Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 13
TÍPARANPI j ALPARLOK - EFTIRMÁtl, SÍPARI HtUTI MÁLSVÖRN HEIMSPEKINGS: ÁRÉTTINGAR UM PÓSTMÓDERNISMA EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Síðasta aldarfjórðunginn hefur hvers kyns hagnýt heim- speki, ekki síst siðfræði, sprungið út sem aldrei fyrr og víðar en á íslandi náð eyrum upplýsts almennings. Hitt má vera að hún Ijái fólki ekki þá altæku lífs- oq heims- skoðun sem [ ^að er svo sólqið í oq | hykist finna í franskri popp-heimspeki eða nykraðri indversk-amer- ískri nýaldarstefnu. VERULEIKAFIRRING frá heimi hverdagssanninda, sólar, jarðar og eyktamarka mannlífsins sem Ijá tilveru okkar fastan grunn. Mynd eftir Ronald B. Kitaj. / IFYRRI hluta þessa eftirmála hóf ég að stikla á þeim staksteinum sem kastað hefur verið að greinaflokki mínum um tíðaranda í aldarlok: ádeilu minni á póst- módernismann (,,pm-ismann“) í fræðum og listum. í síðustu viku þrætti ég fyrir að umfjöllun mín hefði verið a) óskýr; b) yfirborðskennd; einkennst af c) virðing- arleysi og d) skorti á sögulegu samhengi. Held ég nú áfram að greina andmælin og svara þeim lið fyrir lið: e) Skrif þín bera merki gremju og afbrýði- semi alfaraslóðarheimspekinga sem eru nú af- skiptir veraldargengi á sama tíma og „kjafta- stéttir“ og „popp-heimspekingar“, er þú kallar svo, baða í rósum. Eg hef ekki beinlínis orðið var við að við al- faraslóðarmenn drekkum úr hóffarinu um þess- ar mundir, að minnsta kosti ekki á Islandi þar sem hefðbundin heimspeki hefur aldrei átt sjö dagana sælli en einmitt nú. Að baki þessum orðum býr einnig vanþekking á viðfangsefnum nútíma alfara-heimspeki. Til sanns vegar má færa að þau hafl á tímabili, einkum á 7. ára- tugnum, koðnað niður í hótfyndna hugtakarýni og hversdagsmálsþanka - sem ég hef annars staðar iýst sem undur skammdrægri aðferða- fræði h En síðasta aldarfjórðunginn hefur hvers kyns hagnýt heimspeki, ekki síst sið- fræði, sprungið út sem aldrei fyrr og víðar en á Islandi náð eyrum upplýsts almennings. Hitt má vera að hún ljái fólki ekki þá altæku lífs- og heimsskoðun sem það er svo sólgið í og þykist finna í franskri popp-heimspeki eða nykraðri indversk-amerískri nýaldarstefnu. En ég efast um að hefðbundnir heimspekingar þjáist upp til hópa af afbrýðisemi yfir því að vera ekki dýrk- aðir sem heimslausnarar. Köllun þeirra er ein- faldlega önnur. Meiru skiptir að jafnvel þótt það stæði heima að ég væri í keng af gremju yfir því að vera minna lesinn en Derrida þá byggist aðfinnslan á þekktri rökvillu sem kallast argumentum ad hominem: rök gegn manninum. Uppgötvun og uppljóstrun á því sem einstaklingi gengur til með skrifum sínum eru aldrei viðhlítandi rök gegn skrifunum, það er að segja gegn inntaki þeirra. Stundum getur jafnvel eitthvað gott komið frá Nasaret. f) Þú forkastar meira og minna allri list síð- ustu þriggja áratuga og gott ef ekki allri ný- breytni í listrænni sköpun. Þetta er misskilningur. 