Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 15
„SEM SVAR VIÐ AUGLYSINGU" Nei, heldur læt ég allt lönd og leið en að gera mig að kjána. Það gengur ekki að bjóða upp þegar dansinn er úti á hverju andartaki og eitthvað spilað sem maður ekki ræður við - ég drep bara í vindlinum hérna á flísagólfinu, annað eins fá þeir að þrífa eftir það. Nú finnst einhverjum að mér sé farið að dveljast hérna. Einhver skók hurð- ina og ég heyri drukkinn mann vera að argast utan í verðinum. En þið megið skekja og lemja eins og þið viljið, fjárinn hafi það, ég hef rétt til að vera hér eins lengi og ég vil, þótt ég geri ekki annað en sitja ofan á setunni og hugsa. Það er heldur hvergi annars staðar friður fyrir hávaðaspili og kiiði, hlátri og glamri í glösum. Sumir halda kannski að ég sé utanveltu og skemmti mér ekki! En ég skemmti mér ekki síður en aðrir mega þeir vita, þótt ég spilli ekki öllu fyrir mér með því að bjóða upp í ótíma. Ég skil líka, kæra huldukona, að þú flýtir þér ekki, komir jafnvel í seinna lagi. Ég hef áttað mig á að þú vilt ekki gefa óþolinmæði til kynna með því að koma á undan mér, það er eðlilegt. Ég vildi bara að ég hefði getað sagt þér - já, að ég hefði getað gefið þér bendingu um að þú megir vera óhrædd gagnvart öllum ófrjálslyndum viðhorfum eða fordómum af minni hálfu. Ég hlakka til að geta trúað þér fyrir að ég hef mætt misskilningi líka og að alls konar utanaðkomandi hefur sífellt ver- ið að flækjast fyrir mér. Bam í gamni og einhverjir gamlir leikbræður - verður allt skilið! - enginn lunti eða „sjalúsí" af minni hálfu, vertu viss. Leigurakvélin suðar í sífellu úti fyrir dyrun- um. Sennilega er fátt ffammi nú og tækifærið komið. Einhver er þó auðheyrilega að raka sig fyrir framan spegilinn og því vís til að fylgjast með mér og vissara að doka lengur. Ég tékka aftur á bréfinu til þess að athuga hvort nokkuð gæti hafa staðið í því sem stuðaði - til dæmis þetta með fjárhaginn. Já, er nema náttúrulegt að konan vilji vita hvort maðurinn geti búið henni öryggi - ...er í traustri peningalegri að- stöðu, hef ég skrifað. Nokkuð ónormalt við það sem gæti fælt frá? - Sem svar við auglýs- ingunni „Kynning-04481...“ já, og svo framvegis - ...er fjörutíu ára og í meðal- lagi hár... - nú, ég get alveg sagt það ...með skollitt hár og dökk augu, brún- kembd... Ég var flón að kasta vindlinum á gólfið, hálfreyktum. Hér er svarbréfið. Pappírinn er val- inn, ég lykta af honum enn einu sinni og finn þessa viðkvæmu ilmvatnslykt. Hún hefur að minnsta kosti verið ákveðin í að mæta þegar hún skrifaði þetta og ekki snýst fólki hugur á tveimur dögum, mér er fyrir- munað að skilja það? - ...og þess vegna leyfi ég mér að svara bréfinu þínu og vonast til að sjá þig í Búðinni á laugardagskvöldið. Mundu að sitja undir trénu á Kínverska bamum sem er til hægri þegar þú kemur út úr Ljósvetn- ingabúð. Mundu vel: Huldukona - það er stikkorðið okkar. P.S. Verð með hvítt slöngu- skinnsveski með gylltri kúlu á lokinu." Ég er enginn unglingur lengur og fyllilega tímabært að ég krefjist þess sem mér ber í líf- inu. Og nú er komið að mér - ég finn það - gæfan ætlar sér að brosa við mér og það mjög bráðlega. Þessi innri eðlisávísun hefur verið sterk eftir að ég ákvað að svara auglýsingunni. Ég er kominn á þann aldur þegar menn þurfa sterkar og heimilslegar konur sem bún- ar eru að rasa út og ekki uppnæmar. Þessi er af því tagi. Ég rithandargreindi hana eftir dá- litlu hefti sem ég á um listina að lesa úr skrift. Hún þarf ekki að búast við mjög mikilli róm- antík - en hæfilegri þó - ég kem til með að sýna skilning og verð ekki með vælu, atlot mín nærgætin en ákveðin. Það er víst líka happa- drýgst og þrátt fyrir allt vinsælast, segir mér hugboð og bók sem ég hef lesið. Ég verð að treysta á að eðli mitt og það sem ég hef lesið muni nægja þegar á hólminn kemur. Varað er við að tala um reynsluleysi en ráðlagt að sýna rósemi og ákveðni ef við verður komið út af as- anum sem hefur reynst mörgum afdrifaríkur. Ég mun líka sýna fulla tillitssemi með því að kaupa tvö bréf hjá verðinum þegar um hægist frammi. Enn suðar leigurakvélin eða er það rafmagnsskóburstinn? Ég