Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 20
ÍBÚÐARHÚSIÐ og listasafnið að Brautar- holti. Myndin er tekin í kringum 1960. ÞEGAR ég kom í Selárdal fyrst var bjart veður og snjóföl yfir öllu. Þröngur dalurinn opnaðist fyrir sól- inni sem lýsti upp rauðleitt bergið í fjöllunum. Niðri við sjóinn blasti við undarleg húsaþyrping sem líktist einna helst leikmynd úr Doktor Zívagó; kirkja með næputurni, hús áþekkt hofi með boga- dregnu hliði og súlnaröð ásamt íbúðarhúsi. Á milli húsanna stóðu hinar margvíslegu högg- myndir, fölhvítar eins og umhverfið, líkt og hillingar í eyðimörk." Þannig lýsir Ólafur J. Engilbertsson fyrstu heimsókn sinni í listasafnið í Selárdal í Arnar- firði, safn sem bóndinn og alþýðulistamaður- inn Samúel Jónsson reisti á sjötta áratugnum með handaflið eitt og ellilífeyrinn að vopni. Frá því Samúel féll frá árið 1969 hafa húsa- kynnin og listaverkin staðið yfirgefin og eru óðum að grotna niður. Að sögn Ólafs var gerð úttekt á staðnum fyrir allmörgum árum íyrir tilstilli fyrirtækja í Tálknafirði og á Bíldudal en skilaði ekki þeim árangri að ráðist var í viðgerðir. „Á síðustu árum hefur Ólafur Gísla- son í Neðrabæ, nú eini ábúandinn í Selárdal, þó bjargað miklu með því að gera við þak kirkjunnar og næputurninn og um þessar mundir er hann að gera við þak listasafnsins sem var orðið götótt og að hruni komið. Stein- steypan í þessum byggingum og höggmynd- um Samúels virðist hins vegar bærilega sterk. Undirstöður Ijónanna í hinum fræga ljónagos- brunni háns hafa þó gefið sig ein af annarri og nú Iiggja þrjú þeirra í jörðinni og grotna því fyrr en ella,“ segir Ólafur. Við viðgerðirnar hefur Ólafur í Neðrabæ eingöngu notast við eigið fé, enda ekki öðru til að dreifa. Að áliti Ólafs J. Engilbertssonar er nauðsynlegt að viðgerðir á höggmyndunum verði gerðar af fagfólki og eftirlit verði haft með því að rétt sé að hlutunum staðið. ySjálf- sagt er að meta að verðleikum starf Ólafs í Neðrabæ og nauðsynlegt að styðja það, verði þess nokkur kostur, en fleiri þurfa hér að leggja hönd á plóginn. Kvikmyndagerðin Andrá er nú að ljúka við gerð heimildarmynd- ar um Samúel og hið merka lífsverk hans, öðr- um þræði til að benda á hve mikil menningar- verðmæti eru hér að fara í súginn,“ segir Olaf- ur sem er handritshöfundur myndarinnar. Að framkvæma hið ómögulega En Ólafur lætur sumsé ekki þar við sitja heldur hyggst nú „framkvæma hið ómögu- lega“, eins og hann tekur til orða; safna fé til endurreisnar listasafni Samúels í Selárdal með sölusýningu í Galleríi Horninu. Hafa margir landskunnir listamenn lagt til verk á sýninguna. „Hugmyndin er að afrakstur sýn- ingarinnar verði stofnframlag sjóðs sem kaupendur verkanna og listamennimir verði sjálfkrafa hluthafar í. Þeir kjósi sér stjórn sem úthluti fénu samkvæmt nánara sam- komulagi eða umsóknum. Síðan get ég ekki leynt þeirri skoðun minni að mér þykir tími til kominn að sveitarfélagið, ferðamálayfirvöld og fyrirtæki á Vestfjörðum og jafnvel stjórn- völd í landinu láti þetta mál til sín taka. Það er þess virði!“ Að sögn Ólafs má víða erlendis finna sam- bærileg söfn alþýðulistamanna sem þúsundir ferðamanna sækja heim árlega og á liðnu ári mun einu slíku hafa verið forðað frá glötun á Indlandi. „I Selárdal kemur á hverju sumri fjöldi fólks að skoða verk Samúels en það var ekki fyrr en fyrir rúmu ári sem Ólafur Gísla- son setti að eigin frumkvæði upp sýningu á verkum hans í kirkjunni. Erlendir listamenn hvá þegar minnst er á Samúel og þeim sýndar ljósmyndir frá Selárdal því þeim þykir að von- um einkennilegt að verkum hans skuli ekki haldið á lofti og þeim sómi sýndur.“ En hver var hann þessi maður sem byggði þessa draumkenndu sýn á hjara veraldar? Samúel Jónsson fæddist að Horni í Mosdal í Amarfirði árið 1885. Hann missti ungur föð- ur sinn og fór eftir það á milli bæja með móð- ur sinni, Guðríði Guðmundsdóttur, sem starf- aði sem vinnukona. Bjuggu þau oftast við ÞESSA mynd af listasafninu tók Ólafur Engilbertsson fyrir fáeinum árum. Eins og sjá má er orðið ansi hrörlegt um að litast í Brautarholti. ljónagarðinum í Alhambrahöllinni á Spáni, sem hann hafði séð í bók eða tímariti og heill- ast af. I kjölfarið komu svo Leifur heppni, sem skyggnir hönd fyrir augu, álft með unga tvo á baki, sænykur og selur. Er þar var kom- ið þótti Samúel nauðsynlegt að byggja safn- hús yfir verk sín, sem hann og gerði, með frumstæðum skriðmótum, eitt umfar í