Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 4
SÁLMASKÁLDIÐ STORA-NUPI EFTIR SIGURBJÖRN EINARSSON 150 ár eru nú liðin frá fæðingu séra Valdimars Briem á Stóra-Núpi, sem er og verður einn þeirra manna sem þúsund ára kristni á mest að þakka, en hefur ómaklega borið skarðan hlut frá borði. VALDIMAR Briem, sélmaskáld og sóknarprestur á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. EG var að komast upp úr busabekk Menntaskólans, þegar ljóðabók Hannesar Hafsteins varð fyrir mér hjá félaga mínum og freistaði mín um of í próflestri okkar sam- an. Meðal annars, sem þar var gaman að lesa, voru „þerriblaðs- vísur“, fyndnar stælingar á höfuð- skáldum 19. aldar. Eg var svo fávís þá, að ég þekkti ekki nærri allar þær fyrirmyndir, sem Hannes leikur sér að í þessum gamanmálum. Hver gat til dæmis verið skotspónn hans, þeg- ar hann setur þessa vísu á þerriblaðið sitt: „Ég á blaðið.“ ,JSei, sei, sei.“ „Svei mér þá.“ „Víst á ég það.“ „Nei, nei, nei.“ „Nei.“ „Jú.“ ,Á“ Þannig rifust þegnar tveir um þerriblað, biýnt því þurftu báðir þeir að brúka það. Það var í vegavinnutjaldi á Mosfellsheiði ári síðar, að púlsmaður einn úr Biskupstungum, Sumarliði Grímsson, fræddi mig á því, á hvern er miðað hér. Hann kunni þær ljóðlín- ur, sem Hannes er að stæla: „Ég á bamið.“ „Sei, sei, sei.“ „Svei mér þá.“ „Víst á ég það.“ „Nei, nei, nei.“ „Nei.“„Jú.“,Á?“ Þannig háðu þemurnar þessa hríð, báðar lengi þrættu þar. Míkt stríð! Þetta er eftir séra Valdimar Briem, úr Bibl- íuljóðum hans (I, bls. 249). Hann er að endur- segja söguna um Salómons-dóminn fræga, sem er skráð í 1. Konungabók (3. kap.): Tvær portkonur voru í sama húsi. Önnur þeirra fæddi barn og þremur dögum síðar varð hin konan einnig léttari, en hennar barn dó um nótt og móðir þess laumaði því til hinnar kon- unnar, þegar hún var í svefni, og tók bam hennar. En þegar sú vaknaði skildi hún, hvað gerst hafði og vildi fá barn sitt aftur, en hin synjaði þess og loks gengu þær fyrir konung með barnið og þráttuðu frammi fyrir honum, þangað til hann lét sækja sverð og bauð að höggva barnið í tvennt og láta þær fá sinn helminginn hvora. Þá kom í ljós, hvor var hin rétta móðir, hún bað konung að láta heldur hina konuna fá barnið en að deyða það, en hin lét sér vel líka, að það væri hlutað sundur og að hvorug nyti þess. Sagan bregður upp mynd með lifandi drátt- um, sögumaður hefur næmt skopskyn, það er hýr kímnisglampi í augum þess alvörumanns, þegar hann rekur söguna. Séra Valdimar fínnur það og kann því vel. Þannig var hann sjálfur á svipinn einatt, þegar hann sagði frá atvikum úr mannlífínu. Svo segja samtíma- menn. Þegar hann fer að endursegja þessa biblíusögu sér hann konurnar fyrir sér á leik- sviði, sem ósjálfrátt verður til í huga hans, og þaðan heyrir hann orðaskiptin. Hann hafði borið við að semja leikrit í skóla. Hér setur hann saman svolítinn leikþátt. Hvað sem öðru líður fær orðaskak kvennanna fjör og líf í meðförum hans og veruleikablæ. Hannes Hafstein hefur séð, að þessi texti var betur fallinn en aðrir eftir sama höfund til þess að gamna sér við í þeim hermileik, sem hann var að leika. Vafalaust hefur honum líka verið