hef ekki í hyggju að auglýsa fyrirætlanir mínar og verð því að treysta á heyrnina. Ætti ég að stíga upp á lok- ið og kanna ástandið með því að gægjast yfir hurðina - það er opið bil á milli hurðarinnar og loftsins? En gæti það ekki sést? - betra að hlusta eftir hvernig dymar opnast og lokast. Tveir geta að vísu heyrst koma inn meðan aðlaðandi - eiginlega þvert á móti: með mjóar hrakkur undir augunum og hárið rautt og þunnt, svipurinn derringslegur, það var eins og hún væri að kasta tölu á fjalimar í loftinu... Ég ályktaði engu að síður sem svo að þetta værir þú, vina, og aldrei skaltu fá að vita það. Það lagði svo sem af henni góða lykt og þrátt fyrir allt var allt með felldu. Ég dansaði óað- finnanlega - fannst mér - þar til hljómsveitin skipti yfir í annan takt, einhvers konar Af- ríkuvillimannatakt. Ég gerði þó tilraun heldur en að gefast upp, meir upp á von og óvon og i ekki blessast - þetta djöv... sebranegranna. - Þótt ég hafi stigið á vindilinn sé ég að hann er ekki brotinn, má vel kveikja í honum aftur með lagni... - ég fór sífellt réttan hring meðan hún fór öfugan hring, fór réttsælis meðan hún fór rangsælis og svo fór ég áfram þegar ég virðist hafa átt að fara aftur á bak og rakst á hana - eða hún á mig - var nærri dottin. En ég forðaði henni frá fallinu, eða gerði ég það kannski ekki, þótt hún virtist ekki virða það við mig, stransaði aðeins burtu með þessum líka svip! Það kafrýkur úr vindlinum og hann lekur... En verst á ég með að fyrirgefa sjálfum mér að ég skyldi elta hana. Ég reikaði á eftir henni og náði að grípa í bláröndina á kjólnum henn- ar frammi við dyrnar - bláröndina. - Er tími fyrir vissan mann að spjalla við vissa huldu- konu undir fjögur augu, sagði ég hæfilega dularfullur á svipinn og hafði ekki sleppt orð- inu þegar hún reiddi upp veskið og sló mig á augað. Þar sem ég lamaðist fullkomlega náði ég ekki að gjalda henni líku líkt, vona bara að hún hafi heyrt þegar ég kallaði: - Reyndu svo að standa á hundslöppunum! Já, hundslöpp- unum! En ég held að hún hafi ekki heyrt það, var komin of langt burtu. Það er dyravörðurinn sem er að banka á hurðina héma og spyr hvort eitthvað sé að, ég kallaði víst upp, ósvífnin í henni var svo blöskrandi. - Hér er allt í fínum sóma, segi ég, en vörð- urinn hefur misst áhuga á málinu og er farinn frá dyrunum. Hvað er ég að hugsa? Færið er komið. Hurðin hefur ekki bærst í langan tíma. Láttu ekki sjá á þér minnsta hik, ekkert er hvers- dagslegra í starfi þessa dyravarðar, rétt eins og menn væru að biðja mig að umfelga eitt dekk á verkstæðinu. Hvað var hann að rannsaka mig þegar ég kom út, álfurinn þarna í hvítu treyjunni með hvíta hárkragann í kringum skallann, sápuglj- ándi í flúorljósinu? Ég horfi á hann paufast með lykilinn í skránni á skápnum með Rauða- krossmerkinu, erindið bar ég upp óhikað. Mér er samt illa við að vera í einkaerindum innan um alla þessa spegla, þeir minna á glugga sem einhverjir gætu verið að njósna inn um. Þó erum við hér aðeins tveir. Ég er óstyrkur og bið um romm í kóla á Kínverska barnum, þvert ofan í vissu mína um að sterk vín era mér bráðhættuleg - innyflin í mér hafa lengi verið í ólagi vegna þess áð þegar ég var að byrja hjá Dekkjaiðjunni drakk ég gúl- sopa af gúmmílími. Það var út af veðmáli sem ég vitanlega vann, en varð mér dýrkeypt: Æ síðan finnst mér að ég gangi með kökk af storknuðu lími í maganum og mér hefur fund- ist að hann þenjist út ef ég smakka áfengi. Eftir þetta hef ég líka verið skotspónn allra strákanna á verkstæðinu, sem kalla mig Límmann - já, Límmann kalla þeir mig í tíma og ótíma, auðvitað alltaf í ótíma því ég þoli ekki nafnið. - Nú hefur Límmann límst fastur við bælið, segja þeir ef ég kem tíu mínútum of seint sem þó gerist nær aldrei. Þeir gera líka gi-ín að mér fyrir það að ég hef átt erfitt upp- dráttar í „píkumálum," eins og þeir orða það. - Hann Límmann þorir ekki að koma nærri píku af hræðslu við að límast kengfastur, segja þeir og hlæja og hlæja, en ég hef lag á að dylja þá þess hve mér sámar, þvi ég hlæ nefnilega enn meira og finn nöfn handa þeim í staðinn. En þau nöfn gleymast jafnharðan