Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 5
hefði nokkurn tíma fundið og eignast stór- mennið Valdimar Briem, ef gipta þessara manna hefði ekki vísað á hann, vakið hann og kallað á óskastund. En hitt er mér ekkert efa- mál, að uppörvun meðnefndarmanna, einkum formannsins, sr. Helga, þegar á hólminn var komið, hefur skipt sköpum um það, hve skjót- um og miklum þroska hann tók þau ár, sem sálmabókin var í smíðum. Séra Valdimar var svo gerður, að hann var ekki fús né skjótur til frumkvæðis, en hann átti örðugt með að synja um bón eða skorast undan liðveislu. Hann var ekki framgjam, kærði sig ekki um að láta á sér bera. f sókn- um sínum tók hann frá upphafi prestsdóms síns „tign og virðingu mikla“, eins og kveðið er að orði um Gissur biskup ísleifsson. Það kom af sjálfu sér, því ollu augljósir yfirburðir í sjón, framkomu og raun. En hann var hóg- látur maður, undi glaður við sitt, fór ekki að heiman að nauðsynjalausu, aldrei til útlanda á ævinni. Hann þurfti ekki annað en æskustöðv- ar sínar, verkahring sinn og fólkið þar og hylli þess til þess að vera ánægður með hlutskipti sitt. En þegar menn, sem hann mat mikils, kvöddu hann til liðs um að koma fram brýnu nauðsynjaverki í þágu kirkjunnar, þá var það skyldan sem bauð, hin þegnlega hollusta, sem honum var ljúft að lúta. Og um leið fékk hann uppörvun og hvatningu til átaka og varð þess var fyrr en varði, að hann átti meira til en hann hafði grunað. Auðvitað hefði hann ort allt að einu. Skáldæðin var of rík til þess að leita sér ekki framrásar. Hann hefði varpað fram lausavís- um, fléttað ljóð inn í ræður sínar, ort sam- fagnaðarljóð á gleðistundum sóknarbarna og huggunarljóð í sorgum þeirra. En ég er í vafa um, að hann hefði sjálfur uppgötvað yfirburði sína og að gáfa hans hefði fundið sér farveg við sitt hæfi og getað sýnt, hvað hún dugði, ef þetta hefði ekki komið til. Traustið, sem hon- um var sýnt, þegar hann var kvaddur til, og síðan viðbrögð meðnefndarmanna við því, sem hann lagði fram, vakti honum metnað, sjálfstraust og áræði, sem hann þurfti til þess að hæfíleikar hans næðu sér upp og fengju notið sín. En ekki skal því heldur gleymt, að hann átti gáfaða konu, ljóðelska og ljóðnæma, sem bæði skildi hann og hvatti og mun hafa lagt sinn dóm á allt, sem hann orti. Þau voru bræðrabörn, frú Ólöf Jóhannsdóttir Briem og séra Valdimar og uppeldissystkin í Hruna, en þangað var hann fluttur 11 ára gamall, þegar hann hafði misst föður sinn, Ólaf timbursmið á Grund í Eyjafirði. Störf sálmabókamefndarinnar 1878-86 voru ekki auðveld. Nefndarmenn voru dreifð- ir um allt land en fengu enga ferðapeninga og vinnulaun voru í naumasta lagi. Þeir gátu ekki komið saman nema sárasjaldan, urðu að senda allt efni á milli sín í afritum og bera sig saman bréflega. Þetta mæddi mest á for- manninum og heimili hans. En séra Valdimar lagði sig vel fram, var ötull og ósérhlífínn verkmaður í nefndarstörfum. Og það var hann, sem lagði mest til hinnar nýju bókar af frumsömdu efni. Hann átti 106 frumsamda sálma í henni. Auk þess 40 þýdda. Alls voru 650 sálmar í bókinni. Þetta eru mikil afköst á 8 árum. En hitt er þó stórum merkilegra, hve margir þessara sálma Valdimars eru veigamiklir að hugsun og fagurlega búnir, ófáir þeirra hljóta að telj- ast frábærir. Óhætt er að fullyrða, að hinir bestu þeirra séu í hæsta flokki meðal alls, sem ort hefur verið af sama tagi, ekki aðeins á ís- landi, heldur í allri kristninni. Það þótti undrum sæta í samtíðinni, hversu ljúfír, hjartnæmir og ósviknir þeir tónar voru, sem allt í einu bárust frá Stóra-Núpi. Skjótar vinsældir eru oft skammgóðar, margt skáld, sem samtímakynslóð dáði, var næsta gleymt með hinni næstu. Svo virðist sem menn hafí gefíð sér það sem sjálfsagðan hlut, að Valdimar Briem hafi sætt þessum örlögum. Sú staðhæfing hefur heyrst, reyndar verið kennd, að hann sé eitt hið átak- anlegasta dæmi um skáld, sem hafí náð al- mannahylli í bili en gleymst að bragði. Enda hafí hyllin jafnvel fremur stafað af vanþroska alþýðu en verðleikum skáldsins. Þetta er léleg fræðimennska. Mér er til efs, að orð annarra skálda séu oftar á vörum en hans, eða annað betra í munni manna ljóða- kyns. Ekki er aðventa hafín hér á landi án þess að sunginn sé sálmur hans „Slá þú hjart- ans hörpustrengi" (Sb. nr. 57). Aldrei eru haldin íslensk jól án þess að sálmar hans „I Betlehem er barn oss fætt“ og „í dag er glatt í döprum hjörtum“ (Sb. nr. 73 og 78) hljómi