ljóst, að hann var hvergi fjær því en í þessu tilviki að koma til skila atkvæðamiklum auðkennum þess höfundar, sem hann var að stæla. En hann hefur ekki efast um, að Valdi- mar ætti heima með þeim útvöldu þjóðskáld- um, sem væru þess virði að gera þessar gælur við þau. Þótt ég væri seinn að þekkja sr. Valdimar í fyrrgreindum félagsskap, hef ég efalaust kunnað meira eftir hann en hin skáldin, sem þar var að fínna, þó að ég hafí varla kunnað að nafngreina hann sem höfund sumra þeirra Ijóða, sem ég kunni best. Meðal fárra mynda, sem prýddu þiljur baðstofunnar heima var ein af honum (önnur var af Matthíasi), prent- mynd allstór í heimasmíðaðri umgjörð, líklega klippt út úr blaði. Þó að ég vissi nafnið á þeim manni hef ég víst ekki lengi vel tengt mynd- ina við jarðneskan veruleik. Bæði var þetta andlit yfimáttúrlega mikið og fallegt og eins fann ég, að þegar þetta nafn var nefnt, fékk rómurinn stundum sérstakan hreim, sem minnti á húslesturinn eða bænaversin mín. En Biblíuljóðin hans voru ekki til á mínum bæ. Það segir lítið um útbreiðslu þeirra. Þau komu út í 2 bindum 1896 og 1897 og áttu greiða leið til þjóðarinnar, því þá hafði sr. Valdimar sungið sig inn í hjarta hennar og átti ást hennar og aðdáun óstópta. Vestur-íslenskur prestur, sr. Friðrik J. Bergmann, var hér á ferð um aldamótin og gaf út ferðaminningar sínar (ísland um alda- mótin, 1901). Hann heimsækir séra Valdimar að Stóra-Núpi og skrifar þetta: „Ótal íslendingar hér fyrir vestan hafa spurt mig: Hvernig er séra Valdimar í hátt? Og ég hef svarað: Það er einn hinn kempuleg- asti Islendingur, sem nú er uppi, hár maður og þrekinn, orðinn nokkuð þungur af holdum, með mikið hár og skegg, og er hárið orðið nærri hvítt en skeggið nokkru dekkra, hátt enni og björt augu og snör. Hann er í viðtali nokkuð stríðinn og fullur af glettni, en síglað- ur og skemmtilegur... „ (bls. 233). „Hann kemur að Stóra-Núpi, afskekktu og rýru prestakalli, sem alls ekki var í neinu áliti, ungur og bláfátækur maður. Þarna hefur hann setið mestallan sinn prestsskap. Nú er hann orðinn frægur maður og búinn að gera Stóra-Núp svo frægan, að þangað vilja nú flestir langferðamenn koma, sem til íslands fara“ (bls. 232). Ekkert er ofmælt í þessari umsögn. Sá frægðarljómi, sem lék um prestinn og skáldið á Stóra-Núpi um þessar mundir, stafaði frá þeirri sálmabók, sem kom út árið 1886. Sú bók var kirkjulegt og menningarlegt stórafrek. Þjóðin hafði frá upphafí 19. aldar búið við sálmabók, sem sætti rökstuddri gagnrýni, þegar hún kom út fyrir ólipra kveð- andi, mállýti og trúarlega megurð. Vitaskuld er ósanngjarnt að dæma þá bók, eins og aðr- ar, út frá forsendum annan-a tíma eða án til- lits til þess kveðskapar, sem varð að víkja fyr- ir henni. En því verður ekki neitað, að hún var sett saman af allmiklu einsýni. Það var löngu tímabær og knýjandi nauðsyn að efna til nýrr- ar sálmabókar, en aðgerðir í þá átt höfðu ekki verið stefnufastar né tilþrifamiklar. Með skipun sálmabókarnefndar 1878 urðu tímamót. Sú bók, sem sú nefnd tók saman, var um málvöndun og skáldlega áferð ávöxtur af þeirri þjóðlegu vakningu, sem átti sterkustu rætur sínar að rekja til