Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 16
ar í Evrópu. Hérlendis verpir húsöndin ein- ungis við Mývatn og Laxá. Auk þess eru á vemdarsvæðinu allflestar eldfjallajarðmynd- anir sem finnast á Islandi. Um það leyti sem Island gerðist aðili að Ramsarsamningnum varð mönnum ljóst að kísilgúrgröftur af botni Mývatns gat ekki fallið undir skynsamlega nýtingu og athyglin beindist að því hvort gröfturinn breytti vist- fræðilegum eiginleikum vatnsins. Settar voru af stað rannsóknir sem leiddu í ljós að þegar hafði átt sér stað mikil röskun í Ytriflóa Mývatns og ef hafínn yrði náma- gröftur í Syðriflóa mundi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir vistfræði vatnsins. Um- hverfisráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Nátt- úruvemdarráð, sem fór með stjómsýslu á verndarsvæðinu til jafns við sveitarstjómina, komust að samkomulagi um að leyfa kísil- gúmám á afmörkuðu svæði í Ytriflóa til árs- ins 2010. Með því var gengið alvarlega á náttúmverðmæti Mývatns, en það var talið nauðsynlegt til að búa íbúana undir lokun Kísiliðjunnar. Eftir það yrði enginn kísilgúr- gröftur leyfður. Um þetta leyti hafði Mývatn og Laxá verið sett á skrá, sem Ramsarskrif- stofan heldur, yfir svæði þar sem hætta er á að náttúruvemdargildi muni rýma. Umhverfisráðherra lagði fram stjómar- frumvarp árið 1993 um friðun Mývatnsbotns og átti framvarpið að koma í veg fyrir kísil- gúrnám utan námasvæðis í Ytriflóa. Því mið- ur hefur Alþingi ekki enn samþykkt fram- varpið, sem verður vonandi flutt aftur. Um- hverfisráðherra fyrirskipaði íslensku sendi- nefndinni á 5. ráðstefnu aðildarríkja Rams- arsamningsins í Kushiro árið 1993 að gefa út yfirlýsingu um að kísilgúmámi yrði hætt fyr- ir árið 2010, sem leiddi til þess að Mývatn og Laxá vora fjarlægð af hættuskránni. Kísil- gúrgröftur úr Syðriflóa Mývatns yrði því riftun á samkomulagi Náttúrvemdarráðs, umhverfisráðuneytis og iðnaðarráðuneytis frá 1993 og andstætt Ramsarsamningnum. Þjórsárver Þjórsárver urðu annað íslenska Ramsar- svæðið árið 1990. Enginn efast um alþjóðlegt mikilvægi þessa svæðis. Þjórsárver er stærsta votlendisvinin í miðhálendi íslands og þar er stærsta heiðargæsavarp í heimin- um sem elur af sér veralegan hluta heiðar- gæsarstofnsins. Þjórsárver vora friðlýst samkvæmt náttúravemdarlögum árið 1981, eftir að samkomulag náðist við Landsvirkjun og sveitarfélög um friðlýsinguna. I henni felst að Náttúravemdarráð og núna Nátt- úravemd ríkisins ákveði hvort lón í neðsta hluta þessarar votlendisvinjar ógni vist- fræðilegu jafnvægi þar, t.d. leiði til breytinga á grannvatnsrennsli, skapi hættu á rofi eða rýri náttúraverndargildi Veranna. Lokið er rannsóknum á áhrifum lónstæðis í neðsta hluta þeirra og mun Náttúravernd ríkisins taka ákvörðun um hvort eigi að leyfa uppistöðulón þar. Grunnaf jörður Grannafjörður er þriðja Ramsarsvæðið á íslandi. Það var friðlýst samkvæmt náttúra- vemdarlögum 1994 og tilnefnt á Ramsar- skrána 1996. Þar era víðlendar leirar sem margir vaðfuglar, eins og sendlingur og tjaldur, byggja afkomu sína á, auk mikils fjölda af æðarfugli. Margæs hefur viðkomu í Grunnafirði á ferðum sínum frá meginlandi Evrópu til heimskautasvæðanna vor og haust. Um ósinn synda laxar á leið í Laxá í Leirársveit. Hugmyndir hafa verið uppi að eyðileggja Grunnafjörðinn