Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Síða 10
,»UWO««” „v,1»"* •"■" « »-»«- ** r* " lemur fyrif un08 08 , >__j , HApar, wr}ML Qmaklega hefur gle/mskan fallið á nafn Sigrúnar Magnúsdóttur, sem var í heilan aldarf|órðung hin ókrýnda drottning óperettunnar á Islandi. Er hvort tveggja að gagnrýnendur hlóðu á hana lofi og eins hitt að vinsældir hennar voru með afbrigðum. Segja má að hátindinum hafi hún náð með söng sínum og leik í Nitouche 1941, sem flutt var oftar en nokkur annar söngleikur, 71 sinni að meðtöldum sýningum á Akureyri, Húsavík og Blönduósi. ÞAÐ þótti ætíð merkisviðburður í menningarlífi íslendinga á fyrrí hluta aldarinnar þegar óperetta var sett á svið. Haraldur Björns- son, hinn kunni leikari og leik- stjóri, getur þess í leikskrá er fyrsta og eina íslenska óperettan í Alögum var frumsýnd árið 1944, að hann hefði boðið Leikfélagi Reykjavíkur óper- ettu til sýningar árið 1929 en ekki hafi verið hægt að sýna hana vegna vöntunar á samæfðri hljómsveit. Pað var ekki fyrr en tveimur árum síðar að hægt var að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd, er fyrsta óperettan „Lagleg stúlka gefins“ var á svið sett hjá Leikfélagi Reykjavík- ur. Eitt af aðalhlutverkunum í þeirri sýningu lék Sigrún Magnúsdóttir sem var á hátindi frægðar sinnar kölluð drottning óperettunnar á Islandi og hin eina sanna söngleikjastjama Islendinga. Til marks um það þá söng Sigrún Magnúsdóttir aðalhlutverk í öllum óperettum sem settar voru hér á svið utan einnar en þær voru auk Lagleg stúlka gefins: Systirin frá Prag 1937 (ópera), Meyjarskemm- an 1938, Bláa kápan 1938, 1948 og 1949, Bros- andi land 1940, Nitouche 1941 og 1954, í álögum 1944, og Leðurblakan 1952. Oftast mun hún hafa sungið aðalhlutverkið í Nitouche eða á 105 sýn- ingum. Ennfremur kom Sigrún fram í fjölmörgum revíum og leikritum þar sem sönghæfileikar hennar fengu notið sín, en alls mun hún hafa leikið um 70 hlutverk á leikferli sínum. Sigrún Magnúsdóttir fæddist á Ísafírði 24. nóvember 1904, foreldrar hennar voru Helga Tómasdóttir og Magnús Ólafsson prentari og tóku þau bæði þátt í leiklistarstarfsemi á ísafirði í þrjá áratugi svo ekki átti hún langt að sækja leiklistaráhug- ann. Jónas Tómasson hinn kunni tónlistarfröm- uður á ísafirði var móðurbróðir Sigrúnar og afi hennar, Tómas Jónsson bóndi á Hróarsstöðum í Fnjóskadal, skrifaði nokkur leikrit sem voru leikin á Akureyri og víðar. Árið 1925 kom Sigrún fyrst fram á leiksviði og var það í Happinu eftir Pál J. Árdal. Leikið var á ísafirði og í það skipti lék Helga móðir hennar í síðasta sinn og dóttirin tók við. Næstu árin lék Sigrún á ísafirði, m.a. í Lénharði fógeta og Galdra-Lofti undir leikstjóm Haraldar Björnssonar, en það var einmitt hann sem hvatti Sigrúnu til að fara utan til frekara náms í leiklist og gekk hún á skóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn með 2.000 kr. styrk frá Alþingi upp á vasann. I viðtali við Morgunblaðið 10. október 1930, þá nýkominn frá námi, sagði hún m.a.: „í tvö ár hefi ég stundað nám við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn eins og þau Haraldur Bjömsson og Anna Borg. Lagði ég aðallega stund á gleðileika, því þeir falla mér best.