. Jensen leitar þannig víða fanga í ljóðum sínum, bæði aftur til hins norræna sagnaarfs og nútíð- artækni svo eitthvað sé nefnt. Meginumfjöllun- arefnin eru annai’s vegar skynjun okkar á heiminum og tjáning okkar um þessa skynjun - kannski einfaldast að segja bara skáldskap- urinn - og hins vegar hinn tilvistai’legi vandi og dauðinn. Stíllinn er á einhvern hátt sérkennilegur og gerir ljóðin ei’fið aflestrar en um leið heillandi. GRÆNLAND: Líf og tilvera þjóðar Bókin Synspunkt eftir grænlenska skáldið, Aqqaluk Lynge, er kannski sérstæðust í hópi tilnefndra bóka að þessu sinni fyrir þær sakir að hún hefur ekki aðeins að geyma skáldskap heldur einnig ræður og greinar um menningu, stjórnmál og sögu. Ræðurnar og greinai’nar gefa innsýn í pólitískar skoðanir Lynge, en hann hefur verið virkur þátttakandi í græn- lenskum stjórnmálum í tvo áratugi, og þróun grænlensks samfélags síðustu áratugi. Ljóð bókarinnar fjalla sömuleiðis fyrst og fremst um grænlenskan veruleika, um líf og tilveru þjóðar en einnig er tekin afstaða til heimspólitískra viðburða, svo sem stríðsins í fyrrum Júgóslavíu. Segja má að ljóðin einkenn- ist af pólitískri afstöðu. Form þeirra er frjálst og óbundið og minna stundum á innblásnar ræður en einnig er hér að finna ljóðrænar stemmningar af ísilögðum og köldum sléttum Grænlands. ÍSLAND: Ferðalag mannsins og tilvistarleg leit Skáldsagan Þorvaldur víðfórli eftir Ái’na Bergmann kom út árið 1994 og vakti töluverða athygli og jafnvel deilur. Til er Islendinga- sagnaþáttur af Þorvaldi og er það eina heimild- in sem Arni hefur til að styðjast við í skáldsögu sinni. Þátturinn segir frá trúboði Þoi-valds hér á landi og saxneska biskupsins Friðreks. Það slitnai’ upp úr samstarfi þeirra tveggja vegna ofbeldishneigðar og óstýrilætis Þorvaldar. Biskupinn hverfur af landi brott og nokkru síð- ar leggst Þoi-valdur einnig í mikil ferðalög til Jerúsalems, Miklagarðs og Rússlands þar sem hann stofnar klaustur og deyr í hárri elli. Þessa sögu nýtir Árni sér en gefur þó ímynd- unaraflinu mjög svo lausan tauminn enda er skáldsaga hans viðburðarík með afbrigðum. Sagan íjallar hins vegar ekki aðeins um hið ytra ferðalag Þoi’valds þai’ sem hann kynnist algerlega nýjum heimi og aðstæðum heldur er hún einnig saga um innra ferðalag mannsins, um leit að innra friði, trúarvissu, þekkingu og ekki síst ást. Tvennt vakti sérstaka athygli er bókin kom út; hin geysilega yfirgi’ipsmikla þekking Árna á hugmyndafræði, trúai’setningum og söguleg- um straumum þess tíma sem bókin fjallar um og vald hans á stíl og orðfæri. Einnig má segja að hið mikla umfang sögunnai' í hugmyndaleg- um og frásagnarlegum skilningi geri hana að einni af eftirminnilegustu skáldsögum seinni ára. Haft hefur verið á orði að í nýjustu ljóðabók Matthíasar Johannessen, Vötn þín og vængur, megi sjá summuna af fjörutíu ái’a höfundarferli hans, að í henni birtist hvað best breiddin í skáldskap hans. Þegar bókin er lesin í fyrsta sinn verður sumum kannski um og ó yfir víð- áttunni sem opnast í snöggri sýn. Hér eins og í fyrri bókum er helsta einkenni skáldskapaj’ Matthíasar hin rómantíska og ljóðræna undrun yfir sköpunarverkinu, sköp- uninni, og