Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Page 7
FRÁ vinstir Eldurinn úr Höfuðskepnunum eftir Alan Carter við tónlist Áskels Mássonar. Öm Guðmundsson og Julia Claire ásamt íslenska dansflokknum. Frá listdanssýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1974 . Helgi Tómasson dansaði hlutverk Albrechts í ballettinum Giselle eftir Anton Dolin í Þjóðleikhúsinu vorið 1982. „Með komu Antons Dolins hingað til lands komumst við á kortið í dansheiminum," segir Nanna Ólafsdóttir sem þá var listdansstjóri. málaráðherra samþykkti í árslok 1991 hafa enn aukið svigrúm flokksins sem frá þeim tíma hef- ur starfað sem sjálfstæð menningarstofnun með eigin fjárhag og stjóm. Katrín Hall tók við starfi listdansstjóra árið 1996 og síðastliðið haust flutti íslenski dansflokkurinn starfsemi sína í Borgarleikhúsið þar sem honum hefur nú verið tryggður fastur grundvöllur Ustdanssýn- inga á vetri hverjum. Hefur iðulega sannað tilverurétt sinn sve um munar Sveinn Einarsson, fyrrverandi Þjóðleikhús- stjóri, leikstjóri og rithöfundur, er sá maður sem hvað ötullegast hefur unnið fyrir hags- muni danslistar hér á landi allt frá stofnun Is- lenska dansflokksins. Hann segir íslenska dansflokkinn hafa verið algerlega nauðsynleg- an Uð í þróun íslenskrar menningarsögu á síð- ari hluta þessarar aldar. „Ég held að okkar menningarlíf hefði verið miklu fátækara ef ekki hefði verið fyrir Islenska dansflokkinn og þrátt fyrir fámenni flokksins, sem er hans aðal vandamál, þá hefur hann iðulega sannað til- verurétt sinn svo um munar,“ segir Sveinn. Spurður að því hvort það væri einhvað sem honum þætti standa upp úr á 25 ára ferli flokksins játaði hann að sumar sýningar væru sér mjög minnisstæðar. „Það var stórviðburð- ur þegar einn af helstu klassísku ballettum heimsins, Coppelía, var fluttur af íslenskum dönsurum árið 1975. Þó að sýningin væri sjálf- FYRSTU dansarar íslenska dansflokksins ásamt stjómandanum Alan Carter og eiginkonu hans, listdansaranum Juliu Claire. Efri röð f.v.: Ingibjörg Pálsdóttir, Helga Bernhard, Helga Eldon, Kristfn Bjömsdóttir og Guðrún Pálsdóttir. Miðröð: Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Nanna Ólafsdóttir, Alan Carter, Margrét Björnsdóttir, Bjargey Ingólfsdóttir. Neðsta röð: Auður Bjarnadóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir og Julia Claire. sagt ekki gallalaus þá fól hún í sér vissa sjálf- stæðisyfirlýsingu. Eg hef einnig haft gaman af öðrum stórvirkjum danslistarinnar sem flokk- i urinn hefur sýnt, verkum á borð við Giselle og f síðar Fröken Júlíu, sem báðar tókust óvenju vel miðað við aðstæður," segir Sveinn. „Þá hef- - ur mér alltaf þótt mikið til um frumflutning á nýjum innlendum dansverkum og ég tel að það sé lífsnauðsyn að túlkun og frumsköpun haldist í hendur. Ég er í hópi þeirra sem finnst að það sé ekki síður hægt að tjá hugsanir, tilfinningar og stemmingar hvers tíma með dansi en öðrum listgreinum." Stóru spurninguna í sambandi við stefnumörkun svo fámenns dansflokks seg- ir Sveinn þá hvort miða eigi eingöngu að nú- tímaverkum eða reka flokkinn á breiðari grundvelli. „Hvort tveggja hefur verið reynt og í báðum tilvikum hefur tekist vel til, t.d. býst . ég við að flokkurinn í heild sinni hafi aldrei dansað miklu betur en núna. Vonbrigðin eru þau að áhorfendahópurinn hefur ekki vaxið nægiiega mikið miðað við það sem þetta starf á skilið.“ Flokkurinn þarf nú að kynna sig betur erlendis Nanna Ólafsdóttir dansaði með flokknum frá upphafi og tók síðan við starfi listdansstjóra árið 1980. Fimm árum síðar frumsýndi flokk- urinn fyrsta heilskvölds dansverk hennar, Dafnis og Klói. Þar stigu á svið 40 íslenskir dansarar og dönsuðu við tónlist Ravels. SÝNINGAR ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS 1973-1998 1973 Listdanssýning, í maí. Höf. Alan Carter. 1973 Listdanssýning, í júní. Höf. Alan Carter. 1974 Listdanssýning, í júní. Höf. Alan Carter. 1974 Listdanssýning, í desember. Höf. Alan Carter. 1975 Coppelía, í febrúar. Uppsetning Alans Carters. 1975 Nemendasýning Listdansskólans, í maí. Höf. dansararnir og Ingibjörg Bjömsdóttir. 1976 Listdanssýning, í mars. Höf. Unnur Guðjónsdóttir og Alexander Bennett. 1976 Listdanssýning, í mars. Höf. Kenneth Tillson, George Balanshine, Ingibjörg Björnsdóttir og Marius Petipa. 