Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 15
KVÖLDSTEMMNING við Mývatn. Vindbelgjarfjall í baksýn. nýjan tón en aldrei áður hefur framkvæmdaað- ilum verið gert skylt að endurheimta votlendi í stað þess sem er eyðilagt. Sett hefur verið á laggirnar samstarfsnefnd sem í eiga sæti full- trúar frá landbúnaðar- og umhverfisráráðu- neyti, Fuglaverndarfélagi íslands, Náttúru- vernd ríkisins, Náttúrufræðistofnun Islands og Rannsóknastofnun iandbúnaðarins, en nefnd- inni er ætlað það hlutverk að stuðla að endur- heimt votlendis. Störf nefndarinnar hafa aðal- lega falist í því að fínna svæði sem talið er mögulegt að endurheimta sem votlendi. Lítið hefur farið fyrir framkvæmdum enn sem kom- ið er en þó var mokað ofan í skurði framræstr- ar mýrar við bæinn Hest í Borgarfirði haustið 1996 og samfara því farið af stað með athugan- ir þar sem fylgst er með breytingum á lífríki svæðisins. Endurheimt votlendis er einnig haf- in á fleiri stöðum og má þar nefna framtak Fuglaverndarfélags Islands og Eyrarbakka- hrepps við endurheimt votlendis við Olfusá og er það framtak styrkt af Umhverfissjóði versl- unarinnar. Einnig má nefna endurheimt Kola- vatns í Holtum sem dæmi um einstaklings- framtak. Reykjavíkurborg hefur búið til nýtt votlendi í Vatnsmýrinni þar sem Tjarnarfugl- um eru ætluð framtíðarvarplönd. Þrátt fyi-ir það sem nefnt hefur verið hér að ofan er þörf á mun markvissari vinnubrögðum við endurheimt votlendis á íslandi. Skrásetja þarf votlendissvæði, meta ástand þeirra og mikilvægi og koma upp gagnagrunni með upp- lýsingum um náttúi-ufar svæðanna. Á slíkum gagnagrunni er síðan hægt að byggja á ákvarð- anir um verndun og endurheimt votlendis. Fyrir því liggja margar ástæður að þeir sem vinna að náttúruvernd vilji vernda votlendi. Hér að ofan hefur verið minnst á mikilvægi votlendis sem fæðuuppspretta fyrir hinar ýmsu lífverur, þar með talið manninn, en einnig sem nauðsynlegur hluti af samspili ólíkra þátta í umhverfinu sem gera jörðina byggilega. Afstaða fólks til náttúruverndar byggist einnig á siðferðilegum og fagurfræði- legum grunni. Menn spyrja sig þeirrar spurn- inga hvort tegundin Homo sapiens hafi rétt til að eyðileggja búsvæði annarra tegunda og hvort náttúran hafi ekki sinn eigin rétt óháð vilja mannsins. Auk þess má fullyrða að veröld- in er mun fallegri með fuglum himinsins og því færri sem tegundimar verða því fátæklegri verður menning mannsins. Trausti Baldursson, líffræðingur, er starfsmaður Nátt- úruverndar ríkisins og Ólafur Einarsson, liffræðingur, er starfsmaður Náttúrufræðistofnunar (slands og for- maður Fuglaverndarfélags íslands. RAMSARSVÆÐI A EFTIR GÍSLA MÁ GÍSLASON Ramsar - Alþjóðlegur samningur um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi; einkum fyrir fuglalíf, AMSARSAMNINGURINN var samþykktur 2. febrúar 1971 í Ramsar, lítilli íranskri borg næiri Kaspíahafinu. Hann er fyrsti alþjóðlegi náttúruvernd- arsamningurinn sem tekur til búsvæðaverndar og er jafn- framt sá fyrsti sem Island gerð- ist aðili að. Alþingi íslendinga samþykkti þingsálykt- unartillögu 4. maí 1977 um aðild að samn- ingnum. Mývatn og Laxá í S-Þingeyjarsýslu voru tilnefnd sem Ramsarsvæði 2. desember sama ár og tók samningurinn gildi 2. apríl 