Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 9
legg“, eins og Sigurður Reynir Pétursson kemst að orði í bók sinni um sögu STEFs, Þú skalt ekki stela, sem út kemur í dag, enda mun almenningur hafa tekið hinu nýja félagi fálega. „Flestir litu á félagið sem einskonar geðbilunarfyrirbrigði," að því er segir í texta Sigurðar. Baráttan fyrir viðurkenningu höfundar- réttarins var því strembin í upphafi og áður en marktækur árangur náðist þurfti að höfða fleiri tugi dómsmála sem öll gengu félaginu í vil. Af málunum sem félagið höfðaði ber hæst mál þess á hendur varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli en lyktir þess urðu til mikils vegs- auka fyrir félagið bæði hér heima og erlend- is. í kjölfarið lækkaði rostinn í viðsemjend- um STEFs til muna. Hvert skref kostað baráttu Því fer þó fjarri að tilvist félagsins hafi verið dans á rósum síðan, þvert á móti segir Eiríkur Tómasson, núverandi framkvæmda- stjóri þess, hvert skref hafa kostað mikla baráttu. „Að mínu mati stafar þetta af því að skilningur Islendinga á höfundarrétti er tak- markaður, ekki síst vegna þess að við erum ef til vill meiri efnishyggjumenn en aðrar þjóðir og hugsum því fremur hlutlægt en huglægt. Höfundarrétturinn er í raun og veru eignarréttur þar sem eignirnar eru andleg verðmæti, sem enginn getur séð eða þreifað á. Tónverk eru þannig andleg afurð og það er ekki fyrr en verkið hefur verið skrifað á nótur eða tekið upp á hljómplötu að við getum skynjað það eða þreifað á því, ef svo má að orði komast. Nótumar og hljóm- plötumar em hins vegar áþreifanlegir hlutir og lúta venjulegum eignarrétti." Til að einfalda málið tekur Eiríkur dæmi: „Ég get keypt mér hljómplötu úti í búð og átt hana og spilað þá tónlist sem á henni er, mér og nánum vinum mínum til skemmtunar og uppörvunar. Ég hef hins vegar ekki öðlast neinn rétt yfir tónverkunum, það er hinum óáþreifanlegu verkum. Þau lúta eignarrétti höfundanna og eftir atvikum erfingja þeirra. Þetta finnst mér að almenningur eigi mjög erfitt með að skilja vegna þess að eignarrétt- ur er, eins og ég sagði áðan, bundinn ein- hverju áþreifanlegu í hugum fólks.“ Eiríkur segir að þrátt fyrir þetta viður- kenni flestir að einhverjir geti átt raforku, þótt hún sé ósýnileg og óáþreifanleg, líklega vegna þess hve háð við séum rafmagni. „Nú- tímamaðurinn er einnig, að mér finnst, orð- inn háður tónlistinni og ætti þess vegna að geta, með góðri samvisku, viðurkennt eign- arrétt yfir henni á sama hátt og eignarrétt yfir orkunni. Er ekki eðlilegt að þeir sem búa fólki það umhverfi, sem það sækist eftir, fái eitthvað fyrir sinn snúð?“ „Með vaxandi mikilvægi andlegrar iðju held ég þess vegna að smátt og smátt muni skilningur manna aukast á þýðingu þess að vernda rétt þeirra sem skapa andleg verð- mæti, jafnvel þótt ekki verði þreifað á þeim,“ heldur Eiríkur áfram. „I því sambandi nefni ég sérstaklega rétt yfir tölvuforritum, en út- flutningur á slíkum forritum er að verða stór útflutningsgrein meðal okkar íslendinga. Og ekki má heldur gleyma því að önnur andleg iðja, eins og sköpun tónverka og tónsmíða, er á góðri leið með að hasla sér völl sem sjálf- stæð útflutningsgrein meðal okkar.