“ Fyrsta hlutverk Sigrúnar eftir að hún kom heim var með Leikfélagi Reykjavíkur árið 1930 í gamansöngleiknum Þremur skálk- um, en fyrsta veigamikla sönghlutverk sitt fékk Sigrún þegar óperettan „Lagleg stúlka gef- ins“ eftir Peter Comelius var frumsýnd skömmu fyrir áramótin 1931. Leikur þessi sem af flestum var kallaður óperetta eða revíuóperetta var í þremur þáttum og hið mesta léttmeti að efni en bráðfjömgur og fyndinn og var troðfullt á allar sýningar. Höfundar íslenska textans vom þeir Emil Thoroddsen og Tómas Guðmundsson. Leikstjóri var Haraldur Bjömsson og stjómandi hljómsveitar var Bjami Þórðarson. Hlaut þessi uppfærsla á fyrstu óperettu hérlendis hina bestu dóma gagnrýnenda. Morgunblaðið 3. janúar 1932: „Bestur var leikur þeirra Friðfinns Guð- jónssonar, Brynjólfs Jóhannessonar og Sigrúnar Magnúsdóttur og er ekki of mikið sagt að þeim hafi sjaldan eða aldrei tekist betur, sérstaklega nær Sigrún sér vel niðri í hlutverkinu.“ Gagn- rýnandi Morgunblaðsins lauk orðum sínum á þessa leið: „Ef menn vilja fá góða og fjörlega skemmtun eitt kvöld, þá er óhætt að visa þeim í leikhúsið til að sjá Laglega stúlku gefins.“ Sér- staklega var þess getið að mikill kostnaður hefði verið við sýninguna og var þar átt við hlut hljóm- sveitar og dansara. Þegar sýningum á Laglegu stúlkunni lauk eftir um 20 sýningar tók við hvert hlutverkið af öðm hjá Sigrúnu. Nokkur bið varð á því að hún tækist á við veigamikið sönghlut- verk og komu þar veikindi er hún átti við að stríða nokkuð við sögu en um tíma starfaði hún við leiklist á ísafirði og einnig starfaði hún með Leikfélagi Akureyrar veturinn 1933-1934. Söng- ferill hennar hófst fyrir alvöru árið 1937 þegar fyrsta óperan var sviðsett á íslandi, Die Schwestem von Prag eftir Wenzel Muller, sem í íslenskri þýðingu Bjöms Franzsonar hlaut nafn- ið Systirin frá Prag. Þar söng Sigrún aðalhlut- verkið á móti Pétri Á. Jónssyni ópemsöngvara sem þá var nýfluttur heim eftir glæstan söngfer- il erlendis. Aðaldriffjöðrin að uppsetningu óperann- ar var dr. Franz Mixa með góðum stuðningi frá Tónlistarfélaginu og Hljómsveit Reykjavíkur. Sýningin var talin einn merkasti viðburður í sögu íslenskrar tónlistar fram til þess dags. En hvers vegna skyldi Systirin frá Prag hafa orðið fyrir valinu? Því svaraði dr. Franz Mixa í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í febrúar 1937: „Já, hvers vegna ekki einmitt Systirin frá Prag, þessi létta og skemmtilega ópera hefir alla þá kosti sem við gátum hugsað okkur: Létt dillandi músík, fjör- ugur gangur, sólskin og sumar.“ Mörgum áram síðar var deilt um það hvort heldur ætti að telja Systurina frá Prag í flokki með óperam eða óperettum. Þegar sænskir óperasöngvarar sýndu árið 1950 Brúðkaup Fígarós í Þjóðleik- húsinu, sem þá var nýtekið til starfa, var þess getið að þar væri um að ræða fyrstu óperaupp- færslu á íslandi. í viðamikilli leikskrá sem var gefin út með Systurinni er hún sögð vera ópera og var fjallað um verkið sem ópera í fréttum dagblaðanna. En þess skal getið að í Tímariti Tónlistarfélagsins frá 1940 er Systirin frá Prag kölluð óperetta. Sannleikurinn er víst sá að oft er erfitt að greina mörkin á milli óperu og óperettu Það sem sérstaklega auðkennir óperettuna er að þar skiptast á tal og söngur og hún er öll léttari á fæti en jafnvel gamanóperur. Systirin frá Prag hefur einmitt verið flokkuð sem gamanópera og var sú vinsælasta af þeim liðlega 200 óperam og óperettum sem austurríska tónskáldið Wenzel Muller samdi. Hann mun vera flestum gleymdur í tónlistarheiminum í dag. Umsagnir blaða um hina fyrstu óperusýningu