Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 7
VALDIMAR Briem á efri árum sínum túlka valda kafla Ritningarinnar fyrir alþýðu, seni hann vissi að var ijóðelsk og opin fyrir kvæðasniði hans og tungutaki, og einnig fús á að þiggja leiðsögn í lestri Heilagrar Ritning- ar. Hann var nærgætur um þetta. Og enn í dag eru þessi Ijóð góð og gagnleg lesning, ef þau eru lesin í sama hug og skáldið orti þau, þ.e. sem íhuganir og hugvekjur út frá vitnis- burði Guðs orðs. Stundum hefur ljóminn yfir frægðarmönn- um þótt dofna fremur en glæðast þegar komið var í persónulegan námunda við þá. Því var öfugt farið um séra Valdimar. Um það voru vitnisburðir sóknarfólks hans, nágranna, hjúa og heimamanna samdóma. Ein fákæn kona á að hafa sagt, að hann væri „falleg mubbla" - hún átti bæði húsmuni og vitsmuni í rýrasta lagi en vildi segja hug sinn eins og hinir: Presturinn á Stóra-Núpi var dásamlegur maður! Séra Valdimar sinnti ekld öðrum kveðskap en trúarlegum og í lausu máli ritaði hann lítið um annað en kirkjumál. Hann var prestur í öllu sínu fari. En hann lét fleira til sín taka á sviði kirkjumála en sálmakveðskap. Hann var framarlega í hópi þeirra presta, sem þótti messuformið of fátæklegt eftir að messubók siðbótartímans, Grallarinn, var numin brott eftir tveggja alda þjónustu. Sr. Valdimar var skipaður í nefnd 1892, sem skyldi gera tillög- ur um nýja helgisiðabók. Prentun þeirrar bókar dróst lengi, allt til 1910. En þar voru að tillögu nefndarinnar teknir upp messuliðir úr Grallaranum, en séra Bjarni Þorsteinsson hafði löngu fyrr verið beðinn að semja tón við þá liði, sem hann og gerði. Hann gaf út hátíða- söngva sína 1899. Vel mætti hugsa sér, að honum hafi borist hvatning til þess verks frá Stóra-Núpi. Valdimar Briem er og verður einn þeirra manna, sem þúsund ára gömul íslensk kristni á mest að þakka. Nú eru liðin 150 ár frá fæðingu hans og gef- ur það tilefni til að minnast hans, en allmikið vantar á, að minningu hans hafi verið svo á lofti haldið sem verðugt er. Vekja þarf athygli á því mikla verki, sem hann vann í þágu kirkju og þjóðar og á þeirri dýrmætu arfleifð, sem hann lét eftir sig. Enn hefur ekkert verið ritað um hann, sem hæfi honum eða samsvari stöðu hans í kirkjusögunni. Þeim sem hafa skrifað um sögu bókmennta hefur ekki þótt taka því að nefna hann. Á því varð lofsverð breyting með útkomu þriðja bindis íslenskrar bókmenntasögu, þar sem Páll Valsson ritar stuttan en greinagóðan þátt um hann (neðan- máls: íslensk bókmenntasaga III, bls. 403- 405) En betur þarf að gera. Það er löngu tímabært að fá færan mann, karl eða konu, til þess að taka saman rit til kynningar á ævi og verkum þessa frábæra nytjamanns. Séra Matthías á sitt hús á Akureyri, Sigur- hæðir. Þar má ganga um stofur hans og skoða muni, sem hann hefur átt og handleikið. Hann verðskuldar þá sæmd, sem sýnd hefur verið minningu hans. Séra Hallgrímur hefur eignast veglegar minningarkirkjur og aldrei verður ofgert við hann. Séra Valdimar hefur borið skarðan hlut frá borði. Það er ómaklegt. Það íbúðarhús, sem hann reisti að Stóra-Núpi stendur enn og er það niðjum hans til sóma að hafa haldið vemdarhendi yfir því. Það hús, ásamt þeim munum, sem það geymir úr eigu hans, hlýtur að teljast þjóðargersemi. Að Stóra-Núpi stendur og fogur kirkja, sem hann stóð fyrir að reisa, og önnur jafngömul að Hrepphólum (báðar að verða níræðar). Þá skyldi því ekki gleymt, að hann var fyrsti vígslubiskup Skál- holtsstiftis og ber endurreistum Skálholtsstað að hafa þá minningu í heiðri. Á seinni tímum hefur engin rödd úr Árnes- þingi náð eins víða og rist eins djúpt og sú, sem hinn hógværi höfðingi andans, Valdimar Briem, lét berast frá Stóra-Núpi. Það ætti að vera sérstakt metnaðarmál héraðsmanna að minna á sporin hans. En kirkjan öll og þjóðin í heild á hér köllun og skyldu að gegna við minningu og arfleifð eins síns mesta og besta manns. Á hundrað ára afmæli sr. Valdimars, ritaði sr. Gunnar Jóhannesson, eftirmaður hans sem prestur og prófastur, grein um hann (neðanmáls: Víðförli, 2. 1. 