Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MOIK.I \I!1AI)SI\S - MEMVEVG llSlllt 5. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI SálmaskáldiÖ á Stóra-Núpi, er heiti á grein eftir Sigur- björn Einarsson biskup. Þar minnist hann þess að nú eru liðin 150 ár frá fæðingu Valdimars Briem á Stóra-Núpi í Gnúpveija- hreppi, sem er eitt mesta sálmaskáld þjóð- arinnar, svo flestir landsmenn sem komnir eru til vits og ára kunna einhveija hinna sí- gildu sálma hans. Getty-safnið kennt við olíukónginn Paul Getty er í Los Angeles og hefur nú verið byggt yfir það við hæfi á hæð ofan við borgina. Stjörnuarki- tektinn Richard Meier hreppti það hnoss að teikna húsin sem eru stærsta einstaka bygg- ingarverkefni sem Bandaríkjamenn hafa ráðizt í. Meðal arkitekta sem störfuðu við þetta verkefni er ungur íslenzkur arkitekt, Guðlaug Jónsdóttir, og skrifar hún greinina um þetta stórvirki. STEF samband tónskálda og eigenda flutnings- réttar heldur hálfrar aldar afmæli sitt hátíð- legt í dag. Af því tilefni eru fæðing og fyrstu spor samtakanna rakin og rætt við Eirík Tómasson framkvæmdastjóra þeirra um starfsemina og gildi höfundarréttar yfir höf- uð. í dag verður efnt tii hátíðardagskrár í Þjóðleikhúsinu til að minnast tímamótanna, þar sem fram koma meðal annarra Sinfóníu- hljómsveit íslands og Mótettukór Hallgríms- kirkju og frumsýnd verður ný íslensk kvik- mynd um höfundarrétt. Þá kemur bók um sögu samtakanna út í dag. Votlendi á íslandi hefur farið þverrandi vegna óhóf- iegrar framræslu mýra og þar með fer mik- ið lífríki forgörðum. Um þennan „hernað gegn Iandinu" eins og Halldór Laxness orð- aði það, skrifa Trausti Baldursson og Ólafur Einarsson, en Gísli Már Gíslason skrifar um Ramsarsvæði á Islandi. FORSÍÐUMYNDIN: Arkitektinn Richard Meier stendur hér framan við sköpunarverk sitt, Getty-listasafnið í Los Angeles, og með honum er Guðlaug Jónsdóttir, sem nýútskrifuð úr arkitektaskóla fékk starf við hönnun safnsins. ÞORSTEINN GÍSLASON SKAMMDEGI Kaldii' vindiiv kemba fjúk á klökugu bæjarþaki. Móðir dagsins, sól er sjúk, sefur að fjallabaki. Gefur hugmynd guðs um þrótt- gagnvavt moldarbai-ni einn að veva á auðn um nótt úti’ á vetrav hjarni. Úti’ er þögult alt og hljótt. En í hásal kvelda kyndir voldug vetrarnótt vafurioga elda. Preytt af leit um loftið hátt líknar, sorg að hugga, gleður augað lítið, lágt ljós í stofuglugga. Brúnadökk í blárri höll brennii• köldum ljósum; situr við og saumar öll svellin gyltum rósum. Veröld drotnar heims er hjarn, heiðstirnd hvefling nætur; þín ei, maðkur, - moldar bavn máttarveikt, sem grætur. Veröld dagsins vh'ðist mjer verða smæmi' og smæiri, því af nóttínni’ opnuð er önnuv miklu stærri. Þeim mun verða stríðið strangt, er stefnir burí frá sólu og sjer hættir alt of langt inn í geima njólu. Þorsteinn Gíslason, 1867-1938, var skóld, bókaúlgeigandi, höfundur sagnfræðirita og ritstjóri í Reykjavík. Hann var einn úhrifomesti menningarfrömuður landsins ó fyrstu óratugum aldarinnar. RABB VERULEGUR LESTRARAFGANGUR EFTIR hver áramót má lesa á viðskiptasíðum dagblaðanna um misjafnlega góðan eða slæman rekstur fyrirtækja. Fyrirsagnir hljóða þá eitthvað á þessa leið: Mikill rekstrarafgangur varð á síðasta ári hjá Körfuhöllinni hf., eða: rekstrarhalli varð meiri á síðasta ári en vonir stóðu til hjá Keilumið- stöðinni hf. Og svo framvegis. Allt gott og blessað og vafalaust um mikilvægar upplýs- ingai- að ræða fyrir þá sem vasast í viðskipt- um. Hvað skyldu þeir annars vera margir hér á landi, sem lesa allar þessar viðskipta- síður? Þegar kemur að íþróttum eru prentaðir kálfar