á Islandi vora blendnar, flytjendum var að vísu hælt fyrir hugrekkið að takast á við verkefni af þessari stærðargráðu, hins vegar þótti nokkuð á það skorta að einstaka söngvarar hefðu vald á hlutverkum sínum. Pétur Á. Jónsson ópera- söngvari fékk hina bestu dóma og var talið að Reykvíkingar hefðu aldrei séð Pétur betur í ess- inu sínu. Ennfremur hlaut Sigrún Magnúsdóttir góða gagnrýni. Þjóðviljinn 2. apríl 1937: „Það leynir sér ekki að Sigrún Magnúsdóttir hefir lært leiklist og auk þess hefir hún vel æfða og hljómmikla rödd. Sigrún gæti sýnt sig hvar sem er.“ Morgunblaðið 2. apríl 1937: „Af kvenfólkinu hafði Sigrún Magnúsdóttir mesta hlutverkið með höndum. Hún hefir mikinn og bjartan sópr- an, beitir honum vel og leikur hennar er fjörleg- ur og skemmtilegur." í niðurlagi gagnrýninnar segir: „Þessi fyrsta óperasýning hefir að öllu at- huguðu tekist stórum betur en við hefði mátt bú- ast, og það má treysta dugnaði þeirra manna SIGRÚN Magnúsdóttir og Lárus Pálsson. 1945. Ljósm. Amþrúður Aspelund sem að henni standa, til þess að halda dyggilega áfram á hinni sömu braut.“ Sýningum á Systur- inni frá Prag lauk eftir sjöundu sýningu. Þær höfðu verið stopular því skæð inflúensa geisaði í Reykjavík á sama tíma. Ekki var gerð önnur til- raun til að setja á svið óperu á Islandi með ís- lenskum flytjendum fyrr en 1951. Nú tók við tímabil óperettuflutnings og næstu árin var sett á svið í Iðnó a.m.k. ein óperetta árlega á vegum Tónlistarfélagsins og Leikfélags Reykjavíkur. Næst í röðinni af þeim óperettum er Sigrún Magnúsdóttir söng í var Bláa kápan eftir þá Walter og Willy Kollo. Bláa kápan naut mikilla vinsælda í Reykja- vík og fékk frábæra dóma, hún var fyrsta óperettan sem farið var með í sýningar- ferðalag út á landsbyggðina. Þótti það mikið nýmæli og var þess vænst að það mætti verða til uppörvunar og blessunar íslensku tón- listarlífi. I vikublaðinu Degi á Akureyri er 9. júní 1938 umsögn um sýninguna, þar segir m.a.: „Eitt hljóta allir að vera sammála um: Bláa káp- an er glæsilegasta leiksýning sem fram hefir far- ið á Akureyri, með helstu hlutverk í þessari upp- færslu fara þau Pétur Jónsson og Sigrún Magn- úsdóttir. Sigrún kann prýðisvel við sig á leiksvið- inu þar er hún heima hjá sér, leikhúsgestir kunna og ágætlega við Sigrúnu og er þá allt í lagi. Það er ekki hægt að hugsa sér óþvingaðri leik en hennar.“ Sýningar á Bláu kápunni urðu 31 í Reykjavik, á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki og þóttu takast mjög vel. En það var Pétur Jónsson sem hlaut mesta lofið, hann bar höfuð og herðar yfir alla hvað varðaði myndugleik raddarinnar og meðferð. Næsta óperetta í röðinni var Meyjar- skemman sem var sett upp í vetrarbyrjun sama ár. Áður hafði þessi vinsæla óperetta með tónlist eftir Franz Schubert verið sett á svið 1934, en nú var hún sett á svið með alveg nýjum blæ, frískari gamla* og leikhúslegri. Enn á ný voru það þau Pétur Jónsson óperasöngvari og Sigrún Magnúsdótt- ir sem báru sýninguna uppi og gengu sýningar fyrir fullu húsi langt fram á næsta ár. Hinn 1. mars 1939 var haldin sérstök hátíðarsýning til heiðurs Pétri Jónssyni en þá var búið að sýna óperettuna 50 sinnum í striklotu. Var þar með búið að setja nýtt aðsóknarmet þvl áður hafði aðeins eitt leikrit, Maður og kona, verið sýnt 43 sinnum á sama leikári. OPERETTUDROTTNINGIN 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.