Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Page 2
Morgunblaðið/Ásdís ÞETTA fólk slær botninn í starfsár Kammermúsíkklúbbsins annað kvöld. TÓNLEIKAR NÆSTA VETUR Amis segir af misþyrmingum London. Reuters. BRESKI rithöfundurinn Martin Amis sagði nýlega frá því, að þegar hann hafí verið að skrifa um frænku sína, sem var misþyrmt og myrt af raðmorðingja, hafi rifjast upp hvernig honum hafí sjálfum verið misþyrmt kynferðis- lega af ókunnu fólki þegar hann var barn. Amis sagði í viðtali við bandaríska netritið Salon að frænka sín, Lucy Partington, hafi horfið 1973, er hún var 21 árs. Hún hafi verið ein þeirra að minnsta kosti 12 stúlkna sem Fred og Rose West misþyrmdu kynferðislega og myrtu síðan. „Við vissum ekki hvað hafði komið fyrir hana, fyrr en lík hennar var grafíð upp í garði fjöldamorðingjans Freds Wests, árið 1995. Eg gerði mér grein fyrir að þetta hafði verið á ferðinni í undirmeðvitund minni, svo að ég fór að skrifa um hana og Fred West. Eg komst líka að því að ég var að skrifa um þrjú atvik sem hentu mig þar sem ókunnugt fólk mis- þyrmdi mér þegar ég var bam. I eitt skiptið var það par. Pað var veisla í húsinu heima. Ég var níu ára og var inni í svefnherbergi. Hann sagðist vera læknir. Hún stóð bara í dyrun- um. Svonalagað kemur manni af stað í hinar undarlegustu áttir.“ Amis sagði að hin atvikin tvö hefðu átt sér stað úti á götu og á strönd- inni. Frá því Amis gaf út fyrstu skáldsögu slna, The Rachel Papers, þegar hann var 24 ára, hefur yfirleitt blásið um hann. AÆTLUN hefur verið gerð um tónleika á næsta starfsári Kammermúsíkklúbbsins, 1998-99, sem er hið 42. í röðinni. 13. september 1998 er ráðgert að Sigrún Eðvaldsdóttir og félagar flytji verk eftir Ha- ydn, Dvorák og Mozart. 11. október mun Camerarctica leika verk eftir Shostakovitsj, Þorkel Sigurbjörnsson og Brahms. Á efnis- skrá Guðrúnar Birgisdóttur og félaga 15. nóv- ember verða verk eftir Beethoven og Mozart og 11. janúar 1999 munu Tríó Reykjavíkur og gestir spila verk eftir Beethoven, Ravel og Brahms. Á lokatónleikum starfsársins, 28. febrúar 1999, er svo fyrirhugað að Bernardel- kvartettinn bjóði upp á efnisskrá með verkum eftir Grieg og Beethoven. Lokatónleikar Kammermúsík- klúbbsins á starfsárinu LOKATÓNLEIKAR Kammermúsíkklúbbs- ins á þessu starfsári verða í Bústaðakirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Fram koma Edda Erlendsdóttir píanóleikari, fiðluleik- ararnir Guðný Guðmundsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Ragnhildur Pétursdótt- ir, Junach Chung víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari og á efnisskrá verða verk eftir Chausson og Schumann. Ernest Chausson (1855-1899) lét eftir sig allmörg tónverk af mismunandi gerðum. Það sem flutt verður í Bústaðakirkju er ekki kammerverk í strangri merkingu, þótt það sé leikið á sex hljóðfæri. Eins og nafn- ið, Konsert fyrir fiðlu, pianó og strengja- kvartett, gefur til kynna, er það konsert fyrir tvö einleikshljóðfæri með samleik lít- illar strengjasveitar. Verkið er samið í rómantískum anda. Árið 1842 var heillaár í lífi Schumanns. Þá hafði hann í tvö ár verið giftur konunni, sem hann unni. Hamingja hans var meiri en nokkru sinni fyrr, svo og skáldlegt hugar- flug. Þá um haustið samdi hann píanókvin- tettinn, op. 44, sem fluttur verður annað