Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 19
SCHOLA CANTORUM í HALLGRÍMSKIRKJU KAMMERKÓRINN Schola cantorum gengst fyrir tónleikum í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudaginn 25. janúar, kl. 17. Davíðssálmar og Biblíulofsöngvar með einfdldu gregorsku tónlagi mynda ramma um fjölrödduð kór- verkin, allt frá miðöldum, um tíma barokks- ins, til samtímans. Fluttar verða mótettur eft- ir Schein, Bach, Pepping, Iljálmar H. Ragn- arsson og Jón Hlöðver Askelsson. Sljórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. Schola cantorum starfar við Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Kórimi skipa 18 söngvar- ar sem hafa margra ára reynslu af kórsöng og tónlistariðkun. Margir kórfélaganna starfa jafnframt með Mótettukór Hallgríms- kirkju. Á þeim tveimur árum sem kórinn hef- ur starfað hefur hann komið fram á tónleik- um í Hallgrímskirkju, Þorlákshöfn og á Norðurlandi, m.a. á tónleikum í Hljóðaklett- um um síðustu verslunarmannahelgi. Á efnisskránni eru gregorskir kirkjusöngv- ar og mótettur frá tímum barokksins og sam- tímans. Umfangsmesta kórverkið á tónleik- unum er tveggja kdra mótettan Komm, Jesu, komm eftir Johann Sebastian Bach. Eftir Bach liggja fjögur tveggja kóra verk og hef- ur Mótettukór Hallgrímskirkju flutt þau öll áður. Hörður segir að verkin skari að mörgu leyti fram úr öðrum tveggja kóra verkum sem samin hafa verið. „Það er nýtt fyrir okk- ur að flytja verkið í svo litlum kammerkór þar sem einungis eru fjórar raddir í hverjum kór þegar honum hefur verið skipt upp, meira mæðir á hverjum söngvara og verkið fær annan blæ. Kannski náuin við betur að líkja eftir samtíma Bachs, þegar kórarnir voru minni.“ Yngsta verkið, Tignið Drottin eftir Jón Hlöðver Áskelsson, var samið sérstaklega fyrir kórinn og frumflutt á Sumartónleikum á Norðurlandi í Akureyrarkirkju sl. sumar. Einsöngvarar í verki Jóns Hlöðvers eru Hera Björk Þórhallsdóttir, sópran, og Einar Clausen, tenór. Morgunblaðið/Golli ORGELLEIKARARNIR Ragnar Björnsson og Árni Arinbjarnarson og konsertmeistarinn Zbigniew Dubik ásamt nemendum Nýja tónlistarskólans. ATTA ORGEL- KONSERTAR HÁNDELS OG VERK MOZARTS TÓNLEIKAR verða í Grensáskirkju sunnudaginn 25. janúar og hefjast kl. 17. Þetta eru fyrstu tónleikarnir í röð fernra tónleika sem haldnir verða í til- efni af 20 ára afmæli Nýja tónlistarskól- ans. Á tónleikunum, sem verða næstu fjóra sunnudaga, leika Árni Arinbjarn- arson og Ragnar Björnsson átta orgel- konserta eftir G.F. Handel. Einnig kem- ur fram strokldjómsveit skólans, sem skipuð er kennurum og nemendum sem komnir eru á lokastig tónlistarnámsins, og leikur eitt verk eftir Mozart undir stjórn Árna og Ragnars. Konsertmeist- ari á tónleikunum veður Zbigniew Du- bik. Tónleikarnir nú á sunnudag hefjast á því að Árni Arinbjarnarson, sem er kennari við skólann, leikur tvo konserta op. 4, nr. 1 og 4. Hljómsveit skólans leikur Divertimento í D-dúr K-136 eft- ir Mozart undir stjórn Árna. Aðrir tónleikar verða sunnudaginn 1. febrúar og leikur Ragnar Björnsson tvo orgelkonserta op. 4 nr. 5 og nr. 13 í F-dúr og stjórnar flutningi hljómsveit- arinnar á Fantasíu í f-moll eftir Mozart. Á þriðju tónleikunum, sem verða sunnu- daginn 8. febrúar, leikur Árni tvo af Hándel-konsertunum, þann í d-moll nr. 15 og op. 4 nr. 6 í B-dúr. Síðustu tón- leikarnir verða sunnudaginn 15. febrú- ar. Þar leikur Ragnar orgelkonsert op. 4 nr. 2 í B-dúr og konsert op. 4 nr. 3 í g-inoll. Strokhljómsveitin leikur Eine kleine Nachtmusik eftir Mozart undir stjórn Ragnars. Tónleikarnir verða allir í Grensás- kirlgu. Skólastjóri Nýja tónlistarskólans er Ragnar Björnsson. Morgunblaðið/Þorkell KAMMERKÓRINN Schola cantorum syngur á tónleikum í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag. GEGNHEILL BACH - VILLTUR ZEMLINSKY TOJVLIST Sígildir diskar BACH J.S. Bach: Brandeuborgarkonsertar 1-6; Fiðlukonsertar í E-dúr og a-moll. Felix Ayo, Roberto Michelucci, fiðlur; ýinsir concertínist- ar; Maria Teresa Garatti, sembal; I Musici. Philips Classics 438 318-2. Upptaka: ADD, Sviss 1958/1965. Út- gáfuár: 1993. Lengd (2 diskar): 2.23:21. Verð (Skífan); 1.999 kr. SUMIR eru famir að kalla það pip- arkökutónlist - barokkið sem er látíð á glymskratta heimilanna um jólin. Og margir hverjir e.t.v. búnir að fá nóg i bili. Við tölum sumsé um hitt og þetta eftir Vivaldi, Telemann, Corelli (þ.m.t. Jólakonsertínn, auðvitað), Messías, Jólaóratóríuna og - Brand- enborgarkonsertana 6 eftir J.S. Bach. Brandenborgararnii- mynda ásamt hin- um 12 concerti grossi Handels Op. 6 hátind veraldlegra hljómsveitarbarokktónmennta. Almenn saga þeirra er vel kunn, og skal lát- ið nægja í bili að minna á, að tíl aðgreining- ar frá Op. 6 eru Bach-konsertarnir hver stakur í sinni röð, því ólíkt Hándel, sem hefur alltaf hefðbundinn „concertínó“-ein- leikarahóp, þ.e. tvær fiðlur og selló, kennir margra grasa hjá Bach; t.a.m. notar hann blokkflautur, horn, pikkólófiðlu, þverflautu etc., og engin concertínó-skipan hans er eins í neinum tveim konsertanna sex. Hvað þetta varðar bera þessi Köthen-áraverk Bachs (nr. 1 og 6 eru að vísu af sumum talin nokkru eldri) vott um orkestrunarlega til- raunastarfsemi sem slagar hátt í Berlioz. En meistarahandverkið og innblásturinn láta ekki að sér hæða. Þetta er dýrðleg tón- list, og að sama skapi er örðugt - þrátt fyr- ir meira en hálft hundrað(!) innspilana - að fmna útgáfu sem maður getur verið 100% sáttur við. Undirritaður er enn þá að leita, því gömlu rómantísku útgáfurnar með (of) stórum hljómsveitum hafa í raun sama galla og margar „upphafshyggjutúlkanir," þótt hvor sé með sínum hættí. Raddferlið vill nefnilega í báðum tilvikum verða of óskýrt; annaðhvort vegna þyngslalegs massa eða vegna óhófs í hendingamótun, t.d. með ýktri „klukkudýnamík,“ sem þó virðist loks farið að draga úr. Samt liggur við, að manni finnist gamla Bath Festival útgáfan með Yehudi Menuhin frá 1958 enn með því bezta sem tekizt hefur, þrátt fyrir ýmsa galla. Hérgetin útgáfa með I Musici er meðal þokkalegi-i kosta á semí-rómantísku línunni fi'á þeim tímum er „historisminn“ fór að slíta barnsskónum. Gegnheill flutningur, fjörugur og innlifaður, og þó að strengjaví- bratóið virki núorðið rökkurkennt miðað við dagsbirtublæ seinni tíma upphafs- hyggjutúlkunar, eru þessir velfylltu diskar engu að síður peninganna virði, m.a. þökk sé góðu jafnvægi í upptöku. En þann dag er hún birtist undir- rituðum á ginnsvörtum gæðingi - Brandenborgarútgáfan eina og sanna - mun væntanlega heyrast hljóð úr horni... ZEMLINSKY/A. MAHLER Alexander Zemlinsky: Flórentínskur harmleikur. Ópera í einum þætti við sögu e. Oscar Wilde. Albert Dohmen (Guido fursti), Heinz Kruse (Simonc kaupmaður), Iris Vermillion (Bianca kaupmannsfrú.) Alma Mahler: 6 söngvar í orkestrun Colins & Davids Matthews. Iris Vermillion mezzos- ópran. Royal Concertgebouw Orchestra u. stj. Riccardos Chaillys. Decca Entartete Musik 455 112-2. Upptaka: DDD, Amsterdam 4/1996. Útgáfuár: 1997. Lengd: 70:33. Verð (Skífan): 1.999 kr. Fyrstu áratugir aldarinnar voru miklir uppbrotstímar í listum. Dadaistar ortu um flugvélahljóð („Gadúnk gadúnk, brrr brrr...“) og espressjónískur atónalismi lá í loftinu. Um leið litaðist þýzk síðrómantíkin af frönskum impressjónisma og allar leiðir sýndust galopnar. Alexander Zemlinsky var eiginlega kynslóð á undan þeim tónhöf- undum sem mest fengu að kenna á „kyn- þáttafræðilegri“ útskúfun Þriðja ríkisins, en þar komu tímar er verk hans, nýrri sem eldri, lentu á brunalista hins nýja Þýzka- lands. Kammerópera hans, Eine florentin- ische tragödie, (1917), þurfti eins og svo mörg önnur verk að súpa seyðið af hreins- unartilburðum nazista 20 ánim síðar. Sem sagt verðugt verkefni í útgáfuröð Decca um „úrkynjaða“ (entartete) tónlist, eins og þá var kölluð. Sagan byggist á smásögu eftir Oscar Wilde. Persónur eru aðeins þrjár, en villt þríhyrningsdramað þekur heilt tilfinninga- breiðtjald, svo nærri gengur fram af áheyrandanum; e.k. Otello þjappað niður í þriðjung. Fer hér enn ein perlan frá þess- um löngum vanmetna Vínarhöfundi, er kenndi bæði Schönberg og Ölmu Mahler. Alma, eiginkona Gustavs Mahler síðustu tíu æviár hans, fékk að kenna á svipuðum for- dómum og Fanny Mendelssohn. Ári fyrir andlátið uppgötvaði Gustav nokkur sönglög eiginkonunnar og sneri þá allt í einu við blaðinu og kvað upp úr um að hún ætti um- fram allt að halda áfram að kompónera! Það dugði til að nokkur sönglög hennar næðu að lifa, en flest hljómsveitai-verk Ölmu munu þó hafa glatazt. Þessi sex sönglög gefa örlitla hugmynd um stórtalent sem hefði getað náð mun lengi-a í skilnings- ríkara andrúmslofti. RíkarSur Ö. Pálsson Alexander Zemlinsky Alma Mahler LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 1998 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.