5. greinin, sem fjallar um pm-íska list, var umfram allt hugsuð sem lýsing á tvenns konar listrænum viðbrögðum við lífi í tættum heimi og um leið tjáningu á þeim tvenns konar afbrigðum pm-ískrar hug- myndafræði sem rifjuð voru upp í lið a). Svo stækt er ekki hatur mitt á pm-ismanum að hvenær sem lýsingarorðin „pm-ískur“ birtist í upphafi setningar megi ganga að því vísu að ég telji allt sem á eftir komi hillingu og hjóm! Eins og ég hef áður nefnt, í svari til Guðmundar Andra, þá getur það naumast talist ljóður á listamanni að storma tíðarandans kenni í verk- um hans. Fyrri bylgja pm-ismans í listum, þar sem listamennirnir gerðust sjálíviljugir veltikútar ýmissa eldri stefna og stíla, túlkaði vart nema eðlileg viðbrögð við sísmækkandi heimi sínærgöngulli áreita. Síðari bylgjan, hin nýja byltingarlist héraðshyggjunnar, táknar vissa uppgjöf og afturhvarf en einkennist ekki af neinum sameiginlegum stíl. Raunar hygg ég að sama gildi um verk úr báðum þessum bylgj- um að listrænt gildi þeirra verði að dæma í hverju tilfelli út frá sambandinu milli ásetnings og árangurs listamannsins; fáránlegt væri, sem jafnan fyrr, að dæma listaverk eða listamann úr leik vegna þess eins að það/hann tilheyrði til- tekinni hefð eða túlkaði tiltekin sjónarmið. Það sem ég amast hins vegar vegar við hér eru miklu dýpri heimspekilegar og listfræðileg- ar forsendur hinna pm-ísku viðhorfa. Þá á ég við vígorðin um að höfundurinn/listamaðurinn sé dauður (og gott ef ekki listaverkið sjálft líka); að allt tal um heimslist og hefðbundna listasögu sé kúgunartæki; og ekki síst að hand- verkið í listum sé einskis nýtt. Þeir einir geta sett jafnaðarmerki milli þessara andmæla minna og höfnunar á allri samtíðarlist sem sjálfir gera engan greinarmun á listaverkum og listfræði - og taka snakkið fram yfir strigann. g) Þú gerir þig sekan um kynþáttahyggju, meðal annars með því að gera gys að heims- mynd blámanna og indíána. Mér er hér því vandara um að mæla sem mér hefði verið ógerlegra að ætla að ég yrði ásakað- ur um rasisma! En gott og vel, leyfið mér þá að henda þessi andmæli á lofti og snúa til baka: Ein alvarlegasta þverstæða pm-ismans er nefnilega sú að hann kyndir undir en slekkur ekki hinn viðsjála eld kynþáttahyggjunnar, eins og ég rökstuddi í lok 9. greinar. Það er alls eng- in mismunun kynþátta í því fólgin að minna á að Kínverjar voru öldum saman fremri öðrum „kynþáttum“ jafnt á sviði verk- sem bókmenn- ingar; eða að Evrópubúar náðu síðar forystunni við að snúa náttúrunni og vélunum sér í vil; né heldur að ýja að því að ef til vill beri skólar í Afríku nú í sér meiri lífsþrótt en hinir vestur- lensku 2. Mat „heimsmynda" er hér einfaldlega hagnýtt: Hver þeirra gerir okkur á hverjum tíma best kleift að sigrast á takmörkunum naumgjöfullar náttúru? Það gefur á hinn bóg- inn undir fót kynþáttahyggju að loka aðra menningarkima og kynþætti en manns eigin inni í ógagnsæjum framandleik og hvetja þá, eins og pm-istar gera, til að forstokkast í ein- angrun sinni: hvetja fleyga fugla til að fljúga í lokuð búr. Sú var tíð að von minnihlutahópa, hinna kúguðu og afskiptu, var sú að sannleikur- inn myndi að lokum afhjúpa vald og gera þá frjálsa. En ef „sannleikurinn" er, í Fouc- aultskum skilningi, sjálfur ekki annað en afurð valds þá er líka öll von úti fyrir hina „öðruðu" og ,jöðruðu“ 8. Umburðarlyndið, sem ég hélt áður að væri þó hinn ljósi punktur pm-ismans, er ekki umburðarlyndi þess sem reynir að setja sig í spor annarra og skilja þá heldur hins sem lítur á alla aðra sem „öðruvísi" og ósnertanlega í framandleik sínum. Það er ekki innlíft heldur útilokandi umburðarlyndi. Getur líklegri undir- rót kynþáttahyggju? Fyrir nokkrum árum kynntist ég hópi lækna- stúdenta frá Afríkuríkinu Malawí sem voru við nám í erlendum háskóla. Þetta