um leið beitt skoðun á því. Hér er farið um vindheim víðan í þeirri háskalegu til- vistarlegu jafnt sem trúarlegu leit sem sett hefur mark sitt á skáldskap Matthíasar. Og í fjölmörgum vísunum til íslensks og erlends forns skáldskapar endurspeglast sömuleiðis sú sannfæring Matthíasar að við séum afurð for- tíðarinnai’, að fortíðin lifi í okkur. Hér er einnig að finna bæði hið prósaíska opna form og hið ljóðræna innhverfa form ljóða Matthíasar. Hér eru breið og mikil frá- sagnai’ljóð en einnig vinna hnitmiðun og lýi’ísk ögun mikið á í þessari bók, sjást þess glögg merki í seinni hluta bókarinnar. NOREGUR: Smásögur og Ijóð í lífsins ólgusjó Smásögur hafa unnið á sem bókmenntaform í Noregi undanfai’in ár og nægir þar að nefna nöfn höfunda eins og Kjell Askildsen og 0y- stein Lonn. Blinddora er fimmta bók norska rithöfundarins Hans Herbjornsrud en allar hafa þær verið smásagnasöfn. Gegnt megin- straumnum í smásagnaritun undanfai-in ár, sem einkennist af knappleika og mínimalisma, ski-ifar Herbjornsrud langar og miklar sögur sem mætti flokka undii’ töfraraunsæi. I þeim þremur sögum sem birtast í nýjustu bók hans sækir hann til ævintýrsins, þjóðvís- unnar, hvunndagsraunsæis og gotneskrar sagnai’itunnar. Sögurnar í þessu safni fjalla meðal annai’s um lykilinn að skáldskapnum og einnig er hér að finna beitta ádeilu á nútíma- samfélag. Bók þessi fékk geysigóða dóma í Noregi þegar hún kom út á síðasta ári og setti Herbjornsrud á bekk með fremstu rithöfund- um þar í landi. I ljóðabókinni, Anchorage, sökkvir Bjorn Aamodt akkeri sínu í hverri heimshöfninni á fætur annarri og skoðar sig um. í bókinni eru fjölmörg ljóð sem hvert og eitt ber heiti ein- hverrar hafnarborgar, svo sem Liverpool, Ny- havn og New York. í hverri höfn lítur ljóðmæl- andinn í ki’ingum sig og lýsir hughrifum sín- um; þannig tekui- stíll ljóðanna og orðfæri oft mið af staðnum sem lagt er í. Segja má að bókin lýsi öðrum þræði tilvist- arlegri ferð, ferð um lífsins ólgusjó þar sem akkerið, eina festan, getur tekið á sig ýmsar táknmyndir. Formið er opinn og ljós prósi, fullur af leik og frumlegum myndum. Tungu- mál sjómannsins er notað í óvæntum tenging- um og nýju umhverfi sem opnar nýtt merking- arsvið þeirra. SAMALAND: Töfrandi Ijóðrsena Ljóðin í bók Risten Sokki, Jeg tvinner tvinn- er slektas sener, eru öll í knöppu formi og búa yfir hinni töfrandi ljóðrænu sem sjá má í ljóð- um fleiri skálda frá Samalandi. Þetta er fyrsta bók höfundar og hefur hún sjálf þýtt Ijóðin á norsku. Stíll hennar er einfaldur og hversdagslegur en um leið merkingai’fullur og tilfinningai’íkur. Ljóðin eru sterklega tengd Samalandi og raun- Þegar horft er ápessa fjölbreytni er ein hugsun efst í huga, sem er að Ijóð- ið á greinilega í mikilli baráttu við að halda í við tímann, að fangapessa bendu sem samtímaveru- leikinn er, tilvistina og samfélagið. ar má segja að í þeim tengist á magískan hátt ætt og jörð höfundar en hafa jafnframt al- menna skírskotun. Trúin og goðsagan eru og sínálægar en Ijóðin fjalla fyrst og fremst um ævarandi kærleik og djúpa sorg. Ekki síst er fjallað um hið nána samband manns og nátt- úru. Þetta samband einkennir enn líf Sama