með því að brúa hann og skapa skilyrði fyrir fiskrækt í lóninu innan brúar, en enginn getur tekið slíkar hugmyndir alvarlega. Ymsum virðist ekki enn ljóst mikilvægi votlendis og uppi eru áform um frekari eyði- leggingu á mikilvægum svæðum, jafnvel á svæðum sem sett hafa verið á Ramsar- skrána. Tryggja þarf að ekki verði um frek- ari röskun á friðlýstum votlendum í framtíð- inni og að það náist samkomulag um nýtingu þeirra votlenda sem mikilvæg eru frá nátt- úravemdarsjónarmiði. Einnig þarf að endur- heimta þau votlendi sem að nauðsynjalausu var raskað. Höfunclur er prófessor við Hóskóla íslands og hefur verið fulltrúi íslands á ráðstefnum aðildarríkja Rams- arsamningsins síðan 1990. BUGSY Malone með kærustunni Blousy sem hann vill fara með til Hollywood. BÖRN (HEIMI FULLORÐINNA Morgunblaðið/Ásdís Þrjátíu og þrjú börn í hundrað búningum frumsýna söngleikinn Bugsy Malone í kvöld í Loftkastalanum. HILDUR LOFTSDÓTTIR brá sér á æfingu. SÖNGLEIKURINN sem er gerður eft- ir fyrstu kvikmynd Alans Parkers, ger- ist í New York 1929. Það sem er ein- stakt við veririð er að böm og ungling- ar era í öllum hlutverkum og það þótt hér sé um að ræða heim hinna fullorðnu; valdastríð tveggja óaldarflokksforingja, þeirra Samma feita og Danna fína. Þess utan kynnast áhorf- endur fjölda skemmtilegra persóna sem tjá sig í söng og dansi. Leikstjóri er Baltasar Kormákur. „Eins og þið sjáið er eitthvað dularfullt á seyði. Satt að segja er ég sjálfur ekki einu sinni viss um hvað gengur á. Leikritið er rétt að byrja, og strax er allt vaðandi í ofbeldi," segir sögumaðurinn Bugsy við áhorfendur í upphafi leikritsins sem nefnt er eftir honum. Já, ofbeldið gæti falist í öskuraríum Samma feita sem hellast yfir heldur vitgranna undir- menn hans eða gusubyssunum svokölluðu sem í hríðskotabyssubúningi gusa sápufroðu yfir leikarana. Eða era það kannski fótaspörk yndisfagurra dansmeyja sem Bugsy er að tala um eða eru hlátursgusur áhorfenda kannski verstar? Það var í það minnsta allt á fullu á æfingu í Loftkastalanum fyrr í vikunni, þar sem bæði leikarar og áhorfendur léku á als oddi. Babyface er fyndinn Grímur Helgi Gíslason leikur Babyface, lít- inn og snaggaralegan karakter. Grímur hefur mestan áhuga á fótbolta, en hefur bæði leikið í útvarpsleikritum og talað inn á teiknimynd- ir. - Er ekki gaman að leika í Bugsy Malone? „Jú, mjög gaman. Allt við þessa uppsetn- ingu er skemmtilegt og líka að kynnast öllum hinum krökkunum. Framsýningin er reyndar eftir og ég veit ekki hvemig verður eftir það en ég hlakka mjög mikið til.“ - Hvernig persóna er Babyface? „Hann er mjög skemmtilegur, hann er kannski smá líkur mér þótt ég viti ekki hvort ég sé eins fyndinn og hann.“ Grímur er líka stórgóður söngvari og hefur unnið söngvakeppni í Vestmannaeyjum, sung- ið með Sniglabandinu og í þætti hjá Gísla Rúnari. - Er svona hæfileikaríkur drengur ekki bú- inn að fá leikarabakteríuna? „Ég veit ekki hvort ég stefni á leiklistina í framtíðinni, en það yrði mjög gaman. En mig langar líka að verða söngvari eða fótbolta- rnaður." Fastur í Samma Hin háværa skapstygga persóna Sammi feiti er leikin af Davíð Baldurssyni. Ásamt fé- lögum sínum hefur hann leikið í heimagerðum vídeómyndum, en er nú í fyrsta skipti kominn upp á svið til að fá útrás fyrir leikhæfileikana. - Hvernig fínnst þér Sammi feiti? „Hann er fínn, besta persónan í leikritinu og langskemmtilegastur. Ég hefði ekki viljað leika neinn annan.