Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Qupperneq 9
Á ÍSLANDI var mikil stéttaskipting á 18. öldinni. Yfirstéttin, embættismenn og fjölskyldur þeirra, hafa reynt að klæðast eftir tfsku tfmans úti í Evrópu eins og þessi mynd sýnir, sem Ed- ward Dayes f fslandsleiðangri Stanleys teiknaði. menningarstétt, allir meginstraumar bárust hingað. Hins vegar var íslenska „elítan“ mjög fátæk á evrópskan mælikvarða." Jarðeigendur misstu seint tökin hér „Það er ekki fyrr en á nítjándu öld sem jarðeigendur fara að missa tökin í íslensku samfélagi. Þó ekki nærri eins mikið hér og t.d. í Noregiog Svíþjóð, að ekki sé talað um Dan- mörku. í lok nítjándu aldar er stór hluti af jarðeignum enn í leiguábúð á Islandi. Þá er slíkt varla til í Danmörku, þar taka sjálfseign- arbændur yfir hundrað árum fyrr. Þá komu þar fram lög um að skipta upp herragörðum. Rætt var um að gera þetta á Islandi líka seint á átjándu öld, en það var aldrei gert. Um 1770 var rætt um að selja jarðeignir krúnunnar og styrkja sjálfseign bænda hér. Þá voru um 40 til 60% bænda hér leiguliðar. í Svíþjóð og Danmörku voru lög um skiptingu jarða talin einasta leiðin til þess að auka landbúnaðar- framleiðslu. Mikil eftirspurn var eftir land- búnaðarvörum seint á átjándu öld og á nítj- ándu öld. Til þess að auka framleiðslu og hagnað þjóðanna var álitið að sjálfseign hent- aði best. Hér á landi voru búnaðarhættir þannig að þetta skipti ekki máli. Þjóðemishyggjan kom fram í lok átjándu aldar og í byrjun nítjándu aldar. Sumir telja hana afleiðingu af iðnvæðingu, aðrir að hún sé afleiðing af frönsku byltingunni og enn aðrir að hún hafi leitt af hertöku Napóleons á Þýskalandi. Þjóðernishyggjan barst mjög hratt til íslands, hún var búin að nema hér land um 1835. Þjóðemishyggjan boðaði að þjóðfélagið væri ein heild. Einkum urðu bændur mikilvægir á Norðurlöndum í þessari hugmyndafræði, hinn frjálsi bóndi. Þar var ÍSLENSK kona í bók Kergulens-Trémarecs frá 1771 sýnir viðhafnarbúning hefðarkonu. Fráleitt er að alþýða manna gæti skartað slíkum klæðum. hins vegar ekki mikið rúm ætlað aðalsmönn- um og gósseigendum. Þessari hugmyndafræði var afar vel tekið á íslandi, hún útrýmdi hug- myndinni um stórjarðeigendur. í lok nítjándu aldar komu svo markaðsfiskveiðar og þá opn- uðust aðrir möguleikar til fjárfestingar. Þeir sem áttu fé tóku að fjárfesta í fiskvinnslu og útgerð og í framhaldi af því kom fram borg- arastétt á íslandi. Það er vel þekkt hvernig borgarastéttin þróaðist hér, á því hafa verið gerðar rannsóknir. Tengslin milli þess hvern- ig völdum jarðeigenda“elítu“ lauk og ný „el- íta“ borgarstéttar myndaðist eru hins vegar lítt könnuð enn sem komið er.“ Ólfk stjórnmálakerfi Ritgerð Haralds Gustafssonar er hluti af stóru samnorrænu sagnfræðiverkefni sem nefnist Miðstjórnarvald og stöðvarsamfélög á átjándu öld. „Þar er borið saman hvemig mið- stjórn ríkis tókst að stjórna löndum sínum í einveldinu í Danmörku og Noregi og hins veg- ar í Svíþjóð, sem Finnland var hluti af þá, en þar var þá þingræðisstjórn ekki ósvipuð því sem gerist í dag. Það voru sem sagt gerólík kerfi í þessum ríkjum, í Danmörku og Noregi áttu allar ákvarðanir að koma beint frá kon- ungi. Ég kannaði embættiskerfið á Islandi og gang mála í ýmsum deilumálum. Ég kannaði t.d. Landsnefndina fyrri, sem send var til ís- lands um 1770 með ýmsar uppástungur um úrbætur í efnahagslífi Islendinga. Lands- nefndin fékk mörg bréf frá íslendingum, jafn- vel frá óbreyttum bændum, þar sem hægt er að lesa úr álit þeirra á samfélaginu, og ég kannaði einnig ýmsar deilur sem spruttu af byggingu dómkirkjunnar á Hólum - við hana áttu menn að vinna ókeypis og komu fram ýmis viðbrögð við því. Það var líka reynt á þessum tíma að afnema skattfrelsi embættis- manna og þeir börðust gegn því. Einnig kann- aði ég deiluna sem kom upp í kjölfar fjárkláð- ans fyrri. Þá drapst margt sauðfé og hver átti að borga fyrir það, leiguliðar eða jarðeigend- ur? Það var eiginlega stéttabarátta sem spratt af þessu. Það er áberandi að stjómin í Danmörku vildi sem minnst skipta sér af þessari deilu upp á Islandi. Embættismenn og fulltrúar jarðeigenda skoruðu á stjómina að ákveða eitthvað um þetta mál, en það var ekki gert og málalyktir urðu því mismunandi. Þetta m.a. sýndi að ráðamenn hér gátu ráðið miklu í langflestum málum. Valdaklíka emb- ættismanna hér