“ Að sögn Eiríks er það útbreiddur mis- skilningur að gjöldin sem STEF innheimtir séu skattur. „Það er alls ekki. Við innheimt- um aðeins af þeim sem nota tónlistina. Þannig innheimtum við bara af verslunum sem spila tónlist en ekki verslunum sem spila ekki tónlist. Þetta er eins og með hita- veituna. Ef þú hitar ekki húsið þitt, þarftu ekki að borga henni! Tónlist er í raun og veru bara afurð sem þeir sem nota verða að borga fyrir. Það má líkjajæssu við matvöru. Sennilega brygði okkur Islendingum í brún ef fólk vildi skyndilega fá að borða fisk end- urgjaldslaust!" Hlutverk STEFs Víkjum þá að hlutverki STEFs, sem er að gæta hagsmuna innlendra og erlendra tón- skálda, textahöfunda og annarra rétthafa á sviði tónlistar, sjá um innheimtu höfunda- gjalda fyrir flutning og útgáfu á tónlist og út- hluta til rétthafa. Til að fyrirbyggja mis- skilning tekur Eiríkur fram að STEF gæti ekki hagsmuna flytjenda tónlistar. Fyrstu áratugina stóð Tónskáldafélag ís- lands eitt að STEFi en snemma á níunda áratugnum gerðist Félag tónskálda og texta- höfunda jafnframt aðili að félaginu. Félags- menn eru um 130 talsins. Segir Eiríkur að- ildarfélögin tvö hafa jafna stöðu í STEFi. Þau tilnefna jafnmarga aðila í stjóm og skiptast á að hafa formennsku með höndum. „Þótt þarna sé um ólíka hópa og ólíka hags- NÚVERANDi stjóm STEFs: Aftari röð, f.v.: Hrafn Pálsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Þórir Baldursson, Árni Harðarson og Ólafur Haukur Símonarson. Fremri röð, f.v.: Áskell Másson varaformaður, Magnús Kjartansson formaður og Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri. muni að ræða hefur samstarf þessara tveggja félaga verið í meginatriðum gott og farið batnandi. Samstaðan sem þau hafa sýnt út á við hefur verið samtökunum mikill styrkur." Þótt STEF hafi upphaflega fyrst og fremst verið komið á fót íslenskum rétthöf- um á sviði tónlistar til hagsbóta hefur gæsla hagsmuna erlendra rétthafa færst jafnt og þétt í vöxt. „A undanfömum árum hafa sí- fellt fleiri ríki gerst aðilar að Bemarsáttmál- anum, meðal annars Bandaríkjamenn sem lengi vel stóðu fyrir utan hann. Eins hafa Rússar og Kínverjar nýlega gerst aðilar að sáttmálanum, þannig að segja má að öll ríki sem eitthvað eiga undir sér séu aðilar að honum. Það þýðir að þau hafa öll skuldbund- ið sig til að veita höfundum allra aðildarríkj- anna tiltekna lágmarksvemd og ekki gera neinn greinarmun á erlendum og innlendum höfundum. Sem dæmi má nefna að banda- rískir lagahöfundar njóta sama réttar á ís- landi og íslenskir höfundar- og öfugt.“ Gjaldheimtu STEFs má í grófum dráttum skipta í tvennt. Annars vegar innheimtir fé- lagið höfundarréttargjöld vegna opinbers flutnings á tónverkum, svo sem í útvarpi, sjónvarpi, veitingahúsum, kvikmyndahúsum, verslunum, líkamsræktarstöðvum o.fl., og úthlutar þeim til rétthafa, innlendra sem er- lendra. Hins vegar sér STEF um innheimtu á svokölluðum upptökuréttargjöldum, sem eru gjöld sem tekin eru fyrir útgáfu á hljóð- ritunum. Reyndar ber þess að geta að Nor- disk Copyright Bureau (NCB), sem er í eigu STEFs og systursamtakanna fjögurra á Norðurlöndunum, annast þessa innheimtu alfarið fyrir hönd samtakanna og úthlutar fénu til rétthafa fyrir hönd samtakanna, bæði á Norðurlöndunum og annars staðar. Þá tekur NCB við öllum gjöldum sem greidd eru til Norðurlandanna og úthlutar þeim með sama hætti. ,Jl þessu sést að samskipti við útlönd eru snar þáttur í starfsemi STÉFs,“ segir Eirík- ur, „enda þekkir tónlistin engin landamæri. Þessi samskipti eiga jafnvel eftir að aukast á komandi misserum enda ný öld að renna upp - öld margmiðlunar og nánari samskipta þjóða í milli.