voru dagfars- prúðir og glaðsinna menn sem létu fátt hagga sér og þeirri köllun sinni að flytja hið besta úr vestrænni læknisfræði á heimaslóð. Aðeins eitt raskaði ró þeirra; það voru spumingar vestur- lenskra samstúdenta þeirra um læknislist Af- ríkubúa, ýmist settar fram í hálfkæringi eða al- vöru: Voru ekki nógir töfralæknar í Afríku; efldu þeir ekki seið sem tók lyfjunum okkar fram? Þetta þótti Malawaí-mönnum gáleysishjal um alvarlegt efni. Þeir höfðu ekki hinn minnsta áhuga á bollaleggingum um „aðrar, jafngildar heimsmyndir"; þeir höfðu einungis áhuga á lyfj- um og aðferðum sem virkuðu: sem læknuðu mein af því að þær byggðust á sannleikanum um mannslíkamann. Fyrir afrísku stúdentunum væri pm-íska afstæðishyggjan ekki annað en nýtt yfirskin vestræns vanskilnings á þörfum þriðja heimsins - og réttast nefnd, í anda Þór- bergs, „heimspeki eymdarinnar". h) Þú boðar íhaldssamt afturhvarf til úreltra gilda þekkingar (framfara- og vísindatrú upp- lýsingaraldar) og siðferðis (húmanismi og sveitarómantík). Lykilorðin hér eru íhaldssemi og afturhvarf. Þau eru vissulega ögn kyndug í ljósi þess að í umræðunni um pm-isma í Bretlandi, þar sem ég þekld best til, er boðskapur hans einatt kenndur við ný-íhaldsstefnu: styrkingu á ríkjandi kvíum og markalínum, samanber pm-ísku „forpokun- arfræðin" er ég hef kallað svo. Ég hafði þannig gengið fram í þeirri dul að ég, sem enn trúi á vísindi, framfarir, sammannlegan skilning og siðbætt framtíðarlönd, væri hinn róttæki og framsækni, en pm-istarnir þeir íhaldssömu og bakstigulu! 4 Nema orðið „róttækur" vísi ævin- lega til þess sem kemur síðar í tímaröð - en slíkt þætti mér vera að beita hversdagslega málnotk- un ofbeldi. Verra er þó að gagnrýnin hvílir á hugmyndasögulegri missýn: þeirri að hugsjónir upplýsingaraldar séu löngu til grunna gengnar og að áhnykking þeirra boði þvermóðskufullt afturhvarf. Raunin er sú að þessar hugsjónir hafa svifið og svífa enn yfir vötnum í vinnu flestra hefðbundinna vísindamanna og heim- spekinga; þær eru meira að segja grunnstuðull í marxismanum og ádeilurýni Frankfurtarskól- ans sem ýmsir núverandi pm-istar aðhylltust fyrir ekki svo löngu, það er áður en þeir töldu sig hafa komið húmanismanum fyrir kattarnef. Ég er þannig fráleitt að leggja til að tekinn sé upp þráður sem sleppt var fyrir 200 árum held- ur hitt að fylgt sé sama almenna leiðai-hnoðanu (þekkingarlega; siðferðilega) í listum og mann- legum fræðum og gefist hefur svo vel á öðrum fræða- og mannlífssviðum til þessa dags: sem leitt hefur okkur út úr moldarkofunum og inn til nútímans. Steininn tók úr þegar viðmælandi í fyrsta Víðsjárþættínum tók sér fyrir hendur að tengja afturhvarfsþanka mina við almennari siðferði- legar forsendur. Virtist hann þá hafa lesið verk eftir einhvern alnafna minn eða tvígengil sem stendur á öndverðum meiði við mig um flest! Get ég ekki látið þeim vaðli með öllu ómótmælt hér þó að það sé ögn úrleiðis við efnið „árétting- ar um póstmódernisma“. Ég er enda stórum skaðasárri þegar vegið er að burðugustu heim- spekinni sem ég tel mig hafa sett á blað en þótt stór orð falli í hita umræðnanna um popp-heim- spekina. Staðreyndin er sú að fáir íslenskir heimspekingar hafa andmælt jafnharkalega og ég hugmyndum um afturhvarf tíl gömlu góðu daganna og týnda sakleysisins. Ég skrifaði á sínum tíma heila BA-ritgerð til höfuðs slíkri