Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Side 11
T* BLÁA kápan á ísafirði 1948. Þrjú systkin standa fremst, Lára, Sigrún og Jónas, Ólafur bróðir þeirra stendur fyrir aftan Jónas. Ljósm. Amþrúður Aspelund SIGRÚN Magnúsdóttir í 2 ókunnum hlutverkum. BROSANDI land. Sigrún Magnúsdóttir og Pétur Jónsson. Þessar frábæru viðtökur sýndu að leikhús- gestir kunnu vel að meta hina léttu óper- ettu og Vínarstemmninguna. Svo má bæta því við að á sama tíma og sýningar á Meyjarskemmunni fóru fram lék Sigrún einnig og söng stórt hlutverk í revíunni Fomar dyggð- ir, og urðu sýningar á henni um 50 áður en yfir lauk. En þannig var leikhúslífið á þessum árum og er vafalaust enn, leikarar höfðu mikið að gera og fómfýsin í þágu listarinnar var takmarkalaus. 7. febrúar 1940 frumsýndi Tónlistarfélagið óper- ettuna Brosandi land eftir Franz Lehar. Með að- alhlutverkin fóru sem fyrr þau Pétur A. Jónsson og Sigrún Magnúsdóttir sem nú var orðin eftir- læti allra söngaðdáenda. I gagnrýni Emils Thoroddsens í Morgunblaðinu hinn 8. febrúar 1940 skrifar hann svo um hlut Sigrúnar í sýning- unni: „Það var hrein unun að sjá og heyra Sig- rúnu Magnúsdóttur í hlutverki Mi, sem litla kín- verska prinsessan, var það Sigrúnu frekar til gagns en tjóns, að hún er ekki mikil vexti, bæði leikur hennar og söngur var svo fjörmikill, léttur og gáskafullur, með ósviknu „soubrette“-sniði, að það má hiklaust telja þessa frammistöðu Sig- ránar með því besta sem sést hefir hér á leik- sviði af þessu tagi.“ Það má einnig finna lesenda- bréf í blöðunum, þar sem m.a. er þakkað fyrir „ánægjulegasta músíkkvöld“ sem ég hefi lifað o.s.frv. Leikstjórn annaðist sem fyrr Haraldur Björnsson en dr. Victor Urbancic annaðist tón- listarstjórn. Sigrún Magnúsdóttir kom fram í mörgum öðrum leiksýningum á þessum árum, oft lék hún í útvarpsleikritum en það var helst í útvarpssöngleikjum sem landsmenn allir gátu best notið söngs hennar. Söngleikirnir voru með allra vinsælasta útvarpsefni sem flutt var á þess- um árum og æ síðan. Arið 1941 urðu þau nýmæli í leikhúslífi íslendinga að Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur tóku höndum saman um hina árlegu óperettu. Fyrir valinu varð hin vin- sæla Fröken Nitouche eftir Fransmanninn Florimond Hervé og er skemmst frá því að segja að hvorki fyrr né síðar hefur óperettu verið jafn vel tekið á íslandi. Nitouche sló öll fyrri aðsókn- armet, sýningar urðu samtals 71 að meðtöldum nokkrum sýningum á Akureyri, Húsavík og Blönduósi. Fólk lét ekki miðaverðið aftra sér sem var tvöfalt hæira en á venjulegum leiksýn- ingum. Þama brilljeruðu þau Sigrán Magnús- dóttir og Lárus Pálsson, en þetta var fyrsta stóra hlutverk Lárusar eftir að hann kom heim frá námi frá Konunglega leikskólanum í Kaup- mannahöfn. Um leik Sigránar skrifaði gagnrýnandi Morgunblaðsins, Emil Thoroddsen, 25. jan. 1941: „Sigrán Magnúsdóttir lék að- alkvenhlutverkið, Denise. Þetta er langstærsta sönghlutverkið í leiknum og hvað sönginn snerti hefir Sigránu aldrei tekist betur í óperettum. Hún hefir líka til að bera þá eðlilegu, streymandi kæti sem er önnur hlið Denise. A hinn bóginn skorti nokkuð á skinhelgina sem er hin hliðin á hlutverkinu; til þess stóð leikur Sig- rúnar allur um of í merki lífsgleðinnar. Hún var sérstaklega aðlaðandi og kæti hennar smitandi í trumbu-söngnum í þriðja þætti.“ (Upptaka með þessu lagi hefur varðveist.) í Leikhúsmálum, tímariti leikara, er þannig skrifað um sýninguna í maí 1940: „Þessi óperetta eftir franska höfund- inn Hervé hefir nú verið sýnd hér í Reykjavík í 40 kvöld á liðlega 3 mánuðum. Þó að verð að- göngumiða hafi verið mjög hækkað allan þennan tíma, hefir aðsókn oftast verið svo gífurleg, að auka aðstoð hefir orðið að hafa við miðasöluna, svo hún geti farið skipulega fram. Mun slík að- sókn vera met í íslenskri leiklistarsögu. í stór- borgum er það talinn „succes“ ef 10 af hundraði af borgarbúum sjái einhverja sýningu, en nú hafa um 12.000 af íbúum Reykjavíkur séð Nitouche, eða sem 30 af hundraði." Þegar þetta var skrifað átti sýningum enn eftir að fjölga og orðstír óperettunnar var slíkur um land allt að sagt var að eldra fólk þráði ekkert fremur en að sjá Nitouche sér til hugarfróunar áður en það dæi drottni sínum. Árið 1945 fóru þau Sigrán og Lárus Pálsson í leikför um landið þar sem þau fluttu atriði úr Nitouche og var þeim alls staðar forkunnarvel tekið og fengu þá vafalaust margir heitustu ósk sína uppfyllta sem var að sjá og heyra Sigrúnu Magnúsdóttur syngja. Árið 1944 var fyrsta og jafnframt eina íslenska óperettan frumsýnd; I álögum með tónlist eftir Sigurð Þórðarson við texta Dagfinns Sveinbjörnssonar. Enn á ný var það Tónlistarfélagið í Reykjavík sem stóð að uppfærslunni. Aðalhlutverkin voru á höndum Sigrúnar Magnúsdóttur og Bjarna Bjamasonar, ennfremur lék Pétur Jónsson viða- mikið hlutverk í sýningunni, en Haraldur Björnsson leikstýrði. Söngvarai- fengu mikið hrós fyrir frammistöðu sína þótt ýmsir vildu hallast að því að verkið ætti fremur að kallast þjóðlegur söngleikur en óperetta. Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Sigurður Grímsson, skrifaði ► SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.