“ Eiríkur hefur starfað fyrir STEF í fjórtán ár, þar af sem framkvæmdastjóri í um ára- tug. Á þeim tíma hefur umhverfið tekið stakkaskiptum. Ber þar hæst að útvarps- rekstur var gefinn frjáls árið 1985. „Um ára- bil þurfti STEF aðeins að semja við eina út- varpsstöð, Ríkisútvarpið. Nú eru þær fjöl- margar og þetta nýja umhverfi hefur vita- skuld kallað á breytt vinnubrögð hjá okkur. Það sem hefur líka breyst er að tónlistin er orðin miklu fjölbreyttari - greinist meira en áður. Þegar STEF var stofnað var djassinn að berast til landsins, dægurtónlist svo til óþekkt og rokkið ekki komið fram á sjónar- sviðið, hvað þá aðrar tónlistarstefnur sem komu í kjölfar þess.“ 1.600 rétthafar Segir framkvæmdastjórinn þetta líka hafa gjörbreytt myndinni. Sést það best á ótrú- legri fjölgun íslenskra rétthafa sem fá greitt úr sjóðum STEFs á ári hverju. Á liðnu ái-i voru þeir um 1.600 samanborið við fáeina tugi fyrstu árin. Til gamans má geta að syst- urfélag STEFs í Danmörku greiðir einungis þrisvar til fjórum sinnum fleiri rétthöfum ár hvert, þótt þjóðin sé tuttugu sinnum stærri en sú íslenska. Árið 1996 nam úthlutun STEFs til íslenskra rétthafa 59,7 milljónum króna, samanborið við 14,8 milljónir 1986. Eiríkur segir fjárhag STEFs standa styrkum fótum. Tekjurnar hafi aukist, jafnt og þétt. Sem dæmi má nefna að á árinu 1986 námu þær 39,1 milljón króna, en voru orðnar 132,4 milljónir króna tíu árum síðar. „Þótt verðbólga hafi verið nokkur, einkum á fyrri hluta þessa tímabils, hafa tekjurnar aukist langt umfram það sem verðlagsbreytingum nemur.“ En hvemig getur STEF brugðist við ef höfundarréttargjöldin skila sér ekki? „STEF hefur, í skjóli einkaréttar höfunda til þess að leyfa opinberan flutning á verkum sínum, rétt til þess að leggja lögbann við flutningi tónverka opinberlega, þar með talið í út- varpi. Samtökin hafa ætíð farið varlega í það að leggja bann við tónflutningi en þó hefur stöku sinnum komið til þess að slíku banni hefur verið hótað vegna ítrekaðra vanskila útvarpsstöðva á höfundarréttargjöldum. I eitt skipti gekk svo langt að lagt var lögbann við flutningi á vemduðum tónverkum hjá einni af hljóðvarpsstöðvum borgarinnar sem hét því ágæta nafni „Sólin“. Þetta gerðist skömmu fyrir jól 1993 og þrátt fyrir að lög- bannsúrskurður hefði verið kveðinn upp hélt útvarpsstöðin áfram að flytja tónlist, sem forsvarsmenn hennar töldu auðheyrilega að nyti ekki lengur höfundarréttarvemdar. Mér er sérstaklega minnisstætt að eitt kvöldið vora flutt verk úr Carmina Burana eftir Carl Orff en sú tónlist lætur í eyram þeirra sem ekki þekkja til sem gömul sígild tónlist. Þeir sem að tónflutningnum stóðu, gættu ekki að því að Carl Orff lést fyrst á 7. áratugnum þannig að tónverk hans munu pjóta höfund- arréttarvemdar enn um sinn. Að lokum fór svo, eftir nokkurt þóf með tilheyrandi fjöl- miðlafári, að okkur tókst að stöðva útsend- ingar Sólarinnar. Réttlætið sigraði þannig að lokum.“ FramHðin Eiríkur er hóflega bjartsýnn á framtíð STEFs. „Það er ekkert sem bendir til þess að notkun á tónlist muni dragast saman á næstu áram, heldur virðist notkunin þvert á móti aukast ár frá ári. Hins vegar er ný tækni smátt og smátt að ryðja sér til rúms - tækni sem býður vissulega upp á mikla möguleika, en felur um leið í sér verulegar hættur fyrir höfunda og aðra rétthafa. Hér á ég að sjálfsögðu við við hina nýju tækni í fjöl- miðlun og tölvusamskiptum, ekki síst alnetið og framtíðarmöguleika þess. Sumir óttast að þessi nýja tæknibylting muni leiða til þess að almenningur fái greiðari aðgang að tónverk- um og tónsmíðum án þess að þurfa að greiða fyrir þau not. Ég held að hið fyrrnefnda sé rétt, en