sem hafa viðurværi sitt af náttúrunni. Sorgin sprettur hins vegar af sjálfstæðisbaráttu Sama sem tók á sig sína grimmustu mynd í uppreisn: inni sem kennd er við bæinn Kautakeino. í henni var langafi Sokki einn af þeim sem féll. SVÍÞJÓÐ: Leikandi gleði og lágvær still Huset vid Flon er tíunda skáldsaga sænska rithöfundarins Kjell Johansson. Sagan gerist í hverfi verkamanna í Stokkhólmi á fimmta og sjötta áratugnum. í aðalhlutverki er fjölskrúð- ug tatarafjölskylda sem sker sig úr í einlitu samfélagi hinna „venjulegu“ og velmegandi. Fjölskyldan lifir á draumi um að einhvern tím- ann verði til samfélag þar sem allir eru vel- komnir. En sagan segir okkur að það sé öruggt að ekkert breytist nema bai-nið sem verður að manni; samfélagið verður alltaf eins, í því er ekkert rúm fyrir þá sem eru ekki eins og hinir, venjulegir. Johansson hefur skrifað um þetta þema áð- ur, hina heimilislausu og framandi. Sjónar- hornið er marxískt en frásögnin er sambræðsla hinna módernísku tilrauna sjöunda áratugar- ins í sænskum prósa og frásagnarinnar sem einkenndi sjöunda áratuginn. Bókin býr yfir leikandi gleði í frásögninni og samúð sem smit- ar lesandann fljótt og gerir lesturinn einkai’ skemmtilegan. Fágeljágarna eftir Lennart Sjögren er bálk- ui’ frásagnarljóða sem fjalla um þrjá menn sem fara á veiðar að vori en drukkna undir ís. Frá- sögnina heyrði höfundur oft í æsku en hér set- ur hann hana fram í víðara samhengi. Ljóðin eru eins konar víxlsöngur á milli þeirra sem druknuðu og þeirra sem stóðu eftir á strönd- inni, lifandi en sorgbitnir. Sagan verður að táknmynd um lífið sem ferð til móts við dauð- ann. Það er þannig þungur tilvistarlegur undir- tónn í ljóðunum en um leið segja þau sögu um tengsl manns og náttúru; Sjögren er ekki róm- antískur náttúrudýrkandi heldur er náttúran í ljóðum hans bæði forsenda lífs og dauða. Ljóðstíll Sjögrens er lágvær. Hástemmdar lýsingar eru fjarri honum og myndmál er ein- falt og ljóst en það er að mestu sótt í sjóð nátt- úrunnar. Orðfærið er einnig hversdagslegt og á vissan hátt blátt áfram. Sjögren hefur gefið út um tuttugu bækur, flestar ljóðabækui- en einnig prósaverk. Veitt í 37. sinn Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða nú veitt í 37. sinn en þeim er fyrst og fremst ætlað að auka áhuga á norrænum bókmennt- um. Svíar hafa langoftast fengið verðlaunin eða tólf sinnum, Norðmenn og Danir hafa fengið þau sex sinnum hvori, Finnar og Islendingar fimm sinnum, Færeyingar tvisvar, en þess ber þó að geta að árið 1965 var ekki litið á William Heinesen sem fulltrúa Færeyinga eins og hér er gert heldur Dana, Samar hafa hlotið þau einu sinni en Grænlendingar aldrei. Á síðasta ári fékk danski rithöfundurinn Dorrit Willum- sen verðlaunin fyrir bókina Bang en síðastur íslendinga til að hljóta verðlaunin var Einar Mái’ Guðmundsson árið 1995 fyrir skáldsöguna Engla alheimsins. Verðlaunin eru 350.000 danskar krónur eða um það bil 3,5 milljónir ís- lenskar ki’ónur og verða að þessu sinni afhent í Gautaborg í Svíþjóð 26. febrúai’ næstkomandi. Tilkynnt verður um hver hlýtur verðlaunin næstkomandi föstudag, 30. janúar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.