“ - Ertu eitthvað líkur Samma feita? „Já, ég er feitur." - Ertu foringi íþér eins og hann? „Já, foringinn í mér brýst út í hlutverkinu. Ég á það til að öskra á vini mína og er mjög frekur. Núna er þetta orðið hálfgert vanda- mál; ég er alltaf öskrandi því ég kemst ekki úr hlutveririnu." 1OO búningar frá bannárunum Leikararnir era klæddir hundrað glæsileg- um búningum frá hinum líflegu bannáram. Hönnuður þeirra, María Ólafsdóttir segir að mikil vinna liggi þar á bakvið þar sem ekki sé hægt að notfæra sér búningaleigur, heldur þarf að sérsauma allt. „Þessi bannár eru einstaklega skemmtileg- ur tími fyrir fatahönnuð. Ég verð samt að passa upp á að kjólarnir verði ekki of glanna- legir, því þótt þau leiki fullorðna þá era þetta bara börn. Það var erfitt að fá fót frá þessum tíma í litlum stærðum og við höfum sérsaum- að, breytt og aðlagað. Þetta var heljarinnar mál og verkið óx í höndunum á okkur. Það varð mun stærra en við gerðum okkur grein fyrir í byrjun. Ég ákvað að vinna þetta verkefni eins og ég væri að vinna bíómynd, þar sem allt er á raunveruleikanótunum. Þegar maður fær svona „períódu“-verk tekur maður oft eitt- hvað sem er alveg týpískt frá tímabilinu og ýkir það. En hér er sviðið frekar lítið og leik- ararnir í mikilli nálægð við áhorfendur allan tímann og þess vegna vil ég frekar hafa bún- ingana í raunsæjum stíl. Það er svo gaman að vinna með krökkunum, þau era mjög dug- leg. Nú þegar allt er að taka á sig lokamynd- ina eru þau farin að gera sér grein fyrir því að þetta er alvöruleikhús, og standa sig ótrúlega vel. Mér finnst líka svo gaman að læra öll þessu nýju orð. Ég er komin með ýkt geðveik- an orðaforða." Draumahlutvcrkið Aðalgelluna Talúllu leikur þaulæfð leik- kona, Alfrún Helga Örnólfsdóttir, sem hefur leikið í Þjóðleikhúsinu frá sjö ára aldri, auk þess að vera í MR, Listdansskóla íslands og læra á píanó. „Talúlla hefur lengi verið draumahlutverk fyrir mig því ég er búin að horfa á myndina milljón sinnum, og mér fannst hún æðisleg þegar ég var minni. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég frétti að það ætti að fara að æfa þetta leikrit og ég dreif mig strax í prufu.“ - Er Bugsy Malone mjög ólíkt öðrum leik- ritum sem þú hefur leikið í? „Já það er öðravísi en að vinna bara með fullorðnum. Það er meiri spenna og æsingur á æfingum, en það er mjög gaman." Ljúfur töffari Sjálfan Bugsy Malone fær Þorvaldur Davíð Kristjánsson að túlka, en hann á þegar langan feril að baki í leiklistinni. „Ég varð strax spenntur að fara í prufu því mér finnst myndin góð, en ég þurfti að fara á Samfés-mót til Egilsstaða sama dag og pru- fan var. Svo frétti ég að það væru aukaprufur, fór í þær og fékk hlutverkið. Ég varð rosalega glaður.“ - Finnst þér Bugsy góður gæi? „Já, hann er flottur. Skemmtilegur karakt- er; ljúfur en samt töffari. Hann dreymir um að komast til Hollywood með kærustunni sinni og eignast peninga." - En um hvað dreymir þig? „Ég ætla að fara til útlanda í nám eftir menntaskóla, kannski til New York í leiklist." - Þú hefur þá ekkert á móti því að enda í Hollywood? „Nei, ég hef ekkert á móti því. Alls ekkert." 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.