ekki hið síðamefnda. Ég held nefni- lega að fljótlega verði hægt að bjóða upp á einfaldar og öraggar greiðslur fýrir not af verkum á netinu." Eiríkur segir STEF þegar hafa látið þessi mál til sín taka. „Ef við lítum á stöðu STEFs í því nýja tæknivædda samfélagi sem við blasir, þá sýnist mér að staða samtakanna muni enn styrkjast frá því sem verið hefur. Ástæðan er einfaldlega sú að verði tölvunet á borð við alnetið ráðandi boðleið í samskipt- um manna, þá er óhugsandi að tónskáld og aðrir rétthafar geti gætt hagsmuna sinna nema með atbeina höfundarréttarsamtaka á borð við STEF. Einstaklingsbundin gæsla á réttindum hentar ekki í þessu nýja umhverfi, heldur verða rétthafar að bindast samtökum. Það eina sem gæti veikt STEF að mínum dómi, er það að samstaða bresti meðal tón- skálda og annarra rétthafa sem aðild eiga að samtökunum. Sem betur fer hefur þeim tek- ist að snúa bökum saman og það er ekki síst því að þakka að STEFi hefur, þrátt fyrir allt, tekist að stuðla að bættum kjöram og rétt- indum til handa tónskáldum og textahöfund- um á síðustu áram og áratugum." FRUMFLUTNINGUR DETTIFOSS í TILEFNI af fimmtíu ára af- mæli STEFs verður efnt til há- tíðarsamkomu f Þjóðleikhúsinu í dag kl. 14, þar sem fram koma, meðal annarra, Mótettukór Ilallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveit íslands und- ir stjórn Petris Sakaris. Hæst ber frumflutning á Dettifossi, op. 57, eftir Jón Leifs, fyrsta formann STEFs. Verkið samdi Jón árið 1964, við fyrsta erindið f samnefndu ljóði Einars Benediktssonar. Er það fyrir hljómsveit, kór og ein- söngvara og mun Keith Reed barítonsöngvari á Egilsstöðum leggja Sinfóníuhljómsveitinni og Mótettukórnum lið við flutn- inginn. Um Dettifoss skrifaði Jón: „Verk þetta er samið eins og samtal milli skáldsins og fossins - er skáldið nálgast fossinn úr fjarska og fjarlægist hann einnig að lokum.“ Sinfóníuhljómsveit fslands mun hljóðrita Dettifoss ásamt öðrum verkum Jóns Leifs í vor og ef að líkum lætur mun verk- ið koma út á geislaplötu á veg- um BIS áður en langt um líður. Aukinheldur mun Sinfónfu- hljómsveitin flytja Rfmnadans eftir Jón Leifs og Hátíðarmars eftir Pál ísólfsson, annan frum- kvöðul STEFs, og nýtt verk eft- ir Hauk Tómasson, sem samið Jón Leifs Sigurður Reynir Pétursson var sérstaklega af þessu tilefni. Nefnist það Þjóðlag. Þá mun margmiðlunarfyrirtækið Oz annast nýstárlega þrívíða send- ingu á alnetinu, þar sem frum- flutt verður verkið Tenderly eftir Móeiði Júnfusdóttur. Hátíðarávörp flytja Magnús Kjartansson, formaður STEFs, Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, Björn Th. Árnason, formaður Félags fslenskra hljómlistarmanna, og Oddvar S. Kvam, forseti Nordisk Union. Þá mun Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, minnast höfundarréttarins, og Áskell Másson, tónskáld og varaformaður STEFs, minnast Jóns Leifs. Kynnir verður Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld. Á samkomunni verður enn- fremur frumsýnd ný fslensk kvikmynd um höfundarrétt og hvemig hann birtist gagpivart okkur Islendingum og Gullhan- inn, heiðursviðurkenning STEFs, veittur. Loks verður haldið upp á út- gáfú bókar um sögu STEFs er nefnist Þú skalt ekki stela - störf og barátta STEFs í fímm áratugi til verndar og styrktar höfundarrétti. Höfundur bókar- innar er Sigurður Reynir Pét- ursson hrl. fyrrverandi fram- kvæmdastjóri samtakanna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 31. JANÚAR 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.