með dagblöðunum og þar að auki heilu síðurnar eða opnur um afrek helgarinnar. Þessi vann hinn í hörkuspennandi leik; Freyja og Linda skildu jafnar eftir æsilegan sprett á laugardaginn. Og svo framvegis, síðu eftir síðu, dag eftir dag, viku eftir viku. Og þess utan eru gefin út vikublöð og mán- aðartímarit um sport, ár eftir ár. Og allt gott og blessað um það að segja: einhverjir hijóta að lesa þetta allt saman - en hvað skyldu þeir vera margir? Ekki má svo gleyma tónlastinu, tískunni og bílunum en þessir þættir nútíma menningar fylla í hverri viku dálkapláss á við sæmilegasta Alþýðublað ef ekki meira. Að viðbættum þáttum um kvikmyndir og mynd- bönd má ætla, að ef öllu þessu væri slegið saman væri komið myndarlegt dagblað að umfangi. Og nú spyrð þú væntanlega, lesandi góður, hvert ég sé nú að fara með þessari upptalningu? Jú, mig hefur lengi langað til að varpa fram þeirri frómu spurningu íyrir hvern allt þetta efni sé frami’eitt? Því það er áreiðanlega ekki framreitt fyrir mig - vegna þess að ég les það varla (nema fyrirsagnir af hendingu). Hins vegar er það efni sem ég hef áhuga á að lesa í dagblöðum og öðrum fjöl- miðlum sífellt að minnka og er nánast horfið úr sumum þeirra. Þar á ég við umfjöllun um bækur, bókmenntir, bókaútgáfu, bókasöfn og bóklestur. Ég nefni ekki bókmenntagagn- rýni, vegna þess að hún hvarf nær alveg fyr- ir um tíu árum. Hef ég heyrt því haldið fram að síðasti gagnrýnandinn hafi verið Ólafur heitinn Jónsson. Síðan hafa blöðin dregið lappirnar í þessum efnum og í besta falli fengið fólk til að geta um nýjar bækur í löðri jólabókaflóðsins. Astæða þess að ég spyr er sú, að ég þekki nokkuð marga, sem einnig sakna þessa efnis úr dagblöðum, já og einnig úr dagskrám ljósvakamiðlanna, útvarps og sjónvarps. Þessir sömu eru flestir einnig sneyddir áhuga að mestu á fyrrgreindum efnisþáttum; eiga ekki fyrirtæki, stunda ekki íþróttir nema til að. stæla kroppinn og skjóta skolleyrum við múg-sukkinu. Hins vegar lesa þeir bækur og skiptast á skoðunum um bæk- ur, ræða um rithöfunda og skáld og spá í þróun orðlistarinnar. Þeir hafa áhyggjur af fækkun útgefenda og bókaverslana. Þeir ótt- ast fáræði á bókamarkaði og sífellt meiri einsleitni svokallaðs bestsellerís. Þeir brosa út í annað þegar slegið er upp æsifréttum af svokölluðum íslenskum bókmenntaverðlaun- um og þeir eiga erfitt með að skilja háttalag íslenskra stjórnmálamanna, sem eitt árið fella niður söluskatt af bókum en leggja síð- an hitt árið á virðisaukaskatt. Þeir velta því fyrir sér í alvöru hvort verið geti að ástandið sé þegar orðið svo alvai’legt að þessir sömu stjórnmálamenn séu orðnir ólæsir á annað en launaseðla og myndir af þeim sjálfum á sjónvarpsskjám. Mér skilst að stór þáttur í rekstri fyrirtækja, þ.m.t. fjölmiðla séu mark- aðskannanir svonefndar. Þá eru fengnar til þess þær stofnanir eða fyrirtæki, sem sér- hæfa sig í símhringingum til að kanna „áhorf', hlustun eða almennar skoðanir fólks á hinum ýmsu fyrirbærum mannlífsins. Sam- kvæmt niðurstöðum þessara kannana er svo gerð bragarbót á rekstrinum. Ég þykist sjá þetta fyrir mér: Síminn hringir hjá Jóni og Gunnu. Nonni litli svarar í símann af því að pabbi og mamma eru að horfa á Island í gær. Nonni kallar hátt til að yfirgnæfa tónlastið á Gulu rásinni: „Mamma! Pabbi! Það er verið að gera könnun á horfi - hvort notum við meira Sjón eða Heyrn?“ Pabbi svarar önug- ur: „Ég heyri ekki í þér - talaðu hæn-a.“ Og Nonni litli svarar í símann: „Við notum Heyrn meira af því að það er stærra." Eða þannig sko. Auk þess hefur mig lengi grunað að yfirleitt sé spurt um það sem er en ekki hvers menn sakna. „Finnst þér að það mætti vera meiri umfjöllun um íþróttir í blaðinu okkar?