Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Side 6
Ljósmynd/Einar Sebastian ÍSLENSKI dansflokkurinn sýnir um þessar mundir Útlaga í Borgarleikhúsinu. Þar eru á ferðinni þrjú dansverk eftir þá Ed Wubbe (Tvístígandi sinnaskipti II og Útlagar) og Richard Wherlock (Iða). Tvístígandi sinnaskipti samdi Wubbe sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn sem hluta sýningarinnar Stöðugir ferðalangar árið 1986. Verkið hefur síðan verið fært upp hjá dansflokkum víða um Evrópu og er nú sýnt í talsvert breyttri mynd. Hér sjást dansarar íslenska dansflokksins í öðru verki Wubbes, Útlögum. FULLVEÐJA DANSFLOKKUR ISLENSKI dansflokkurinn hóf óformlegt starf sitt á vordögum 1973. Þá hafði Listdansskóli Þjóðleikhússins starfað í rúm 20 ár og var flokkurinn hugsaður sem sjálfstæður hópur innan vébanda Þjóðleikhússins þar sem hann var lengst af til húsa. Á ýmsu hefur gengið á 25 ára starfsævi flokksins og ólíkar áherslur verið við lýði á hverjum tíma. Það sem ein- kennir feril flokksins er fjölbreytileiki upp- færslnanna, bæði klassísk ballettverk og nú- tímalistdans og óhætt að segja að reynt hafi verið að kynna íslenskum áhorfendum danslist úr flestum áttum. Hér á eftir verður tæpt á því helsta í sögu dansflokksins í máli og myndum. Innlendur ballettflokkur hafði verið eitt helsta baráttumál Félags íslenskra listdansara sem stofnað var á heimili brautryðjandans Ástu Norðmann árið 1947. Þegar Sveinn Ein- arsson tók við starfi leikhússtjóra árið 1973 kallaði hann fljótlega til landsins breska dans- höfundinn og ballettmeistarann Alan Carter svo að Islenski dansflokkurinn mætti stíga sín fyrstu spor. Carter átti eftir að dvelja hér á landi næstu 2 árin ásamt konu sinni og list- dansaranum Juliu Claire. Fyrsta sýning dans- flokksins var í félagsheimilinu Borg í Gríms- nesi hinn 17. maí það ár. Aðsókn var dræm enda bændur önnum kafnir í sauðburðinum. Ferðast var með sýninguna til Borgamess, Stykkishólms, Hellissands og loks var sýnt í fé- lagsheimilinu Aratungu og var ferðin öll farin í tengslum við átakið List um landið, á vegum menntamálaráðuneytisins. Fyrstu sýningar ís- lenska dansflokksins á höfuðborgarsvæðinu voru í félagsheimili Seltjamamess en í árslok tók flokkurinn síðan þátt í jólauppfærslu Þjóð- leikhússins á Leðurblökunni. Síðan hafa bæði Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur notið góðs af tilvist dansflokksins í fjölmörgum upp- færslum sínum. „Fólkið í flokknum fékk sama og ekkert fyrir vinnu sína; hugrekki þeirra, þolinmæði og starfsharka allan biðtímann olli því öðru fremur að við hjónin gáfumst aldrei upp á því að leggja okkur öll fram um að Hinn 17. maí nk. verður liðinn réttur aldarf|órðungur frá fyrstu sýningu Islenska dansflokksins. Starfsemi flokksins hefur tekið miklum breytingum frá því sem var þetta vorkvöld í félagsheimilinu Borg í Grímsnesi . HULDA STEFANSDOTTIR stiklar á stóru í sögu dans- flokksins og talar við nokkra af þeim fjölmörgu sem að flokknum hafa komið í gegnum tíðina. Ljósmynd: Þjóðleikhúsið/Grímur Bjamason ÉG DANSA við þig ... (Ich Tanze mit dir in den Himmel hinein) eftir Jochen Ulrich er mest sótta sýning íslenska dansflokksins