prestaskólans á Bessastöðum. Og hún var einnig veigamikil að efni til, styrk og ósvikin í trúarvitnisburði sín- um og tilbeiðsluanda. Óhætt er að fullyrða, að hún hafí verið í fremstu röð hliðstæðra bóka í heimi samtímans. Þorri landsmanna áttaði sig fljótt á því, að með þessari sálmabók hafði þjóðin eignast gersemi. Það var mörgum að þakka. En eng- um meira en séra Valdimar Briem. Og hann var hinn eini af hinum afkastameiri höfundum þessarar bókar, sem var að heita má óþekktur áður en hún kom út. Því meiri varð sú upp- götvun að kynnast honum og njóta þeirra þýðu, ljúfu, máttugu tóna, sem hann kvað við. Þegar dr. Pétur biskup Pétursson skipaði sálmabókarnefndina 1878 var kirkjan ekki í neinu mannhraki. I prestastétt voru þjóðkunn góðskáld, roskin og reynd, og höfuðskáld landsins, séra Matthías Jochumsson. Auk 6 skáldpresta var þjóðskáldið Steingrímur Thorsteinsson í nefndinni. Formaður nefndarinnar var Helgi Hálfdan- arson, forstöðumaður Prestaskólans. Hann hafði öðrum fremur hvatt til þess að sálma- bókarmálið væri tekið nýjum tökum og leyst af fyllsta metnaði. Hann var stórvel lærður í guðfræði, manna best að sér í sálmakveðskap annarra þjóða og ágætt sálmaskáld. Verk- stjórn hans við nefndarstörfin, örugg og lipur, smekkvísi hans og þekking á skáldskap, kapp- semi hans og atorka réð miklu um það, hvern- ig þetta verk tókst. Hann lagði til flesta sálm- ana í hina nýju bók og munu allir kunnugir hafa átt von á því. En miklu flestir af sálmum hans voru þýddir. Margir þeirra, svo og marg- ir frumortir sálmar hans, náðu varanlegum tökum og öruggu sæti í helgihaldi og trúarlífi. En því er mér það ríkt í huga að minna á Helga lektor í þessu sambandi, að ég hef sterkan grun um, að hann hafí átt gildari þátt en hann varði í því, hvernig sr. Valdimar blómstraði á fáum árum. Helgi réð mestu um það, hverjir voru skipaðir í nefndina. Án hans tillagna, alltjent samþykkis, hefði hinn ungi og óþekkti prestur ekki verið kvaddur til. Valdi- mar var langyngstur nefndarmanna, stóð á þrítugu. En hann hafði verið nemandi séra Helga og á prestaskólaárum sínum vafalaust vakið athygli hans. Nú hafði hann verið prest- ur á Hrepphólum í 5 ár, vígðist þangað 1873 en fluttist þaðan að Stóra-Núpi árið 1880, þeg- ar köllin tvö voru sameinuð. Hann hafði að vísu kynnt sig vel í skóla alla tíð, var góður námsmaður og mikils metinn í skólalífinu. Það var og kunnugt, að honum var létt um að yrkja, enda var það kynfylgja. En hann hafði ekki látið að sér kveða sem skáld, ekki skilað neinu af sér á sviði Ijóðagerðar, sem verð- skuldaði teljandi eftirtekt. Þeir sem fengu augastað á þessum unga, óreynda manni og vildu fá hann til þess að taka sæti með öndveg- isklerkum og þjóðskáldum í ábyrgðanniklu trúnaðarstarfi, hafa fremur stuðst við hugboð sitt en áþreifanlegar staðreyndir. En þeim missýndist ekki. Og þeir reyndust óvenjulegir lánsmenn. Það varð eitt hið mesta happaverk í kirkjusögu landsins, að hinn ungi og lítt mótaði Valdimar var kvaddur á þennan vettvang og trúað fyrir miklu þar. Sú spurn- ing hefur leitað á mig, hvort kii;kja íslands 4 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.