þá- hyggju og í nýlegri ritgerð um siðferðiskennslu lagði ég ríka áherslu á að vegna breytts og .» síflóknara samfélags væri borin von að gæla við sveitahyggju-hugmyndir um „siðmennt bað- stofunnar“ 5. Hvernig hægt er að lesa út úr þeim ritgerðum fomeskjuóra og þátíðarþrá er mér með öllu hulin ráðgáta. Pm-istar eru að vísu manna duglegastir við að leysa í sundur og endurtúlka skoðanir annarra en ég segi ekki annað hér en að fyrr má nú vera afbyggingin! i) Þú hyllir einsýna bókstafstrú um sannleika og siðferði og níðir niður þá umburðariyndu fjölhyggju sem smám saman hefur orðið viðtek- in skoðun í lýðræðissamfélögum nútímans. Ég taldi mig hafa girt fyrir slíka mótbáru með lokaorðum 10. greinar þar sem ég lýsti því hvernig það væru í raun pm-istar og andlegir lagsbræður þeirra sem leituðu Stóra sannleiks; engir væru á hinn bóginn næmari fyrir van- sönnun vísindakenninga og fjölbrigðum mann- lífsins en hefðbundnir raunvísindamenn og heimspekingar. Ég hef sjálfur haldið uppi vöm- um fyrir siðferðilega fjölhyggju af ákveðnu tagi, þó að ég hafi um leið bent á að sú stað- reynd að oft séu til margar jafngóðar leiðir að sama marki þýði ekki að sérhver leið sem valin er hljóti fyrirfram að teljast jafngóð öllum öðr- um einungis vegna þess að einhverjum dettur í hug að velja hana c. Munurinn á fjölhyggju og fjölmenningarstefnu sammannlegs skilnings, sem ég aðhyllist, og hinni róttæku fjöl- hyggju/fjölmenningarstefnu pm-ismans, með sinni skilningsvana forpokun, var annars, að ég hugði, skýrður of vel í 8. grein til þess að nauð- synlegt væri að þrástagast á honum. En þar ■ hefur mér bersýnilega skjátlast. Eins og í lið h) verð ég að fá að bregða mér örlítinn smalakrók vegna þess hve almenn sið- ferðileg afstaða mín var túlkuð með rangsnún- um hætti í fyrsta Víðsjárþættinum. Þar var meðal annars gefið í skyn að ég teldi einhlíta („absolute") lausn til á öllum siðferðilegum vandamálum - og fóstureyðingar teknar sem dæmi. Þetta er því undarlegra sem kjami flestra ritgerða minna um siðfræði hefur verið sá að svo sé ekki enda krefjist hluthyggja í sið- fræði ekki slíkrar bókstafstrúar 7. Enn óskiljan- legra er hvernig unnt er að ímynda sér að eðlis- hyggja um manninn, í anda Aristótelesar, hljótí að leiða af sér fylgispekt við úrelta fordóma um ómyndugleika kvenna og ónáttúru þessara og hinna sem ekki eru nákvæmlega eins og Meðal- Jóninn. Enginn talsmaður aiistótelískrar . þroskahugsjónar meðal málsmetandi heimspek- inga nútímans hefur tekið upp þykkjuna fyrir 2300 ára fordóma úr grísku samfélagi né heldur afskrifað Aristóteles fyrir það eitt að hafa verið glámskyggn á ýmis reyndaratriði. Kjaminn í þeirri hluthyggju um manneðlið sem ég hef rök- stutt hér og þar, og stangast á við málleikja-af- stæði pm-istanna, er að dýpstu eigindir (geðs- hræringar, langanir og þai-fir) mannsins séu hinar sömu í öllum samfélögum á öllum tímum, eins og Stephan G. minnti okkur manna skýrast á. Hins vegar sé fólk að ýmsu leytá ólíkt og eigi að vera það - og stefnumið hvers einstaklings skuli vera að rækta sem best þá þroskakostí sem í honum búa, gera sem flesta möguleika sína að vemleika. Arangur þroskahefts einstak- lings, sem lærir að matast og sjá um sig sjálfur, geti þannig verið mun betri en einstaklings með háa greindarvísitölu sem kastar hæfileikum ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.