1948, bls. 51-57) og lýkur henni með þessum orðum: „Hann var maður vitur og vinsæll, spaklátur og gætinn svo sem margir frændur hans, friðsamur og óádeilinn. Fagur þótti hann sýnum, svo að mörgum þykir sem trauðla megi við jafnast. Hann sat lengstum að Stóra-Núpi. Fagurt er þangað að líta. En miklum mun fegurra er um að litast í þeim heimum Ijóða og trúar, er hann hefur fest í ljóðstafi og söng í bestu sálmum sínum.“ Höfundurinn er biskup LUCEBERT ÁST HJALTI RÖGNVALDSSON ÞÝDDI Á þröskuldinum rödd þín með krosslagðai* hendur og ég bragða á tárum þínum í vasa heima á leiðinni stoppaði ég hinum megin á götunni ■ hönd heilsaði mér og ég las að það var of seint áður fundum við alltaf flugvél á rúðunni en hlógum að hverri sprungu bak við liðugar kverkar vorar núna líðum við aðskilin um asíu og evrópu og þögn þín er úr postulíni og andköf mín harmar • Við erum andlit við stálum birtunni úr hálogandi augunum eða úi’ rauðri jörðinni Ég er margir eldar margar bylgjur úr eldi fiskar kyrrir einsog andlitið aleitt éger allur úr grjóti og óijós einsog fískarífossi ég er aleinn og aðeins kveikur og steindauður • við erum andlit opin og rauð erum við björt erum við opin við erum eldfím ég veit ekki hvað varð grjót ég veit samt hvað dauði er dauði er: ég verð ég verð aftur umsvifalaus ég verð stolinn og er aftur trúverðug birta • ég hleypi af lítilli byltingu ég hleypi af lítilli sætri byltingu ég er ekki lengur land ég er aftur vatn ég ber freyðandi öldukamba á höfði mínu ég ber rísandi skugga íhöfði mínu á baki mínu hvílir hafmeyja á baki mínu hvílir vinduiinn vindurinn og hafmeyjan syngja freyðandi kambarnir niða rísandi skuggarnir hníga ég hleypi af lítilli sætri skjálfandi byltingu og ég hníg og ég freyði og ég syng MIG DREYMIR mig dreymir semsagt ég er ekki mig dreymir að einhver sparkar hurðina inn ekki í gámni heldur sem pólitískt morð mig dreymir að ég sé ekki mig dreymir að ég dey ekki ígamni heldur til einskis mig dreymir að til sé eittvert ég mig dreymir að ég et og drekk í gamni en líka fyrir þig Lucebert er dulnefni og leiðir hugann aS Lucifer. Skáldið heitir Lubertus Jacobus Swanswijk, fæddur 1924 í dæmigerðu verkamannahverfi í Amsterdam, sonur leiktjaldamálara og telst raunar jafnvígur málari, teiknari og Ijóðskáld. Árið 1943 sendu Þjóðverjar hann í nauðungarvinnu. Eftir það sá hann fyrir sér með ýmsu móti, fastákveðinn að þiggja ekki fast starf, t.d. seldi hann tímaritum háðteikningar. Lubertus frumbirtist sem Ijóðskáld 1949 með Ijóðinu „Ástarbréf til vorra pyntuðu brúðar Indónesíu", sem pirraði íhaldssama þar sem það mótmælti blóðugu framferði hollenska hersins i desember 1948 á Jövu og Súmötru. Síðan komu tíu Ijóðabækur og fjölmargar myndlistarsýningar. Þýðandinn er leikari. TOMI KONTIO TAPIO KOIVUKARI BERÐU MIG YFIR SPEGIL- VÖTNIN Hjörtur Pálsson þýddi Berðu mig yfír spegilvötnin; í dúandi mosa fíngurbaugur úr silfri eins og daggardropi á reyrstrái glærmálar morgunrökkrið svo að birti. Gríptu heljartaki eins ogplága, því morgnar hugga mig ekki né heldur víxlsöngur, mótettur fuglanna, aðeins sporin sem þú lyftir burt mynd minni með og vatnsdropi; hné þitt hringsólar í klofínu á mér eins og himinhnöttur: berðu mig yfír spegilvötnin. RIT- ÖFUNDUR (ort á íslensku) Hver er sá sem skáldverk semur með snilldargáfu? Notar heimildir, sögusagnir og ímyndunaraflið? Hví get ég það ekki; sögurnar stranda og brotna íspón? Hver kann kveða og ljóðið yrkja, hver kann koma orðum að hugsun sinni? Hví get ég það ekki, bragurinn bregst og autt verður blaðið? Svo sámar mér stundum er aðrir skrifa ogfrá sér senda meistaraverk, sögur og þætti, kvæðabálka og Ijóðavætti þá hætti ég að vera rithöfundur og er orðinn vesalings rit-öfundur. Höfundarnir eru finnsk skáld, Tapio f. 1959 (hefur verið búseltur hér á landi og orti Ijóð sitt á íslensku), Kontio f. 19óá. Þeir kynntu verk sín í Gunnarshúsi, Norræna húsinu og Gerðarsafni í nóvember sl. Grein um gestina birtist í Morgunblaðinu 11. nóv. 1997. I JW LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.