kvöld. Telja má kvintettinn eitt vinsælasta verk á sviði kammertónlistar. MATTIAS Wager leikur á orgel Hallgrímskirkju á sunnudag. SÆNSKUR ORGELLEIKARI í HALLGRÍMSKIRKJU Wager er nú staddur hér á landi á vegum sænska útgáfufyrirtækisins Opus 3 Records við upptökur í Hallgrímskirkju fyrir geisla- plötu, þar sem hann leikur tónlist fyrir orgel og slagverk ásamt slagverksleikaranum And- ers Ástrand, en þeir voru gestir Kirkjulista- hátíðar í Hallgrímskirkju síðstliðið vor. Á efnisskránni eru tvær umritanir Bachs á verkum samtímamanna sinna þ.e. a-moll konsert Vivaldis og aría í F-dúr eftir F. Couperin, fantasíu um kantötustefíð Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen eftir Franz Lizt og frjáls spuni um stef sem orgelleikari fær á staðnum. Auk þess leikur Wager nýtt orgel- vek eftir Anders Nilsson, sem nefnist Dóm- kirkjan á fjallinu. Mattias Wager er fæddur í Stokkhólmi ár- ið 1967. Hann stundaði nám í kirkjutónlist og orgelleik við Konunglega tónlistarskólann í Stokkhólmi og lauk þaðan prófi í orgelleik og spuna með Íáði. Hann hefur fengið styrk til náms utan Svíþjóðar og nám hjá Johannes Geffert í Bonn og hjá Naji Hakim í París. Mattias Wager lilaut fyrstu verðlaun í al- þjóðlegri keppni í St. Albans á Englandi og Grand Prix d’improvisation „Pierre Cocher- eau“ og Maruce Durflé-verðlaunin í fyrstu al- þjóðiegu orgelkeppninni sem Parísarborg hélt. Einnig vann hann fyrstu verðlaun í al- þjóðlegri orgelkeppni í Stangnás í Svíþjóð og verðlaun í alþjóðlegri orgelspunakeppni í Haarlem í Hollandi 1992 og 1994. LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju gengst fyrir orgeltónleikum nk. sunnudag kl. 17. Þá leikur sænski orelleikarinn Mattias Wager orgeltónlist eftir J.S. Bach, Franz Lizt og Anders Nilsson, auk eigin spuna yfir gefið stef. Wager er af yngri kynslóð sænskra orgel- leikara og hefur þegar hlotið fjölda verðlauna fyrir orgelleik og leik af fingrum fram. Styrktartónleikar í Hveragerðis- kirkju JONAS Ingimundar- son leikur á nýja Steinway-flygilinn í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 22. febrúar kl. 16. Á efn- isskránni eru fjórar sónötur eftir Galuppi, Mozart, Beethoven og Schubert. Að- gangseyrir er 1.000 kr. og rennur óskiptur til flygilkaupanna. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Asmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Gallerí Fold Þorfinnur Sigurgeirsson. Til 8. mars Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Margrét H. Blöndal. Til 4. mars. Galleríkeðjan Sýnirými Gallerí Sýnibox: Karl J. Jónsson. Til 1. mars. Gallerí Hlust: Karl J. Jónsson syngur „Graf- skrift“. Síminn er 551 4348. Til 1. mars Elsa D. Gísladóttir. Listasafn Akureyrar Vatnslitamyndir Ásgríms Jónssonar. Til 19. apríl. Listahorn, Laugavegi 20b Ólafur Már Guðmundsson. Til 7. mars. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Baltasar. Til 1. mars. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sýning vetrarins nefnist Svífandi form. Verk eftir Sigurjón Ólafsson. Til 5. apríl. Hafnarborg Björg Þorsteinsdóttir sýnir vatnslitamyndir og Kristján Jónsson sýnir málverk. Til 23. febr. Hallgrímskirkja, anddyri Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í list Sveins Björnssonar. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sigurður Árni Sigurðsson. Til 29. mars. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Úr Kjarvalssafni - Sýningarstjóri Thor Vil- hjálmsson. Líkamsnánd, norrænt sýningar- og safn- fræðsluverkefni til 1. mars. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn Passíusálmar Hallgríms Péturssonar - frá handriti til samtíðar. Til 9. apríl. Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Ásmundarsalur: Kristinn E. Hrafnsson. Gryfja: Margrét Jónsdóttir. Til 8. mars. Arin- stofa: Ný aðfóng. Til 29. mars. Listasafn íslands Ný aðíong. Salur 1-3. Til 3. mars. Salur 4: Ásgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þor- láksson, Jón Stefánsson Jóhannes Kjarval. Mcnningarmiðstöð Gerðuberg Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum. Mokkakaffi Ljósmyndasýning Gunnars Kristinssonar. Til 5. mars. Norræna húsið Anja Snell og Lisbet Ruth. Til 18. mars. Norrænt ljós og myrkur: Rosa Liksom, Merja Aletta Ranttila, Lars Pirak, Maj-Doris Rimpi, Erling Johansson, Bengt Lindström og Lena Stenberg. Til 22. mars. Nýlistasafnið Benedikt Kristþórsson, Anna Líndal, Andre- as og Michael Nitschke. Ráðhús Reykjavíkur Sigþrúður Pálsdóttir. Til 26. febr. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Til marsloka. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd Bragi Ásgeirsson. Til 5. júní. Stöðlakot Guðbjartur Gunnarsson. Til 1. mars. TONLIST Laugardagur 21. febrúar Kirkjuhvolur, Garðabæ: Skoskir tónlistarmenn. Kl. 17. Sunnudagur 22. febrúar Bústaðakirkja: Kammertónlist. Edda Er- lendsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Ragnhildur Pétursdóttir, Junach Chung, Bryndís Halla Gylfadóttir. Kl. 20.30. Hallgrímskirkja: Orgeltónleikar, Mattias Wa- ger. Kl. 17. Mánudagur 23. febrúar Listasafn Kópavogs: Frönsk efnisskrá. Martial Nardeau, Sigrún Eðvaldsdóttir, Jönah Chang, Inga Rós Ingólfsdóttir og Elísabet Waage. Þjóðleikhúsið Poppkorn, sun. 22., mið. 25., fós. 27. febr. Hamlet, fös. 27. febr. Meiri gauragangur, sun. 22., mið. 25. febr. Yndisfríð og ófreskjan, sun. 22. febr. Grandavegur 7, fím. 26. febr. Kaffi, fim. 26. febr. Borgarleikhúsið Galdrakarlinn í Oz, lau. 21., sun. 22. febr. íslenski dansflokkurinn: Útlagar, lau. 21., fós. 27. febr. Hár og hitt, lau 21., fós. 27. febr. Feitir menn í pilsum, lau. 21., fós. 27. febr. Ástarsaga, sun. 22. febr. Loftkastalinn Bugsy Malone, lau. 21., sun. 22., mið. 25. febr. Fjögur hjörtu, fös. 27. febr. Á sama tíma að ári, sun. 22. febr. Listaverkið, lau. 21. febr. Islenska óperan Ástardrykkurinn, lau. 21., fös. 27. febr. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör Síðasti bærinn í dalnum, lau. 21., sun. 22. febr. Góð kona eða þannig, lau. 21. febr. Grafarvogskirkja Heilagir syndarar, mið. 18., fos. 27. febr. Möguleikhúsið Einar Áskell, lau. 21., sun. 22., mið. 25. febr. Menningarmiðstöðin Gerðuber Dimmalimm, sun. 22. febr. Nemendaleikhúsið Börn sólarinnar, lau. 21. febr. Tjarnarbíó Leikfélag MH Machbeth, lau. 21. febr. Skemmtihúsið Ferðir Guðríðar, lau. 21., sun. 22. febr. Kaffileikhúsið Svikamyllan, frums. fim. 26. Fös. 27. febr. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréf- lega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/iistir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menn- ing @mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.