samanstóð af amtmönnum, sýslumönnum, landfógeta, lögmönnum og að vissu leyti prestum. Þótt hún gæti ráðið mjög miklu gilti það þó ekki í verslunarmálum, þar voru hagsmunir hinnar dönsku stjórnar of miklir. En líka þar var reynt að ná samkomu- lagi - það er eitt aðaleinkenni umrædds stjórnmálakerfis að það var alltaf reynt að ná samkomulagi. Þetta var því í raun ekki ein- veldiskerfi, og sama var upp á teningnum annars staðar í Evrópu þar sem ríkti einveldi, stjómin varð að ná samkomulagi við „elítu“ hvers staðar, annars gekk þetta ekki. Engin þjóð á þessum tíma réð yfir tækjum til þess að „valta yfir“ hagsmuni staðbundinnar yfir- stéttar. Niðurstaða mín er sú að íslenska sam- félagið hafi ekki verið svo mjög frábrugðið öðrum samfélögum í Evrópu á þessum tíma. Pólitísk vitund var þó að mínu mati út- breiddari í Svíþjóð, þar sem ríkti þingræði, en í einvaldslöndunum. Fleiri þekktu þar til landsmála og fylgdust betur með í stjórnmál- unum. Á íslandi vissu menn lítið um stjóm- mál, það kemur t.d. fram í bréfum til Lands- nefndarinnar sem ég nefndi áður. Alþýða manna átti ekki greiðan aðgang að dönsku stjórninni, en menn nýttu sér þama tækifærið til þess að snúa sér beint til umboðsmanna stjómarinnar og í bréfunum til Landsnefndar kvarta menn yfir því sem þeim þótti aflaga fara, t.d. kvörtuðu menn yfir jarðeigendum og embættismönnum. I Svíþjóð var til stofnun sem menn gátu snúið sér til í þessu skyni. íslendingar á átjándu öld höfðu það ekki lakara en fólk í öðrum landbúnaðarsamfélög- um á norðurslóðum í Evrópu þess tíma. I góð- æri hafði bændafjölskyldan nóg að bíta og brenna en í slæmu árferði dó fólk úr hungri, hér eins og annars staðar. Hins vegar urðu hér á átjándu öld þrjú mikil hungurtímabil, um 1710 gekk stórabóla yfir landið, seint á sjötta áratugnum varð mikið kuldakast og svo komu móðuharðindin undir lok aldarinnai'. En á milli þessara atburða var líf fólks hér svipað og annars staðar í Evrópu. Þeir sem lifðu af kreppurnar höfðu það að ýmsu leyti gott, fengu betra jarðnæði en þeir höfðu haft og því befri lffskjör. Eins dauði var annars brauð. Út frá alþjóðlegum sagnfræðiumræðum tel ég tímbært að fara að rannsaka sjálfsmynd manna hér á umræddu tímabili, menninguna, heimsmyndina, hvernig menn þessara tíma litu á sjálfa sig, á héraðið, á ísland, á Dana- veldi, á stéttaskiptingu, á hlutskipti kynjanna og kynjagreiningu í samfélaginu, svo eitthvað sé nefnt. Þetta þætti mér spennandi verkefni. En vissulega vantar enn mörg grundvallar at- riði í hagsögu og félagssögu íslands á þessu tímabili sem þyrfti að rannsaka. Til eru nægi- legar heimildir til þess að gera þessar rann- sóknir, svo sem þingbækur, annálar, bréfa- skriftir embættismanna og einkasendibréf. Þótt þau séu aðallega frá “elítu" hópnum, þá held ég þó að hægt væri að ná til alþýðunnar líka.“ KRISTJÁN M. FALSSON ÍSLAND EÐAEI Ég segi við mig því ertu ekki fæddur í öðru landi þar sem sólin skín allan ársins hring? Og gyðjumar vefja þig örmum þar til þú ert íandakt og leitar að vatni til að svala forvitni þinni. En ég fínn landið landið sem mér var gefíð land ísa og elds sem kyrrir haf og vinda í Golfstraumnum. Þar vil ég vera og fínna allt það sem hugann vekur gleymsku og minni í senn. Gullroða í norðrinu eina þar á ég heima. Fræddu mig skáldjöfur góður um dýrð sem að hérna er eigi. Verndaðu dýr þess og gróður gleym ei minnstu blómunum sem hjara á öræfum þess. Eftir langan dag verð ég gleymdur í moldu þinni kynslóðir koma og fara þá mund’eftir bóninni minni að ég var einn af þeim mörgu. Höfundurinn vinnur á Amtsbókasafninu á Akureyri. KRISTÍN JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR VIÐ Þú ert eins og rigningin vætir þurrar kverkar náttúrunnar ég er þyrst égsakna svo ég leita á náðir minninganna dreg upp eina nógu saðsama til að slökkva þorsta minn minning verður að raunveruleika fortíð verður að nútíð þú ert mín og ég er þín við erum hvor önnur við erum eðlilegar eins og fugl á flugi eins og morðingi að drepa frjálsar en í fjötrum við hringum okkur utan um hvor aðra eins og kirkjuslanga en svo eins og eftir kjaftshögg rakna ég úr rotinu ég er nakin ég er berskjölduð ég er ein regnið fellur mjúklega í seiðandi tónum ég losa um faðmlagið og hleypi tóminu í burt. Höfundurinn er hljóðfæraleikari í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.