1978. Þegar líða tók á 7. áratuginn gerðu margir sér grein f.yrir að votlendi hrakaði stöðugt i öllum heiminum. Tæknivæðing, sérstaklega um miðbik aldarinnar, leiddi til þess að hægt var að raska eða eyðileggja votlendi á skömmum tíma. Stór hluti mýra á láglendi var þurrkaður upp á nokkrum áratugum. Markmiðið með því var að auka framleiðslu- getu landbúnaðarins til muna. Þetta gerðist einnig í öðrum löndum jafnframt því sem frárennsli frá byggð og atvinnustarfsemi mengaði vötn, ár og fjörur. Fræðimenn og aðrir gerðu sér grein fyrir að verið var að eyða mikilvægum varpstöðum fugla og við- komustöðum farfugla. Starfsmenn Alþjóðasáttmálans um nátt- úru og náttúruauðlindir (IUCN), sem Island er aðili að, og margir vísindamenn unnu að gerð Ramsarsamningsins árum saman til að sporna við þessari þróun. Ramsarsamning- urinn felur í sér þjóðréttarlegar skuldbind- ingar og svæðin sem eru tilnefnd á Ramsar- skrána njóta vissrar alþjóðlegrar verndar. Ramsarskráin er skrá yfir votlendi sem að- ildarríkin hafa tilnefnt og verða þau að upp- fylla ákveðin skilyrði. Þannig er aðeins hægt að setja á skrána svæði sem eru alþjóðlega mikilvæg vegna vistfræði þeirra, dýralífs, grasafræði, vatnalíffræði eða vatnafræði. Aðildarríki verða að senda skýrslu um ástand þessara svæða til Ramsarskrifstof- unnar fyrir ráðstefnur aðildarríkjanna, sem eru á þriggja ára fresti. Ráðstefnurnai- taka síðan ákvarðanir um hvort nauðsynlegt sé að vakta þessi svæði sérstaklega, sé þeim ógnað af mannlegum umsvifum. Skuldbindingar aðildamkja felast í því að taka tillit til alþjóðlegrar ábyrgðar varðandi vernd, meðferð og skynsamlega nýtingu vot- lenda. Aðildarríki þurfa að móta stefnu um vernd og nýtingu þeirra og jafnframt að breyta ekki vistfræðilegum eiginleikum vot- lenda á Ramsarskánni. Ef vistfræðilegum eiginleikum votlenda á skránni er breytt verður að skrá annað eins svæði eða annað jafnmikilvægt svæði. Auk þess eiga stjórn- völd að stuðla að rannsóknum á votlendum og fræða almenning um eðli þeirra. Mývatn og Laxá Mývatn og Laxá urðu fyrstu íslensku vot- lendin á Ramsarskránni. Mývatn og Laxá höfðu þá nýlega verið vernduð með sérstök- um lögum og uppfylltu öll skilyrði sem al- þjóðlega mikilvæg votlendi. Hvergi á norður- hveli jarðar er fjölbreyttara vatnafuglalíf og hvergi er viðkoma anda meiri. Mývatn er frjósamasta vatn sem finnst á jafn norðlægri breiddargráðu. í Mývatni og Laxá er ein- stakt lífríki, sem ekki á sér neinn líka. Stór hluti anda sem hafa vetrardvöl á Bret- landseyjum og í V-Evrópu er upprunninn á Mývatni. Við Mývatn og Laxá verpa einnig tvær amerískar andartegundir, straumönd og húsönd, sem ekki finnast annars stað- ► ÍSLANDI MARGÆSIR á fiugi. Ein af aðalástæðum þess að Grunnafjörður var gerður að Ramsarsvæði er að umferðarfuglar á leið til varpsvæða á heimskautasvæðum hafa þar viðkomu. NÝGRAFiNN skurður. Brattir bakkar valda i miklu rofi, en jarðvegurinn berst síðan í leys- ingum út í vötn og tjarnir og spillir Iffríki , * þeirra. Framræslan mun smám saman valda rýrnun á gróðurfari þegar næringarefnin skolast af mýrinni út í skurðinn og fuglar eins og óðinshanar, jaðrakanar og lóuþræiar hverfa úr mýrinni. i L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.