senn, svo smám saman þokaðist upp. Framan við listasafnið er bogahlið með Ijónsungum. Bar sandinn á bakinu Við allt þetta baukaði gamli maðurinn einn síns liðs, nema hvað hann fékk sementið og timbrið sent með bíl. Sandinn bar hann á bakinu úr fjörunni og hannaði sérstaka vatnsaflssög í bæjarlæknum til að saga sundur borðin. Fleira smálegt fékkst hann við, svo sem handskoma útsýnisskífu er sýndi alla bæina í dalnum. Samúel hafði um langt árabil fengist við listmálun með bústörfunum - hélt meðal ann- ars nokkrar sýningar í Reykjavík - og þegar dró að aldarafmæli sóknarkirkjunnar á æsku- heimili hans í Selárdal, 1961, ákvað hann að mála altaristöflu og færa kirkjunni að gjöf ásamt sex útskornum kertastjökum. I ljósi þess að kirkjan átti fyrir verðmæta töflu frá 1752 hafnaði sóknarnefndin aftur á móti verki Samúels en veitti kertastjökunum viðtöku. Eru þeir enn í kirkjunni. Ur því mál höfðu þróast á þann veg var að- eins eitt til ráða - Samúel varð að reisa sjálfur kirkju að Brautarholti, þar sem altaristaflan hans skyldi vera fyrir gafli. Hann var þá orð- inn 76 ára gamall en lét aldurinn ekki á sig fá, heldur gekk til verks. Kirkjan reis á skömm- um tíma og punkturinn yfir i-ið var næputurn eins og sá á Landshöfðingjahúsinu, saman- settur úr ótal flísum. í kirkjunni kom Samúel fyrir módelum af ýmsum heimskunnum bygg- ingum, sem hann hafði smíðað eftir myndum í bókum og tímaritum, meðal annars Péturs- kirkjunni í Róm og Gullna hofinu í Delhí. Þar voru einnig málverk eftir Samúel í útskornum gylltum römmum. Eftir að listamaðurinn lést fyrir réttum 29 árum hefur Brautarholt verið opið fyrir veðri og vindum. Búfénáður hefur riðið þar húsum og gestir og gangandi jafnvel gerst fingra- langir. Þannig munu líkönin, sem áður er get- ið, hafa horfið sporlaust og naumlega tókst að bjarga altaristöflunni suður á Listasafn ASÍ. Nú eru hins vegar loks teikn á lofti um að „þessi stórkostlegi minnisvarði um það hverju mannsandinn getur fengið áorkað", svo sem Ólafur J. Engilbertsson kemst að orði, verði endurreistur - og þó fyrr hefði verið. Meðal listamanna sem eiga verk á söfnun- arsýningunni 1 Galleríi Horninu eru Magnús Tómasson, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Tolli, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Kristín Geirsdótt- ir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Sigrid Valtingoyer, Jón Sigurpálsson, Halldór Ás- geirsson og ívar Brynjólfsson. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 11 til 23.30. Sérinngangur verður opinn um helgar kl. 14-18 en annars er innangengt um veit- ingahúsið. Sýningunni lýkur 11. febrúar. LIKTOG HILLINGAR [ EYÐIMÖRK I dag kl. 15 verður opnuð í Galleríi Horninu söfnunar- sýning til endurreisnar listasafni Samúels Jónssonar í Selárdal, sem liggur undir skemmdum. Sveit listamanna leggur málefninu lið en jafnframt verða á sýningunni nokkur verka Samúels sem eru í einkaeign. ORRI PALL ORMARSSON kynnti sér sögu Samúels, sem lést fyrir 29 árum, og ræddi við forsvarsmann sýningarinnar, Olaf J. Engilbertsson. kröpp kjör. Þótti pilturinn verklaginn og fór snemma að eiga við listina. I blaðaviðtali við- urkenndi hann til að mynda á gamalsaldri að hafa „haft þetta [listina] yfir síðan ég var smástrákur, svona í frítímum". Samúel var bóndi alla sína starfsævi, fyrst í Selárdal, síðan í Krossadal í Tálknafirði og loks aftur í Selárdal. Það var hins vegar ekki fyrr en hann var kominn á eftirlaun að hann fór að þjóna listagyðjunni með markvissum hætti. Hafði hann þá misst konu sína, Salóme Samúelsdóttur, og barn sem mun hafa fæðst andvana. Ástæðuna fyrir því að Samúel lét fyrst til skarar skríða í listsköpun sinni á gamalsaldri segir Ólafur hafa verið að hann hafi þá fyrst haft fé á milli handa. Var hann þá orðinn ábúandi á gamalli hjáleigu Selárdals- jarðarinnar niðri við sjóinn, sem hann skírði upp og nefndi Brautarholt. Fór Samúel aðeins að mála og móta til að svala innri listþörf sinni en hvorki til lofs né frægðar, né heldur í von um nokkurn ábata af iðju sinni, svo sem gamall sveitungi hans, Hannibal Valdemarsson, benti á í grein í Les- bók Morgunblaðsins nokkru eftir að Samúel var fallinn frá. Byrjaði listamaðurinn á því steypa upp ljón framanvið íbúðarhús sitt með hliðsjón af BÓNDINN og alþýðulistamaðurinn Samúel Jónsson við líkan sitt af Péturskirkjunni í Róm, sem nú er glatað. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.