meðan Límmann virðist hafa límst við mig um alla eilífð. Aðeins Hermann hefur sýnt mér skilning og hlær ekki að mér. Honum einum hef ég sýnt trúnað og það var hann sem í laumi benti mér á að fara þessa óneitanlega snjöllu leið - að svara auglýsingunni - sjálfum hefði mér ekki hugkvæmst það. Ég finn að ég stend í þakkarskuld við Hermann. Enn hef ég ekki ákveðið hvernig ég ætla að launa honum, en hann mun fá að reyna að ég er vinur minna vina þegar svo ber undir... En nú getur verið að þeir hætti bráðum að hlæja, vina mín. Þegar við höfum náð saman og þeir frétta af því mun sljákka í þeim, og^. SMÁSAGA EFTIR ATLA MAGNÚSSON Ég bauð henni upp eins og ekkert væri. Hvað voru þær að brosa í kampinn, þessar sem sátu við hliðina á henni - með horaðar lappirnar í kross og í kringum galopin beljuaugun? einn fer inn og út, en þá er að hlusta eftir röddum, hvort skrúfað heyrist frá vatnskrana og slíku. Þegar ég sé þig læt ég sem ekkert sé en spyr hvort ég megi tylla mér andartak á bekkinn hjá þér - eða bjóða þér sæti, ef þú kemur seinna en ég - sný mér ekki að efninu strax en fæ þig til að brosa, helst til að hlæja. „...getið þið hlegið saman er hálfur sigur unn- inn,“ segir bókin. Samkvæmt því hef ég líka brandara á takteinum, lauflétta og viðeigandi brandara, stutta og sagða eins og utan efnis meðan ég lífga í vindli eða sýp á einhverju. Mér hefur einmitt hugkvæmst rétti brandar- inn, þessi um músina sem fíllinn fyljaði inni í litlum bíl - örstuttur, óbrigðul lukka á eftir, eða svo reyndist mér á dekkjaverkstæðinu. Ég man ekki eftir neinum viðskiptavini sem ekki kunni að meta hann - ég var vanur að segja hann á meðan ég lagði saman reikning- inn, svona til þess að létta lund manna, vitandi að allir eru dálítið kvíðnir meðan verið er að leggja saman reikning fyrir dekkjaviðgerðir. Brandarinn er svona: „Fíll mætti mús út í skógi. „Eigum við ekki að skreppa saman í bíltúr?" sagði fíllinn..." - ég kann hann utan að, hann mun renna upp úr mér eins og segl- garn af spólu, best að horfa ekki á hana held- ur láta hana horfa á þig meðan þú segir hann... gerir þig eðlilegri og líkari því að vera vanan konum. Eg hef sannfærst um að þannig verði mér ekki á mistök eins og áðan, óafsak- anleg skammsýni og fljótfærni sem gekk í berhögg við aðvaranir norsku bókarinnar „Erotikens ABC“ sem verið hefur Biblía mín að undanförnu. En þarna spilaði þessi var- hugaverði ákafi einmitt inn í - að ganga tug- um sinnum út úr Ljósvetningabúð með nefið niðri í bringu, skimandi til hægri handar náði engri átt og hefði getað fælt frá hvað konu sem væri... Nei, ég verð að gæta mína á svona nokkru - hvað nú ef konan hefði verið komin og fylgst með sætinu úr fjarlægð? Henni hlyti að hafa blöskrað. Fötin eru óaðfinnanleg, klassísk og þó í tísku, sögðu þeir í Herrabúðinni, vestið móð- ins og vasaklútur í stíl. Þegai- ég skoðaði mig í speglinum hjá þeim var ég í fyrstu ögn hræddur um að þau bæru vott um íhaldssemi (ófrjálslyndi) og þá stungu þeir upp á þessum smekklega, græna hálsklút. Ég tel mig hafa gert rétt að láta afgreiðslumennina ráða þessu í einu og öllu, enda alkunna að þeir búa yfir smekkvísi sem enginn slær út. - Bara smart, er allt sem ég bið um, sagði ég líka óhikað og þeir skildu hvað ég var að fara. Á endanum stóðst ég spegil - alveg upp í topp. En mistökin vora að hún var með tvær gull- kúlur á veskislokinu en ekki eina og líklega var veskið úr krókódflaskinni en ekki slönguskinni. Ég hefði mátt muna að skrifað stóð slöngu- veski og kúla aðeins ein. Ég bauð henni upp eins og ekkert væri. Hvað vora þær að brosa í kampinn, þessar sem sátu við hliðina á henni - með horaðar lappirnar í kross og þrotann í kringum galopin beljuaugun? Hún lét glasið sitt á borðið og fór á undan mér út á gólfið. Enn var fátt og færri sem farnir voru að dansa, þó nógu margir til þess að ástæðulaust var að ætla að einhver tæki meir eftir mér en öðram. Ég forðaðist að halda þannig utan um hana að það vekti gran um einhverjar hugsanii-, bara brosti og hélt svipnum náttúrulegum og áreynslulausum. I rauninni var hún alls ekki LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.