frá upphafi. „Við höfðum aldrei upplifað annað eins. Allt í einu stóð fólk í röð fyrir utan Þjóðleikhúsið, - vegna okkarl“ segir Katrín Hall. Örn Guðmunds- son, Guðmunda Jóhannesdóttir, Katrín og Guðrún Pálsdóttir. áformin mættu ná fram að ganga,“ var haft eft- ir Alan Carter í leikskrá Þjóðleikhússins ári síðar. Fyrsta stóra verkefni dansflokksins var ball- ettinn Coppelía sem frumsýndur var í febrúar- lok 1975. Alls urðu sýningamar 16 og áhorf- endur samtals 8.381. Alan Carter lét af störf- um listdansstjóra eftir sýningarnar á Coppelíu. Næst á eftir honum fékk flokkurinn til liðs við sig þau Alexander Bennett, Natalie Konjus, Yuri Chatal, Karen Morrell og Kenneth Tilson sem hvert um sig stöldruðu hér við í um eitt ár. Það var svo árið 1980 sem fyrsti íslenski list- dansstjórinn, Nanna Olafsdóttir, tók til starfa. Nanna gegndi starfinu næstu 6 árin og við það skapaðist viss stöðugleiki í starfseminni. Þau tímamót urðu í starfsemi flokksins árið 1985 að fyrsti íslenski heilskvöldsballettinn eftir ís- lenskan danshöfund var frumsýndur. Þetta var verkið Dafnis og Klói eftir Nönnu Ólafsdóttur. Annar stór áfangi hafði unnist 5 árum áður þegar Islenski dansflokkurinn sýndi Blindis- leik eftir Jochen Ulrich við íslenska ballett- sögu, eða librettó, og við frumsamda tónlist Jóns Ásgeirssonar. Islensk tónskáld hafa tölu- vert komið við sögu íslenska dansflokksins og má þar nefna ásamt Jóni Ásgeirssyni þá Áskel Másson, Þorkel Sigurbjömsson, Egil Ólafsson og Þursaflokkinn, Þóri Baldursson, Gunnar Reyni Sveinsson, Atla Heimi Sveinsson og Leif Þórarinsson. Fjölmargir virtir íslenskir og er- lendir dansarar og danshöfundar hafa komið að uppfærslum flokksins í gegnum tíðina og ógerningur að nafngreina þá alla hér. Án þess að halla á aðra er þó ekki hægt að láta það vera að nefna listamenn á borð við þá Anton Dolin og Jochen Ulrich, Ed Wubbe og Richard Wherelock, Helga Tómasson, Sveinbjörgu Alexanders og Maríu Gísladóttur. Þá hefur Ingibjörg Björnsdóttir, sem lengst af starfaði sem skólastjóri listdansskólans og samdi fjöl- mörg styttri dansverk, átt stóran þátt í braut- ryðjendastarfi á sviði danslistarinnar hér á landi. í mars árið 1987 frumsýndi dansflokkurinn verkið Ég dansa við þig ... eftir Jochen Ulrich. Sýningarnar urðu 30 og er þetta mest sótta sýning íslenska dansflokksins frá upphafi. Þegar Nanna Ólafsdóttir lét af starfi listdans- stjóra árið 1987 tók við af henni Hlíf Svavars- dóttir dansari og danshöfundur sem lengst af hefur búið og starfað í Hollandi og fór aftur ut- an árið 1989. Við starfi Hlífar tók Auður Bjarnadóttir sem lengi hafði starfað með dans- flokknum, Einar Sveinn Þórðarson sinnti starf- inu um tíma og árið 1992 var María Gísladóttir ballettdansari, sem starfað hafði víða erlendis um langt skeið, skipuð í stöðu listdansstjóra. Upp úr 1990 dró enn til tíðinda í sögu flokks- ins þegar hann flutti úr æfingaaðstöðu sinni í Þjóðleikhúsinu og í æfingahúsnæði að Engja- teigi þar sem listdansskólinn er nú til húsa. Nýjar reglur um dansflokkinn sem mennta- « 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998 ■fl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.