í nær hverju húsi. Og menn ættu að kannast við, hvernig ár er kvatt á íslandi, í kirkjum, á heimilum, í útvarpi og sjónvarpi. „Nú árið er liðið í aldanna skaut“ (Sb. nr. 98) - þeir eru færri, sem ekki þykir eðlilegt og gott að láta sr. Valdimar hafa orð þessa sálms fyrir sér, þegar þeir kveðja ár. Og á nýársdag er varla STÓRI-NÚPUR sumarið 1896. Fullvíst þykir að Daniel Bruun hafi tekið myndina, en síðar um sumarið reið Suðurlandsskjálftinn yfir og þá hrundi þessi bær. SÉRA Valdimar í bæjardyrum á Stóra-Núpi ásamt Ólöfu konu sinni og Ólafi syni þeirra hjóna, sem tók við prestsembættinu af föður sínum. „Heyrt hef ég hér eystra, að eitt sinn hafi séra Valdimar verið að snúa töðuflekk á túninu á Stóra-Núpi. Sól skein í heiði og varp Ijóma ogyl á fjöll og hálsa. Kom honumpá í hug efni sálms og lofgjörðar. Tók hannpá aðfœra efnið í búning og rím og eftirpví sem rifgarðarnir urðu fleiri jjölgaði Ijóðlínum og versum. En áður en flekknum væri fullsnúið, lagði hann hrífuna frá sér og hélt heim til að festapennan sálm ápappír. Þetta er sálmurinn "Guð allur heimurK... Séra Gunnar Jóhannesson, prestur í Stóra- Núpsprestakalli (Víðforli 1948, bls. 53-54). haldið heilagt svo, að gengið sé framhjá sálmi hans „I Jesú nafni áfram enn með ári nýju, kristnir menn“ (Sb. nr. 105). Verið getur að aðrir páskasálmar séu stærri í broti og vinsælli en sálmur hans „1 austri rís upp ársól skær“ (Sb. nr. 148), en hann er eigi að síður meðal bestu sálma vorra. Aldrei gleymi ég því, þegar afi minn hóf lest- urinn snemma á páskadagsmorgni með þess- um sálmi. Tæplega er hvítasunna haldin kristilega í þessu landi án þess að syngja „Skín á himni skír og fagur“ (Sb. nr. 171). Sjaldnar en hitt er barn skírt án yfirsöngs með orðum séra Valdimars. Hann á 3 skímarsálma í Sálma- bókinni (nr. 251, 252, 253), hver öðrum hent- ugri til sinna nota, einn þeirra er að vísu eldri sálmur, sem hann endurkvað og umbætti. Við fermingar hefur sálmur hans (þýddur) „Lát þennan dag, vor Drottinn, nú oss dýran ávöxt færa“ (Sb. nr. 256) verið ómissandi og er svo enn. Þá er ótalið það, sem sótt er til þessa skálds í sambandi við dauðsfoll og útfarir. í minning- argreinum um látna menn hefur ekkj önnur tilvitnun oftar sést en þessi: Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Sb. nr. 270). Þetta era einfóld orð og látlaus en þau hæfa í mark. Og þau eru dæmi um þá snilligáfu sr. Valdimars að hitta í hjartastað með eins hóg- værum, hljóðlátum hætti og hugsanlegt er og af dæmafáum næmleika á það, hvernig sú til- finning, sem engin orð fá rúmað né skilað, getur helst fengið mál. Ef orð megna að segja eitthvað í slíkum sporum verða þau einföld og jafnnærtæk og eðlileg á vörum spekings sem fávitrings. Þessar ljóðlínur eru svo hversdagslegar sem verða má, eins og sorgin raunar er og mannleg hjartaslög almennt séð, en það er heil, mennsk dýpt í ómi þeirra og hnitmiðun í látleysi þeirra, sem fer ekki framhjá þeim, sem þurfa á þeim að halda. Hér er komið í námunda við megineinkenni á sálmum séra Valdimars. Eg nefndi áðan áramótasálminn „Nú árið er liðið í aldanna skaut.“ Hann er gott dæmi um það, hve höfundurinn er næmur og nær- færinn, þegar hann mælir í orðastað annarra í vissum aðstæðum. Hann veit, hvað kristnum manni er eðlilegast að hugsa og láta í ljós, þegar ár er kvatt og nýju heilsað. Það er ekk- ert flug í þessum sálmi, ekkert skrúð, hann leiftrar ekki né svífur á glæsifjöðrum eins og sálmur séra Matthíasar „Hvað boðar nýárs blessuð sól“. Hann er auðmjúkur í hugsun og orðavali. Valdimar leiðir mann fyrir auglit Guðs og skynjar til hlítar, hvað í því felst að hafa orð fyrir öðrum frammi fyrir sjálfum Guði. Það er fyrst og fremst þetta, sem gerir Valdimar að frábæru sálmaskáldi. Hann átti mikla, meðfædda gáfu. Leikni hans, hag- mælska, bragfimi minnir á ljúflinginn Guð- mund skólaskáld. Ennþá meiri svipur er þó með honum og Davíð Stefánssyni frá Fagra- skógi, en Valdimar var ömmubróðir hans og þeim svipar saman um tök og hreim. Til þess að yrkja góðan sálm nægir ekki skáldgáfa ein sér. Menn þurfa að auki og öðru framar að skilja það hlutverk, sem sálmur gegnir, og vilja þjóna því hlutverki af auð- mýkt og hollustu. Góður sálmur er vissulega runninn undan hjartarótum skáldsins, en hann er jafnframt ortur sem sameign hins kristna samfélags. Skáldið er að taka undir „eilífa lagið“, fella persónulegt stef inn í ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.