1976 Listdanssýning, í desember. Höf. Miehel Fokine, L. Ivanov og M. Petipa, V. Vainonen, Natalie Konjus og R. Zakharov. 1977 Ys og þys út af engu, í apríl. Höf. Natalie Konjus. 1977 Hnotubrjóturinn, í desember. Uppsetning Yuris Chatal. 1978 Listdanssýning, í mars. Höf. Yuri Chatal og Jochen Ulrich. 1978 Listdanssýning, í júní. Höf. Yuri Chatal, Anton Dolin og Ingibjörg Björnsdóttir. 1978 Listdanssýning, í nóvember. Höf. Anton Dolin, dansflokkurinn og K. Morell, Ingibjörg Björnsdóttir. 1979 Listdanssýning, í mars. Höf. Tommi Kitti og Marjo Kuusela. 1980 Listdanssýning, í febrúar. Höf. Kenneth Tillson og Sveinbjörg Alexanders. 1980 Listdanssýning, í mars. Höf. Ingibjörg Bjömsdóttir og Nanna Ólafsdóttir. 1980 Listdanssýning, í júní. Höf. Kenneth Tillson, Roberto Dimitrievich og Roberto Trinchero. 1980 Blindisleikur, í nóvember. Höf. Jochen Ulrich. 1981 Listdanssýning, í mars. Höf. Eske Holm. 1981 Listdanssýning, í nóvember. Höf. Hlíf Svavarsdóttir og Youri Vamos. 1982 Giselle, í mars. Uppsetning Anton Dolin. 1983 Danssmiðjan, í febrúar. Höf. dansararnir, Ingibjörg Björnsdóttir og Nanna Ólafsdóttir. 1983 Fröken Júlía, í maí. Höf. Birgit Cullberg. 1983 10 ára afmælissýning fslenska dansflokksins, í nóvember. Höf. dansaramir, Ingibjörg Björnsdóttir og Nanna Ólafsdóttir. 1984 Öskubuska, í mars. Uppsetning Yelko Yurésha. 1985 Dafnis og Klói, í mars. Höf. Nanna Ólafsdóttir. 1985 Listdanssýning, í nóvember. Höf. Chinko Rafique, Auguste Bournonville, Lév Ivanov, Marius Petipa og Joseph Mazilér. 1986 Stöðugir ferðalangar, í apríl. Höf. Ed Wubbe. 1986 Listdanssýning, í nóvember. Höf. Nanna Ólafsdóttir og Hlíf Svavarsdóttir. 1987 Ég dansa við þig..., í mars. Höf. Jochen Ulrich. 1987 Flaksandi faldar, í nóvember. Höf. Hlíf Svavarsdóttir og Angela Linsen. 1988 Ég þekki þig, þú ekki mig, í febrúar. Höf. John Wismann og Henk Schut. 1988 Faðir vor og Ave María, í desember. Höf. Ivo Cramér. 1989 Hvörf, í maí. Höf. Hlíf Svavarsdóttir. 1990 Vorvindar, í apríl. Höf. Birgit Cullberg, Per Jonson og Vlado Juras. 1990 Palli og Palli, í júni 1990. Höf. Sylvia von Kospoth. 1990 Pétur og úlfurinn og fleiri dansar, i nóvember. Höf. Terence Etheridge og Ed Wubbe. 1991 Draumur á Jónsmessunótt, í janúar. Höf. Gray Veredon. 1992 Uppreisn, í október. Höf. Charles Czarny, William Soleau og Stephen Mills. 1993 Ráðhúsballett, í febrúar. Höf. William Soleau, Alan Howard, Nanna Ólafsdóttir og María Gísladóttir. 1993 Coppelía, í apríl. Uppsetning Evu Evadokimovu. 1993 Listahátíð í Hafnarfirði, í júní. Höf. Ingibjörg Björnsdóttir, Nanna Ólafsdóttir og William Soleau. 1994 Draumar - Mánans ar - Vitlaust númer - Adieu, í mars. Höf. Stephen Mills, Auður Bjamadóttir, María Gísladóttir og Lambos Lambrou. 1994 Lýðveldisdansar, í júní. Höf. Helgi Tómasson, Hlíf Svavarsdóttir, María Gísladóttir og Nanna Ólafsdóttir. 1994 Danshöfundar í Tjarnarbíói, í september. Höf. Hany Hadaya, Lái-a Stefánsdóttir og David Greenall. 1994 Jörfagleði, Svöluleikhúsið ásamt íslenska dansflokknum, í nóvember. Höf. Auður Bjarnadóttir. 1995 Euridice, á Norrænni menningarhátíð, Sólstöfum, í Reykjavík í mars. Höf. Nanna Ólafsdóttir. 1995 Heitir dansar, í maí. Höf. Lambros Lambrou, Per Jonsson, Charles Czamy og Sveinbjörg Alexanders. 1995 Requiem og Litanía á Kirkjulistahátíð ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands og Mótettukór Hallgrímskirkju. Höf. Nanna Ólafsdóttir. 1995 Sex ballettverk framsýnd í nóvember. Höf. Ingibjörg Björnsdóttir, August Bournon- ville, Petipa/Ivanov, Stephen Mills og Robert La Fosse. 1996 Þrenning, í febrúar. Höf. Lára Stefánsdóttir, David Greenall og Hlíf Svavarsdóttir. 1996 Féhirsla vors herra, á Listahátíð í júní. Höf. Nanna Ólafsdóttir. 1996 Cold Sweat, í september. Barnasýning fyrir grannskóla í Reykjavík . Höf. Vera Sander. 1997 La Cabina og Ein, í febrúar. í samvinnu við Tanz-Forum í Köln, Agence Artistique, Pablo Guzmán og Skárren ekkert. Höf. Jochen Ulrich. 1997 Hræringar - Konan á klettinum horfir - Ferli - Nachtlied, í maí. Höf. Lára Stefáns- dóttir, David Greenall, Nanna Ólafsdóttir og Michael Popper. 1997 Trúlofun í St. Dómingó, í nóvember. Höf. Jochen Ulrich. 1998 Útlagar, í febrúar. Höf. Ed Wubbe og Richard Wherlock. 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.