“ - eða „Finnst þér nógu mikill hluti dagskrárinnar fjalla um popptónlist á rásinni okkar"? o.s.frv. Auk þess hef ég oft velt því fyrir mér hvort það séu e.t.v. alltaf sömu 1.500 einstaklingarnir sem spurðir eru - af hverju er ég aldrei spurður neins? Væru al- menningsbókasöfn bankai’ og sparisjóðir, já, eða útgerðarfjTÍrtæki, væri ekki um neitt meira rætt í fjölmiðlum en stórkostlegan lestrarafgang þessara fyi’frtækja á síðasta ári, reyndar síðastliðin ár. En þau eru bóka- söfn og fjölmiðlafólki þykfr bókasöfn ekki fremur spennandi fréttaefni en bækur eða rithöfundar. Það sem er öðru fremur athygl- isvert við þessa miklu fjölgun bókaútlána bókasafna undanfarið er sú staðreynd að aldrei hefur bókinni jafnoft á svo skömmum tíma verið spáð dauða. Ólíklegasta fólk segir mér að tími bókarinnar sé liðinn, nú sé það geisladiskurinn með margmiðlunar-tækninni, sem taki við. Leigubílstjórar, lögi’egluþjónar, bæjarstjórar og bændur hafa sagt mér í óspurðum fréttum að fólk muni hætta að lesa bækur en snúa sér alveg að skjámyndalestri. En þvert á allar slíkar spár fjölgar þeim sem leggja leið sína í bókasafnið sitt til að finna sér eitthvað til að lesa, skáldrit, ævisögur, bækur um handavinnu, laxveiðar, hesta- mennsku og hunda, svo eitthvað sé nefnt. Börn flykkjast í bókasöfnin til að hlusta á sögur og ljóð og eldra fólk kemur reglulega til að taka þátt í umræðum um bókmenntir, bækur og höfunda þeirra. Þar á ég sérstak- lega við Bókmenntaklúbb Hana-nú í Kópa- vogi, sem er við það að sprengja húsnæðið í kjallara safnsins þar sem milli tuttugu og þrjátíu manns hittist að jafnaði á þriggja vikna fresti til að velja sér bækur til umfjöll- unar á fundum, sem standa í einn og hálfan tíma. Nýlega las ég í blaði haft eftir einum af gagnrýnendum þessa fjölmiðlalands að ljóðabókaútgáfa væri dæmalaust léleg, og það fáa sem út hefði komið á síðasta ári væri slakt! Þetta er dæmigert fyrir stöðu gagn- rýnismála nú um stundir; þeir sem um fjalla gera sér ekkert far um að reyna að fylgjast með því sem er að gerast. Aldrei fyrr í Is- landssögunni hafa verið gefnar út jafnmarg- ar ljóðabækur og síðustu tvö árin. Árið 1996 komu út hátt á annað hundrað titlar ljóða- bóka á Islandi, og á síðasta ári eitthvað svip- að. En áðurnefndur gagnrýnir virðist hafa flett upp í íslenskum bókatíðindum og talið Ijóðabækurnar þai’. Þar eru ekki listaðar eiginútgáfur, hvorki ljóðabóka né annarra, nema í undartekningai-tilvikum. Það sér hver heilvita maður að meðan virtir gagnrýnendur láta hafa slíkt fleipur eftir sér er ekki mikils að vænta í vitrænni umræðu um bækur, út- gáfumál, höfunda og lesendur. Og meðan al- menningi í landinu er talin trú um að hægt sé að gefa bókum stjörnur eftir örfárra sek- úndna blaður í sjónvarpi um þær, til að auð- velda honum val á jólagjöfum - að bestseller- íið sé mælikvarði á gæði bókmennta - að rjómafleyting Hagbónuss þjóni best hags- munum almennings og að Islensk bókaskrá sé tæmandi markaskrá yfir útgáfu bóka á ís- landi - ja, þá er ekki von til annars en maður spyrji sig: Er þjóðsagan um bóka- og bók- menntaþjóðina aðeins það og ekkert annað? I hugum allra þeirra þúsunda, sem nota bókasöfn reglulega, sem lesa bækur, blöð og tímarit sér til afþreyingar og gangsemi, er þetta ekki þjóðsaga heldur grjótharður veru- leiki: Islendingar eru mikil bóka- og bók- menntaþjóð og þeir lesa mefra í dag en nokkru sinni fyrr í sögunni. Hrafn Harðarson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.